Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2000, Blaðsíða 22
42 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 DV Ættíræði__________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 80 ára Málfríöur Matthíasdóttir, Boöahlein 12, Garöabæ. 75 ára__________________________ Anna Sigurjónsdóttir, Hofsvallagötu 22, Reykjavík. Garöar Guöjónsson, Hjallavegi 64, Reykjavík. Gísli Magnússon, Hlíðarvegi 15, Grundarfirði. 70 ára__________________________ Alfreö Magnússon, Hrannarstíg 18, Grundarfiröi. Ásta Bjarnadóttir, Glæsibæ 7, Reykjavík. Rósa Stefánsdóttir, Nesvegi 1, Dalvík. Sveinn Þorláksson, Brekkubraut 14, Akranesi. Tómas O. Tómasson, Efstahjalla 21, Kópavogi. 60 ára__________________________ Bima Björgvinsdóttir, Keilufelli 30, Reykjavík. Bjórk Vilhelmsdóttir, Hólavegi 73, Siglufiröi. Geir Ólafsson, Dverghömrum 9, Reykjavík. Gunnar Guöjónsson, Lautasmára 20, Kópavogi. Margrét Lára Friöriksdóttir, Hafnartúni 2, Siglufirði. Margrét Pálsdóttir, Rjúpufelli 29, Reykjavík. Stefán Skaftason, Straumnesi, Húsavík. 50 ára__________________________ Eyjólfur Reynisson, Stekkjarhvammi 20, Hafnarfiröi. Grétar Jakobsson, Borgarflöt 11, Stykkishólmi. Páll H. Svavarsson, Hlíöarbraut 15, Blönduósi. Sigríöur Herdís Leósdóttir, Háengi 13, Selfossi. Hún veröur aö heiman. Sigrún Valdimarsdóttir, Rauöagerði 59, Reykjavík. Sveinbjörg Haraldsdóttir, Hörgsholti 3, Hafnarfirði. Þorgeröur Sigurjónsdóttir, Bæ 2, Brú. 40 ára________________________ Birgir Þórðarson, Ríp 1, Sauöárkróki. Bjami Gautason, Hlíöarhjalla 44, Kópavogi. Bjami Þorsteinsson, Ásgaröi 25, Reykjavík. Bragi Einarsson, Lyngbraut 2, Garöi. Grímur Björnsson, Skjólbraut 3a, Kópavogi. Guörún Pétursdóttir, Furugrund 42, Kópavogi. Heimir Bjarnason, Freyjugötu 38, Reykjavík. Helga Arnberg Matthíasdóttir, Hjallavegi 9, Flateyri. Hilmar Þór Sveinsson, Lautasmára 5, Kópavogi. Ingunn Lena Bjarnadóttir, Árnesi, Hvammstanga. Kristín Sigurbjörnsdóttir, Lyngmóum 2, Garðabæ. Ólöf Kristjánsdóttir, Ásgaröi 10, Reykjavík. Reynir Snædal, Melalind 6, Kópavogi. Sigurjón Þór Ásgeirsson, Engjaseli 19, Reykjavlk. Sveinn Þrastarson, Leiöhömrum 7, Reykjavík. Sverrir Tynes, Nóatúni 31, Reykjavík. Þóra Jóhanna Kjartansdóttir, Túngötu 4, Sandgeröi. .l ._________Jarðarfarir Soffía Jóhannesdóttir kennari veröur jarðsungin frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 7.6. kl. 15. Ámi Björnson húsasmiður, Grandavegi 47, veröur jarösunginn frá Neskirkju miövikudaginn 7.6. kl. 13.30. María Pétursdóttir Salters veröur jarö- sungin frá Áskirkju föstudaginn 9.6. kl. 13.30. Ámi Einarsson kennari, Þingholtsstræti 12, veröur jarösunginn frá Frikirkjunni í Reykjavík föstudaginn 9.6. kl. 13.30. Siguröur Sigurösson húsasmíöameist- ari, Hvassaleiti 20, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 9.6. kl. 13.30. Þórarinn Ásmundsson, Vfkurbraut 30, Höfn, veröur jarösunginn frá Hafnar- kirkju mánudaginn 12.6. kl. 13.30. Fimmtugur Páll Svavarsson mjólkursamlagsstjóri á Blönduósi Páll Svavarsson, mjólkursamlags- stjóri við Mjólkursamlag Húnvetn- inga, Blönduósi, Hlíðarbraut 15, Blönduósi, er fimmtugur i dag. Starfsferill Páll fæddist á Blönduósi og ólst þar upp. Að loknu hefðbundnu námi á Blönduósi stundaði hann bú- fræðinám við Bændaskólann á Hól- um i Hjaltadal. Hann stundaði fram- haldsnám við Meieritekniker frá Statens Meieriskole í Þrándheimi í Noregi, lauk þaðan prófi 1971 og nam við Statens Veterinære Serumlaboratorium í Ringsted í Danmörku sama ár. Hóf störf hjá Mjólkursamlagi KS, Sauðárkróki, og Mjólkursamlagi SAH, Blönduósi, við mjólkureftirlit og ráðgjöf hjá mjólkurinnleggjend- um í Skagafjarðar- og Austur-Húna- vatnssýslum. Verkstjóri við Mjólk- ursamlag SAH á Blönduósi 1974 og mjólkursamlagsstjóri frá árinu 1982. Mjólkursamsalan keypti mjólkur- samlagið á Blönduósi 1.9. 1999 og heitir það Mjólkursamlag Húnvetn- inga. Fjölskylda Páll kvæntist 22.11. 1974 Valgerði Guðmundsdóttur, f. 7.1. 1949, hjúkr- unarstjóra við Heilsugæsluna á Blönduósi. Foreldrar hennar: Guð- mundur Skaftason, fyrrv. hæstarétt- ardómari í Reykjavik, frá Gerði í Hörgárdal, og Aðalbjörg Guðmunds- dóttir, húsmóðir í Reykjavík, frá Norðfirði. Börn Páls og Valgerðar eru Svav- ar Pálsson, f. 6.8. 1974, lögfræðingur í Reykjavík en samýliskona hans er Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir við- skiptafræðingur; Guðmundur Páls- Sjötugur son, f. 14.9. 1975, rafvirki í Reykja- vík en unnusta hans er G. Ásta Lár- usdóttir; Björg Pálsdóttir, f. 30.3. 1985, grunnskólanemi á Blönduósi. Systkini Páls eru Særún Brynja Svavarsdóttir, f. 4.10.1947 en maður hennar er Jónas Freyr Sumarliða- son; Guðmundur Helgi Svavarsson, f. 14.1. 1962. Foreldrar Páls: Svavar Pálsson, f. 17.1. 1923, fyrrv. bifreiðaeftirlits- maður á Blönduósi, og Hallgerður Ragna Helgadóttir, f. 25.2. 1926, d. 19.1. 1997, húsmóðir. Ætt Svavar var sonur Páls Hjaltalín, b. í Sólheimum, Jónssonar, b. í Hrísum, Jónssonar, b. i Innri-Vík í Eyrarsveit, Pálssonar. Móðir Jóns í Hrísum var Ingiríður Jónsdóttir. Móðir Páls Hjaltalín var Guðrún Þorsteinsdóttir, b. í Lækjarkoti, Sig- urðssonar, og Guðrúnar Finnboga- dóttur. Móðir Svavars var Ingibjörg Þor- leifsdóttir Pálma, b. á Stóra-Búrfelli í Svínadal, bróður Guðmundar í Mjóadal, föður Sigurðar, skóla- meistara á Akureyri, fóður listmál- aranna Steingríms og Örlygs, föður Sigurðar listmálara. Þorleifur Pálmi var sonur Erlends, óðalsb. og dbrm. í Tungunesi, bróður Ingibjargar, ömmu Ingvars Pálmasonar alþm., afa Ingvars Gíslasonar, fyrrv. rit- stjóra, alþm. og ráðherra, og Tryggva Gíslasonar, skólameistara á Akureyri. Bróðir Erlends var Jón, alþm. á Sólheimum, afi Jóns Pálma- sonar, alþm. á Akri, foður Pálma á Akri, fyrrv. alþm. og ráðherra. Þá var Jón alþm. á Sólheimum faðir Þorleifs, alþm. og póstmeistara, föð- ur Jóns Leifs. Loks var Jón á Sól- heimum faðir Guðrúnar, móður Jóns, alþm. í Stóradal. Erlendur var sonur Pálma, b. í Sólheimum, Jóns- sonar, b. þar, Benediktssonar, af Eiðsstaðaætt. Móðir Pálma í Sól- heimum var Ingiríður Jónsdóttir, b. á Skeggsstöðum, Jónssonar, ættföð- ur Skeggsstaðaættar. Móðir Erlend- ar í Tungunesi var Ósk Erlendsdótt- ir, b. á Holtsstöðum, Guðmundsson- ar. Hallgerður var dóttir Þorsteins Helga, b. í Hvarfi í Viðidal, Bjöms- sonar, sjómanns á Litlu-Árskógs- strönd, Jónssonar, b. í Ytri-Brekku, Sveinssonar, b. í Geldingarholti, Er- lendssonar, b. í Geldingarholti, Run- ólfssonar. Móðir Þorsteins Helga í Hvarfi var Svanhildur Jónsdóttir. Móðir Hallgerðar var Hansína Guðný Guðmundsdóttir, b. í Hvarfi, Bjömssonar, b. á Hörghóli, Lofts- sonar, b. í Galtarnesi, Þórarinsson- ar. Móðir Hansínu Guðnýjar var Kristín Hannesdóttir. Páll og Valgerður verða að heim- an á afmælisdaginn. Alfreð Ragnar Magnússon fyrrverandi stýrimaður Alfreð Ragnar Magnússon stýri- maður, Hrannarstíg 18, Grundar- firði, er sjötugur í dag. Starfsferill Alfreð byrjaði til sjós 17 ára gam- all og aflaði sér 30 tonna skipstjóra- réttinda um tvitugt. Árið 1963 hóf hann nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík og aflaði sér skipstjóra- réttinda á 200 tonna bát. Eftir það starfaði hann ýmist sem stýrimaður eða skipstjóri á ýmsum bátum á Grundarfirði, lengst af hjá Soffaní- asi Cecilssyni, ásamt því sem hann gerði út sinn eigin bát í félagi við aðra. Alfreð hætti til sjós árið 1982 og fór að vinna í landi hjá Guö- mundi Runólfssyni H/F. Alfreð varð fyrir vinnuslysi árið 1985 og hætti störfum af þeim sökum árið 1993. Fjölskylda Alfreð kvæntist þann 20. ágúst 1958 Kristínu Friðfinnsdóttur, f. 4.8. 1939, næturverði á Grundarfirði. Hún er dóttir Friðfinns Níelssonar og Jónýjar Þorsteinsdóttur. Böm Alfreðs og Kristínar eru Kristín Anna, f. 12.11. 1961, af- greiðslustúlka í lyfjaverslun á Grundarfirði, unnusti hennar er Sveinn Grétar Pálmason fjármála- stjóri og eiga þau dótturina Elvu Rún en fyrir á Kristín dótturina Diljá Marín; Ragnar Þór, f. 29.11. 1965, trésmiður á Grandarfirði, unnusta hans er Anna Björg Jóns- dóttir verslunarmaður og eiga þau saman soninn Aron Frey en fyrir á Ragnar soninn Hafþór Aron; Öm Þór, f. 6.12. 1968, rafeindavirki í Reykjavík, kona hans er Stella Mar- ía Óladóttir hjúkrunarfræðingur, börn þeirra eru íris Mist og Orri; Steinar Þór, f. 20.8.1971, trésmiður á Grundarfirði, unnusta hans er Jó- fríður Friðgeirsdóttir húsmóðir, böm þeirra eru Sandra Rut og Svana Björk; Elvar Þór, f. 10.9.1978, trésmiður á Grundarfirði. Systkini Alfreðs: Gunnar Skarp- héðinn, f. 14.9. 1922, d. 4.12. 1937; Gísli Guðberg, f. 7.6. 1925, bifreiðar- stjóri, Gmndarfirði; Haraldur Ell- ert, f. 19.5.1927, rafverktaki, Reykja- vík; Elsa, f. 20.11. 1928, d. 20.10. 1983, húsmóðir i Reykjavík, Aðalheiður, f. 29.01. 1936, húsmóðir, Grundar- firði; Stella, f. 9.1. 1936, eldhústækn- ir í Reykjavík. Gunnar Skarphéð- inn, f. 23.3 1942, fyrrverandi sjómað- ur, Grundarfírði. Foreldrar Alfreðs voru Magnús Gísli Gíslason, f. 7.12. 1892, d. 22.11. 1977, bóndi að Kirkjufelli, og Þor- björg Valgerður Skarphéðinsdóttir, f. 5.11. 1899, d. 11.7. 1995, húsfreyja á Kirkjufelli. Alfreð tekur á móti fjölskyldu og vinum laugardaginn 10.6. að heimili sínu, Hrannarstíg 18, klukkan 18. Smáauglýsingar bækur, fyrirtæki, heildsaia, hijóðfæri, Internet, matsölustaðir, skemmtanir, tónlist, tölvur, verslun, verðbréf, vélar-verkfæri, útgerðarvörur, landbúnaður... markaðstorgið Skoðaöu smáuglýsingarnar á VÍSÍV.ÍS 550 5000 Merkir Islendingar N ína Björk Ámadóttir, leikkona og skáld- kona, fæddist þann 7. júní 1941 og lést í apríl síðastliðnum. Hún var dóttir Lám Hólmfreðsdóttur húsmóður og Áma Sig- urjónssonar verkamanns. Rúmlega árs- gömul fór hún í fóstur til Ragnheiðar Ólafsdóttur, ömmusystur sinnar, og Gísla Sæmundssonar, manns hennar. Nina lauk prófi frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur árið 1964 og fyrrihlutaprófi í Leikhúsfræðum frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1974. Hún var einnig um tíma við nám í Hjúkrunarkvennaskóla íslands. Nína var lengst af gift Braga Kristjánssyni bóksala og eignuðust þau synina Ara Gísla, Valgarð og Ragnar ísleif. Nína gaf út fjölda ljóðabóka Nína Björk Árnadóttir og leikrita. Hún gaf einnig út smásöguna Síðan hef ég verið heima hjá ykkur árið 1977, skáldsöguna Móðir, kona, meyja árið 1988 og ævisöguna Ævintýrið mn Alfreð Flóka árið 1992. Ljóð Nínu hafa verið þýdd á fjölmörg erlend tungumál auk þess sem leikrit henn- ar hafa verið sett á svið í flestum leikhúsum Reykjavíkur. Nína hlaut árið 1982 menningarverðlaun RÚV og árið 1989 var hún valin borgar- listamaður Reykjavíkurborgar. Nina var lengi kaþólskrar trúar, eins og frændi hennar og skáldbróðir, Stefán frá Hvítadal. Andlát Séra Þorleifur Kjartan Kristmundsson, Kambahrauni 28, Hveragerði, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, sunnu- daginn 4.6. Margrét Halldórsdóttir, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð laugardag- inn 3.6. John Henry Josefsen lést í Stafangri í Noregi sunnudaginn 4.6. Sigurður Ingimundarson, Ofanleiti 21, lést á Landspítalanum Fossvogi laugar- daginn 27.5. Sæunn Halldórsdóttir lést föstud. 2.6. Jón Lárusson, Skúlaskeiði 4, Hafnar- firði, lést á Sólvangi laugardaginn 3.6. Guðrún Nielsen Sigurðsson lést á spít- ala í Long Island, Bandarikjunum, laug- ardaginn 3.6.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.