Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2000, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000
11
Utlönd
Biður um stuðning
Lionel Jospin,
forsætisráðherra
FrakMands, hvatti í
gær vinstri menn
til að styðja tillögu
Jacques Chiracs
forseta um að stytta
kjörtímabil forset-
ans úr sjö árum í
flmm. Chirac hafði áður verið and-
vígur hugmyndinni en hefur nú
sjáifur kynnt breytingartillögu.
Kynlífsþrælar
Fimm karlar og ein kona frá fyrr-
verandi Júgóslavíu verða í dag
ákærð í Svíþjóð fyrir að hafa þving-
að stúlkur frá A-Evrópu til vændis í
Svíþjóð. Stúlkurnar voru læstar
inni og fengu aðeins fé fyrir fæði og
sigarettinn.
12 ára með heróín í maga
12 ára drengur var stöðvaður á
flugvellinum í Bogota í Kólumbíu í
gær er hann ætlaði um borö í flug-
vél til New York. Drengurinn var
með 2,5 kíló af heróini á sér og hafði
gleypt hluta þess.
Lofa skjótri meðferð
Forseti hæstaréttar Chile, Hem-
an Alvarez, hét þvi í gær að fjaflað
yrði skjótt um áfrýjun verjenda
Augustos Pinochets, fyrrverandi
einræðisherra. Búist er við að verj-
endur áfrýi úrskurðinum um að
svipta Pinochet friðhelgi.
Saka CIA um morð
Goran Matic, upplýsingaráðherra
Júgóslavíu, sakaði í gær banda-
rísku leyniþjónustuna, CIA, um
morð á öryggisráðgjafa forseta
Svartfjallalands, Milos Djukanovics.
Mori lærir á tölvu
Forsætisráðherra
Japans, Yoshiro
Mori, sem vill að
upplýsingatækni
verði aðalumfjöll-
unarefnið á fundi
átta stærstu iðn-
velda heims, snerti
í gær lyklaborð i
fyrsta sinn. Mori sendi tölvupóst til
nemenda þegar hann heimsótti
skóla nálægt Tokyo. Hann lofaöi að
halda áfram að reyna að senda nem-
endunum tölvupóst.
Mikið mannfall
Leiðtogi uppreisnarmanna á Sól-
omonseyjum sagði að liðsmenn
hans hefðu feflt allt að eitt hundrað
andstæðinga í bardögum í morgun.
Halonen í Moskvu
Tarja Halonen
Finnlandsforseti kom
í opinbera heimsókn
til Moskvu í gær og
byrjaði á því að horfa
á sýningu í framúr-
stefnuleikhúsi. Að
sögn rússneskrar
sjónvarpsstöðvar er
það nokkuð óvenjulegt þegar svo
háttsettur gestur á í hlut.
Gæsluliðar teknir á ný
Uppreisnarmenn í Sierra Leone
hafa handsamaö 21 indverskan frið-
argæsluliöa SÞ og flutt á brott frá
búðum sínum í austurhluta lands-
ins. Talið er að uppreisnarmenn
ætli að sleppa gæsluliðunum í
nárgannaríkinu Líberíu.
Suzuki Vitara 1,6 11/97,
5 g., 3 s., vínr., ek. 28 þús. km, 4x4.
Verð 1.290.000
Daihatsu Cuore CX 1,0 09/99,
ssk., 5 d., rauður, ek. 2 þús. km, framdrif.
Verð 890.000
Ford Explorer 4,0 02/97,
ssk., 5 d., blár, ek. 45 þús. km, 4x4.
Verð 2.590.000
Nissan Almera 1,4 07/96,
5 g., 4 d., vínr., ek. 36 þús. km, framdrif.
Verð 820.000
brimborg
Reykjavlk • Akureyrl
Opíð laugardaga 11-16
notaðirbílar ww”'b,lmb“,sis
«»»brimborgar
Prescott lifir
eins og kóngur
John Prescott, aðstoðarforsætis-
ráðherra Bretlands, hefur verið sak-
aður um að lifa eins og kóngur í
hundruð milljóna króna glæsihöll
með 21 herbergi, níu baðherbergj-
um og bryta.
Að sögn breska æsiblaðsins Sun
fylgja húsinu einnig sundlaug og
tennisveflir. Húsið er í eigu ríkisins
og alla jafna er það embættisbústað-
ur fjármálaráðherrans. Prescott hef-
ur verið í fararbroddi í baráttu
Verkamannaflokksins gegn snobbi
og yfirstéttardekri háskóla á borð
við Oxford og Cambridge.
Uppboö
Að kröfu lögmanna Austurstræti fer fram
nauðungarsala við Félagsheimilið á Mána-
gmnd í Keflavík á hestinum Kóngsa,
skráðan Feng undir fæðingamr. 94184211.
Greiðsla skal innt af hendi við hamars-
högg, föstudaginn 16. júní n.k., kl 14.
SÝSLUMAÐURINN {KEFLAVÍK
Landbúnaðarráðherra Svíþjóðar bendluð við Göran Persson:
Neitar orðrómi
um ástarsamband
Stjórnarandstæöingar í baráttuhug
Stjórnarandstæöingar úr Bandaiagi frjáislyndra í Svartfjallalandi voru glaö-
beittir á síöasta kosningafundinum í Podgorica í gær. Sveitarstjórnarkosning-
ar veröa haldnar í Podgorica og Herceg Novi á sunnudag.
Anna er hvorki
meö né á móti
Anna prinsessa á Englandi tekur
ekki þátt í deilunum innan kon-
ungsfjölskyldunnar um erfðabreytt
matvæli. Prinsessan segir að í því
máli séu öll kurl ekki komin til
grafar og því gefl hún ekki út nein-
ar yfirlýsingar þar um. Faðir Önnu,
Filippus drottningarmaður, hefur
ekkert á móti erfðabreyttum mat-
vælum en Karl bróðir hennar er
eindreginn andstæðingur þeim.
Fídjieyjar:
Dátar og valdaræningj-
ar skiptast á skotum
1
Margareta Winberg, landbúnað-
ar- og jafnréttismálaráðherra Sví-
þjóðar, harðneitar því að eiga í ást-
arsambandi við Göran Persson for-
sætisráðherra.
Hálf sænska þjóðin þykist viss
um að um ástarsamband sé að ræða
og hneykslaðir lesendur spyrja fjöl-
miðla í tölvupósti hvers vegna þeir
Qalli ekki um málið sem sögur hafa
gengið um i sjö ár.
Göran Persson forsætisráðherra
tjáði sig í fyrsta sinn í gær opinber-
lega um orðróminn og sagði hann
fáránlegan. Margareta kvaðst
ánægð með að sagan skyldi komin
upp á yflrborðið. „Þá fyrst er hægt
að takast á við svona lygi. Því það
er það sem þetta fjallar um,“ segir
hún.
Margareta kveðst hafa þurft að
þola sögusagnimar um meint ástar-
samband í sjö ár. Sögumar hafi lif-
Margareta Winblad
Henni þykir orörómurinn hrikalega
niöurlægjandi.
að sínu eigin lífi og þróist stöðugt.
Það nýjasta sem Margareta hefur
heyrt er að hún eigi að vera flutt til
að eiga auöveldara með að hitta for-
sætisráðherrann. „Þetta er hrika-
lega niðurlægjandi," segir landbún-
aðarráðherrann.
Hún kveðst ekki hafa hugmynd
um hvemig orðrómurinn komst á
kreik. Eitt sinn hafi þó hún og for-
sætisráðherrann búið í sömu fast-
eign sem í voru íbúðir fyrir þing-
menn. „Það var fullyrt að við byggj-
um í sömu íbúð.“
Landbúnaðarráðherrann útilok-
ar ekki að sagan hafi verið búin til
í pólitískum tilgangi. „Kannski vill
einhver skaða okkur og þá helst
mig.“ Margareta Winberg hefur ver-
iö gift fyrrverandi þingmanni, Jöm
Svensson, í 10 ár og hún á þrjú
böm. Göran Persson forsætisráð-
herra er einnig fjölskyldumaður.
Hermenn á Fídjieyjum og valda-
ræningjar skiptust á skotum nærri
þinghúsinu í höfuðborginni Suva í
morgun. Valdaræningjar hafa hald-
ið um þrjátíu stjómmálamönnum í
gíslingu í þinghúsinu frá 19. maí,
þar á meðal forsætisráðherra lands-
ins.
Talsmaður hersins sagði frétta-
manni Reuters að fjórir menn úr
hópi valdaræningja hefðu látið
greipar sópa um hús í grenndinni.
Hermenn hefðu handtekið einn
mann og skotið nokkmm skotum
upp í loftið.
„Þrír hlupu aftur inn í þinghúsið
og skutu að hermönnunum sem
svömðu í sömu mynt,“ sagði tals-
maðurinn.
Ekki er taliö að neinn hafi slasast
í þessum fyrstu skærum mifli her-
manna og valdaræningja.
Byssan hlaðin á Fídji
Hermaöur viö þinghús Fídji hleöur
byssu sína eftir skothríö í morgun.
John Prescott
Næstráöandi hjá Tony Blair þarf ekki
aö kvarta yfir embættisbústaönum.
wtmmm
Daihatsu Gran Move CX 1,5 09/98, Peugeot 306 st. 1,6 01/98,
5 g., 5 d., vínr., ek. 19 þ. km, framdrif.
Verð 1.080.000
5 g., 5 d., grænn, ek. 25 þús. km, framdrif.
Verð 1.050.000
Daihatsu Charade CX 1,3 05/97, Toyota Corolla 1,6 04/99,
ssk., 5 d., Ijósblár, ek. 26 þús. km, framd. 5 g„ 4 d„ hvítur, ek. 4 þús. km, framdrif.
Verð 870.000 Verð 1.340.000