Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2000, Blaðsíða 10
10
Utlönd
MIDVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000
DV
4 aðalvinningar
Breiðir tússlitir og breiðir trélitir
Sandra Ósk Viktorsdóttir Jóhann Guðmundsson Elsa Björk Guðjónsdóttir Þórhildur Guðmundsdóttir Skólavegi 3 Fjarðarvegi 41 Njarðvíkurbraut 10 Þangbakka 10 230 Keflavík 680 Þórshöfn 260 Innri-Njarðvík 109 Reykjavík 15390 16730 9333 16394
5-11 aukavinningar trélitir
Guðrún Kjartansdóttir Aftanhæð 2 210 Garðabæ 16240
Sandra Björg Gunnarsdóttir Skólabrú 3 780 Höfn 11484
Jóhanna Svava Gunnarsdóttir Stapavegi7 900 Vestmannaeyjum 15749
Snorri Gunnarsson Álfaheiði 30 200 Kópavogi 6631
Óskar Elías Sigurðsson Hásteinsvegi 60 900 Vestmannaeyjum 5950
Amar Þór Halldórsson Hulduhólum 2 820 Eyrarbakka 15146
Vilhjálmur S. Fjeldsted Gunnlaugsgötu 20 310 Borgamesi 16457
12-20 aukavinningar plastlitir
Hlynur Jökull Skúlason Eskiholti 3 210 Garðabæ 16978
Sunneva Ýr Kristjánsdóttir Hryggjarseli 7 109 Reykjavík 15458
Dagur L. Ingimarsson Hofsvallagötu 23 101 Reykjavík 15918
Hraíhhildur E. Guðmundsdóttir Túngöm 22 460 Tálknafírði 8695
Bima Guðmundsdóttir Hofslundi 10 210 Garðabæ 14872
Brynja Ragnarsdóttir Miðholti 11 270 Mosfellsbæ 13270
Einar Þ. Amarson Hávallagötu 29 101 Reykjavík 15819
Öm B. Jónsson Austurgötu 49 710 Seyðisfirði 12657
Sandra Ósk Eggertsdóttir Stigahlíð 79 105 Reykjavik 11965
KRAKKAKLÚBBUR DV OG CONTÉ
ÞAKKA FRÁBÆRA ÞÁTTTÖKU.
BRYGGJUSVÆÐI
Á bryggjum verflur oft launhált
vegna vatns efla ísingar.
Ökum hægt á bryggjum!
, f J UMFERÐAR %.
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um breytingu á
Aðalskipulagi Reykjavíkur
1996-2016,
Miðborg - Þróunaráætlun
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti þann 18.05.00
breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016,
varðandi miðborg Reykjavíkur, sem unnin var úr
Þróunaráætlun miðborgarinnar. Tillagan var auglýst
skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Þrjár athugasemdir bárust og hafa umsagnir um þær
verið sendar athugasemdaraðilum.
Tillagan var fyrst samþykkt af borgarráði Reykjavíkur
þann 15.02.00 með smávægilegum breytingum. í
kjölfarið var hún send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
Skipulagsstofnun afgreiddi tillöguna til umhverfis-
ráðherra með fyrirvara um staðfestingu hvað varðaði
tvo þætti breytingarinnar. Að beiðni Reykjavíkur-
borgar var sú afgreiðsla afturkölluð. Tillagan var tekin
til meðferðar að nýju hjá borgaryfirvöldum og
samþykkt í borgarstjórn, eins og áður er getið, þann
18.05.00 með breytingum til að koma á móts við
sjónarmið Skipulagsstofnunar. Breytingarnar lutu í
aðalatriðum að formi tillögunnar og því var ekki talin
ástæða til þess að auglýsa hana að nýju.
Tillagan var send Skipulagsstofnun til afgreiðslu þann
05.06.00 skv. 5. mgr. 18. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997. Skipulagsstofnun
afgreiðir breytinguna til staðfestingar umhverfis-
ráðherra innan fjögurra vikna frá móttöku hennar sbr.
2. mgr. 19. gr. laga nr. 73/1997. Breytingin tekur gildi
þegar umhverfisráðherra hefur birt auglýsingu um
staðfestingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
Frekari upplýsingar eða gögn er hægt að nálgast hjá
Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð.
Borgarskipulag Reykjavíkur
Tala látinna eftir jarðskjálftann á Súmötru komin í 117:
Aðstoðin berst
seint til þurfandi
Björgunarsveitir í Indónesiu
héldu í morgun af stað til af-
skekktra héraða eyjarinnar
Súmötru í leit að fleiri fórnarlömb-
um jarðskjálftans mikla sem varð
aðfaranótt mánudagsins.
Heilbrigðisyfirvöld í Bengkulu-
héraði á vesturhluta eyjarinnar,
sem varð verst úti, sögðu í morgun
að tala látinna væri nú komin í 117
en búist væri við að hún ætti eftir
að hækka enn. Nærri sjö hundruð
manns til viðbótar slösuðust í
skjáiftanum sem mældist 7,9 stig á
Richter.
Neyðaraðstoð, svo sem matvæli,
lyf og plastábreiður, hefur borist
seint til þeirra sem á henni þurfa að
halda. Slæmt veður hefur hamlað
björgunaraðgerðum, auk þess sem
helsti flugvöllur héraðsins hefur
verið lokaður eftir skjálftann.
Yflrvöld eiga enn eftir að leggja
Skemmdir á vegi
Ófögur sjón blasti við indónesísku
hjónunum á skellinöðru sinni á eyj-
unni Súmötru þar sem jaröskjálfti
olli miklu tjóni á fólki og fasteignum.
endanlegt mat á tjónið af völdum
skjálftans þar sem fjarskipti og sam-
göngur við afskekkt héruð hafa leg-
ið niðri.
Flestir hinna látnu og særðu eru
úr bænum Bengkulu, höfuðstað
samnefnds héraðs, og nærsveitum.
Fréttastofan Antara sagði að þús-
undir heimila, bygginga og skóla
hefðu orðið fyrir skemmdum eða
eyðilagst. Einnig þarf að gera við
vegi og brýr.
Ástralar, Bandaríkjamenn og Jap-
anar hafa heitið stjórnvöldum í
Indónesíu neyðaraðstoð. Jarð-
skjálftafræðingar sögðu að nærri
fjögur hundruð eftirskjálftar hefðu
fylgt i kjölfar stóra skjálftans.
Upplýsingafulltrúi alþjóðasam-
taka Rauða krossins og Rauða hálf-
mánans sagði að von væri á hópi er-
lendra sérfræðinga í dag til að meta
skemmdirnar.
Fyrsta opinbera athöfn forsetafrúarinnar
Ljudmilla Pútín, forsetafrú Rússlands, gefur barni á barnaheimili við kvennafangetsi gjöf. Heimsókn Ljudmillu á
barnaheimiliö var fyrsta opinbera athöfn hennar sem forsetafrú. Ljudmilla ávarpaöi einnig kvenfangana og kvaöst
vona aö konurnar fengju styrk til aö fremja ekki fleiri glæpi. Ljudmilla hefur foröast sviösljósiö síöan eiginmaöur
hennar, öladimir Pútín, komst í innsta hring Kremlverja. Hún sást síöast viö innsetningu hans í embætti í maí.
NATO vísar á bug
ásökunum um
stríðsglæpi
Atlantshafsbandalagið, NATO,
vísaði í gær á bug ásökunum mann-
réttindasamtakanna Amnesty
International um stríðsglæpi í
Kosovostríðiriu. Amnesty sakar
einkum NATO um að hafa ekki gert
nóg til að koma i veg fyrir tjón á
óbreyttum borgurum í stríðinu.
George Robertson, framkvæmda-
stjóri NATO, segir ásakanimar ekki
á rökum reistar. í fréttatilkynningu
bendir NATO á að aðalsaksóknari
alþjóðastríðsglæpadómstólsins í
Haag, Carla del Ponte, hafi í síðustu
viku sagt að ekki væri ástæða til að
höfða mál gegn NATO vegna stríðs-
reksturs bandalagsins í þá 78 daga
sem loftárásir voru gerðar á
Júgóslavíu.
Robertson viðurkenndi að gerð
hefðu verið mistök. Vega þyrfti þau
á móti þeim hörmungum sem að-
gerðir NATO hefðu stöðvað.
Friðarviðræður
í Washington
Madeleine Albright, utanrikisráð-
herra Bandaríkjanna, tilkynnti í
gær að ísraelsmenn og Palestínu-
menn myndu hefja friðarviðræður í
Washington í næstu viku.
Markmiðið er að ná samkomulagi
um ramma að endanlegum friðar-
samningum.
Að loknum fundi með Yasser Ara-
fat, leiðtoga Palestínumanna, á
Vesturbakkanum í gær greindi Al-
bright einnig frá því að Arafat
myndi eiga fund með Bill Clinton
Bandaríkjaforseta í Washington í
næstu viku. Albright átti einnig við-
ræður við Ehud Barak, forsætisráð-
herra ísraels, í gær.
í dag ræðir Albright við Farouq
al-Shara, utanríkisráðherra Sýr-
lands, í Kairó.
Á Vesturbakkanum
Albright, utanríkisráöherra
Bandaríkjanna, ræddi viö Arafat,
leiötoga Palestínumanna, í gær.