Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 11
11 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 I>V Skoðun Rispuð plata og regndans „Þetta er stórhljómsveitin Kinks,“ æpti faðirinn í áttina til sonar síns á unglingsaldri sem grænn í framan mótmælti hávaðanum sem barst frá hljómflutningstækjum heimilisins. Þau undur og stórmerki höfðu gerst að gamli plötuspilarinn hafði verið settur í gang eftir langt hlé. Þar til gerður snúningsdiskur snerist á 33 snúninga hraða og frá hátölurunum barst sérkennileg rödd sem var í senn væmin og hrjúf. Þá virtist hún að hluta koma út um nef söngvarans. Undir röddinni hljómaði áreitinn gít- arsláttur í bland við ögrandi trommuslátt. í bland var suð og rispa þvert yfir plötuna leiddi af sér takt- bundið krasshljóð. Húsbóndinn sveif um stofuna í eins konar samblandi af sólar- og regndansi en kona hans var flúin inn í eldhús þar sem hún lét lít- ið fyrir sér fara. Hún vildi allt til þess vinna að forðast að þurfa að sæta því að stíga dansinn með bónda sínum sem í tvígang hafði reynt að fá hana til þess. Heimilið nötraði allt af hávaða og spennu og greina mátti að bassinn í tónlistinni hreyfði til myndir á veggjum. Það var greinilega stuð og ung lingurinn sem var á allt annarri línu í tónlist horfði á foður sinn með þeim svip- /1 þess er var fullkomlega á valdi fortíð- arinnar. Öll skynjun á grámygluleg- an hversdaginn var horfmn og gamli plötuspilarinn var sem í hlutverki tímavélar sem sá um að færa ráðsett- an ef ekki virðulegan fjölskyldu- mann aftur um hartnær 40 ár. Um huga hans léku svipmyndir frá þeim tíma er hljómsveitin Kinks meö hinn óviðjafnanlega forsöngv- ara, Ray Davis, lék í Austurbæjar- bíói. Þetta var ein af stóru grúppun- um á heimsvísu. Aðeins Bítlamir voru hærra skrifaðir en Rolling Sto- nes stóðu jafnfætis. Koma Kinks tU íslands heyrði tU stórtíðinda enda landið á þeim árum ekki í alfaraleið. Skömmu áður en stórviðburðurinn skaU á um miðjan sjöunda áratuginn nauðaði 12 ára unglingurinn í for- eldrum sínum um að fá að taka rútu Vestfjarðarleiðar suður í því skyni að berja goðin augum. Heldur þótti hann ungur tU slíks ferðalags á vit spUlingarafla þeirra er kennd voru við -y-*Í: * -f-,K 4» 5' '»• **',f * { -v k t*>ii v “ í- ^ .♦ > ** ? k ' „You really got me“ öskruðu hátalarnir í miðju hjarta heimilisins og dansarinn virtist við það að œrast. „Ætlarðu að drepa þig á þessu maður“ kallaði ungling- urinn í gegnum tónlist- argnýinn en fékk aðeins tryllingslegt augnaráð þess er var fullkomlega á valdi fortíðarinnar. viðkvæði foreldranna sem skiptust á að dempa hávaðamengunina sem tröUreið heimUi þeirra í annars frið- sælu sjávarþorpinu. Óskalög sjúklinga í tUraun foreldranna tU að slá á harm unglingsins og hugsanlega auka fjölbreytni há- vaðans bentu þau honum á að hugs- anlega yrði sú tón- ■ ■ -s.vj . v brigðum er vænta mátti af ein- staklingi sem rækist á upp- vakning yfir op- inni gröf í kirkju- garði. Drengurinn ungi hafði vanist því undanfarin ár að fyrirbrigðið sem steig dansinn hefði heldur ró- legra yfirbragð. Honum var það í barnsminni að faðir hans hafði með reglu- bundnum hætti skammað hann tU þess að lækka tón- listina eða hafa verra af. Þetta átti viö um tónlist allt frá Bay City RoUers og Osmond-bræðrum og að Botnleðju. Himinn og haf skUdi að tónlistarsmekk feðganna sem að vísu höfðu sameinist á við- kvæmu æviskeiði beggja í Stuðmönnum. En það ástand varði stutt og drengurinn hélt áfram að þróa tónlistarsmekk sinn á meðan faðirinn sat eftir með aUar Stuð- mannaplöturnar í bland við valda klass- íska tónlist. Tímavél „You really got me,“ öskruðu hátal- arnir í miðju hjarta heimUisins og dans- arinn virtist við það að ærast. „Ætlarðu að drepa þig á þessu maður," kaUaði ung- lingurinn í gegnum tónlistargnýinn en fékk aðeins tryll- ingslegt augnaráð t. a. hönd sér tU að varðveita tilfmning- una. Þá höfðu einhver ungmenni pissað niður úr af æsingi þar sem kynferðislegir tUburðir rokkaranna náðu hámarki. Heima sat hann með fullri meðvitund án þess að væta svo mikið sem rúm sitt. Nokkrum árum seinna komu Kinks aftur til íslands og enn seinna Led Zeppelin en þá höguðu aðstæður því þannig að hann átti ekki heimangengt og plötuspUar- inn varð enn að nægja sem og lausa- fregnir af atburðum. Þegar leið á átt- unda áratuginn var hann orðinn frá- hverfur rokktónleikum en lét nægja að hlusta á BG og Ingibjörgu og Stuð- menn eftir atvikum. Fortíðarþráin sem braust út með þessum ofsalega hætti átti sér tvímælalaust rætur í þeirri tUfmningakreppu sem leiddi af einangruninni forðum þegar Kinks spiluðu og sungu á íslandi. Úr viöjum vanans Það sem varð tU þess að hinn mið- aldra faðir og fyrirvinna reif sig laus- an úr viðjum vanans og stiUti græjurnar í botn var aðeins eitt. Sjálfur Ray Davies var enn einu sinni á leið til íslands og ætlaði að hafa sögustund í HöUinni með gítar- inn einan tU stuðnings. Ekki var bú- ist við því að neinn pissaði niður úr að þessu sinni og enn síður var reiknað með yfirliðum. Fólkið sem öskraði og hristi lubbana á árunum á miUi 1960 og ‘70 er aUt orðið ráðsett og það er bara í einrúmi eða inni í fjölskyldum að menn hituðu upp fyrir tónleikana. Þar sem seinustu tónar tveggja laga Kinks- plötunnar fjöruðu út settist gamli hipp- inn másandi í Lazyboy-stól- inn og fjöl- skyldan varpaði öndinni léttar. Konan skaust popptónlist • og svarið var afdráttarlaust. Hann færi ekki fet og yrði að láta sér nægja tónlist Kinksar- anna af smáskífu spilaða á grammófón. Dag- ana fyrir og eftir hálkæfði hann for- eldrana með tón- list sem var víðs fjarri þeirra linu. Haukur Morthens og Raggi Bjarna hljómuðu sem kór- drengir í saman- burðinum við skipulögð öskur Kinks-bræðranna Dave og Ray Davies. Ungling- urinn mátti sæta því að barið var með reglu- bundnu bili á herbergisdyr hans; „Lækk- aðu í þessum fjanda," var list sem þarna togaði í hann flutt í útvarpsþáttunum Lögum unga fólksins, Á Frívaktinni eöa Óskalögum sjúklinga. Drengur- inn lét ekki huggast og hann sagði hálfbrostinni röddu að litlar líkur væru á því að stjómendur þessara einu popptónlistarþátta á einu út- varpstöð landsins hefðu til að bera þann frumleika að spila slíka fram- úrstefnutónlist. Honum varð á þeim tímapunkti hugsað til þess að hann væri í markhópi tveggja þessara þátta: „Ég er ungur og Lög unga fólksins er minn þáttur. Þá er ég svo hugsjúkur að Óskalög sjúklinga eiga fullt erindi við mig,“ hugsaði hann með sér og renndi You Really Got Me á fóninn í 54. sinn á tveimur dögum. Þar sem unglingurinn fyrrverandi steig dansinn 40 árum síðar með sömu tónlistina í eyrum rifjaðist upp sársaukinn frá því fyrr á öldinni þar sem hann var í hátfgerðu stofufang- elsi á milli vestfirskra fjalla á meðan fólk á sama reki fékk að fara í Aust- urbæjarbíó og æpa sig hása eða falla í yfirlið af hrifningu. Sjálfur varð hann að láta sér nægja takmarkaðar útsendingar Ríkisútvarpsins sem lýstu því að Kinksstrákarnir hefðu gert hitt og þetta og ekki farið í bað. Þá gleypti hann í sig umfjöllun þeirra dagblaða sem fjölluðu um viðburðinn. Meðal þess sem var lýst var að ungur maður heilsaði einni stjörnunni og vafði sárabindi um fylgsni sinu í eldhús- inu og unglingur- inn læddist út úr herbergi sínu. Þau horfðu á aldursfor- seta fjölskyldunnar þar sem hann sat sem slytti í stólnum á meðan nál plötuspilarans hoppaði fram og til baka á innsta hring vín- ylskífunnar með tilheyrandi smell- um. Hann náði andanum smám sam- an og leit á konu sína og spurði. „Kemur þú ekki með mér á tón- leikana með Ray?“ Hún varð hugsi og horfði á mann sinn þar sem hann að mestu sviptur æskuljóma sat og horfði angurvær á hana. „Ef þú vilt vera eins og maður og sleppir þessum tryllingslega dansi þínum þá kem ég með þér,“ svaraði hún og hann gaf hátíðlegt loforð jafn- framt því að hugsa með sér að varla yrði tilefni til þess undir angurvær- um tónum hins aldna poppara að dansa stríðsdans eða æpa sig hásan. „Ég lofa,“ sagði hann og brosti út að eyrum. Reynir Traustason blaöamaöur es „Svo virðist sem Gill Gates hafi, af hroka eða í hugsunarleysi, talið að lögin sem áður leiddu til uppskiptingar ein- okunarhringa í olíuvinnslu og símaþjónustu hafi ______________verið orðin úrelt, bæði vegna raf- rænu byltingarinnar þar sem fyrir- tæki hans var í fararbroddi, og vegna þess að hlutverki ríkisins var hafnað, ríkisins sem í Bandaríkjun- um og annars staðar hefur verið gert ábyrgt fyrir öllu illu, þegar það var ekki fyrirlitið sem tímaskekkja. Þá gleymdu menn því að kapítal- isminn, hversu frjálslyndur sem hann er, getur ekki blómstrað nema þar sem dómari sér til þess að leik- reglumar séu virtar. Jackson dóm- ari telur að einokunaraðstaða Microsoft hafi haft neikvæð áhrif á samkeppni og nýjungar." Úr forystugrein Libération 8. júní. Óeining um varnarmál „Áform Banda- ríkjanna um að byggja upp varn- k - arkerfl gegn jpl kjarnorkuárásum * hafa lengi verið líkleg til að skapa óeiningu um öryggismál, ekki bara milli Rúss- lands og Banda- ríkjanna, heldur einnig milli Banda- ríkjanna og evrópskra bandamanna þeirra. Ýmislegt bendir til að leið- togafundurinn í Moskvu mUli Clint- ons og Pútíns hafi verið fyrsta skref- ið í að gera lítið úr mikilvægi vand- ans. Margir Evrópubúar líta á kjamorkuvamaráætlanir Banda- ríkjanna í ljósi síðasta stóra öryggispólitíska uppgjörsins á dög- um kalda stríðsins. Það snerist um svokallaða stjörnustriðsáætlun Reagans forseta." Úr forystugrein Politiken 5. júní. Flýtum okkur hægt „Við erum sammála um að Microsoft hafi brotið lögin en höf- um engu að síður áhyggjur af því að lækning dómarans sé of harkaleg. Microsoft þarf aö spyrja alvarlegra spurninga viö áfrýjun. Spurningin nú er hver eigi að heyra þær. Ætti málið að fara beint til hæstaréttar, eins og dómsmálaráðuneytið vill, eða ætti það að fara til áfrýjunar- réttar District of Columbia eins og venjulegt mál? Áfrýjunardómstóll- inn er betra svar enda þótt hefð- bundin leið muni hægja enn frekar á málinu. Uppskipting Microsoft er svo alvarleg refsing og hugsanleg áhrif á efnahagslífið svo mikil að ekki væri rétt að flýta sér.“ Úr forystugrein Washington Post 9. júní. Draumar Stoltenbergs „Ekkert er að segja um pólitísk- an metnað Jens Stoltenbergs for- sætisráðherra eins og hann kynnti hann í Bergen um dag- inn. Það er rétt hjá honum að bestu vinir opin- bera geirans „verði fyrstir manna að vera uppteknir af því hvernig hægt sé að skipuleggja hlutina bet- ur“. Þar fyrir utan er ekkert vanda- mál meira aðkallandi en að „gera betra líkan af opinberum sjúkrahús- rekstri". Sannleikurinn eins og hann staðfestist okkur á hverjum degi er sá að norsk sjúkrahús, eins og þau eru rekin í dag, eru ekki I stakk búin til að nýta þau tæki og mannafla sem þau hafa til umráða. Hvort ríkisstjórnin getur gert sjúkrahúsin að sjálfstæðum og ábyrgum einingum á þeim tveimur árum sem forsætisráðherrann bað um í Bergen er svo enn ósvarað.“ Úr forystugrein Aftenposten 7. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.