Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 27
27
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000
r>V______________________________________________________________________________________________ Helgarblað
?%. - R' lýpiiy'É*1*:
'iai
Gunni Egils sigurvegari
Gunnar Egilsson ók í gegnum keppnina í Swindon á Egils gullinu, aö því er virtist átakalítið og fyrirhafnarlaust. Eftir
fyrstu braut var hann í fyrsta sæti og því hélt hann út alla keppnina þrátt fyrir harðar atlögur annarra keppenda.
Jamil stendur upp á endann
Mikil fagnaðarlæti brutust út í áhorfendahópnum þegar Ásgeiri Jamil Allans-
syni tókst að bjarga sér frá veltu með því að þrykkja Skutlunni í bakkgirinn
og gefa hraustlega inn. Jeppinn snaraðist niður á framhjólin og Ásgeiri Jamil
tókst að Ijúka brautinni. ÁsgeirJamil sigraði í götubílaflokki. DV-myndir JAK
Sænska fjölskyldan mætt til að fylgjast með sínum mönnum
MagnuS' Svensson var meðal áhorfendanna í Swindon. Með honum var kona
hans, Ása, og tvö ung börn þeirra, Simon og Lisa. „Við höfum aldrei farið á
svona torfærukeppni áður, “ sagði Magnus. „Við erum búsett hér í Englandi
en erum sænsk. Eftir að hafa lesið um keppnina í blöðum ákváðum við að
koma á hana og sjáum alls ekki eftir því. Þetta er búið að vera mjög
skemmtilegt, “ bætti Ása við. Þau hjónin sögðust að sjálfsögðu halda með
löndum sínum en tveir Svíar voru meöal keppendanna. Það voru þeir Kenn-
eth Fredriksson sem keppti á sérsmíðuðum bíl með 8800 cc Cadillac vél og
Hans Maki sem keppti á jeppa með 304 AMC vél. Maki tókst að ná 3. sæt-
inu í götubílaflokknum.
Toshiba-liðið
Sigurður Þór Jónsson og aðstoðarmenn hans stilltu sér upp við Toshiba-
tröllið meðan þeir biðu eftir að keppnin hæfist.
Arnarflug lenti
harkalega
Gunnar Ásgeirs-
son lét Örninn
fljúga upp í gegn-
um endahliðið í
síðustu brautinni.
Lendingin varð all-
harkaleg og enda-
stakkst jeppinn
fram yfir sig.