Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.2000, Side 13
13
MIÐVIKUDAGUR 7. JÚNÍ 2000
DV
Frumkristin íslensk list á sýningunni Telgt í tré í Listasafni Árnesinga:
Stolt Hóladómkirkju
endurgert
Hvað varð af hinni
miklu tréskurðar-
arfleifð sem við
höfðum að lík-
indum með okk-
ur frá Noregi í
öndverðu? Hildur
Hákonardóttir, for-
stöðumaður Listasafns
Ámesinga á Selfossi,
ætlar að láta það verða
sitt síðasta verk í því starfi að
svara þeirri spurningu og fœr
til liðs við sig 42 lista- og hag-
leiksmenn. Meðal þeirra er
tylft starfandi listamanna sem
vinna í tré auk þriggja látinna
listamanna; aðrir sem verk
eiga eru ýmsir hagleiksmenn
einkum úr héraði, lifandi og
látnir. Verk voru fengin hjá
söfnum og einstaklingum en
eitt verkanna var gert fyrir
sýninguna sérstaklega. Sýning-
in verður opnuð í dag kl. 18
við hátíðlega athöfn.
Á sýningunni Telgt í tré eru margvisleg
lista- og hagleiksverk sem unnin hafa verið
í tré. Þau eru frá ýmsum tímum og segja öll
sína sögu um meðhöndlun manna á þessum
efnivið. Sumt eru nytjahlutir, annað
skrautmunir og enn annað myndlist og fer
þar stundum saman allt í senn. Þama er
að finna foman útskurð, þjóðlegan út-
skurð með blómskrúði og munsturgerð
og seinni tíma útskurð með innfluttum
munstrum og erlendum áhrifum. Sér-
stök áhersla var lögð á að fá verk eftir
starfandi myndlistarmenn sem nota
timbur i sin verk, en hugmyndir þeirra
og aðferðir eru oft nýstárlegar.
Sýningin er tileinkuð Halldóri Einars
y'"
\
sym
mynd-
skera frá
Brands-
húsum sem
fór ungur til Banda-
ríkjanna en hafði lært
myndskurð hér heima og
vann við þá iðn alla ævi.
Safn útskurðarmuna
hans er í eigu Listasafns
Ámesinga. Níels Haf-
stein og Alda Sigurðar-
dóttir voru til ráðgjafar
um sýningima.
Dómsdagsmynd frá
Hólum
í öndvegi á sýning-
unni er endurgerving
Harðar Ágústssonar af
elsta og stærsta tré-
skurðarverki íslands sem
vitað er um, Dómsdags-
myndinni úr Hóladóm-
kirkju frá 12. öld. Enn
eru til 13 fjalabútar úr
verkinu og eru ljós-
myndir af þeim
felldar inn í mynd-
ina. Hörður þekkir
manna best
húsa-
kost
hér á
Gabríela Friðriksdóttir:
V „Tvær leiðir í syndinni" (1999).
Á sýningurini Telgt í tré eru forn og
ný útskurðarverk, jafnvel eftir unga
myndlistarmenn.
öldum áður, bæði byggingaraðferðir kirkna
og meðferð timburs í fornum skálum. Árið
1989 kom út eftir hann bókin Dómsdagur og
helgir menn á Hólum, ítarlegt rit um rann-
sóknir hans á fjölunum og úttekt á myndum
frá sama tíma sem víða er að flnna í Evrópu,
í kirkjum, klaustrum, handritum og á grip-
um. Hörður hefur rannsakað fjalabútana af
vísindalegri nákvæmni og lesið f öll smíða-
ummerki sem gefa vísbendingar um upp-
runalega gerð verksins og örlög þess síðar.
Hann hefur mælt breidd fjalanna, athugað
fláa, grópir og rýnt í strik og ristuför. Einnig
hefur hann lesið í naglafor, bæði þau upp-
runalegu og önnur síðar tilkomin, ellimörk
sem gefa til kynna hvar og hvemig þær voru
geymdar og mismunandi dýpt skurðar sem
hjálpar til við að ákvarða afstöðu myndbrot-
anna. Á grundvelli allra þessara athugana
hefur Hörður endurgert myndina sem sam-
kvæmt niðurstöðum hans hefur verið 732 sm
x 298 sm og að öllum líkindum máluð í lit-
um.
Á grundvelli athugana sinna hefur Hörður
öðlast bjargfasta trú á því að dómsdags-
myndin hafi upprunalega verið á vesturgafli
Hóladómkirkju, eina húsinu á Norðurlandi
sem var nógu stórt til að hýsa slíkt listaverk.
Fjórar timburkirkjur voru á Hólum uns
steinkirkja var reist þar eftir miðja 18. öld.
Telur Hörður líklegast að Jón Ögmundsson
sem reisti fyrstu kirkjuna hafl látið gera
myndina. Þá muni það hafa verið kirkju-
smiður hcms Þóroddur Gamlason sem hugs-
anlega gerði myndina. Á Hólastað hefur
kirkja aldrei brunnið heldur hrtrndu þær í
ofviðrum svo fjalir úr elstu kirkjunni gætu
vel hafa varðveist. Verkið gæti þá verið frá
öðrum áratug 12. aldar og er hvemig sem á
það er litið merkasti vottur frumkristinnar
listar á Norðurlöndum. Þótt myndefnið sé
sótt til Miklagarðs fellur verkið að norræn-
um hefðum og sýnir frumkristin áhrif. Hér
birtast elstu myndir á Norðurlöndum af
Maríu guðsmóður, kölska karli, Mikjáli erki-
engli og „skauti Abrahams“.
Sýningin stendur til 16. júlí og er safnið
opið kl. 14-17 þriðjudaga til fostudaga en
13-18 um helgar.
Tónlist
Kveðið í bjargi
Á sunnudagskvöldið hélt
Hamrahlíðarkórinn tónleika í
Ými, tónleikasal Karlakórs
Reykjavíkur, og var það hluti af
tónleikaröð Tónskáldafélags ís-
lands. Nú stendur yfir annar
hluti þeirrar hátíðar, helgaður
tónlist sem samin var frá 1950 og
fram til um 1980.
Tónleikamir hófust á Sólar-
kvæði Jóns Þórarinssonar sem er
kraftmikið danskvæði. Það leið
fyrir nokkuð ftatneskjulegan
flutning þar sem styrkleikabrigði
hefðu mátt vera meiri til að lífleg
hrynjandin skilaði sér til fulls.
Einnig voru karlaraddimar ekki
í jafhvægi, sumir þar á meðal
gátu ekki hamið sig og sungu of
sterkt.
Öllu betri var söngurinn í
næsta atriði tónleikanna, sem var
Tíminn og vatnið (fyrsti hluti)
eftir Jón Ásgeirsson. Þessi hluti
verksins var saminn á blómatím-
anum en ekki fullgerður fyrr en
mörgum árum síðar. Það hlýtur
að vera erfitt að túlka skáldverk Steins Stein-
arrs i tónum því tónlistin þarf að vera a.m.k.
jafn mögnuð og ljóðið ef hún á ekki að virka
hjákátlega. Það er auðvitað túlkunaratriði
hvers og eins hvort tónskáldinu hefur tekist að
„ná ljóðinu“. Að mati undirritaðs er tónlist
Jóns of dramatísk, sumt virkar eins og oftúlk-
un á textanum og hvergi er að flnna flæðið og
undirölduna sem einkennir ljóðiö. Þetta er tón-
legar tónsmíðar og ná anda ljóð-
anna ágætlega, kórinn virtist líka
elska tónlistina því sönggleðin var
allsráðandi.
Páll P. Pálsson og Þorkell Sigur-
bjömsson áttu ágæt lög á tónleik-
unum, hinn fyrrnefiidi við tvær
limrur eftir Þorstein Valdimars-
son, hinn síðamefndi við ljóð eftir
Þorgeir Sveinbjömsson (Fararsnið)
og Hannes Pétursson (Vorið, það
dunar). En Haustmyndir eftir Atla
Heimi Sveinsson við ljóð Snorra
Hjartarsonar voru langdregnar og
tilgerðarlegar og með því leiðinleg-
asta sem undirritaður hefur heyrt
eftir tónskáldið.
Bestu tónsmíðarnar á tónleikun-
um voru tvímælalaust eftir Jón
Nordal, Umhverfi við ljóð eftir
Hannes Pétursson, og Kveðið í
bjargi við texta úr þjóðsögu. Hið
síðamefnda er stórfengleg tónlist,
dv-mynd hilmar ÞóR lýrisk en á sama tíma fjarlæg,
framvindan fullkomlega eðlileg og
innblásin, laglínumar blátt áfram
og kryddaðar af fallegum hljómum
sem voru þó aldrei ódýrir eða einfeldnislegir.
Flutningur kórsins var hér einstaklega fagur
og vandaður, og má segja það sama um tónleik-
ana í heild. Hamrahlíðarkórinn er vel þjálfað-
ur af Þorgerði Ingólfsdóttur og voru þetta
áhugaverðir tónleikar og oftar en ekki ágæt
skemmtun.
Jónas Sen
Þorgeröur Ingólfsdóttir
Innlifaður og vandvirkur kórstjórnandi.
list samin af kunnáttu og hugmyndaauðgi en
við hliðina á ljóðinu kemur hún út eins og hálf-
gerð stílæfing.
Við annan tón kvað í verkum Gunnars
Reynis Sveinssonar sem eru samin við ljóð úr
Kiljanskviðu Halldórs Laxness, Vökru hleypa
jámgráir víkingar, Hjá lygnri móðu, Hún var
það alt, Haldiðún Gróa hafi skó og Ríður, ríður
Hofmann. Allt em þetta kraftmiklar og hressi-
____________________Menning
Umsjón: Siija Aðalsteinsdóttir
Ástin
blómstrar enn
Þriðja og siðasta skálda-
kvöld Listahátíðar undir
heitinu Ástin blómstrar
verður í Þjóðmenningar-
húsinu við Hverfisgötu
annað kvöld kl. 20. Þá lesa
eigin ljóð Ingibjörg Har-
aldsdóttir, Þorsteinn frá
Hamri, Guðrún Eva
Mínervudóttir, Hrafn Jök-
ulsson og Linda Vilhjálmsdóttir. Guörún
Eva, Hrafn og Linda senda öll frá sér ljóða-
bækur nú í júní og er bók Lindu, Öll fallegu
orðin, glóðvolg úr prentsmiðju. Einnig flyt-
ur Ólafla Hrönn Jónsdóttir leikkona Ijóð
Nínu Bjarkar Árnadóttur, m.a. úr óprent-
uðu handriti sem skáldkonan lét eftir sig.
Kynnir er Páll Valsson. Dagskráin tekur
um klukkustund og er aðgangur ókeypis.
Skáldakvöldin eru hluti af sýningunni ís-
lands 1000 ljóð á Listahátíð og hafa verið vel
sótt enda heillandi tilhugsun fyrir ljóöelsk-
andi Islendinga að vera beinlínis umkringd-
ir ljóðum á alla vegu í lestrarsal gamla
Landsbókasafnsins.
Þetta var list
Kristinn Sigmundsson
var ekki einhamur á ís-
landi um siöustu helgi.
Hann söng í brúðulíki á
sviði íslensku óperunnar
en í eigin líkama með
Karlakórnum Stefni i
Borgarleikhúsinu. Blaða-
manni og sérlegum full-
trúa DV á tónleikunum,
Páli Lúðvík Einarssyni, fannst söngur hans
tromp tónleikanna þó að vissulega kæmist
kórinn á gott skrið eftir dálitið flöktandi
byrjun og syngi „einum rómi hreinum tóni“
eftir það. Hátindur tónleikanna að mati Páls
Lúðvíks var frumflutningurinn á lagi Atla
Guðlaugssonar kórstjóra við kvæði Hall-
dórs K. Laxness, Þar sem háfjöllin heilög
rísa.
„Nú hafa músíkskríbentar varið ómældri
orku og prentsvertu til að lofsyngja Kristin
og ég get engu bætt við þann dýrðaróð," seg-
ir Páil - en reynir þó: „Persónan Kristinn
Sigmundsson bætir við tónlistina og hljóm-
leikana í heild. Hann nær tökum bæði á
eyrum og augum, sviðsframkoman en stór-
kostleg og í söngnum sameinast kraftur og
þróttur, fágun og smekkvísi - og jafnvel
húmor.“
Páll var einnig hæstánægður með píanó-
leik Sigurðar Marteinssonar með söngnum:
„Aðal þessara hljómleika var að þrennt lék
saman, kór, píanó og einsöngvari. Þetta var
samhljómur sem var meiri en framlag
hvers og eins. Þetta var list.“
Bókmennta-
verðlaun
Bókmenntaverðlaun
Halldórs Laxness verða
veitt í fjórða sinn í haust
og sama dag kemur verð-
launabókin út. Alls bárust
tæplega 30 handrit í
keppnina að þessu sinni.
Formaður dómnefndar
var Pétur Már Ólafsson,
bókmenntafræðingur og
útgáfustjóri Vöku-Helgafells, en með honum
í nefndinni sátu Ármann Jakobsson og Kol-
brún Bergþórsdóttir.
Megintilgangur Bókmenntaverðlauna
Halldórs Laxness er að efla íslenskan sagna-
skáldskap og stuðla að endurnýjun íslenskr-
ar frásagnarlistar. Vaka-Helgafell leggur
fram verðlaunaféð sem nemur 500 þúsund
krónum en við þá upphæð bætast venjuleg
höfundarlaun. Þeir sem sendu inn handrit í
samkeppni þessa árs geta nú nálgast rit-
verkin hjá Vöku-Helgafelli, Síðumúla 6,
gegn því að nefna nafn verks eða dulnefni
höfundar.
Myndbanda-
sýningar
Sýningar í myndbandasal Nýs heims -
Stafrænna sýna á Listasafni íslands á morg-
un kl. 12 og 15 verða á verkum Mariu Vedd-
er og Bettinu Gruber, Mama’s Little Plea-
sure og Der Herzschlag des Anubis.
Á fóstudag verður sýnt verkið Der West-
en lebt eftir Klaus vom Bruch og Either or
in Chinatown eftir Gábor Bódy sem oft er
kallaður undrabam ungverskrar kvik-
myndagerðar.
Á laugardaginn verða verk Magnúsar
Pálssonar sýnd stanslaust frá kl. 11-17.