Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 29 Helgarblað Grímsson, Mugabe, Mandela og Moussaieff - álit Indverja á ástamálum forseta íslands DV-mynd GVA Þetta síðasta er óhætt að setja spurningarmerki við samkvæmt því sem DV hefur eftir bestu heim- ildum. Þó einhver aldursmunur sé á Ólafi Ragnari Grimssyni og Dorrit Moussaieff fer því fjarri að hann sé svo mikill að réttlátt sé að slá fram fullyrðingum eins og þeim að hún geti verið dóttir hans. -PÁÁ Efnt verður til ævintýranámskeiða fyrir böm á Reynisvatni í allt srnnar: Á þessum námskeiðum, sem ætluð eru bömum, 7 ára og eldri, verður m.a. lögð áhersla á veiðikennslu frá grunni, bátsferðir, reiðkennslu fyrir byrjendur, umönnun dýra sem dveljast við Reynisvatn í sumar og umhverfis- kennslu sem felst í fræðslu um dýralíf og gróður við vatnið. Námskeiðin standa viku í senn, virka daga kl. 9-17, og eru rútuferðir frá og til BSÍ með viðkomu á Miklubraut, Ártúns- brekku og Vesturlandsvegi. Bömunum verður skipt í litla hópa eftir aldri og hefur hver hópur fullorðinn leiðbeinanda en auk þess starfar við námskeiðin fjöldi starfsmanna Reynisvatns með sérkunnáttu á hinum ýmsu sviðum. Skráning er í símum 861 6406 og 854 3789. Reynisvatn er nú opið almenningi áttunda sumarið í röð og hefur þar verið byggð upp ágæt aðstaða til veiði og annarrar útivistar. I vatninu er gnægð bleikju, laxa og regnbogasilunga og veiðast nú um 20.000 fiskar á ári, mest 1-5 punda, en stærsti fiskurinn i vatninu mun vera 57 punda lax sem sleppt var þar fyrir þremur árum og hefur sést af og til síðan. Veiðileyfi kosta 2.950 krónur og fylgir því 5 fiska eignarkvóti sem hægt er að nýta út árið en fiskur undir pundi er fr ír og utan kvóta. ÖIl fjölskyldan getur nýtt sama leyfið, þ.e. foreldrar og böm innan 16 ára. Reynisvatn er opið alla daga yfir sumarið frá kl. 9 aö morgni til miðnættis. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, og Dorrit Moussaieff tilkynna þjóðinni þann ásetning sinn að heitbindast. Ólaf Ragnar Grímsson, sem hann kallar reyndar aðeins Ragnar Grimsson, og segir síðan: Án þess að depla auga „Sjáið ísland, þetta kalda, af- skekkta land. Forseti þess, Ragnar Grimsson, hefur tjáð þjóð sinni án þess að depla auga að aðeins fáum mánuðum eftir andlát konu sinnar hafi hann fundið hamingjuna með hinni ungu og aðlaðandi Dorrit Eldri menn og yngri konur Næst dregur höfundur af þessu öllu saman þá ályktun að það kunni alls ekki góðri lukku að stýra að rosknir eða miðaldra menn giftist sér mun yngri konum og nefnir meðal annars máli sínu til stuðn- ings hrakfarir Rollingsins góð- kunna, Micks Jaggers, í ástamálum í kjölfar þess að hann skreið upp í til brasilískrar fyrirsætu. Niðurlag greinarinnar fjallar síð- Það er áreiðanlega engin ofrausn að fullyrða að íslendingar hafa áhuga á því hvernig er fjallaö um ís- lensk málefni í erlendum blöðum - sérstaklega þegar um er að ræða málefni sem við erum sjálf í hálf- gerðum vandræðum með hvernig skuli ræða og hvort sé viðeigandi að ræða um yfirleitt. DV rakst á sérstæða grein um ástamál Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussaieff í dagblaði sem heitir Independent Bangladesh og er gefið út í samnefndu Asíuríki. Þar fjallar dálkahöfundurinn Syed Badrul Ahsan um ástina i lífi þjóð- höfðinga. Sérstaklega verður hon- um tíðrætt um það hvort mögulegt sé og viðeigandi að þjóðhöfðingjar sem missa eiginkonu sína á valda- tímanum kvænist aftur eða taki upp samband við aðra konu. Ahsan slær þann vamagla strax í upphafi máls síns að erfitt sé að fjalla um ástina því enginn viti nákvæmlega um hvað hún snýst eða hvað hún yfir- leitt sé. Ljóst er af tóninum i grein- inni að Ahsan finnst yfirleitt frekar ósmekklegt að giftast aftur og alveg sérstaklega ólekkert þegar þjóðhöfð- ingjar eiga í hlut. Lítum aðeins á upphaf greinarinnar: Hjartað réð för „Þegar Játvarður VIII upplýsti Breta um að hann væri ástfanginn af amerískri fráskilinni konu en væri tilbúinn að afsala sér völdum fyrir ástina var ljóst að hann lét hjartað ráða fór. Einnig er ljóst að bæði Juan Perón og Winston Churchill voru afar ástfangnir af konum sínum. Nærtækt dæmi frá okkar tímum er ódauðleg ást Mik- haíls Gorbatsjovs á Raisu, konu sinni, sem augljóslega nær yfir gröf og dauða. Ástin átti greinilega ekki sterk ítök í hjarta Hússeins, konungs Jórdaníu. Hann giftist breskri konu og gerði hana að drottningu sinni. Þau áttu einn son en síðan skildi hann við hana og giftist Aliyu. Þeg- ar hún lést á hörmulegan hátt sneri hann sér fljótlega að Lisu Halaby sem hann gaf nafnið Noor. Það er ljóst að Hússein elskaði aldrei kon- ur sínar.“ Havel og Netanyahu Höfundur snýr sér þessu næst að því að fjalla um ástamál núlifandi þjóðarleiðtoga og nefnir fyrst Vaclav Havel sem hann segir hafa gifst aftur einhverri konu sem aldrei náði neinum vinsældum í Tékklandi. Meðal annars leyfði hún sér að reka lækni Havels og framdi ótal önnur „hræðileg afbrot“. Ann- að dæmi um misheppnaða seinni eiginkonu nefnir Ahsan Söru Net- anyahu, eiginkonu Benjamíns Net- anyahus, fyrrverandi forsætisráð- herra ísraels, sem hann telur hafa átt sinn þátt í að koma eiginmanni sínum frá völdum. Ahsan nefnir næst sem dæmi „Sjáið ísland, þetta kalda, afskekkta land. Forseti þess, Ragnar Grimsson, hefur tjáð þjóð sinni án þess að depla auga að að- eins fáum mánuðum eftir andlát konu sinnar hafi hann fundið hamingjuna með hinni ungu og aðlað- andi Dorrit Moussaieff. Kona þessi er dálkahöf- undur fyrir Tatler og, það sem meira er, hún er sam- kvœmisfiðrildi afþeirri tegund sem fákœn samfé- lög festa oft dálœti á.“ Moussaieff. Kona þessi er dálkahöf- undur fyrir Tatler og, það sem meira er, hún er samkvæmisfiðrildi af þeirri tegund sem fákæn samfé- lög festa oft dálæti á. Moussaieff hef- ur ekki lýst yfir ást sinni á forsetan- um. Kannski er hún feimin og dul en kannski ætlar hún að slíta hann af sér snögglega. Hinir ungu vilja ekki endilega láta binda sig við hina gömlu. Þetta sýnir að vegir hjartans eru órannsakanlegir. Þetta henti einnig Robert Mugabe sem lenti í slæmu hjónabandi í síðara skiptið. Nelson Mandela getum við skilið því Winnie, eiginkona hans, var ekki góð eiginkona og hann átti því skil- ið að taka saman við Gracha Mand- ela. Ekki fór vel fyrir Andreasi Pap- andreou, fyrrverandi Grikklands- forseta, sem giftist flugfreyju sem olli honum aðeins vandræðum." an enn um ástamál forseta íslands og þar segir: „Kannski ætti að hrósa Grims- syni forseta fyrir hreinskilni sína en getur maður elskað tvær konur í senn? Getur hann snúið baki við gröf fyrri eiginkonu og stikað rak- leitt í fang nýrrar konu? Og þvílíkr- ar konu. Moussaieff gæti sem best verið dóttir hans.“ Ólafur Ragnar á ýmisiegt sameiginlegt með eftirtöldum þjóðarleiðtogum: Vaclav Havel, Benjamin Netanyahu, Nelson Mandela og Robert Mugabe.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.