Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 65 Tilvera Afmælisbörn Hurley 34 ára í dag Hvort sem Hugh Grant eða Elizabeth Hurley eru skilin eða ekki þá á þokkadísin Hin-ley af- mæli í dag, verður hún 34 ára gömul. Það kem- ur svo í ljós í kvöld hvort Hugh Grant er boðið í afmælisveisluna eða ekki. Elizabet Hurley er bæði ljósmyndafyrirsæta og kvikmyndaleikkona og sómir sér vel á báðum vígstöðvum þó yfírleitt hafi ekki reynt mikið á hana sem leikkona. Hún hefur aðallega leikið tálkvendi í myndum á borð við Austin Powers-mynd- imar tvær og My Favorite Martian. Sem fyrirsæta er hún ein sú tekjuhæsta í heiminum og prýðir oft forsíður tískutimarita. Gene Wilder 65 ára á morgun Gamanleikarinn góðkunni Gene Wilder er að verða 65 ára gamall og kemur það sjálfsagt mörgum á óvart. Einhvern veginn hefur honum tekist að halda sér eins í útliti allt frá því hann sló í gegn í fyrstu kvikmynd- um Mel Brooks. Hver man ekki eftir honum í The Producers eða Blazing Saddles þar sem hann fór á kostrnn. Hann hefur einnig leikstýrt kvikmyndum en ekki haft erindi sem erfiði. Wilder giftist á sínum tíma gamanleikkonunni Gildu Radner og var það mikið áfall fyrir hann þegar hún greindist með krabbamein og lést hún 1989. Um sama leyti veiktist alvarlega einn besti vinur hans og kollegi, Richard Pryor, og hefur hann verið rúmfastur í nokkur ár. Stjörnuspn ■■ Gildir fyrir sunnudaginn 11. Júní og mánudaginn 12. júní Vatnsberinn (20. ian.-lfi. fehr.l: Spá sunnudagsins: Ef þú skiptir þér of mikið af málum ann- arra gæti það haft í for með sér deilur. Þér gengur betur að vinna einn en f stórum hópi. Spa mánudagsins: Þú umgengst nágranna þína mik- ið á næstunni og kynnist þeim mun betur. Félagslífið er fyrir- ferðarmikið. Hfúturinn (21. mars-19. april): Félagslífið er fremur rólegt um þessar ^ mundir og þér kann að leiðast. Ef þú eyðir meiri tima með fjöiskyldunni lifnar yfir þér. Spá mánudagsins: Ástvinum hættir til að lenda upp á kant og reyndar er víða einhver pirringur í loftinu. Þú færð mjög óvæntar fréttir. Tvíburamir /2i. maí-21. iúnn: Spa sunnudagsins: MKl M M^ Þaö sem er mest áber- wl/ andi þessa dagana er það sem gerist án þess að þú getir nokkuð að gert. Reyndu að horfa á björtu hliðamar á tílverunni. Spá mánudagsins: Þú hefur óþarfa áhyggjur sem þú lætur draga þig niður. Bjartari horfur eru fram undan hjá þér en verið hefur lengi. Liónið (23. iúlí- 22. ágúst): Spa sunnudagsms: ' Félagslífið er með mikluin blóma um þessar mundir og róm- antíkin liggur í loftinu. Þú átt skemmtilegt kvöld fram undan. Spá manudagsins: Ef þú ert að fást við eitthvað sem þarfnast sérfræðiþekkingar er réttast að leita ráðleggingar hjá þeim sem eru vel að sér. Vogln (23. sept.-23. okt.i: Oy Þér finnst eitthvað undar- legt vera á seyði í kring- ' J um þig en áttar þig ekki alveg á þvi hvað það er. Líklega er þetta ekkert til að hafa áhyggjur af. Þér berst óvænt tilboð sem kemur róti á hug þinn. Ef rétt er á mál- um haldiö getur þú hagnast veru- lega í meira en einum skilningi. Bogamaður (22. nóv.-21. des.l: Spa sunnudagsms: " Aðstæður verða dáhtið óvenjulegar i dag og þú munt eiga afar ann- ríkt. Það reynir talsvert á þig að koma því nauðsynlegasta í verk. Eitthvað er að vefjast fý'rir þér sem ekki sér fyrir endann á á næst- unni. Ástfangnir eiga góða daga og kvöldið verður rómantískt. Rskamir(19. febr.-20. marsl: Spa sunnudagstns: *Þér græðist fé á ein- hvem hátt en þó er ekki um verulegar fjárhæðir að ræða. Grunur þinn í ákveðnu máli reynist réttur. Spá manudagsins: Þú kemst að raun um að greiðvikni borgar sig ekki alltaf. Varaðu þig á einhveijum sem er að reyna að notfæra sér hjálpsemi þína. Nautið (20. apríl-20. maí.): Samband þitt við ást- vin þinn er mjög gott en einhveijir árekstrar verða milli þin og náinna ætt- ingja. Það jafiiar sig þó fljótt. Spá mánudagsins: Gamalt fólk verður f stóra hlut- verki í dag og hjá þeim sem eru komnir af léttasta skeiðinu verð- ur mikið um að vera. Krabblnn (22. iúní-22. iúii): Spá sunnudagsins: I Þú átt erfitt með að einbeita þér fyrri hluta dagsins og verður fyrir óþægindum vegna óþolinmæði annarra. Kvöldið verður rólegt. Gættu þess að vera ekki of auð- trúa. Það getur verið að einhver sé að reyna að plata þig. Happa- tölur þínar eru 2, 24 og 32. Mevian (23. áeúst-22. sept.i: Spá sunnudagsins: Þú hefur í mörgu að ^^^►■snúast bæði heima og ’ heiman. Félagslífið er fyrirferðarmikið og þykir þér raunar nóg um. Spá mánudagsins: Miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar hjá þér á næstunni. Einhver er að reyna að telja þér hughvarf í máh sem þú hefiir þegar tekið ákvörðun í. Sporðdreki (24. okt.-21. nóv.l: Spá sunnudagsins: Það sem i fyrstu virð- jist áhugaverð hug- I mynd gæti reynst illa þegar á hólminn er komið. Happa- tölur þínar eru 8, 21 og 22. Spá mánudagsins: Fyrri hluti dagsins verður fremur strembinn hjá þér en þú kemur hka heilmiklu í verk. Kvöldið verður hins vegar fremur rólegt. Stelngeitln (22. des.-19. ian.i: Spá sunnudagsins: Þér kann að leiðast eitthvað sem þú telur þó að nauðsynlegt sé að koma frá þér. Ekki gera neitt vanhugsað. Spá mánudagsins: Þú verður fyrir einstöku happi í dag. Ekki er þó víst að um fjár- hagslegan ávinning sé að ræða. Félagslífið er fremur fjörugt. Björn Þór Vilhjálmsson er umsjónarmaður þáttanna Ab baki hvíta tjaldsins „Viðfangsefni þeirra er saga bandarískra kvikmynda frá því fyrir síðustu aldamót til dagsins í dag. Sérstök áhersla er lögð á sögulegan og menningarlegan bakgrunn kvikmyndaiðnaðarins. “ Ný þáttaröð um bandarískar kvikmyndir: Áhersla á tengsl kvik- mynda og samfélags - segir stjórnandinn, Björn Þór Vilhjálmsson Síðastliðinn fimmtudag hófst á Rás 1 ný átta þátta syrpa um banda- ríska kvikmyndasögu sem nefnist Að baki hvíta tjaldsins. Áhugasam- ir lesendur þurfa þó ekki að ör- vænta því fyrsti þátturinn verður endurtekinn klukkan níu í kvöld. Það er ætlan útvarpsins að halda uppi hefð níubíósins á laugardags- kvöldum og má gera ráð fyrir að kvikmyndaunnendur taki þeirri ný- breytni opnum örmum. Það er bók- menntafræðingurinn Bjöm Þór Vil- hjálmsson sem hefur útbúið þessa þáttaröð. „Viðfangsefni þáttanna er saga bandarískra kvikmynda frá því fyr- h síðustu aldamót til dagsins í dag. Sérstök áhersla er lögð á sögulegan og menningarlegan bakgrunn kvik- myndaiðnaðarins. Ég mun skoða tengsl kvikmynda og samfélags - hlutina sem hafa mótað iðnaðinn að baki tjaldsins. Þar á meðal verður farið í afskipti hins sögufræga upp- finningamanns Edisons af kvik- myndarekstri; grimmileg valdaátök við upphaf stúdíókerfisins; afskipti vitundavarða af Hollywood og ber þar katólsku kirkjuna hæst. Þegar nær dregur okkur í tíma verða viö- fangsefnin kunnunglegri: Kommún- istaofsóknir, kvikmyndagemling- amir, metsölumyndin, heimsveldið Hollywood o.s.frv." Kvikmyndatónlist og viðtöl Bjöm Þór viðurkennir að við- fangsefnið sé víðfeðmt og því í mik- iö lagt. Hann hefur sniðið efnið að því rými sem hann hefur og reynir að nýta eiginleika útvarpsins til hins ýtrasta: „Ég hef verið að sanka að mér ýmsu efni á borð við kvik- myndatónlist og viðtöl. Mætti þar nefna samtal við blökkumanninn William Walker sem upplifði það í æsku að sjá stórvirki D.W.Griffiths The Birth of a Nation í kvikmynda- húsi fyrir blökkumenn. Myndin sú er uppfull af kynþáttafordómum og m.a. er meðlimum Ku Klux Klan lýst sem sönnum hetjum er koma hvíta manninum til bjargar gegn of- ríki blökkumanna í kjölfar borgara- stríðsins. Tilfmningaþrungin lýsing Walkers sýnir ótvírætt áhrif kvik- myndanna." Bjöm nefnir einnig til sögunnar útvarpssamræður milli Orson Welles og H.G.Wells frá 1940 eða stuttu fyrir frumsýningu Cit- izen Kane. Til að krydda þættina enn frekar les leikkonan Brynhild- ur Guðjónsdóttir textann á móti Bimi. Væntanleg frumsýning Bjöm segir það enn fremur mjög jákvætt að Rikisútvarpið sé að vakna til vitundar um að kvik- myndir tilheyri menningunni og bindur vonir við að dagskrárliður- inn 9-bíó sé kominn til að vera. Þess má geta að þegar flutningi þáttanna Að baka hvíta tjaldsins lýkur í end- aðan júlí verða þættir Sigríðar Pét- ursdóttur kvikmyndafræðings Para- dísarbióið endurfluttir. Bjöm Þór er þó ekki aðeins mik- ill kvikmyndaspekúlant því hann skrifaði handritið að myndinni Góð saman, sem Herbert Sveinbjömsson hefur leikstýrt, og stendur til að frumsýna hana 17. júní. Þá verður þáttaröðið Að baki hvíta tjaldsins komin á blússandi siglingu. Kvik- myndaáhugamenn em hvattir til að leggja við hlustir. -BÆN Baráttuleikur Komið og sjáið stjörnuljónin berjast til sigurs á Stjörnuvelli í Garðabæ í dag kl. 16.00. Stjarnan til sigurs UmU 4^75* SJÓVÁ&j^ALHENNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.