Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 DV 7 Fréttir Skipverjar á Hannover björguðu því sem bjargað varð: Fýrir öllu að ekki urðu slys á mönnum - segir Ásgeir Guðbjartsson sem fagnaði syni sínum Hannover, gamla Guðbjörgin, var dreginn að bryggju í Sundahöfn 1 Reykjavík í gærmorgun. Þá hafði verið slökktur allur eldur sem kvikn- aði í skipinu á Grænlandshafi síðdeg- is á sunnudag. Skipið var á grálúðu- veiðum og til stóð að senda það í rækjuveiði með styrk frá ESB. mjög skynsamlega og lokað af hólf- um. Hvar i stjórnklefa upptökin eru nákvæmlega á eftir að rannsaka frek- ar.“ Sigurður Ingibergsson, skoðunar- maður frá Tryggingarmiðstöðinni, sagðist ekkert geta sagt um tjónið á skipinu í gær. Hann beið ásamt fleir- um eftir því að fá heimild til að fara um borð. Reyk mun hafa lagt um stokka frá vélarrúmi og smaug hann um allt skip. Skipið verður án efa frá veiðum um langan tíma vegna brun- ans. -HKr. Mættur á hafnarkantinn Ásgeir Guðbjartsson var mættur til að taka á móti syni sínum, Guðbjarti, við komuna til Reykjavíkur. Hlýjar móttökur Ragnheiður Hákonardóttir faðmar Guðbjart, eiginmann sinn, við kom- una til hafnar. Guðbjartur Ásgeirsson var 1. stýri- maður í þessum túr en hann hefur verið skipstjóri á togaranum frá því Guðbjörg ÍS 46 kom ný til landsins. Hefur hann verið titlaður fiskiskip- stjóri eftir að skipinu var flaggað út. Guðbjartur var með sótugan farsíma í höndunum sem hann hafði sótt í vistarverur sínar frammi í skipinu. Guðbjartur varðist allra frétta en sagði mikinn reyk hafa verið um borð. „Ég má bara ekkert segja,“ sagði hann en rannsókn er þegar haf- in á orsökum bnmans. Ásgeir Guðbjartsson, fyrrum aðal- eigandi Guðbjargar og aflaskipstjóri, var mættur á hafnarkantinn til að taka á móti syni sínum þegar skipið kom að landi í gærmorgun. „Þetta tekur á mann að fá svona fréttir. Maður fékk þó fljótlega fréttir af því að mannskapurinn hefði kom- ist yfir í annað skip. Það er fyrir öllu að það urðu ekki slys á mönnum." - Nú er þetta vel búið skip, var ekki slökkvikerfi í vélarrúmi? „Jú, það er allt það fullkomnasta sem til er um borð í þessu skipi. Það var hvergi til sparað," sagði Geiri Bjartar. Ljóst er að eldurinn kom upp í stjórnklefa inn af sjálfu vélarrúmi skipsins. Jón Viðar Matthiasson, varaslökkviliðsstjóri í slökkviliði Reykjavíkur, sagði tjónið augljóslega mikið. „Það er eitt rými sem er mjög illa brunnið en annað við hliðina, sem var lokað, er lítið brunnið. Slök- kvikerfi og hólfun á rýmum skipsins hafa þó komið í veg fyrir enn meira tjón. Skipverjar hafa unnið þetta Ákvarðað um eft- irlitsmyndavélar DV, AKRANESl:___________________ „A næsta stjórnarfundi Spalar ehf. í næstu viku verður fjallað um tillög- ur um kaup og uppsetningu mynda- vélakerfis í göngunum," sagði Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, í viðtali við DV í gær. „Ekki liggur endanlegur kostnaður fyrir að svo stöddu né heldur hvemig staðið verði að kaupum á þessum bún- aði en það ætti að skýrast að fundi loknum. Gert hefur verið nýtt áhættu- mat fyrir Hvalfjarðargöng i ljósi þeirr- ar umferðaraukningar sem orðið hef- ur en niðurstaða þess breytti óveru- lega því mati sem áður hafði verið gert. Það eru þvi ekki forsendur íyrir því að grípa til annarra aðgerða að svo stöddu," sagði Gísli. í ár verður aðeins unnið að lítils háttar viðhaldi ganganna. Skipt hefur verið um perur í göngunum en ekki er áformað að auka lýsinguna enda er hún í samræmi við það sem þekkist annars staðar og er reyndar betri en víða þekkist. -DVÓ Verðáður kr. 5.990 oq qóð kaup Sjúnvarpsmiðstöðln Þegar við segjum útsala þa meinum við útsala! AKAI GRLHIDIG UNITED TEHSXi HITACHI KEL5TEF harman kardon IIBL V y

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.