Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 X>V______________________________________________________________________________________________________Hagsýni Samanburður á kostnaði við ferðalög til Barcelona og Kaupmannahafnar: Talsverður verð- munur á ferðum Ráð við reykinga (ó)lykt Frá Ráöhústorginu í Kaupmannahöfn. Rug tll Kaupmannahafnar og Barcelona nugleiðir - verðmunur milli félaga 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 Krónur 37.475 33.075 36.475 "36.475 35.960 33.075 Barcelona Samvinniiferðir-Landsýn Úrval-Otsýn Ferðaskrífstofa Reykjavíkur Ferðaskrífstofa stúdenta Go rðir Terra Nova *19.305 kr. fyrir | nema undir 26 . ára aldri ~ ATH. Sé flogiö með GO-flugfélaginu er j 27 840 * london. I 2L905 22505* 18.305 18.305 18.305 Kaupmannahöfn w9 Útskrift úr skóla er stór áfangi í lífinu og tilefni til að fagna. - borgar sig að panta snemma Kostnaður fyrir einstaklinga sem vilja ferðast ódýrt til Kaup- mannahafnar eða Barcelona í sumar er nokkuð misjafn eftir þvi við hvaða ferðaskrifstofu er skipt. í könnun DV lentu Samvinnuferð- ir-Landsýn, Úrval-Útsýn, Ferða- skrifstofa Reykjavíkur, ferðaskrif- stofan Terra Nova, Ferðaskrif- stofa stúdenta, flugfélagið Go, Flugleiðir og Heimsferðir. Ódýrt til útlanda Spurt var hvað það kostaði fyr- ir einstakling að ferðast annars vegar til Barcelona og hins vegar til Kaupmannahafnar. Skilyrðið var að flogið væri í síðustu viku maí og að gefið væri upp hag- kvæmasta verð sem tÖ boða stæði. Ekki var miðað við að gef- ið væri upp verð á ódýrum sætum sem þegar eru uppseld heldur hagkvæmasta verð á þeim sætum sem eru enn laus og er þá miðað við að flugvallarskattar séu inni- faldir í verði. Ekki var spurt um gistingu. Talsvert dýrara er að fljúga til Barcelona en til Kaupmannahafn- ar en fleiri ferðaskrifstofur bjóða ferðir til Barcelona. Barcelona ódýrast með Terra Nova Allar ferðaskrifstofumar í könn- uninni buðu ferðir til Barcelona. Ódýrasta farið þangað er á vegum ferðaskrifstofunnar Terra Nova en þar kostar ferðin 27.425 kr. Næstó- dýrast er að fara til Barcelona á vegum Heimsferða en það kostar 29.990 kr. Ferðaskrifstofa Reykja- víkur og Flugleiðir bjóða báöar Barcelonaferðina á 33.075 kr. en Go-flugfélagið býður Barcelona- ferðina á 35.960 kr. með viðkomu í London. Dýrast hjá Úrvali-Útsýn og Ferðaskrifstofu stúdenta Dýrasta fargjaldið er hins vegar hið sama, bæði hjá Ferðaskrifstofu stúdenta og Úrvali-Útsýn, eða 36.475 kr. Reyndar ber að taka fram að viða er mikið af sætum selt til Barcelona og sums staðar eru ódýrustu sætin uppseld. Þá er Ferðaskrifstofa stúdenta með sér- kjör fyrir fólk undir 26 ára aldri því það fær ávallt sæti á lægsta verði gegn framvísun alþjóðlegs stúdentaskírteinis. Munurinn á verði í ferðunum til Barcelona er hins vegar i þessu dæmi rétt um þriðjungur. Þrjár ódýrastar til Khafnar Sex ferðaskrifstofur af þeim átta sem lentu í könnun DV buðu ferð- ir til Kaupmannahafnar en Terra Nova og Heimsferðir fljúga ekki þangað í sumar. Þrjár ferðaskrifstofur bjóða hag- kvæmasta verðið til Kaupmanna- hafnar, eða 18.305 kr. Þetta eru Flugleiðir, Úrval-Útsýn og Ferða- skrifstofa Reykjavíkur. Næstlægsta verðið eiga Samvinnuferðir-Land- sýn, eða 21.905 kr. Þá er Ferðaskrif- stofa stúdenta með ferðir til Kaup- mannahafnar á 22.505 kr. Dýrasta ferðin til Kaupmannahafnar er hins vegar hjá Go-flugfélaginu, eða 27.840 kr., enda er þar millilent í London. Því er í raun um tvær ferð- ir að ræða, rétt eins og á við í ferð- inni sem flugfélagið býður til Barcelona. Verðmunurinn er tals- verður, eða sem nemur rúmum 50% af ódýrasta fargjaldinu. Borgar sig aft panta snemma Fyrir þá sem ætla sér í ferð af svipuðu tagi og hér er lýst borgar sig að panta fyrr en seinna. Ódýr- ara er að panta snemma þar sem flest fyrirtækin bjóða meira en eitt verð á sætum eftir því hvemig selst í viðkomandi flug. Eftirspurn- in ræður þama mestu en reglan er almennt sú að panta þarf fyrr í vin- sælar ferðir en þær sem minni hylli njóta til þess að fá hagkvæm- ari fargjöld. -HG Falleg blóm og gjafavörur í útskriftar- boðið færðu í Garðheimum. Hér er ein skemmtileg hugmynd: Að planta tré í tilefni áfangans. 60 ÁRA FAGLEG REYNSLA Á ÖLLUM SVIÐUM RÆKTUNAR GARÐHEIMAR GRÆN VERSLUNARMTÐSTÖÐ STEKKJARBAKKA 6 • REYKJAVÍK ■ SÍMI 540 3300 Hengibjörk er óvenjulegt tré sem vekur athygli Ef gleðskapur er haldinn heima við og margt er um manninn er hætt við að reykingalyktin loði við híbýlin löngu eftir að veislunni er lokið. Gott og einfalt ráð til að losna við ólyktina er að láta vatn standa í fati í stofunni yfir nóttina og þá á lyktin að vera horfin morguninn eftir. Gulur silfurborðbúnaöur Silfurborðbúnaður sem orðinn er gulur eftir t.d. egg eða annan mat hreinsast á augabragði ef honum er stungið í glas með saltvatni og sett- ur þar út í bútur af silfurpappír. Ryðgaðar skrúfur losaðar Þegar viðgerðir á innan- eða ut- anstokksmunum standa yfir getur stundum reynst nauðsynlegt að losa lista og annað frá. Skrúfurnar gömlu geta þá reynst ryðgaðar. Ráð við því er að leggja smábrík úr kítti í kringum skrúfuna, hella ryð- leysandi olíu ofan í skálina og leyfa þessu að bíða í um einn dag. Þá er líklegt að farið sé að losna um skrúf- una. Þrútinn gluggi Ef erfitt er að opna glugga þarf fyrst að athuga hvort málningu er um að kenna. Ef svo er getur reynst nauðsyn- legt að fara með sköfu á hana. Ef glugginn hefur hins vegar þrútnað er hægt að nota hamar til þess að opna gluggann. Þá er enda skaftsins lamið við gluggann til þess að skadda ekki við eða málningu. Einnig er hægt að leggja þunna plötu á milli viðar og hamars en þá þarf að gæta þess að hamarinn renni ekki út af henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.