Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 I>V Fréttir Króna veikist og verðbólgan hefur bitið sig fasta: Óviðunandi verðbólga - en gengi krónunnar ekki katastrófa, segir Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri Verðbólga hefur á liðnum misserum grafið jafnt og þétt um sig í íslensku efnahagslífi. Samkvæmt nýjum spám fjármála- stofnana hækkar vísitala neysluverðs um á bilinu 0,5 til 0,6% á milli mánaða en það þýðir að verðbólguhraðinn er allt að 7,5% á ársgrundvelli. Forsendur spánna eru hækkandi verð á áfengi og tóbaki, á matvöru, á fatnaði og á bens- ini og aukinn kostnaður vegna hús- næðis. Þó að samsvarandi hækkun milli sömu mánaða í fyrra hafi verið ívið hærri, eða 0,8%, var hækkunin árin 1998 og 1997 miklu minni, eða aðeins 0,2%, og árið 1996 var beinlínis lækkun um 0,1%. Það virðist því vera að verðbólgan hafi náð að bíta sig fasta i efhahagslíf- ið hérlendis á liðnum misserum og er hún nú allt að þrefalt meiri en í helstu viðskiptalöndum íslendinga. Allt að 6% veröbólga „Verðbólgurhraðinn hefur verið óviðunandi um skeið. Útlitið er þannig núna að verðbólg- an verði upp undir 6% á þessu ári. Það er óviðunandi til lengdar og við þurfúm að lækka þetta,“ segir Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri. í fyrra nam verðbólgan hérlendis 5,8% og siðustu spár Seðlabankans gera ráð fyrir því að verðbólgan í ár verði á bilinu 5 til 6%. „Nú skiptir meginmáli hvemig framvindan verður. Það er mikil þensla og eftir- spum í hagkerfinu. Atvinnu- leysi hefúr minnkað og kaup- máttm- hefur aukist og bjart- sýni er mikil. Allt em þetta þenslueinkenni sem eru meg- inástæðan fyrir verðhækkvm- um, m.a. hækkun á fasteignaverði sem síðan mælist inni í visitölunni. Þessu til viðbótar kom bensínhækkunin sem er innílutt verðbólga," segir Eiríkur og játar því að þörf sé á opinberum að- gerðum til að ná verðbólgunni niður á viðunandi stig. Hann segir Seðlabankann hafa gert sitt í þeim efhum. „Við höfum sannarlega ver- ið að gera það með þvi að hafa tiltölulega háa skammtíma- vexti, það er okkar stjómtæki. Og einnig með því að benda á hvað það sé óheppilegt hvað útlán banka og annarra lána- stofnana hafa aukist mikið. En við getum ekki gert mikið meira en að beita fortölum. Það hefúr ekki gengið vel til þessa,“ segir Eiríkur. Krónan í króppum dansi Krónan lækkaði um 0,66% í gær miðað við í fyrradag en þá hafði hún lækkað um 0,45% frá næsta viðskiptadegi þar á undan. Lækkun krónunnar nemur því liðlega einu prósenti á tveimur dögum. Eirík- ur segir að lækkunina í gær megi rekja til tillagna Hafrannsóknastofn- unar um minni aflaheimildir. „Þær hafa haft áhrif á skoðun manna á markaðnum á styrk krónunnar," segir hann en bendir jafnframt á að þrátt fyrir að krónan hafi veikst í gærmorg- un hafi hún náð að rétta nokkuð úr kútnum áður en hin opinbera skrán- ing var tekin um ellefúleytið. „Þannig að þetta varð nú ekki eins slæmt og það leit út fyrir um tíma en það er alveg rétt að þetta er óvenju- mikið. Þetta er samt engin katastrófa og engin þau ósköp að það sé ekki hægt að lifa við þetta. En það er ekki vitað hvort breytingin verður varanleg eða hvort hún gengur til baka. Það sem gerðist í morgun var að krónan veiktist talsvert mikið framan af og styrktist svo aftur. Það vekur þá hugs- un hjá manni að aðilar á markaðnum telji að krónan geti náð fyrri styrk enda er vaxtamunur milli okkar og annarra landa enn þá mjög mikill en hann ræður mjög miklu um afstöðu manna til krónunnar," segir Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri. -GAR Seðlabankastjóri talar fyrir dauf- um eyrum „Viögetum ekki gert mikiö meira en aö beita for- tölum. Þaö hefur ekki gengiö vel til þessa, “ segir Eiríkur Guönason. Júgóslavnesku flóttamennirnir komnir til Siglufjarðar: Verið velkomnir heim - mátti lesa á skiltum heimamanna Nýir íbúar Siglufjaröar viö komuna heim í gær Loncar-fjölskyldan er hægra megin á myndinni og bíður eftir aö hitta „stuöningsf]ölskylduna“ sína. Fólkið var þreytt þegar flogið var frá Reykjavík til Siglufjarðar í gær. í för með vél íslandsflugs var 23 manna hópur flóttamanna sem komið höfðu tií íslands deginum áður og höfðu þá verið að koma frá flóttamannabúðum í Krajina-héraði í Króatíu. Þar hafði fólkið dvalið í 5-9 ár við ömurlegar að- stæður. Hreinlætisaðstaða var bágbor- in og ailt að tíu manns var komið fyr- ir í einu og sama herberginu. Hópur- inn sem kom til íslands var valinn af Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóð- anna sem hefúr yfirumsjón með flótta- mannabúðunum í Krajina-héraði. Að- standendur Rauða kross íslands flugu til Serbiu til móts við hópinn og voru þar í farabroddi Ámi Gunnarsson, for- maður flóttamannaráðs, og Hólmfríður Gísladóttir, deOdarstjóri flóttamanna- deildar. „Hópurinn hefur verið mjög þreyttur eftir þetta erfiða ferðalag. Frá Belgrad í Serbíu var flogið til Frank- fúrt í Þýskalandi og þaðan til íslands. Eitt af því fáa sem fólkinu lék hugur á að vita var hvort það væri mikill snjór á íslandi. Við höfúm reynt að setja þennan hóp aðeins inn í menningu landsins og reynt að útskýra fyrir þeim hvað það er sem þau geta átt von á. Ég við því að það gangi mun betur nú þegar fólkið sest á skólabekk á Siglufirði," sagði Ámi Gunnarsson. Krefjandi verkefni Þegar flugvélin lenti tók á móti flóttamönnunum stór hópur fólks. Meðal þeirra sem voru mættir til þess að taka á móti nýju íbúum Siglufjarðar voru „stuöningsfjöl- skyldur" þeirra. Þetta em fjölskyldur sem hafa tekið að sér það hlutverk að vera þessum nýju íbúum innan handar á meðan þeir koma undir sig fótunum. Aðspurður sagðist Þor- steinn Bjamason, einn af þeim aðil- um sem tóku að sér stuðningshlut- verkið, að það væri gaman að fá að taka þátt í þessu. „Vissulega er þetta krefjandi verkefhi, en engu að síður verkefni sem við hjónin hlökkum mik- ið til að takast á við,“ sagði Þorsteinn. „Móttaka flóttamanna á íslandi er nokkuð sem Rauði krossinn á íslandi og íslensk stjómvöld hafa hlotið mikið lof fyrir á alþjóðlegum vettvangi," seg- ir Þórir Guðmundsson, upplýsingafúll- trúi Rauða krossins. „Hér ríkir metn- aður fyrir því að gera aðstæður eins og best verður á kosið og endurspeglast þessi metnaður í aðbúnaðinum sem þessu fólki frá Króatíu hefúr verið veittur," bætti Þórir við. Sjáðu pabbi Þegar búið var að fagna komu flóttamannanna á flugvellinum stig- um við upp í rútu til þess að fara í stutta skoðunar- ferð um bæinn. Undirritaður sett- ist við hliðina á Maju Loncar, tíu ára stúlku sem kom hingað til lands með for- eldrum sinum og fjögurra ára syst- ur. Óttablandin undrun skein úr andliti hennar er við keyrðum nið- ur götur Siglu- fjarðar. Á hveiju homi veifuðu Siglfirðingar nýju íbúunum og bros læddist yfir varir Maju. Þegar rútan keyrði fram hjá grunnskólanum á Siglufirði og bama- heimilinu hrópaði litla systir hennar: „Sjáðu, pabbi, við Maja verðum hlið við hlið á hverjum degi,“ og ekki var laust við það að blaðamaður og aðrir fengju lítinn sting í magann. Pabbi Maju, Zdenko Loncar, haflaði sér fram til mín og klappaði mér á öxlina um leið og hann varpaði öndinni. í augum hans mátti sjá að honum fannst hann vera kominn heim. -ÓRV Ársfundur Byggðastofnunar í dag: Rangar áherslur í byggðamálum - segir Kristinn H. Gunnarsson, formaður Byggðastofnunar „Við þurfum að bæta okkur mikið í atvinnuuppbyggingarþættinum og við þurfúm að gera markvissari áætlanir og aðgerðir," segir Kristinn H. Gunn- arsson, formaður Byggðastofnunar, um árangur stofnunarinnar á síðustu misserum. Að sögn Kristins hefur ekki verið lögð nóg áhersla á að Byggðastoöiun hafi afl til verka sinna. „Byggðastofn- un hefúr verið of veikburða stoftiun til að rísa undir hlutverki sínu og það þarf meira fjármagn til að fylgja eftir þeim tillögum sem menn móta þar á bæ,“ segir Kristinn. Hann segir að nauðsynlegt sé að byggja upp atvinnuvegi á landsbyggð- inni eftir að sjávarútvegurinn hafi að mörgu leyti brugðist. „Strax og við komum með fjöl- breytileg störf fyrir menntað fólk vill fólk snúa aftur því ungt fólk vill gegnumsneitt al- veg jafnmikið búa á lands- byggðinni og á höfúðborgar- svæðinu ef það fær aðeins störf við sitt hæfi,“ segir Krist- inn. Hann bendir á Noreg sem gott dæmi um árangursríka byggðasteöiu. „I Noregi gera þeir þetta að mörgu leyti öðruvísi en við, þeir leggja mikla áherslu á Kristinn H. Gunn- arsson, förmaöur Byggöastofnunar, segir atvinnuupp- byggingu lykilinn aö sterkari landsbyggö. uppbyggingu í atvinnulífl og veita til þess stofnstyrki en atvinnurekstrinum er síðar ætlað að standa á eigin fót- um. Þeir sameinuðu sjóði sína til styrktar landsbyggð- inni nýlega í einn og ég tel líklegt að við ættum einnig að samhæfa okkar byggða- stefhu á álíka hátt,“ segir Kristinn. Kristinn segir mikilvægt að höfúðborgarsvæðið sé sterkt til að keppa við önnur lönd en hins vegar sé miður hve lítið hafi miðað i byggða- málum á landsbyggðinni. „Aðgerðir hafa meira miðað að því að styrkja höfuðborgarsvæðið enda er árangurinn í samræmi við það,“ segir Kristinn og bendir á íslenska Erfða- greiningu sem dæmi um mikilvægt byggðamál fyrir höfúðborgarsvæðið þar sem stjómvöld hafa lagt hönd á plóg. „Það er þjóðhagslega óhagkvæmt að fólk hópist í höfuðborgina og það hefúr í for með sér þenslu og verð- bólgu sem allir tapa á. Jaöivægi í byggðamálum hefúr því beinlínis í for með sér þjóðhagslegan ávinning," seg- ir Kristinn. Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn á Hótel KEA á Akur- eyri í dag. -jtr Páil Skúlason há- skólarektor braut gróflega almenn sjón- armið stjómsýslu- réttar þegar hann veitti prófessor í læknadeild lausn frá störfum um stundar- sakir, þann 21. des- ember sl. Þetta er álit rannsóknar- neöidar sem var skipuð í kjölfar máls- ins en í nefndinni áttu sæti þrir lög- menn. Vísir.is sagði ö-á. 100 þúsund í skálann Sigríður Sigurðardóttir, umsjónar- maður íslenska skáians á heimssýning- unni Expo 2000 í Hannover í Þýskalandi, segir að um tvö þúsund manns komi í skálann á klukkutíma, tólf tíma á dag. í gær höfðu rúmlega 100 þúsund manns heimsótt skálann. Dagur sagði frá. Ingibjórg syndir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri ætlar að standa við það heit sitt að synda í Nauthólsvíkinni þegar ný og glæsileg sund- og útivistaraðstaða verður opnuð þar með pompi og prakt i lok næstu viku, eða á þjóðhátíðardag- inn 17. júní. Dagur sagði frá. Ekki sérlega válegt Halldór Ásgríms- son utanríkisráð- herra segir vissulega vonbrigði að þorsk- stoöiinn sé í heldur verra ásigkomulagi en menn höfðu von- ast til en hann líti hins vegar ekki á skýrsluna sem sérstaklega váleg tíð- indi. „Ef vel er að gáð kemur í ljós að jafnvel þótt aflinn á næsta ári yrði ákvarðaður hinn sami og í ár væri þorskstofninn að vaxa,“ segir Halldór. Mbl. sagði frá. Neyðarástand á Hrafnistu Neyðarástand er sagt vera að skap- ast á dvalarheimilinu Hraöiistu vegna skorts á starfsmönnum sem setji fyrir sig lág laun. Aðstandendum heimilis- fólks Hraönstu hefur verið sent bréf þess efhis. Þar kemur fram að til þess kunni að koma í sumar að þeir þurfi að aðstoða við að fæða og klæða heim- ilisfólkið. RÚV sagði frá. Hert eftirlit í Leifsstöð Samkvæmt upplýsingum öá fíkni- efnadeUd toUgæslunnar hefúr verið lagt hald á tæp 8 kg af hassi á síðustu átta mánuðum, tæp 11 g af marijuana, 1,5 kg af amfetamíni, yfir 100 g af kóka- íni, 661 e-töflu og 600 steratöflur. Vík- uröéttir sögðu frá. Verðlaun til vallarslökkviliðs SlökkvUiðið á KeflavUcurveUi tekur í dag við æðstu verðlaunum á sviði brunavama sem slökkvUiðið vann ný- lega tU á árlegri samkeppni mUli allra slökkvUiða Bandarikjaflota, úr hendi yfirmanna Vamarliðsins við hátíðlega athöfh. Visir.is sagði frá. Hlutabréf í sjávarútvegi lækka TUlögur Haöannsóknastofnunar um verulega skerðingu aflahámarks á næsta fiskveiðiári höfðu strax áhrif á verðbréfamarkaði í gær. Gengi hluta- bréfa sjávarútvegsfyrirtækja lækkaði töluvert strax fyrir hádegi og íslenska krónan veUctist einnig nokkuð. Mbl. sagði frá. Opinber rannsókn nauðsyn Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu frá embætti sýslumanns- ins i Kefiavík og rík- islögreglustjóra und- irstrika nauðsyn þess að setja sérstak- an saksóknara tU að fara með opinbera rannsókn á tUdrögum þess að Magnús Leópoldsson var grunaður um aðUd að hvarfi Geirftnns Einarssonar, að mati Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lög- manns Magnúsar. Mbl. sagði öá.-GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.