Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2000, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000
Skoðun DV
Fórstu á Elton John
tónleikana?
Þorvaröur Jóhannesson nemi:
Nei, ég missti því mióur af þeim.
Ágúst Reynisson framleiöslumaöur:
Nei, ég var á bíl og missti af þeim.
Jón Gíslason bóndi:
Nei, og ég haföi engan áhuga.
Linda Hrönn Hermannsdóttir nemi:
Nei, ég tímdi því ekki og fíla
hann bara ekki.
Auöur Hafþórsdóttir nemi:
Nei, ég fíla ekki Elton John.
Jónína Herdís Ólafsdóttir nemi:
Ég tímdi því ekki, ég heföi kannski
fariö ef pabbi heföi fariö.
Búnaöarbankinn og Landsbankinn
- Mismunandi vísitölur til grundvallar lífeyrisgreiöslum eftirlaunafólks.
Mismunun eftirlauna-
fólks ríkisbankanna
Jón Ólafsson
skrifar:
Þegar ljóst var að mismunur sl.
þriggja ára á launa- og neysluvísi-
tölu væri heil 15%, hvatti stjóm
Eldri borgara til þess að þeir lífeyr-
issjóðir, sem greiddu eftirlaun sam-
kvæmt þeirri síðarnefndu, breyttu
þeim í launavísitölu.
Fyrir tæpum ijórum árum var
samið við lífeyrisþega Búnaðar-
bankans um að þeir tækju eftirlaun
samkvæmt launavísitölu, en málinu
var klúðrað hjá lifeyrissjóði Lands-
banka og hefur eftirlaunafólk hans
síðan fengið greitt samkvæmt
neysluvísitölu. Á þeim tíma var
klappað á öxlina á þessum sakleys-
ingjum og þeim sagt að „færi verð-
bólgan almennilega af stað“ myndi
þetta allt jafnast upp með tímanum!
Að sjálfsögðu hefur þetta ágæta
fólk síðan óskað eftir sem mestri
verðbólgu - já, helst óðaverðbólgu -
til þess að einhver möguleiki yrði
„Á þeim tíma var klappað
á öxlina á þessum sakleys-
ingjum og þeim sagt, að
„fceri verðbólgan álmenni-
lega af stað“ myndi
þetta allt jafnast upp
með tímanum!“
að ná í skottið á hinum sigri hrós-
andi launavísitölumönnum. Auðvit-
að verður að útrýma þessum mis-
mun strax og hætta um leið öllum
útúrsnúningum við þetta fólk sem
flest hefur starfað í 40-50 ár á lágum
launatöxtum hjá þessum ríkisstofn-
unum.
Ögmundur Jónasson alþingis-
maður sagði á þingi fyrir skömmu
að nú væru sum fyrirtæki farin að
nota svonefnda 65 ára reglu, þ.e.
fólk mætti ekki vinna lengur hjá
þeim þegar 65 ára aldri væri náð. Þá
hló þingheimur. En hláturinn hefði
að líkindum lækkað ögn ef einhver
hefði sagt að í ríkisbönkum væri
reynt að koma á 60 ára reglu, þ.e.
hjá því fólki sem náð hefur að
greiða 35 ár í lífeyrissjóð og náð sex-
tugsaldri (95 ára reglan) sem þýðir
75% eftirlaun vilji það hætta svo
ungt að árum? - Undanfarið hefur
verið þrýst mjög á þetta fólk að
hætta störfum með þvi að bjóða því
85% eftirlaun.
Ef hægt er að hringla svona með
reglumar ætti að vera auðvelt að
taka upp launavísitölu hjá þeim líf-
eyrisþegum sem órétti eru beittir og
skapa um leið aftur hjá þeim heil-
brigðan hugsunarhátt. Sem m.a.
felst i því að þeir, rétt eins og ann-
að fólk, óski eftir verðbólgu í lág-
marki. - Síðast en ekki síst verður
að endurgreiða fórnarlömbum
neysluvisitölunnar þessi glötuðu
15% þrjú ár aftur í tímann.
U mf erðarmenningin
Góð og vingjamleg tjáskipti
gera því ferð okkar og sam-
ferðarmanna ánœgjulega
og notalega. Akstur og öll
hegðan okkar í umferðinni
sýnir okkar innri mann. “
Umferð bifreiða
er stór þáttur í dag-
legu lífi borgarbú-
ans. Á götum borg-
arinnar er bókstaf-
legur straumur
mannlífsins. Þar
fara ekki einungis
vélknúin ökutæki,
heldur einnig fólk,
manneskjur sem
aka þeim. Jafnvel í
stuttri bæjarferð
verður ekki komist hjá því að sjá
mörg misjöfn andlit á bak við bíl-
rúðumar.
Góð og vingjamleg tjáskipti gera
því ferð okkar og samferðarmanna
ánægjulega og notalega. Akstur og
öll hegðan okkar í umferðinni sýnir
okkar innri mann. Það hefur góð
áhrif að mæta kurteisum og vin-
gjarnlegum bílstjóra en það getur
haft bölvanleg áhrif að verða á vegi
ökuníðings sem virðir hvorki lög né
venjur.
Álgeng tjáskipti í umferðinni,
sem við ættum ekki að spara, eru
stefnuljósin sem segja öðrum bif-
reiðastjórum hvað við ætlum okkur
að gera eftir fáein andartök. Einnig
ættum við að greiða fyrir umferð
þegar við sjáum okkur fært og sýna
tillitssemi í hvívetna. Svo má líka
þakka greiða og kurteisi með fal-
legu brosi eða vingjarnlegu veifi,
þar sem allir fingur fá notið sín. Og
svo mætti lengi telja.
Framkoma í umferðinni hefur
keðjuverkandi áhrif. Förum okkur
örlítið hægar og gefum okkur tíma
til að sýna öðrum ökumönnum
kurteisi og gott fordæmi. Gerum
góðverk í umferðinni. Þannig
minnkum við streituna og gerum
tilveruna á vegum úti ögn skemmti-
legri.
Dagfari
jbbbkbsm
Sparkað með milljónir í rassvasanum
Verkalýðshreyfingin hefur eins og
þorri manna veit staðið sig fádæma
vel í að semja fyrir launafólk án þess
að íþyngja því með of háum launum.
Allt frá því verkalýðsfélög hófu
göngu sína fyrr á öldinni hafa félögin
staðið vörð um hag launþega. Ræst-
ingarkonur hafa notið góðs af skjald-
borginni jafnt og bankastjórar og
blaðamenn. Smám saman hefur orðið
til stétt öflugra verkalýðsleiðtoga sem
varið hefur alþýðuna auk þess að
sækja launahækkanir 1 góðæri. Það
er eins með verkalýðstoga og aðrar
stéttir að æfingin skapar meistarann
og nú er svo komið að íslendingar
eiga verkalýðsleiðtoga í fremstu röð á
heimsvísu. Þeir mjólka kú atvinnu-
rekenda en varast að blóðmjólka.
Þannig halda þeir jafnvægi milli atvinnurekenda
og launþega og sjá um að skipta kökunni með
sanngjömum hætti. En það er með verkalýðs-
leiðtogana eins og fleiri hugsjónamenn að þeir
gleyma gjaman eigin hag í æsingnum við að efla
hag umbjóðenda sinna. Nú hefur verið upplýst
að sjálfur formaður Verkamannasambands ís-
lands var aðeins með 215 þúsund krónur í mán-
Allt frá því verkalýðsfélög hófu
göngu sína fyrr á öldinni hafa fé-
lögin staðið vörð um hag launþega.
aðarlaun. Þetta eru smánarlaun sem ekki sæma
verkafólki, hvað þá oddvita þess. í miðju góðær-
inu er einn af aðalmönnum samfélagsins með
laun sem enginn lifir af. Þegar kom á
daginn að félagar formannsins vildu
hann i burtu gafst tækifæri til að
leiðrétta kjör hans örlítið í kveðju-
skyni. Hæfilegt þótti að greiða hon-
um tæpar 5 milljónir með jöfnum af-
borgunum næstu tvö árin. Þama
tókst að stemma af kjör leiðtoga og
verkalýðs. Að vísu var nokkuð seint í
rassinn gripið en það er þó þegar
ljóst að nýr formaður mun ekki súpa
dauðann úr skel þvi í sömu andrá og
formanninnum var sparkaö með 5
milljónir í rassvasanum leiðrétti
Verkamannasambandið kjörin á
skrifstofunni og hækkaði sérfræðing
sinn í vinnumarkaðsmálum úr 215
þúsund á mánuði í 380 þúsund sem
er auðvitað algjört lágmark. Það er
hárrétt mat hjá verkalýðshreyfmgunni aö taka
til hendinni innandyra nú þegar almenningur
hefur fengið stórfelldar launahækkanir. Sú að-
ferð að leiðrétta aftur á bak með starfslokasamn-
ingmn og áfram með 50 til 100 prósenta hækkun
er skynsamleg og til fyrirmyndar. Sveltur sitj-
andi kráka en fljúgandi fær. _ n .
Er járnbrautin framtíö hér?
Menn bíða skýrslu um niöurstööur.
Járnbrautarlagning
ÁmM^ngólfssoin _sknfán
Samgönguráðherra hefur sagt op-
inberlega að hann hafi falið Vega-
gerðinni að gera athugun á því að
leggja járnbraut milli Reykjavíkur og
Reykjanesbæjar og Keflavíkurflug-
vallar. Steingrímur Ólafsson iðn-
rekstrarfræðingur gerði skýrslu um
arðsemi járnbrautar á þessari leið, en
ég hef ekki lesið um frekari niður-
stöðu á rekstrinum. Samgönguráð-
herra heldur því fram að erfiðleikar
séu í rekstri jámbrauta í nágranna-
löndunum. Það er einfaldlega ekki
rétt því járnbrautarnet þenjast út og
nýrri og fullkomnari lestir koma sí-
feUt í umferð. Könnum nú í alvöru
kosti járnbrautar hér.
Sannsögulegur
leiöari DV
Ólafur Jóhannesson hringdi:
í DV sl. laugardag mátti lesa leiðara
undir fyrirsögninni Kristnihátíð í gísl-
ingu. Þarna var farið yfir söguna í
kristni okkar Islendinga frá upphafi til
þessa dags. Ég hef ekki fyrr lesið svo
snaggaraleg skrif sem spanna svo langt
tímabil. í leiðaranum var allt sagt sem
segja þurfti um þetta mál og sannsögu-
legri gæti fræðsla um kristni í landi
okkar ekki orðið. Það er list að geta
komið löngu máli í hnitmiðaðan
kjarna sem segir allt sem segja þarf.
Vissulega á ríkiskirkjan enga þúsund
ára sögu hér, og því ætti hún að sýna
lítillæti fremur en stærilæti og láta af
fyrirhugaðri gíslatöku annarra trúar-
hópa á Þingvöllum á næstunni.
Siðlaust á tónleikum
Hildur skrifar:
Ég fór ásamt þúsundum Islendinga
á Elton John tónleikana 1. júní síðast-
liðinn og borgaði 5.600 krónur fyrir
miðann. Mér fannst það mikill pen-
ingur og hafði velt hverri krónu í lófa
mér áður en ákvörðun var tekin. Tón-
leikarnir stóðu undir væntingum og
skemmti ég mér vel. En er ég frétti að
margir hefðu farið inn á tónleika-
svæðið og ekki borgað krónu var mér
allri lokið. Nú er ég svekkt og reið yfir
að hafa verið plötuð upp úr skónum.
Ég á ekki eins góðar minningar frá
þessum degi og ég hefði annars átt. -
Hefði ekki verið skynsamlegra að
hafa verðið lægra og hleypa þá engum
frítt inn á svæðið?
Árshátíðir
lambakjötsins
„Veislumóður skrifar:
Enn er ég nýbú-
inn að sitja eina
veisluna sem var
árshátíð merkra
samtaka sem ég er
í. Það tekur oft á
taugarnar að sitja
til borðs undir
innihaldslausum
ræðum og skrúð-
mælgi um allt og
ekkert. Það er þó
hægt að sætta sig við það að hluta séu
spennandi réttir á matseðlinum. En
því er ekki að heilsa núorðið. Ýmist er
forrétturinn eitthvert fiskifrauð eða
inn- og ofnbökuð skeldýr. Siðan kemur
vöðvi, „medalíur", „turnar" eða önnur
furðuverk úr lambinu. Veitingahúsin
hljóta að hafa gert feiknagóðan samn-
ing við lambakjötsbirgja (heita þeir
ekki „birgjar" sem geyma lambið?). Nú
er ég búinn að fá upp í háls af skel og
lambi og sæki ekki fleiri veislur fyrr
en ég frétti af nýjungum á matseðli.
IPV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasí&a DV,
Þverholti 11, 105 ReyKJavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
Lambabirgjar í
essinu sínu.
- Nýjungar i
veisluna, takk!