Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Page 28
32 Tilvera FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 I>V Gladiator í Laugarásbíói og Háskólabíói: Kemur Daniel Day-Lewis úr einangrun? Ef Martin Scorsese fær að ráða mun hann rjúfa þá einangrun sem Daniel Day-Lewis hefur sett sjálfan sig í, en hann hefur ekki leikið í kvikmynd eða nokkuð látið á sér bera frá þvi hann lék í The Boxer fyrir þrem- ur ánun. Scorsese vill fá Day-Lewis sem helsta mót- leikara Leonardo DiCaprio í Gangs of New York. Gangs, sem verð- ur að öllum lík- indum dýrasta kvikmynd sem Scorsese hefur gert (áætlaður kostnað- ur er 90 miUjónir dollarar), segir frá ungum manni Amsterdam Vallon (DiCaprio), sem um aldamótin reyndi að vega á móti ítölskum og írskum glæpagengjum með því að stofna eigin flokk óháðan þessum. Day-Lewis er ætlað að leika Bill the Butcher, sem var á móti aðgerum Vallons. Cameron Diaz, er þegar búin að gefa jáyrði sitt um að leika í myndinni og Scorsese vonast til að fá einnig til liðs við sig Liam Neeson og Pete Postlewaite. Tök- ur á Gangs In New York hefjast í ágúst í Róm. Gwyneth meö breskan hreim Gwyneth Palthrow er bandarísk leikkona, en frægustu hlutverk henn- ar hafa verið breskar konur. Hún virðist eiga einkar auðvelt með að ná sannfærandi breskum hreim eins og dæmin sanna (Shakespe- are In Love, Emma, Sliding Doors). Nú þykir líklegt að Palt- hrow taki að sér aðalhlutverkið á móti Ralph Fienn- es í Possession og þá mun hún eina ferðina enn leika breksa konu. Possession er gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir A.S. Byatt, sem kom út 1990. í henni segir frá tveimur bókmenntafræðingum sem verða ástfangnir þegar þeir eru að rannsaka feril tveggja ljóðskálda á síðustu öld, sem höfðu átt í ástarsam- bandi. Leikstjóri myndarinnar verður Neil La Bute og skrifar hann einnig handritið. Russell Crowe sem sáttasemj- ari Gwyneth Paltrow Kann aö bregöa fyrir sig breskum hreim. \ Danlel Day Lewis Hefur ekki leikiö í kvikmynd í þrjú ár. Eftir frammistöðu sína í The Insider og Gladiator er Russell Crowe einn heitasti leikarinn í Hollywood og launataxti hans hef- ur rokiö upp úr öllu valdi. Áður en Crowe varð svona eftirsóttur var Taylor Hackford búinn að ráða hann i aðalhlutverk á móti Meg Ryan í Proof of Life, fýrir smáaura, miðað við hvað hann þurfti að borga Meg Ryan. í Proof of Life leikur Russell Crowe sáttasemjara á vegum lög- reglunnar sem fenginn er til að vera milligöngumaður þegar millj- ónamæringi er rænt. Meg Ryan leikur eiginkonu milljónamærings- ins sem sáttasemjarinn verður ást- fanginn af. í öðrum hlutverkum eru David Caruso, David Morse, Pamela Reed og Alun Armstrong. Áætlað er að frumsýna Proof of Life í lok ársins. Russell Crowe Efirsóttur Ástrali. Ridley Scott Á tuttugu og þremur árum hefur Ridley Scott leikstýrt ellefu kvik- myndum. Eftir slakt gengi síðustu mynda hans voru margir famir að af- skrifa Scott sem er einhver mesti stílisti kvikmyndaleikstjórastéttar- innar. Það eru þó margir sem alltaf hafa haft trú á honum og sú trú hefur heldur betur sannast með Gladiator. Þá má geta þess að hann er þessa dag- ana aö leikstýra Hannibal, hinu um- deilda framhaldi Silence of the Lambs, og veröur spennandi að sjá hvemig honum tekst að koma fjöldamorðingjanum og mannætunni Hannibal Lecter til skila. Ridley Scott leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, The Duelists, árið 1977. Fyrir hana hlaut hann verðlaun á Cannes sem besti leikstjóri fyrstu kvikmyndar. Það var síðan Alien tveimur árum síðar sem gerði hann heimsfrægan. Scott hefur jöfnum höndum unnið við sjónvarpið og fékk hann Golden Globe-verðlaunin fyrr á árinu sem framleiðandi RKO 281 þar sem settur er á sviö aðdragandinn að gerð Citizen Kane. Þá má geta þess að árið 1984 leikstýrði Ridley Scott sjón- varpsauglýsingu sem átti eftir að verða ein frægasta sjónvarpsauglýs- ing sem gerð hefur verið. í þeirri aug- lýsingu kynnti hann komu Apple-tölv- unnar. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem Ridley Scott hefur leikstýrt: The Duelists, 1977 Alien, 1979 Blade Runner, 1982 Legend, 1985 Someone to Watch Over Me, 1987 Black Rain, 1989 Thelma & Louise, 1991 1492: Conquest of Paradise, 1992 White Squall, 1996 G.I. Jane, 1997 Gladiator, 2000 Skylmingaþræll Rómverskur herforingi og skylmingaþræll Russell Crowe, sem fékk óskars- leitar hefnda því að verða sá besti á Colosseum, hinum fræga leikvangi Rómveija þar sem þrælarnir börðust við hvern annan og urðu einnig að berj- ast við ljón og tígrisdýr. Á sjötta áratugnum og I byrjun þess sjöunda voru margra stórar epískar kvikmyndir geröar, sem gerðust á tímum Rómakeisara og sögðu annaðhvort frá heiðnum stríðshetjum eða kristnum mönn- um. En eftir því sem þær urðu dýr- ari og aðsóknin minnkaði þá hurfu þær brátt af sjónarsviðinu og hefur ekki verið gerð alvöru tilraun til að gera slíkar myndir aftur fyrr en nú að Ridley Scott réðst í að gera Gladi- ator cif mikilli bjartsýni og dirfsku. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vonum, aðsóknin hefur verið gífurleg og gagnrýni á mynd- ina hefur verið mjög góð. Það má því gera ráð fyrir að einhverjar álíka myndir fylgi í kjölfarið. Russell Crowe leikur Maximus og er hlutverkið eins og sniöið fyrir þennan stórbrotna leikara sem skot- ist hefur upp á stjömuhimininn á undanfomum mánuðum. Aðrir leik- arar eru Joaquin Phoenix, Connie Nielsen, Oliver Reed, Derek Jacobi, Djimon Hounsou og Richard Harris. -HK að til að ná fram hefnd- um verður hann að ná hylli fólksins og það getur aöeins orðið Splendor - Kringlubíö Veronica og prinsarnir Hilmar Karlsson skrífar gagnrýni um kvikmyndir Hinni tuttugu og tveggja ára gömlu Veronicu (Kathleen Robert- son) hafði gengið illa í leitinni að draumaprinsinum. Biðinni lauk loks þegar hún fór með vinkonu sinni, Mike (Kelly Macdonald), á tónleika en hún lét sig dreyma um eina tónlistarskvísuna. Lítið varð úr þeim draumórum en þeim mun meiri bylting varð í ástarlífi Veron- icu. Hún hitti svo sem ekki draumaprinsinn - heldur drauma- prinsana! Jafnskjótt og hún hafði fallið fyrir hinum dulúðuga Abel (Johnathon Schaech) gat hún ekki slitið sig frá augnaráði trommar- ans Zed (Matt Keeslar). Eftir jafn- langa bið eftir prinsinum og hún hafði mátt þola gat hún ekki farið að gera upp á milli þeirra. Þeir urðu því að gjöra svo vel að sætta sig við hvom annan - og gott betur. Úr varð heilög þrenning sem naut blíðunnar allt þar til rómantíker- inn Emest (Eric Mabius) kom til sögunnar. Val Veronicu varð ekki umflúið lengur. Splendor er á köflum hallæris- lega væmin en það gerir í raim ekki svo mikið til. Meðvitund að- standenda hennar um það skín Splendor Er á köflum hallærislega væmin en þaö gerir í raun ekki svo mikið til. Meövitund aöstandenda hennar um þaö skín nefnilega ávallt í gegn. nefhilega ávallt í gegn. Leikstjór- inn og handritshöfundurinn Gregg Araki laumar í annars hefðbundna væmni nokkuð klókum útgöngu- leiðum. Túlkun leikaranna er einnig mátulega galsafengin og tekst Matt Keeslar (The Last Days of Disco) best upp sem Zed. Beverly Hills skutlan Kathleen Robertson stendur sig ágætlega líkt og Johnathon Schaech. Það er einna helst Kelly Macdonald (Trainspott- ing) sem verður þreytandi til lengd- ar en þar er við steríótýpískt hlut- verkið að sakast en ekki leikkon- una. Splendor kcdlast að mörgu leyti á við vanmetna mynd Andrew Flem- ing, Threesome (1994), þar sem Lara Flynn Boyle, Stephen Baldwin og Josh Charles léku sambærilegt tríó. Frjálsleg umfjöllun þeirrar myndar um ólíkar kynhneigðir var nýstárleg fyrir kvikmynd af þessu tagi. Kevin Smith gekk svo enn lengra í sinni bestu mynd, Chasing Amy (1997), en lykilatriði þeirrar myndar er hreinlega að flnna í Splendor þótt lyktir þess séu á ann- an veg. Þessi mynd Araki er þó að mörgu leyti frábrugðin. Hann held- ur aftur af kyn-umræðunni (þótt hann gefi vissulega ýmislegt í skyn) um leið og niðurstaða mynd- arinnar er bjartsýnni (óraun- særri?) en hinna tveggja. Mest um vert er þó að Splendor er töluvert síðri mynd þótt hafa megi nokkurt gaman af henni. Bjöm Æ. Norðfjörð Leikstjórn og handrit: Gregg Araki. Aöal- hlutverk: Kathleen Robertson, Johnathon Schaech, Matt Keeslar, Kelly Macdonald og Eric Mabius. Lengd: 93 mínútur. tilnefningu fyrir leik sinn í The Insider, leikur aðalhlutverkið í Gladiator. Til að þræll geti náð hefndum þarf hann að ná hylli fólksins og það gerist aðeins verði hann bestur á Colosseum Fjörutíu ár eru síðan Stanley Kubric gerði Spartacus, Ben Hur var gerð fáum árum áður, nú kemur Gladiator, sem fetar dyggilega í spor fyrmefndra stórmynda. Um er að ræða epíska stórmynd, sem gerist á tímum Rómveija og fjallar um virtan hershöfðingja, sem er i miklu uppáhaldi hjá Markúsi Ár- elíusi, keisara Rómar. Öf- undsjúkt keisaraefni vill losna við hættu- legan keppinaut, lætur drepa eig- inkonu hans og son. Hershöfð- inginn Max- imus sleppur frá dauðan- um og er gerður að þræl. Líkams- atgervi hans v gerir það að verkum að hann er gerð- ur að skylm- ingarþræl. I þeirri stöðu gerir hann sér grein fyrir því

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.