Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2000, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2000, Síða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hyert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 Kjaradeila Sleipnis: Viðkvæm staða „Staðan er viðkvæm og þetta y getur farið í báðar áttir,“ sagði Óskar Stefánsson, formaður bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis, um stöðuna í samningaviðræðum fé- lagsins við atvinnurekendur. Verk- fall skellur á takist samningar ekki fyrir miðnætti í kvöld. Ef til verk- falls kemur mun hópferða- og sér- leyfisakstur á landinu stöðvast. Samningafundur stóð til 21.30 í gærkvöld. Óskar kvaðst telja að þokast hefði í samkomulagsátt. Ákveðin nálgun hefði orðið i ein- stökum þáttum. Einkum var rætt um kaupliði, en samninganefnd Sleipnis fer fram á tæplega 150 þús- und króna byrjunarlaun á samn- ingstimanum. Næsti fundur verður kl. 18 i dag. Þá verður reynt til þrautar að ná samkomulagi. -JSS Byggðastofnun fer norður Samkvæmt afgreiðslu stjómar Byggðastofnunar er gert ráð fyrir að stofnunin verði alfarið flutt til Sauð- árkróks innan eins árs. Tillagan er ^ afgreidd til iðnaðarráðherra. Ástæð- ur fyrir ákvörðun stjómarinnar em m.a. þær að landsbyggðin þyki rétt- ur vettvangur fyrir starfsemi Byggðastofnunar. Auk þess er þiðj- ungur stofnunarinnar, þróunar- skrifstofa, fyrir á Sauðárkróki. -Ótt Ásdís strandaði Báturinn Ásdis ÍS-55 strandaði við Krossadal norðan af Tálknafirði seinnipartinn í gærdag. Lögreglu á Patreksfirði var tilkynnt um strand- ið um klukkan 16 í gær. Björgunar- sveitirnar Blakkur á Patreksfirði og Tálkni á Tálknafirði brugðust skjótt * við, fóru á vettvang og drógu Ásdísi, sem er sex tonna bátur, að landi í Tálknafirði. Skipverjunum tveimur varð ekki meint af. Ekki var vitað í morgun af hverju báturinn strand- aði en bátsverjar munu gefa skýrslu í dag. -SMK Fékk kranabómu í höfuðið Vinnuslys varð á Þingvöllmn um fimmleytið í gærdag þegar maður fékk kranabómu í höfuðið við Hótel Valhöll. Hann var fluttur á sjúkra- hús í Reykjavík en reyndist minna , v slasaður en óttast var í byrjun. -SMK KR á toppnum Áhangendur KR-inga voru kampakátir á Kópavogsvelli í gær þegar KR lagöi Breiðablik með 2 mörkum gegn 1 og tryggöi sér fyrsta sætið í deildinni. Blikar voru lánlausir í leiknum en talað er um meistaraheppni hjá KR. Umferð var teikin í úrvalsdeildinni í gærkvöld. Sjá nánar í DV-sport á bls. 16 og 23. Keflavíkurflugvöllur: Tekin með kókaín 24 ára íslensk stúlka sem var að koma frá París í fyrradag var tekin með nær 200 grömm af kókaíni á Keflavíkurflugvellli. Það var fikni- efnadeild tollgæslunnar sem stöðvaði stúlkuna þar sem grunur lék á að hún hefði fikniefni i fórum sinum. Við röntgenskoðun kom í ljós að hún hafði falið ofangreint magn af kókaíni innvortis. Stúlkan var úrskurðuð í gæsluvarðhald í viku. Rannsókn málsins er í höndum fikniefnalögregl- unnar í Reykjavík. -JSS Hass í ruslafötu Um 125 grömm af hassi fundust í ruslafótu i tollsal Leifsstöðvar í gær- morgun. Ræstingafólk fann hassið og afhenti það tollgæslunni á Keflavíkur- flugvelli þegar í stað. Enn er ekki vit- að hver setti efnið í ruslafótuna en málið er í rannsókn. -JSS Krónan veikist íslenska krónan veiktist talsvert í gær í kjölfar veiðitillagna Hafrann- sóknastofnunar. Lækkunin nam ríflega 1% í lok dagsins miðað við stöðutöku Seðla- bankans klukkan ellefu daginn áður. Lækkunin nemur um 1,5% á tveimur viðskiptadögum. í morgun urðu engar breytingar á genginu fyrst eftir að markaðurinn var opnaður. -GAR Sænska sjónvarpið sýnir sögu forsætisráðherra íslands áhuga - vill framleiða mynd: Hrafn vinnur kvikmynd eftir sögu Davíðs - þjóðfélagsádeila í spennusagnaformi, ekki erótísk gamanmynd, segir Hrafn Hrafn Gunnlaugsson er að vinna að nýrri sjónvarpsmynd. Kveikjan að myndinni er smásagan Glæpur skekur Húsnæðisstoöiun eftir Davíð Oddsson forsætisráðherra. Aðalframleiðandi myndarinnar verður sænska sjónvarpið en íslenska ríkissjónvarpið verður að líkindum meðframleiðandi. „Þetta er glettin þjóðfélagsádeila í spennusagnaformi - ekki „erótísk gam- anmynd fyrir alla flölskylduna" eins og síðasta sjónvarpsmynd sem ég gerði, „Þegar það gerist" - enginn stóðhestur," sagði Hrafn í samtali við DV. „Ég hef fengið frjálsar hendur hjá höfundi sögunnar til að vinna með kvik- myndahandritið. Ég gerði litla sjón- varpsmynd byggða á annarri smásögu eftir Davíð fyrir fáeinum árum sem hét „AUt gott“ og gerðist á skömmtunarár- unum á Selfossi. Sú mynd Qallaði um strákgutta sem biðja Guð að henda tyggjó til sín af himni ofan. Myndin hef- ur verið sýnd nokkuð víða erlendis. Sigga Ragna segir að hún hafi unnið til verðlauna í Kanada," segir Hrafn. Hrafn segist hafa notið ráðgjafar Þrá- ins Bertelssonar kvikmyndaleikstjóra við handritsgerðina. „Ég hef notið góðs af enda er Þráinn einn af okkar reynd- ustu handritshöfúndum; sá eini sem hefur fengið útnefiiingu til Evrópuverð- launa fyrir besta handrit, það var fyrir Magnús. Nýtt líf er ein af mínum uppá- haldsmyndum. - En um hvað fjallar sagan hans Dav- íðs? „Hún fjailar um þjófnað og þær af- leiðingar sem þjófhaðurinn hefiir fyrir aðalpersónu verksins og samskipti hennar við lögreglu. Þetta gerist á eftir- litsstofnun í kerfinu," segir Hrafii. - Telur þú að Davíð byggi söguna að einhverju leyti á raunveruleikanum? „Þú verður að spyrja hann sjálfan. En það er alltaf einhver flugufótur fyrir hverri sögu. Hann var einu sinni for- stjóri Sjúkrasamlags Reykjavikur. En ég held að þetta sé fyrst og fremst fantasía. Mér sýnist þetta vera eins og sögumar hans eru yfirleitt - einhver kveikja í raunveruleikanum og síðan er byggt í kringum þetta. Honum lætur vel að segja sögur.“ Að öðru leyti segir Hrafh kvikmynd- ina sjálfa vera leyndarmál. „Ég má ekki segja þér meira,“ sagði hann. - Hve langt er myndin komin? „Frumhandrit hefur þegar verið skrifað en núna er ég að vinna að upp- tökuhandriti. Mér sýnist þetta vera komið langleiðina að geta farið í tökur. En vandinn er bara fjármögnunin eins og alltaf." - Hver verður framleiðandi? „Sænska sjónvarpið. Meðframleið- andi yrði væntanlega íslenska sjónvarp- ið, RÚV. Siðan hefur komið smástyrkur frá Menningarsjóði útvarpsstöðva. Það vantar enn þá dálítið upp á fjármögnun- ina því ekki er hægt að ætlast til að Sví- ar kosti íslenska dagskrárgerð að fullu.“ Sjónvarpsmyndin verður um 50 min- útur að lengd. „Ég kynnti hugmyndina þannig fyrir sænska sjónvarpinu að sagan yrði not- uð sem kveikja að handritinu. Þeim fannst hugmyndin skondin. Síðan var DV-MYND HILMAR ÞÖR Skipstjórar funda Grétar Mar Jónsson og félagar hans i FFSÍ munu í dag veita sjávarútvegsráðherra ráðgjöf í fiskifræði sjómannsins. Svört skýrsla: Skipstjórar til ráöherra Farmanna- og fiskimanna- samband íslands fundaði með skipstjórum úr flestum veiði- greinum í gær þar sem unnið var að því að móta tillögur sem bregðast eiga við svartri skýrslu Hafrannsóknastofnun- ar á dögunum. Skipstjórar munu ganga fyr- ir sjávarútvegsráðherra í dag og kynna tillögur sínar, í ljósi nýlegra yfirlýsinga ráðherrans um aukna áherslu á fiskifræði sjómannsins í ákvörðun á kvóta. Það er að heyra á hags- munaaðilum að ráðherrann muni ekki fara þá leið að skerða mikið þorskkvótann heldur halda honum stöðugum og treysta á hægfara uppbygg- ingu stofnsins. -jtr ákveðið að hefja svokallaða „fór- produktion" - gera grófhandrit, finna tökustaði, gera kostnaðaráætlun og koma með frumhugmyndir um leikara og tökustíl. Það sem við Þráinn erum að gera nú er að skrifa endanlegt texta- handrit. Þessi mynd verður ekki ódýr því það er margt sem þarf að séhanna og ýmis atriði það flókin tæknilega að það þarf að fara með þau i stúdíó, þótt að uppistöðu sé myndin tekin úti i líf- inu. Einnig þarf að útbúa ýmsa hluti sem hafa afgerandi gang á framvindu at- burðarásarinnar. Mér fmnst þetta skemmtileg hugmynd, annars væri ég ekki að vinna með hana. Mér er boðið til Kóreu á næstunni til að vera þar við sýningu á Myrkrahöfðingjanum - hvað gerist með þessa mynd, sótta í smiðju Davíðs, verður hins vegar bara að koma í ljós,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson. -Ótt Gæði og glæsileiki smoft Csólbaóstofað Grensásvegi 7, sími 533 3350.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.