Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2000, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 35 DV Skoðun Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: Þverholtl 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vlsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjðlmiðlun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fýrir viötöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Stjómlaus ríkisráðgjöf Stjórnleysi, sem leitt hefur til óþarfrar eyðslu skattpen- inga, viðgengst hjá ríkisstofnunum við kaup á sérfræðiþjón- ustu. Það er skýr niðurstaða skýrslu Ríkisendurskoðunar um kaup þeirra á ráðgjöf og annarri sérfræðiþjónustu. í skýrslunni kemur í ljós að ríkið eyddi yfir tveimur milljörð- um króna í aðkeypta ráðgjöf á árinu 1998. Kostnaðurinn við ráðgjafarkaupin hafði nær tvöfaldast á Qögurra ára bili. Skýrslan er harður áfellisdómur enda kemur þar fram að ríkisstofnanir virðast ekki fara eftir neinum samræmdum reglum eða leiðbeiningum við kaup á ráðgjöfinni. í lang- flestum tilfellum er ekki aflað tilboða nema frá einum aðila. Útboð á ráðgjöf, hæfnismati eða verðsamkeppni meðal ráð- gjafa er nær óþekkt innan ríkisgeirans nema þegar um er að ræða verklegar framkvæmdir. Þessi vinnubrögð eru ólögleg enda bendir Ríkisendurskoðun á að í ljósi gildandi laga, reglugerðar og tilmæla stjórnvalda skuli beita útboð- um eða verðkönnunum við kaup á vörum eða þjónustu fyr- ir ríkið. í stað þess að fara að lögum, og nota um leið hagsýni þess sem borga þarf brúsann, velja æðstu yfirmenn ríkisstofn- ana, eða einstakir yfirmenn, ráðgjafann, semja við hann og segja til um hvort hrinda beri tillögum hans í framkvæmd. Þessir sömu menn meta síðan árangur ráðgjafans og eru að vonum ánægðir með störfin. Innan við helmingur stofnan- anna, sem könnun Ríkisendurskoðunar náði til, hafði fyrir því að ganga frá skriflegu samkomulagi fyrir þá ráðgjafa sem fyrir þær unnu. Vísbendingar eru og um að umsjón með vinnu ráðgjafanna hafi ekki verið nægjanlega markviss og verkefni þeirra oft á tíðum óskilgreind. Ríkisstofnanir kaupa í ríkari mæli þjónustu sjálfstæðra sérfræðinga og ráðgjafa. Enginn efi er á að stofnanirnar hafa þörf fyrir margs konar slíka þjónustu enda ekki til þess ætlast að hvers kyns sérfræðiþekking sé fyrir hendi innan þeirra. Til stjómenda stofnananna verður hins vegar að gera þá skýlausu kröfu að við þau kaup sé gætt fyllstu ráð- deildar, farið sé að settum reglum við kaupin, leitað sé til- boða og tryggt sé jafnræði þeirra sem bjóða. í skýrslu Rík- isendurskoðunar er einmitt bent á að útboðsaðferðin sé lík- leg til að tryggja hlutleysi og trúverðugleika ráðgjafarinnar. Það getur ekki gengið að kostnaður ríkisins af hvers kon- ar ráðgjafaþjónustu vaxi hömlu- og eftirlitslaust. Þvi hlýtur íjármálaráðuneytið að grípa í taumana og fara að tillögum Ríkisendurskoðunar um að gefnar verði út viðmiðunarregl- ur eða leiðbeiningar um kaup rikisstofnana á ráðgjafaþjón- ustu. Rétt er að ráðuneytið líti fyrst í eigin barm því í skýrslu Ríkisendurskoðunar um kostnað ráðuneyta af ráð- gjafaþjónustu kemur fram að hækkunin milli áranna 1997 og 1998 er einna hressilegust í fjármálaráðuneytinu sjálfu eða úr 74 milljónum í 134 milljónir króna. Af skýrslu Ríkisendurskoðunar má draga þá ályktun að ástandið sé óverjandi enda enginn efi á því að ríkisforstjór- um og helstu yfirmönnum sé lagalega skylt að leita útboða. í þeirra hópi má þó búast við fyrirstöðu enda segir Magnús Einarsson, formaður Félags forstöðumanna í ríkisstofnun- um, í blaðinu í dag að ekki sé alltaf einfalt að bjóða út verk- efnin og útboðsleiðin skili oft lakari gæðum og síst minni kostnaði. í flestum tilfellum sé því betra að leita til valinna fyrirtækja og einstaklinga. Kunningsskapur við val á ráðgjöfum, sem Ríkisendur- skoðun varar sterklega við, kann því enn að ráða nema grip- ið verði harkalega í taumana. Jónas Haraldsson Sælir eru ríkir og slóttugir Davíð Oddssyni fannst tal biskups um græðgi og neyslu- fyllirí í þjóðfélaginu klisju- kennt. Bjöm Bjamason bætti um betur og sagði í Silfri Eg- ils að það færi mjög í taugam- ar á sér þegar prestar töluðu um félagsleg vandamál. Þetta er gömul saga og ný. Höfðingjar vilja helst að kirkj- an haldi sig sem mest við sál- ina og eilífðina. Lúther sagði: Voldugir menn eru sáttir við að ég gagnrýni allan heiminn bara ef ég læt þá í friði. Helder Camara, biskup í Brasiliu, komst svo að orði: Ef ég gef fátækum brauð er ég kallaður heilagur maður en ef ég spyr: hvers vegna fá fátækir ekki brauð að eta? er ég kallaður kommúnisti. Rússneska kirkjan talaði á dögum keisaranna aldrei um þjóðfélagsmál eins og bændaánauðina - ekki úr vegi að benda Bimi Bjamasyni á það, að af- leiðingin af slíku afskiptaleysi var sú að ungt fólk og menntað yfirgaf kirkj- una og leitaði sér trausts og halds í róttækum byltingarkenningum. Fjallræöan á hvolfi í framhaldi af orðum Davíðs hafa ýmsir sagt sem svo, að allur heimurinn sé í raun settur saman úr klisjum, úr endur- teknum orðum: trúarbrögð- in, pólitíkin, viðskiptalifið. Nokkuð til í því, en þá skal þvi við bæta, að menn kalla þau „endurtekin orð“ sem þeir hafa mætur á eilíf sann- indi - en það sem þeir ekki vilja hlusta á kalla þeir klisju. Höldum nú áfram með þetta og gerum litla tilraun með þekktar kristnar „klisjur" - m.ö.o. orð Fjallræðunnar: Sælir era fátækir í anda, sælir em sorgbitnir, hógværir, réttlátir, miskunnsamir, hjartahreinir og friðflytjendur. Þetta em „endurtek- in orð“, sem flestir hafa vonandi nokkrar taugar til enn. En sjáum hvað gerist ef við tökum Fjallræðu Krists og snúum henni við sem hér segir: Sælir em ríkir því þeir geta leyft sér allt. Sælir eru eldhressir því allir dást að þeim. Sælir em oflátungar því þeir komast í fjölmiðla. (Eða: sælir eru frekjuhundar því þeir munu fískimiðin erfa.) Sælir em ranglátir því þeir munu raunsæir taldir vera. Sælir em harðjaxlar því þeirra bíður stöðuhækk- Árni Bergmann rithöfundur „Ef Fjallrceðu kristindómsins er snúið við koma fram klisjur þess þjóðfélags markaðslögmála og einstaklings- hyggju sem við búum við. “ un hjá fyrirtækinu. Sælir em slóttug- sin. Sælir em ófriðarseggir því þeir ir því þeir munu selja bjálfum verðbréf munu breyta sögunni. Það er líka hægt að snúa Fiallræðunni við á annan hátt. Til dæmis svona: Burt með fátæka þvi þeir halda niðri hagvexti. Burt með hógværa því það verður ekið yfir þá. Burt með miskunnsama því þeir koma normal fólki í vont skap. Burt með hjartahreina því þeir eru búnir að láta einhvern annan en mig gabba sig. Klisjur markaöshyggjunnar Hvað kemur út úr þessu dæmi? Ef Fjallræðu kristindómsins er snúið við koma fram klisjur þess þjóðfélags markaðslögmála og frekrar einstak- lingshyggju sem við búum við. Þau gildi, það mat á breytni, sem þar rikir í raun og veru, eins og hver og einn mun kannast við. Munurinn er sá, að þessar mamm- onsklisjur era ekki orðaðar á þann hátt sem hér er gert. Þær era sveipað- ar í blárri þoku fagurgala um að í raun sé allt á bestu leið í bestum hugs- anlegum heimi, allir séu að fá umbun verka sinna og framtaks og þeir sem kannski era að tapa í dag muni græða seinna ef þeir aðeins sýna sanna fjár- festaþolinmæði og biða eftir því að Ósýnileg Hönd markaðEU’ins rétti þeirra hlut í bönkum. Áml Bergmann ... og eigðu gott flug Þessi setningarhluti á að miðla þeirri ósk til íslensks viðskiptavinar flugfélags að honum famist vel í Qugferð sem hann á væntanlega fyr- ir höndum. Setningarhlutann er að finna á Reykjavíkurflugvelli. Orða- lagiö er enskt: - ... and have a good flight. Sögnin to have er margræð í enskri tungu. En íslenska sögnin að eiga merkir fyrst og fremst að ráða yfir eign. Menn geta ekki átt góöa eða erfiðar flugferðir. Sögnin að hafa gengur ekki heldur með ósk um góða ferð. Menn segja ekki: - Hafðu góða ferð. Menn segja: - Hafðu það gott eða þeir segja einfaldlega: - Góða ferð, eða: - Gott flug. Þróun? Vissulega þróast íslensk tunga. Til dæmis er löngu orðið eðlilegt að nota orðið flug (ákv. athöfn, óháð tíma og fluglengd) I stað orðsins flugferð sem er í raun ferðalagið er menn ræða um þegar þeir óska einhverjum góðs gengis á flugstöð. En mig grunar að margar hæggengar breyting- ar á mæltu máli nútímans séu merkingarruglandi, klúðurslegar og, um fram allt rökleysur. Þær eru flestar til komnar á þann hátt sem greinir frá hér að ofan; grandalaus, gagnrýnislaus eða tilviljana- kennd eftiröpun ensks mál- fars. I einhverjum tilvikum er fáfræði um að kenna. Eft- ir nógu margar endurtekn- ingar og of fáar athugasemd- ir, eða of litla fræðslu, fest- ast allt of margar ambögur í málinu. Þróun af því tagi er hvorki æskileg né er hún náttúrulögmál. Ég er ekki vanur að finna að málfari annEura (ekki opinberlega) og er ekki hrein- lífur málræktarmaöur. En sem höf- undur ritaðs og mælts máls rekst ég á og heyri svo mikið af ísensku að mér finnst nóg um. Hvað ber að gera? Það vita aðrir betur en ég. Ensklenska Nóg um klúður í gagnstæða átt. Efni sem samið er hér á ensku handa útlendingum er oft meingallað. Mál- farið er íslenskt, margar stafavillur, röng orð notuð og merkingarmunur orða ekki haldinn í heiðri. Þetta á t.d. við kynningarefni fyrirtækja, upplýs- ingar til feröamanna og margt fleira. - The tour goes around in the charmin little town and the obvious big houses seen in the harbour are fisch factories. Setningin er úr 6 ára gömlum ferðaþjónustubæklingi. Þama er margt rangt og ekki rúm til að fjalla um það hér. Ástæður svona frágangs era iðulega skortur á fé, tíma, aðstoð og vand- virkni. Meginatriðið er að skilja að enskt málfar í út- gáfuefhi verður að vera eðlilegt, ella þykir þeim sem hafa ensku að móöur- máli það vandræðalegt og ótraustvekjandi. Auk þess er töluverður blæbrigða- munur á breskri ensku og bandarískri ensku. Aöeins góðir þýðendur á ensku, með íslensku að móðurmáli, ná að rita eðlilega ensku. í meirihluta til- vika eru skrif eöa þýðingar íslend- inga á ensku tilefni til þess að fá að- stoð, þó ekki væri nema yflrlestur enskumælandi manns með tilheyr- andi lagfæringum. Sem betur fer hef- ur efni á ensku batnað mikið, eink- um efni frá stóram fyrirtækjum og stofnunum. Þýðendum fjölgar og boðið er upp á eins konar enskun texta; þ.e. þýddur texti er lagfærður. Fyrirtæki á borð við Verba og Enska málstöð (svo aðeins tvö séu nefnd sem dæmi) bjóða fjölbreytta þjónustu, einnig þegar önnur tungu- mál en enska eiga í hlut, s.s. þýska, spænska og franska. Þar er reyndar betur komið málfari vegna þess að færri íslendingar kunna þau mál en ensku. Þá reyna sig ekki eins marg- ir á ritvellinum og þegar þarf enskan texta. - Hafið góðan dag og eigiö enn betri vikuenda. Ari Trausti Guðmundsson „Efni sem samið er hér á ensku handa útlendingum er oft meingallað. Málfarið er íslenskt, margar stafavillur, röng orð notuð og merkingarmunur orða ekki haldinn í heiðrí. Þetta á t.d. við kynningarefni fyrírtækja, upp- lýsingar til ferðamanna og margt fleira.“ Ari Trausti Guðmundsson jaröeOlisfræöingur Með og á móti If WfTíiTxf/H tastofhunar brugðist? Ráðgjöfin röng árum saman J „Ráðgjöfin hef- <F.5-i ur brugðist og H forsvarsaðilar í sjávarútvegi hafa einnig brugðist með þvi að styðja þessa ráðgjöf sem hef- ur verið röng árum saman. Þeir hafa reynt að þvinga fram stækkun í þorskstofn- inum með því að spara veiði. Þeir eru búnir aö láta éta upp rækjustofninn og loðnustofninn þannig að maturinn fyrir þorskinn minnkar. Samfara þessu er mjög hlýtt í sjónum og góð skilyrði. Því þurfa flskamir meira að borða, því með hækkandi hitastigi brenna þeir meiru. Kristinn Pétursson, útgeröarmaöur é Bakkafiröi. Ég tel því að það sé stór- hættulegt flkt við náttúruna að reyna að þvinga fram stækkun í þorskstofninum, vegna þess að vaxtarhraði í þorskstofninum hefur verið fallandi síðustu þrjú ár. Þetta er ekkert flókið, fiskar þurfa að borða og það þýðir ekkert að vera að leika sér í einhverjum tölvuleik fyrir fullorðna þegar um er að ræða fjöregg þjóðarinnar. Veislunni er lokið „Þaö hefur reynst okkur far- sælast hingað til að hlíta ráðum okkar færustu vísindamanna við ákvarðanir um fiskveiðar. Með því móti höfum við byggt upp fiskistofnana við íslands- strendur. Það virðist sem sjávarútvegsráðherra sé vakk- landi í málinu og viti ekki í hvom fótinn hann á að stíga. Hann er undir miklum þrýst- ingi um að halda veislunni gangandi með því að draga ekki úr fiskveiðum, þar sem það þýöir aukinn viðskipta- halla upp á annan tug milljaröa. Veislunni er hins vegar lokið og stjómvöld verða að horfast í augu við verðbólguna og viðskiptahall- ann. Þó að veiðireynslan sé slök þetta árið má benda á að næstu þrír árgangar á eftir eru sterkir og menn hljóta að horfa til lengri tíma, bæði fram og aftur, þegar metið er hvað gera skuli. Við höfum verið að byggja upp stolhana og það þýðir ekki að missa móðinn nú þó að það komi eitt slæmt ár. Samdrátturinn mun koma víða við og hafa margvísleg áhrif. En á meðan nýjar upplýsingar sem byggjast á vísinda- legum rannsóknum liggja ekki fyrir er ekki um annað að ræða en að fara að tillögum þeim sem Hafró leggur til. Annað væri mikið glappaskot." Björgvin G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samfyikingarinnar. Hafrannsóknastofnun mælir nú flesta stærstu nytjastofna i brugðist og mællngar hafi reynst rangar. lágmarkl. Margir eru óhressir með frammistóðu fiskifræðinga þar sem ráðgjöf þeirra hafl Ummæli Fremri fiskifræðingum? „Sjómenn hafa mikla þekkingu á lífríkinu í sjónum og mikilvægt er að tekið sé tillit til hennar. Stundum hefur verið haldið fram, að fiskifræðingar séu ein- um til þremur árum á eftir með upplýsingar um lífríkið í sjón- um, þannig að ég bind vonir við að þegar fariö verður í ríkari mæh að taka mið af þekkingu sjómanna munum við fá betri svör við ýmsum spurningum." Einar Kr. Guöfinnsson alþm. T Degi 6. júní. ísland og ESB „Margt skrýtiö heyr- ist um endemisvitleys- una og skrifræðið í ESB og mörg rök eru færð fram fyrir því að við eigum ekki heima í þessum hópi nær allra Evrópuþjóða... Spum- ingin um aðild eða ekki aðild íslands að ESB er alvarlegt mál sem snertir nær allt okkar þjóðlíf. Þess vegna er mjög mikilvægt að menn vandi máiflutning sinn. Þetta á einkum við um stjómmála- menn og ráöherra sem eðli málsins sam- kvæmt eiga að hafa mikla þekkingu á þessum málurn." Ari Skúlason, framkvstj. ASl, I Mbl. 6. júní. Bíllinn og borgin „Það er ef til vill dæmigert fyrir ís- lenska stjómmálamenn að nú þegar jafti- vel þýskir græningjar eru aö draga úr hatri sínu á einkabílnum fer af stað linnulaus áróður gegn bílnum hér á landi. Borgarstjórinn i Reykjavík sem innheimtir hærri skatta af borgarbúum en dæmi eru um áður tekur nú þátt í þessum haturskór í stað þess aö viöur- kenna að borgaryfirvöldum hefúr mistek- ist að halda götunum í borginni við og bæta ráð sitt. Það er ekki aö undra þótt ryk komi af götum sem em að molna i sundur. En þessi slaka frammistaða borg- arstjómar kemur þó ekki á óvart. Hvemær hafa opinberir aðilar veitt þá þjónustu sem fólk sækist eftir?“ Úr Vef-Þjóöviljanum 5. júní. Frosnar kennisetningar „Á síðustu ámm hef- ur í ríkari mæli sótt í það far, að farið er eftir frosnum kennisetning- um vísindamanna um úthlutun veiðiheimilda ... Reynslan hefur sýnt að þegar sjómenn og fiskifræöingar hafa verið ósammála um ástand einstakra stoftia hafa þeir fyrr- nefndu oftar en ekki haft mikið til síns máls. Það er því fagnaöarefni að nú ætli ráðherra að taka annan pól í hæðina.“ Arthur Bogason, form. Landssamb. smábátaeigenda, í Degi 6. júní. Þörf á fæðingarheimili „Ekki þörf á fæðingar- heimili," segir Reynir Tómas Geirsson yfirlæknir í viðtali við DV þann 3. þ.m. Það er aftur á móti mjög mikil þörf á fæðingar- heimili, að mínu áliti og margra annarra, bæði þeirra sem nota vilja þjón- ustuna og fagfólks á þessu sviði. Það er sorglegt að hraustar konur i eðlilegri meðgöngu hafi ekki annað val hér á höfuðborgarsvæð- inu en hátæknisjúkrahús til að fæða börn sín eða þá að fæða í heimahúsum, sem er að vísu góður og öruggur kostur. Þann kost verða konur að velja ef þær til dæmis vilja fæða í vatni, eða þá að fara á litlu fæðingarstaðina hér i kring, sem konum flnnst oft mikil fyrirhöfn. Ekki sjúklingur Mér þykir góð og merkileg tíðindi að læknar eru hættir að líta á hrausta bamshafandi konu með eðli- lega meðgöngu að baki sem sjúkling. Hingaö tO hefur hugmyndafræði margra lækna gengið út á það að fæðing væri aldrei eðlileg fyrr en hún væri afstaðin. Hugmyndafræði ljósmæðra er sú að allar meðgöngur og fæðingar eru eðlilegar þar til ann- að kemur í ljós. Ég er glöð yfir að hugmyndafræði lækna er að nálgast hugmyndafræði okkar ljósmæðra. Enginn efast um að Kvennadeild Lsp. sé fuilfær um að meðhöndla fæðingar en margir efast um að deildin sé fullfær um að koma til móts við óskir og væntingar foreldra á þessari stóru stundu í lífí hvers einstaklings. Það er nú einu sinni þannig á þessum upplýsingatímum að ungir verðandi foreldrar er flestir vel menntaðir og hugsandi fólk sem vill undirbúa sína fæðingu og hafa eitthvað um fæðinguna að segja. Mjög auðvelt er fyrir fólk að nálgast alls konar hlutlausar upplýsingar um nánast alla hluti t.d. á Netinu. Sú tíð er liðin að við fagfólkiö getum ráðskast með skjólstæðinga okkar. Ég vildi óska að við fagfólkið gætum rætt um þessi mál án hræðsluáróð- urs. Það er mjög auðvelt að fylla verðandi foreldra með hræðsluá- róðri því allir vilja eiga góða og áfallalausa fæðingu. Sérfræðingar í fæölngarhjálp Að fæða á fæðingarheimili er góð- ur og öruggur kostur fyrir marga og yrði mikil hagræðing fyrir heilbrigð- iskerfið í heild ef það yrði stofnað. Hátæknisjúkrahús er fyrir sjúklinga og er gott til þess að vita hve Kvennadeildin er vel tæknilega út- búin fyrir þá sem það þurfa. Það er nú samt svo að 80% kvenna eiga að geta fætt eðlilega og án inngripa ef vel er staðið að öllu. Það hefur aldrei sannast að há- tæknisjúkrahús séu örugg- ari kostur en fæðingar- heimili eða fæðing í heima- húsi. Því miður er það svo að alls staðar verða einhver slys eða óhöpp og þá ekki síður inni á tæknivæddu sjúkrahúsi eins og allir vita sem þessi störf vinna. Reynir telur liklegt að öryggi yrði ábótavant á fæöingarheimili. Aldrei hefur þó sannast aö fæðing á há- tæknisjúkrahúsi væri öruggari en heima eða á fæðingarheimili. Ljós- mæður eru sérfræðingar í fæöingar- hjálp þegar um eðlilega meðgöngu og fæðingu er að ræða, en læknar eru til að lækna og hjálpa ef eitthvað bregður út af í hinu eðlilega ferli. Mun anna eftirspurn Ég og fleiri ljósmæður höfum orð- ið mikið varar við að konur vilja fæðingarheimili til að ala böm sín. Margar konur vilja vera á hátækni- sjúkrahúsi og er sjálfsagt að þær óskir verði uppfylltar. En það þarf líka að uppfylla óskir þeirra kvenna sem ekki vilja vera á hátæknisjúkra- húsi. Ljósmæður í MFS-einingunni^* hafa unnið gott starf við mjög erflða aðstæður, en þær sinna aðeins 250 konum á ári, og þótt önnur slík ein- ing verði stofnuð mun það ekki ann- að eftirspum, eins og dæmin sýna þegar tekinn er saman sá fjöldi sem er nú þegar neitað í MFS-einingunni og einnig taldar eru þær konur sem kjósa að fæða annars staðar. Margar konur reyna ekki einu sinni að panta tíma hjá MFS-einingunni vegna þess að þær vita að þær kom- ast þar alls ekki að. Ég tel að gott væri fyrir Kvenna- deild Landspítala að rýmka svolítið um fæðingamar hjá sér en oft er mikið álag á starfsfólk við þröngar og erflðar aöstæður. Hið frábæra fag- fólk Kvennadeildar gæti þá sinnf^1 enn betur þeim konum sem eru veik- ar á meðgöngu og í fæðingu. Áslaug Hauksdóttir „Að fœða á fœðingarheimili er góður og öruggur kostur fyrír marga og yrði mikil hagrœðing fyrír heilbrígðis- « kerfið í heild ef það yrði stofnað. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.