Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2000, Blaðsíða 24
Fjölskyldumál
MIÐVTKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000
DV
Tilvera
Lort skipa Kristján L. Pálsson, Halldór V. Sveinsson og Hafsteinn G. Sigurösson
„Viö áttum sameiginlegan áhugann á kvikmyndum og þar sem viö höfðum nauðsynlegargræjur ákváöum viö aö
láta slag standa. Þá var bara aö finna efni. Viö höföum villst inn á nokkra karaoke-staöi og
þótti stemningin þar forvitnileg. “
m BREAKBEAT.IS Á 22 Þú gengur aO þykk-
ustu drum&bass og breakbeat tónunum vís-
um á annarri hæð veitingahússins 22. Plötu-
snúðarnir Addi, Eldar og Reynir spinna sam-
an tónafléttur af fallegri geröinni. Húsið er
opnað kl. 21. Aðgangseyrir er 300 kall, 500
eftir 23. 18 ára aldurstakmark.
■ THQMSEN Revnsluboltarnir Herb Legowitz
og Tommy White ætla að halda sitt miðviku-
lega Djúphúskvöld á Thomsen. Rauðvínið er
á kostakjörum samhliða því.
Krár
■ TJILL Á NÆSTA BAR Líkt og tyrri daginn er
Næsti bar rólegheit og næs fíling í gangi þar
þegar vikuhelmingar mætast. Miðvikumótin
að þessu sinni eru brædd saman með Ijúfum
tónum í boði Andrésar Þörs Gunnlaugssonar
gítarleikara og Þóru Þórisdöttur söngkonu.
Tjillið byrjar kl. 22 og eins og alltaf er frítt inn.
Afslöpþun og uppbygging fyrir næstu helgi.
Leikhús
■ LANDKRABBINN Ellismellurinn Landkrabb-
inn er marglofað verðlaunaleikrit eftir Ragnar
Arnalds. Hann er snillingur og fýrrum þing-
maður. Fær sand af seðlum I eftirlaun og það
ættu því að vera hæg heimatökin fyrir hann
að verða við beiðni aðdáenda sinna og senda
fleiri stykki frá sér á næstunni. Landkrabbinn
er sýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins kl.
20. Sími í miöasölu er 5511200.
Fundir
n ALGEBRUR RÖKFRÆÐINNAR í dag kl.
15.15 flytur Bjarni Jónsson, prófessor við
Vanderbilt-háskólann í Nashville I Tenn-
essee, fýrirlestur sem nefnist Algebrur rök-
fræöinnar í stofu 157 í húsi verkfræöi- og
raunvísindadeildar á Hjaröarhaga 6. Fyrir-
lesturinn er á vegum raunvísindadeildar
Háskóla islands og íslenska stærðfræöa-
félagsins.
■ HÁSKÓLAFYRIRLESTUR í dag kl. 16.15
mun Sigríöur Klara Böðvarsdóttir flytja MS-
fyrirlestur sinn Aögreining erfðamengja meL
gresis og skyldra tegunda á Líffræðistofnun
Háskólans, Grensásvegi 12, í stofu G-6.
■ NÝJAR HLIÐAR Á VERKUN ACTH í há-
deginu á morgun kl. 12.05 flytur dr. Margrét
Árnadóttir nýrnalæknir erindiö: Nýjar hliðar á
verkun ACTH, á hádegisfundi LífeölisfræöL
stofnunar í kaffistofu á 5. hæö í Lækna-
garði, Vatnsmýrarvegi 16.
Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísi.is
Lortur sigraði á Stuttmyndadögum:
Karaoke-sveifla í Köben
Judith Ingólfsson fiðluleikari
stígur á svið í Háskólabíói í kvöld.
Hún leikur þar með Ronald Sat
píanóleikara sem eins og Judith
hefur getið sér mjög gott orð fyrir
leik sinn hvarvetna. Þau Judith og
Ronald lofa því að enginn fari
ósáttur út eftir tónleika hjá þeim.
Popp_____________________________
■ ÚTCÁFUTÓNLEIKAR Á GAUKNUM Þei r fé
lagar Halli Reynls og Þorvaldur Flemming eru
nýbúnir að gefa út diskinn Myndir. Af því til-
efni er blásið til útgáfutónleika á Gauki á
Stöng. Diskurinn var tekinn upp í Danmörku
og iéöu nokkrir danskir tónlistarmenn þeim fé-
lögum krafta sína. Félagarnir eru báöir búsett-
ir í Danmörku og er þetta fyrsta platan sem
þeir gefa út. Svífandi dönsk rólegheit líða því
um rjáfur Gauksins og er þetta eitthvað sem
allir ættu að tékka á.
Klúbbar
Er hjónabandið þitt “£=
J- fjölskyldumál
S ■■ á miOvikudögum
i kreppu?
Kvikmyndin Georg: lifandi lag
bar sigur úr býtum á nýliðnum
stuttmyndadögum. Hún fjallar um
þrjá karaoke-söngvara sem eru að
rembast við að slá í gegn í Kaup-
mannahöfn. Hún er sett upp sem
heimildamynd þótt efniviðurinn sé
uppspuni. Undir yfirborðinu leynist
síðan hvasst háð þar sem gert er
grín að ýmsum listakreðsum.
Söngvarana leika Hjalti Þór Sverris-
son, Baldvin Þór Bergsson og Daní-
el Bjarnason og eru þeir skrambi
góðir. Að baki kvikmyndavélinni
eru síðan þremenningamir sem
titla sig Lort: Hafsteinn G. Sigurðs-
son, Halldór V. Sveinsson og Krist-
ján L. Pálsson.
Óvæntur sigur
Piltarnir eru fyrst spurðir hinnar
sígildu spumingar hvort þeir hafi
búist við sigri: „Við afskrifuðum
eiginlega möguleika okkar eftir að
við höfðum klippt myndina. Það
leið síðan nokkur timi þar til við
sáum hana á Stuttmyndadögum og
þá fannst okkur hún strax betri og
samkeppnishæf i samanburði við
hinar myndirnar. Við vorum því
hálffúlir að Ólafur H. Torfason [for-
maður dómnefndar] skyldi ekki
telja hana upp með athyglisverðu
myndunum, því ekki kom okkur í
hug að hún myndi vinna. Kannski
vorum við þó bara að passa að við
yrðum ekki svekktir." I framhaldi
eru þeir spurðir hvað þeim hafi þótt
um aðrar myndir og keppnina al-
mennt séð: „Við vorum mjög sáttir
við val dómnefndarinnar á þremur
bestu myndunum og einnig áhorf-
endaverðlaunin. Við sáum reyndar
ekki allar myndirnar á hátíðinni en
það mætti bæta við Amtmannsstíg
5. Goðsaga P6 var einnig góð en hún
byggði á sömu hugmynd og okkar
en útfærslan var allt öðruvísi. Ann-
ars kom það okkur á óvart hvað það
voru fáar myndir sem reyndu á
samtöl og leik. Þá skiljum við ekki
alveg hvað kvikmyndaskólinn er að
fara. Við vorum ekki hrifnir af
myndum hans. Svo mætti nú alveg
sigta myndir á hátíðina svo áhorf-
endur þurfi ekki að sitja yfir rusl-
Mörg hjónabönd lenda í
gildru vanans, hjón fjar-
lœgjast hvort annað,
nota hvort annað sem
ruslafötur fyrir þreytu og
vonbrigði, deila um allt
milli himins og jarðar
eða byggja þagnarmúra í
kringum hvort annað og
heyja orrustur í hjóna-
rúminu með kynlífið að
vopni. Er þá ekkert til
ráða ef erfiðleikamir
taka að hrannast upp í
hjónabandinu?
traust geta erfiðleikamir orðið til
þess að styrkja sambandið og gera
það betra en áður var. Hjónin verða
þannig reynslunni ríkari. Mörgum
tekst að vinna úr tímabundnum erf-
iðleikum og deilum án utanaðkom-
andi aðstoðar. En allt of mörg pör
sem þyrftu á aðstoð að halda leita
sér ekki hjálpar fyrr en í óefni er
komið. Mörgum finnst það einhver
aumingjaskapur að þurfa á ráðgjöf
að halda. Þetta þykir mér alltaf
skrýtið viðhorf, því ef fólk t.d. veik-
ist alvarlega eða lendir í slysi er
talið sjálfsagt aö leita sér læknis og
taka þau meðul sem læknirinn mæl-
ir fyrir um. Ef aftur á móti hjóna-
bandið „veikist alvarlega" þá er
eins og mörgum þyki það einhver
skömm að leita sér lækningar. Stað-
reyndin er aftur á móti sú að oft er
nausynlegt að fá aðstoð utanaðkom-
andi aðila til að ræða málin. Hjón
geta verið svo föst í eigin deilum að
þau sjá ekki útgönguleið og lausn
sem þriðji aðili getur bent á.
Hvert er þá að leita þegar kreppir
að í hjónabandinu? Þar er hægt að
benda á margar leiðir. í öllum söfn-
uðum landsins eru starfandi prestar
sem margir hverjir hafa mikla
reynslu af fjölskyldumálum. Þeir
bjóða upp á samtöl við hjón, veita
ráð og vísa á aðra stuðningsaðila ef
þörf er á. í mörgum sveitarfélögum
er einnig starfandi fjölskylduþjón-
usta þar sem félagsfræðingar og sál-
fræðingar leiðbeina hjónum. Sér-
fræðingar í fjölskylduráðgjöf bjóða
líka upp á stuðningsviðtöl og fjöl-
skyldumeðferð og hið sama gildir
um fjölskylduþjónustu kirkjunnar.
Og svona mætti lengi telja. Ef hjóna-
band ykkar er í kreppu, skuluð þið
vera ófeimin að leita ykkur aðstoð-
ar fyrr en seinna. Þaö er enginn
aumingjaskapur, heldur þvert á
móti sýnir það kjark að vilja berjast
fyrir fjölskyldu sinni, hjónabandi og
hamingju. Þetta er nefnilega ykkar
hjónaband, ykkar hamingja og eng-
inn veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur.
Judith
Ingólfsson í
Háskólabíó
AUir vilja verða hamingjusamir.
Hamingjan er reyndar fyrirbæri
sem erfitt er að skilgreina því hver
og einn hefur sína skoöun á því
hvað hamingja sé. Þó er hægt að
vera nokkuð viss um að allir sem
ganga í hjónaband gera það í þeirri
trú og von að hamingjan sé þeirra.
Og þegar allt gengur upp þá rætast
margir af draumunum sem tengdust
ástinni er leiddi makana í hjóna-
band. Því auðvitað er þaö ástin sem
ræður ferðinni þegar par ákveð-
ur að gifta sig. Af því að
það er ástin sem
ræður ferðinni
verða von-
brigðin mikil
ef svo fer að
draumarnir
um hamingj-
una rætast
ekki.
Stundum er
það reyndar
þannig að vænt-
ingarnar og draum-
amir sem makamir
koma með inn í hjónabandið eru
svo mismunandi að upp koma
árekstrar strax frá fyrstu stundu.
Einhverjir halda ef til vill að mak-
inn einn og sér framkalli hamingj-
una og þegar í ljós kemur að hjóna-
band er eitthvað sem báðir aðilar
þurfa að vinna að til þess að það
blessist, þá eru margir sem guggna
og gefast upp.
Ég gleymi aldrei náunganum sem
ég ræddi eitt sinn við um þessi mál.
Hann vildi skilja við konuna sína af
því að konunni datt aldrei neitt
skemmtilegt í hug og honum fannst
sambandið hundleiðinlegt. Sjálfum
datt honum náttúrlega aldrei neitt í
hug, ekki einu sinni að hann gæti
nú e.t.v. líka gert eitthvað til að
lífga upp á tilveruna. Hjónaband er
samvinna, samvinnufyrirtæki gæt-
um við kallað það, þar sem báðir að-
ilar verða að leggja sitt af mörk-
um ef dæmið á að ganga
upp. Síðan geta ver-
ið ýmsar ástæður
því að
dæmið gangi
ekki upp.
Mörg hjóna-
bönd lenda í
gildru van-
ans, hjón
fjarlægjast
hvort annað,
nota hvort annað
sem ruslafótur fyrir
þreytu og vonbrigði,
deila um allt milli himins og jarð-
ar eða byggja þagnarmúra í kring-
um hvort annað og heyja orrustur í
hjónarúminu með kynlifið að vopni.
Er þá ekkert til ráða ef erfiðleik-
amir taka að hrannast upp í hjóna-
bandinu?
Nú er það auövitað svo að öll
hjónabönd lenda einhvem tíma í
erfiðleikum. En ef sambandið er
inu, en það er fin þróun að hafa er-
lendu myndimar með.“
Eirðarlausir í Köben
Strákarnir tóku myndina upp í
Kaupmannahöfn sumarið 1998: „Við
vorum þar í vinnu við að setja upp
veislutjöld en urðum hálfeirðarlaus-
ir eftir að vertíðin kláraðist. Við átt-
um sameiginlegan áhugann á kvik-
myndum og þar sem við höfðum
nauðsynlegar græjar ákváðum við
að láta slag standa. Þá var bara að
finna efni. Við höfðum villst inn á
nokkra karaoke-staði og þótti stemn-
ingin þar forvitnileg. Áður en við
byrjuðum tökur fómm við í kynn-
ingarferðir á bæði pöbba og Netið.“
Að rannsóknum sínum loknmn hófu
piltarnir tökur, þar sem viðmælend-
ur vom leiddir áfram af punktum
sem þeir spunnu áfram: „Með þess-
ari aðferð virkar talið raunverulegt,
það er sem persónan sé I alvöm við-
tali.“ Þeir em einnig sammála um
að myndin hafi haft gott af þeim
tveimur árum sem liðu þar til hún
var klippt: „Við hentum heUing af
efni, m.a. nokkrum aukafrásögnum
og tveimur persónum í heild sinni.
Uppbyggingin skilar sér samt alveg.
Tíminn gaf okkur fjarlægð á mynd-
ina og getu til að greina í hverju
styrkur efnisins fólst. Það er hætt
við að þetta hefði annars orðið
þriggja kortera mynd, uppfull af
óþarfa endurtekningum.“
Framtíðin opin
Þeir segja að mesta hrósið sem
þeir fái fyrir myndina sé frá fólki
sem féll fyrir henni, þ.e. tók hana
trúanlega. Þeim þykir þetta spenn-
andi útfærsla og eru jafnvel að
íhuga að halda áfram á svipaðri
braut. Þeir neita þó að fullyrða
nokkuð um framhaldið nema að tök-
ur á nýrri mynd hefjist með
haustinu.