Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2000, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö f DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Leikstjórinn heimsþekkti, Lars von Trier, í Cannes: Leikur Bjarkar sá eini rétti Gagnrýnendur erlendis eru flestir á þeirri skoðun aö leikur Bjarkar í Dancer in the Dark sé afar góður - leikinn af einstakri tilfinningu. Á hinn bóginn einblína sumir gagn- rýnendur á að Björk er söngkona, ekki leikari. Leikstjórinn Lars von Trier viðurkenndi á blaðamannafundi í gær að sá háttur sem Björk hafði á við leik sinn í myndinni, sem flestir spá að hljóti Guilpálmann, hefði verið sá eini rétti. Hann sagði Björk í raun ekki hafa leikið í venjulegri þess orðs merkingu heldur lifað sig inn í hlut- verk sitt af tilfinningu. „Þetta var mjög erfitt fyrir hana og alla aðra... Þessi vinna með Björk var afar gefandi en gríðarlega sársauka- Bíó og karl- -* mennska í tímaritinu Fókusi sem fylgir DV á morgun er að finna frímiða á bíó- myndina Three to Tango og nokkrir þjóðþekktir einstaklingar ræða ítar- lega um það hvernig þeir upplifa dauðann. Stjáni stuð segir farir sin- ar ekki sléttar því þessi fyrrum út- varpshetja fékk flís í rassinn og fær hvergi inni i útvarpi. Villi Naglbit- ur er sannkallaður karl í krapinu og nokkuð safaríkur þessa dagana. Svo er fjallað um nýundirritaðan samning Sigur Rósar við erlent út- gáfufélag, Pokémon-æði útskýrt og Lífið eftir vinnu er sneisafullur 12 síðna blaðaauki um allt sem þú þarft að vita um menningar- og skemmt- analífið og miklu meira til. Björk í Cannes Slær í gegn. fuli fyrir okkur bæði. En ég gerir mér grein fyrir því að þetta var eina leið- in,“ sagði von Trier á blaðamanna- fundi sem Björk mætti ekki á. Franska stórleikkonan Catherine Denevue, meðleikari Bjarkar, var á fundinum með von Trier. Hún sagðist ekkert ætla að tjá sig um leikstjórann, slikt væri of persónulegt. Þó kvað hún von Trier ekki vera með skýra sjálfs- mynd - hins vegar væri hann öruggur í því sem hann væri að vinna við. „Hvað sem vandamálum líður á meðan kvikmyndatökum stóð þá er Hæstiréttur hefur gert að engu sumarleyfi þriggja dómara við Hér- aðsdóm Reykjavíkur með því að fella úr gildi ákvörðun eins þeirra um að önnur aðalmeðferð stóra fíkniefna- málsins færi ekki fram fyrr en i haust. Dómaramir, sem þar með verða að vinna að málinu í allt sum- ar, em Guðjón St. Marteinsson, Ingi- Bílstjóri hópferðabíls lenti í vand- ræðum í hálkunni í Víkurskarði skömmu eftir klukkan 5 i morgun. Bíllinn, sem er af minni gerð hóp- ferðabíla, var að koma frá Egilsstöð- um á leið til Akureyrar. Snjór og hálka var á veginum og hafði bíl- stjórinn sett keðjur undir bílinn. Svo illa vildi til að keðjumar slitn- uðu og festust á milli hjóla. Bíllinn rann út á hlið í brekkunni sem hann var að koma niður og stoppaði Björk stórkostleg," sagði gagnrýnandi Demokratia í Búlgaríu. Reuter segir tilfinningaspennuna í myndinni hafa verið nánast óbærilega - fólk hafi ver- ið farið að gráta eftir hálftíma. Einar Már Jónsson, fréttaritari DV í Paris, segir franska gagnrýnendur skiptast í tvo flokka í mati sínu á Dancer in the Dark eftir Lars von Tri- er. Flestir þeirra geta vart vatni hald- ið af hrifningu en einn þeirra, gagn- rýnandi stórblaðsins Le Figaro, er á öndverðum meiði og fer hinum hrak- legustu orðum um myndina. Þeir sem em jákvæðir segja að þessi mynd hafi loksins hrist slenið af kvikmyndahá- tíðinni í Cannes og kveikt í mönnum. Margir gefa í skyn að líklegt sé að hún fái Gullpálmann, að minnsta kosti eigi Björk skilið að fá verðlaun fyrir besta leikinn i kvenhlutverki. Gagn- rýnandi Le Figaro er ekki síður stór- yrtur. Hann talar um andstyggilegan sadisma, smekklausan öfuguggahátt og segir að tónlist Bjarkar sé svo ljót að það heyri til undantekninga. En um eitt er hann öðrum gagnrýnend- um sammála: Með þvi að verðlauna þessa mynd geti dómnefndin viðhald- ið þeirri gömlu venju að valda stóm hneyksli með Gullpálmanum. Sjá nánar á bls. 4. -Ótt/SA/EMJ björg Benediktsdóttir og Hjörtur Aðal- steinsson. Ekki er komin dagsetning á hvenær stóra fikniefnamálið verður tekið fyrir. Enn er beðið eftir því að efnahagsbrotadeild gefi út ákærur á hendur þeim sem tengjast málinu fjár- hagslega vegna kaupa, neyslu og meints peningaþvættis. -EIR á vegriði í beygju sem var á vegin- um. Hann var ekki á mikilli ferð og engar skemmdir urðu á honum. Lögreglan á Akureyri kom bílstjór- anum til aðstoðar við að klippa keðjumar og hélt billinn svo áfram ferð sinni. Mikil hálka er á vegum á þessu svæði og þar sem flestir eru komnir á sumardekk vill lögreglan á Akur- eyri biðja bílstjóra um að aka gæti- lega. -SMK Hæstiréttur: Eyðileggur sumarfrí Hópferðabíll í hættu FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2000 DV-MYND HELGI GARÐARSSON Slguröur Freysson Formaður verkamannafélagsins Árvakurs á Eskifirði tók sér pásu frá arga- þrasi verkfallsmálanna í veðurblíðunni fyrir austan. Átta loðnuverksmiðjur eru nú stopp vegna verkfalls starfsmanna. Þær eru á Siglufirði, Reyðarfirði, Vopnafirði, Seyðisfírði, Norðfirði, Eskifirði, Djúpavogi og á Hornafirði. Engir fundir hafa verið boðaðir og lítið er að gerast í samningamátum. Hólmaborgin með 2000 tonn: Þetta eru kaldar kveðjur - ef hætta þarf kolmunnaveiðunum, segir útgerðarstjórinn Emil K. Thorarensen, útgerðar- stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, seg- ir skelfilegt ef hætta verði kolmunna- veiðum vegna verkfalls í landi. „Við vorum að landa 2000 tonnum af kolmunna úr Hólmaborginni á Fáskrúðsfirði í gær. Skipið fer vænt- anlega út aftur í dag eftir viðgerð á trollinu á Eskifirði." Jón Kjartansson var kominn með um 1.100 tonn í morgun og sagði Emil að hann myndi landa í Færeyjum á morgun. Skipin hafa verið að veiðum í Rósagarðinum um 100 milur frá landi og gengið vel að undanfórnu. - Er ekki búið að loka á frekari landanir? „Það verður þá bara að reyna á það. Það er svo mikilvægt fyrir okkur ís- lendinga að öðlast reynslu í kolmunnaveiðum og við munum halda okkar skipum úti. Það eru eng- in verkfóll hjá sjómönnum. Undir- menn á okkar skipum eru í Verka- lýðsfélaginu Árvakri á Eskifirði. Það er því einkennileg staða ef félagið ætl- ar að loka á hluta af sínum mann- skap. Það eru kaldar kveðjur til þeirra sem halda félaginu uppi fjár- hagslega.“ -HKr. DV-MYND GYLFI Landaö í gær Um 1600 tonnum af kolmunna var landað í Krossanesi á Akureyri í gær úr Berki frá Neskauþsstað. SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PC/ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.