Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000 Fréttir Hervar Gunnarsson settur varaformaður Verkamannasambandsins: Björn Grétar á gráu svæði - ef ekki brotlegur við ákvæði starfslokasamnings „Lög sambandsins segja ótvírætt í sambandi viö starfsmannahluta Bjöms Grétars að framkvæmda- stjórn fari meö þau mál,“ segir Her- var Gunnarsson, starfandi varafor- maöur Verkamannasambands ís- lands, um þá hörðu gagnrýni sem fram hefur komið vegna starfsloka- samningsins sem hluti fram- kvæmdastjórnar VMSÍ gerði við Björn Grétar Sveinsson, formann og framkvæmdastjóra Verkamanna- sambands Islands. Aðspurður um tveggja ára starfslokasamning Björns Grétars sagðist Hervar ekki vilja ræða efnisatriöi samnings. „Ég veit ekkert hvaðan þið hafið starfslokasamninginn og ég ætla ekki að ræða hann. Þið hljótið að hafa hann frá Birni Grétari því hann er sá eini sem hefur hann,“ segir Hervar. Aðspurður um ákvæði sem kveð- ur á um að formaðurinn fráfarandi megi ekki tjá sig um málefni Verka- mannasambandsins sagði Hervar: „Hann er nú búinn að því og það var hann sem kom þessu af stað,“ segir hann. - Ertu með þessu að segja að Björn Grétar sé búinn að brjóta gegn ákvæðum starfslokasamn- ingsins? „Ég er ekki í aðstöðu til að skoða svoleiðis hluti en ég get ekki séð annað en hann hafi far- ið mjög út á grátt svæði hvað það varðar,“ segir Hervar sem býst við að erfitt verði að sætta stríðandi fylkingar. Hann segist ekki hafa hugleitt það hvort hann bjóði sig fram til forystu í nýju sambandi í haust. „Fyrir tilstuðlan Björns Grétars tók ég að mér að reyna að koma landssamböndum ófaglærðs verka- fólks í eitt landssambands. Þaö er verkefnið en hvernig sambandinu verður stýrt er seinni tíma mál; það er ekki aðalatriðið," segir Hervar og hafnar algjörlega þeim kenningum Hervar Gunnarsson - Björn Grétar byrjaöi. Björn Grétar Sveinsson - Aögeröarlaus á launum í tvö ár. að hann hafi velt Birni Grétari af stalli. „Þetta var al- gjörlega að hans beiðni,“ segir Hervar. - Varst það ekki þú sem sett- ir hann upp að vegg og gerðir honum ljóst að staða hans væri vonlaus innan VMSÍ? „Ég efndi við hann loforð um að segja honum hlutina og hver hans staða væri,“ segir Hervar. - Er ekki brotthvarf formannsins dýru verði keypt þegar litið er til þess að það kostar 7 til 8 milljónir króna að fá hann til að hætta? „Ég get ekki séð að þessi tala sem þú nefnir hafi neitt með það aö gera hvað starfslokasamningur viö Björn Grétar kostaði; hvenær sem hann væri gerður. Það hefði verið gerður starfsmannasamningur við hann hvenær sem hann hefði hætt.” - Ekki ef hann heföi fallið í kosn- ingu? „Það er ekki siður verkalýðs- hreyfingarinnar að henda mönnum út á guð og gaddinn," segir Hervar og ítrekar að hann hafi allar götur stutt Bjöm Grétar dyggilega en því sama sé ekki að heilsa hjá sumum þeirra sem nú þykjast standa með honum. Varðandi þá gagnrýni sem fram hefur komið um að hann hafi ekki verið kjörinn til varaformennsku segist Hervar aldrei hafa haldið því fram að embættið væri hans. „Það eru fjölmiðlar sem titla mig varaformann Verkamannasam- bandsins en ég hef aldrei haldið þvi fram aö ég sé varaformaður. Ég er kjörinn ritari en eftir að Sigríður Ólafsdóttir hætti hef ég verið stað- gengill Bjöms Grétars og því féll í minn hlut að leiða framkvæmda- stjómarfundinn. Framkvæmda- stjórnin hefur aldrei gert neina at- hugasemd við það frekar en þegar ég tók við af Bimi Grétari þegar hann veiktist," segir Hervar. -rt Starfslokasamningur Björns Grétars Sveinssonar: Þetta er siðleysi - segir verkamaöur hjá Útgerðarfélagi Akureyringa DV, AKUREYRI:__________________ „Maður hefði ekkert á móti því að fá svona upphæð fyrir það eitt að hætta að vinna. Verkafólki er hinsvegar aldrei boðið upp á neitt svona, og þetta er siðleysi, hreint og klárt siðleysi," segir Ingvar Pálsson, verkamaður hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa, um starfs- lokasamning Verkamannasam- bandsins og Bjöms Grétars Sveinssonar. „Fær hann 5,4 milljónir fyrir að hætta,“ sagði Ingvar og bætti svo viö. „Þetta er allt saman eitt sjálftökulið og það sést hvaða álit fólkið hefur á þeim. Venjulegt verkafólk nennir ekki lengur að starfa í verkalýðsfélögunum eða taka þátt i þeirri vitleysu sem þetta er“. En mótmælir fólkið þessu á ein- hvern hátt, er þetta t.d. eitthvað rætt á þínum vinnustað? „Nei, fólk talar eiginlega ekkert um þetta. Það er algjört áhuga- leysi eða eitthvað sem veldur því. Þess vegna komast mennirnir líka upp með þetta, menn sem ættu að vera aö vinna fyrir verka- fólkið og vera á sömu launum og það,“ segir Ingvar. -gk Ingvar Pálsson „Þetta er sjálftökulið. “ DV-MYND gk. Veðurstofustjóri um ráðgjafaskýrslu Ríkisendurskoðunar: Umræða í sleggjudómastíl - samningar við færa aðila með gott orðspor í flestum tilfellum besta leiðin Vltað fyrír fram hvað könnun Ríkisendurskoðunar kostaði? „Oft sé erfitt aö gera kostnaöar- áætlun og bjóöa út ýmiss konar rannsóknir eöa athuganir, svo sem eins og þessa könnun sem Ríkisendurskoöun geröi um út- boö á vegum hins opinbera, “ segir Magnús Jónsson. „Ég vil nú fara varlega í að tjá mig um skýrslu sem ég hef ekki séð, hvaö þá lesið. Hins vegar ílnnst mér umræðan í fjölmiðlum hafa verið dálítið einfölduð og í sleggjudóma- stíl,“ segir Magnús Jónsson, veður- stofustjóri og formaöur Félags for- stööumanna í ríkisstofnana. Stjóm- endur ríkisstofnana fá harða gagn- rýni í úttekt Ríkisendurskoðunar vegna stefnu- og stjómlausra kaupa á ráðgjafa- og sérfræðiþjónustu. „Ég vil þó taka fram að auðvitað er hlutverk Ríkisendurskoðunar að fylgjast með og gera athugasemdir við rekstur ríkisins og ætla ég ekki Manninum, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald sl. þriðjudag við kom- una frá Amsterdam, var í gær sleppt úr haldi. Málið telst upplýst og hefur verið sent áíram til ákæmvalds. Mað- urinn, sem er 22 ára, gekkst viö að hafa átt efnið. Opinberri rannsókn er þar með lokið. Forsaga málsins er sú að við reglu- að segja neitt nema gott um það. Hins vegar vil ég benda á að ekki er alltaf einfalt að koma við útboðum þegar um starfsemi á vegum hins opinbera er að ræða. Ýmsar fram- kvæmdir og kaup á tækjum og bún- aði er oftast einfalt að skilgreina og bjóða út. Hins vegar er eðli margra verkefna á vegum rikisins þannig að þau veröa ekki vel afmörkuð eða ákveðin fyrir fram og erfítt er að kostnaðarmeta þau,“ segir Magnús og tekur dæmi. Betra að kaupa af þekktum „Ég sé ekki fyrir mér að einfalt sé bundið eftirlit fann Tollgæslan á Kefla- víkurflugvelli efni innanklæða á manninum og frekari skoðun leiddi til fundar á smokkum fúllum af e-töflum. Dæmi eru um að smokkar fylltir eitur- lj'fjum hafl gefið sig með alvarlegum afleiðingum en í þessu tilviki héldu veijumar. „Átakið sem löggæsluyflrvöld hafa að bjóða út verkefni eins og snjó- flóðahættumat, gerð námsbókar eða læknismeðferð sjúklings, svo eitt- hvað sé nefnt. Þá fmnst mér aö oft sé erfltt aö gera kostnaðaráætlun og bjóða út ýmiss konar rannsóknir staðið fyrir er að skila sér,“ sagði Kári Gunnlaugsson, deildarstjóri fíkniefna- deildar Keflavíkurflugvallar, en til endurskipulagningar kom í Tollgæsl- unni í september sl. Aðspurður um hvað hefði komið þeim á sporið sagðist hann engu geta svarað. „Engu að síður er alltaf ákveðin vinna í gangi, sam- vinna milli tolls og lögreglu." -HH eða athuganir, svo sem eins og þessa könmrn sem Ríkis- endurskoðun gerði um útboð á vegiun hins opinbera. Min reynsla er sú að oft og tíðum skilar útboðs- leiðin minni gæðum og síst lægri kostnaði þegar upp er staðið. Ég tel að samn- ingar við fyrirtæki eða einstaklinga sem hafa gott orðspor, sýna fæmi og góð vinnubrögð og vilja vinna verkið í samráði við viðkomandi stofnun sé í flestum tilfellum besta leiðin. Útkoman verður þegar öllu er á botninn hvolft hagstæðari og betri fyrir samfélagið. Það hlýtur að skipta mestu máli,“ segir Magnús Jónsson. Geir Haarde fjármálaráðherra er erlendis en Árni Mathiesen, starf- andi ijármálaráðherra, segist ekki enn hafa séð nema forsíðu skýrslu Ríkisendurskoðunar og því gæti hann ekki tjáð sig um innhald hennar. Árni segir að hvað sitt ráðuneyti, sjávarútvegsráðuneytið, varöaði hafi hann falið ráðuneytis- stjóra sínum að kanna þá þætti sem úttekt Ríkisendurskoðuna tek- ur til. Málið talið upplýst: E-töflusmyglaranum sleppt úr haldi - var með 200 töflur í skóm og 500 í endaþarmi DV Sandkorn _ Bfimsión: Höróur Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Lögfræðingur? Deila Þróttara um áfengissölu við tónleikahaldara Eltons Johns vakti talsverða at- hygli í síðustu viku. í máli þessu skaut ungum manni upp á stjörnuhimininn sem fulltrúa Þróttara gegn tónleikafólki. Þarna er um að ræða Vilhjálm H. Vil- hjálmsson sem helst hefur getið sér orð fyrir vasklega framgöngu í knattspyrnu með Þrótturum auk framboðs í síðustu alþingiskosning- um. Á vordögum var hann kosinn til embættis formanns Ungra jafnað- cirmanna en hann hefur um langt skeið látið tfl sin taka í stúd- entapólitíkinni i HÍ. Það hefur hins vegar vakið nokkra furðu að hann skyldi koma fram sem lögfræðingur Þróttar í þessu máli, því þegar síð- ast fréttist mun hann enn hafa ver- ið við lögfræðinám í háskólanum... Að eigin vilja Ámi Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra lét svo um mælt í ræðu á sjó- mannadegi að hann vildi taka tillit til speki sjómanna þegar kemur að því að taka ákvarðanir um veiðar út frá reikningum fiski- fræðinga. Svo virðist sem ný kolsvört skýrsla Hafrannsókna- stofnunar komi ráðherranum í nokkurn vanda. Krókakarlar og aðrir sjómenn, sem hingað til hafa treyst meira á eigið bijóstvit en speki fræðinganna, segja að þetta sanni enn einu sinni að lítið sé byggjandi á visku þeirra Hafró- manna. Við sjávarsíðuna bíða menn því spenntir eftir því hvort ráðherrann lætur að eigin vilja við ákvörðun fiskveiða... Góð hjör Björn Grétar Sveinsson fékk að taka pokann sinn sem formaður Verkamannasam- bands íslands. Ekki mun það þó vera alveg með í skít og skömm, I því laun fær hann í tvö ár upp á einar fimm milljónir króna. Allt er logandi vitlaust út af þessu máli innan VMSÍ, ekki síst hjá lands- byggðarfulltrúum, og hafa menn margt við brotthvarf Bjöms Grét- ars að athuga. Ágætur Sand- komslesandi hafði þó á orði að hann skyldi glaður taka að sér það skítverk að láta reka sig sem for- mann VMSÍ. Ekki væri ónýtt að liggja áhyggjulaus með tæmar upp í loft í tvö ár á miklu betri kjömm en VMSÍ er nýbúið að semja um fyrir sina umbjóðendur... Ódauðlegt Margir bíða nú I spenntir eftir andlitslyftingu Fjölnis Þor- geirssonar á leigubílastöö I BSR. Fjölnir þykir til margra f hluta líklegur í þeim efnum en I fróðlegt verður að fylgjast með hvemig til tekst í auglýsingamennskunni. Menn minnast enn herferðar Hreyfils fyr- ir nokkrum árum þar sem Flosi Ólafsson gerði gjörsamlega ódauð- legt símanúmer stöðvarinnar 5 88 55 22. Segja gámngar að í hvert skipti sem Flosi sé nefndur á nafn komi upp í hugann Hreyfill eða maltöl, sem hann hefur líka gert ódauölegt. Velta menn því fyrir sér hvort Fjölnir þurfi ekki að taka Coca-Cola upp á sína arma líka til að jafna leikinn...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.