Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 Helgarblað I>V Félag fráskilinna og einhleypra: Makalausir göngugarpar - skokka sér til skemmtunar og fá afslátt af hótelgistingu Að búa einsamall eða lifa lífinu einn er lífstíll sem á æ meir upp á pallborðið í nútímaþjóðfélagi þar sem allt gengur út á hraða, óper- sónuleg samskipti fyrir milligöngu tölvunnar, hörku, heimshornaflakk o.s.frv. Enginn virðist lengur hafa tíma til að rækta sambandið við ná- ungann og sambönd flosna upp. Menn sjá frelsið í hillingum og eru seinni til að festa ráð sitt og fljótari að hlaupast undan ábyrgðinni. Margir sjá hreinlega þann kost vænstan að búa einir til að standast kröfurnar sem samfélagið leggur á herðar okkur. í stórborgum erlend- is er víða svo komið að þeir sem búa einir eru hlutfallslega fleiri en þeir sem búa með maka og fjöl- skyldu. Á íslandi hefur sama þróun átt sér stað. íslenska stórijölskyldan er eftir sem áður sterk en sundrung inncm fjölskyldna æ tíðari. Kostir og gallar eru augljósir. Þeir sem búa einir - annaðhvort af því að þeir kusu sér það eða eiga að baki erfið- an skilnað eða makamissi, tala flest- Blaa loniö. Her sitja nokkrir úr hópnum aö spjalli eftir sundsprett í Bláa lóninu. Fremrí röö frá vinstri: Sigríöur Haröardóttir og Sólveig Jóhannsdóttir. Aftari röö frá vinstri: Ómar Jónsson og Hilmar L. Sveinsson. vf>' © >> & ■S'' \ \> m # \ © ^ >> m # %. © •*" \> «3 V§' \ © •I' yfr m & \ #*' JtSíí fgr' Reynisvatn - útivistarperla Reykjavíkur er í ósnortnu umhverfi aðeins 2 km. frá Grafarvogsvegamótum. í vatninu er gnægð Bleikju, laxa og regnbogasilunga, veiði við allra hæfi frá landi eða af báti. Reynisvatn er oþið frá kl. 9-23:30 yfir sumartímann. Veiðileyfi kostar 2.950 kr. og fýlgir 5 fiska eignakvóti Öll fjölskyldan getur nýtt sama veiðileyfið. V/Í4 Verð 11.700 kr. á viku. Hægt er að panta I - 11 vikur, 19. júní I. september Takmarkaður fjöldi, pantið sem fyrst í síma 861 6406 Kristín námskeiðsstjóri og 854 3789 (Reynisvatn) Ævintýranámskeið að Reynisvatni í allt sumar fyrir börn frá 7 ára aldri. Vikunámskeið hefjast 19. júní og standa alla virka daga frá kl. 9-17. • Veiðikennsla frá grunni • Reiðkennsla • Bátsferðir • Gönguferðir - ratleikir • Umönnun dýra • íþróttaleikir (hesta, heimalninga, kanína) • Umhverfiskennsla 10 barna hópar (skipt eftir aldri) með fullorðnum leiðbeinendum og þjálfuðu starfsfólki Reynisvatns. Hollur matur innifalinn í verði, morgunkaffi, hádegisverður og síðdegiskaffi. Rútuferðir (innifaldar í verði) frá BSÍ. Viðkomustaðir á Miklubraut, Ártúnsbrekku ogVesturlandsvegi. 3$ v\- \ &*r {:z ir um allan þann tíma sem þeir hafa skyndilega fyrir sjálfa sig. Annað er öryggisleysið sem fylgir því að koma heim í tóma íbúð að loknum vinnudegi þegar makinn beið manns þar áður fyrr. Vinamissirinn er einnig augljós. Hjón eignast oft sína bestu vini í gegnum hjónaband- ið og skilnaðir valda því að vinun- um fækkar. Að fara út á meðal fólks verður ekki jafnsjálfsagt og það var áður fyrr og lítið gaman að því að drattast með sem þriðja hjólið. Það er þvi mikið gleðiefni að til eru lausnir. Og lausnin fyrir einhleypa gætu einmitt verið samtök ein- hleypra. Keyrir frá Selfossi og gengur um Heiðmörk Félag einstæðra og einhleypra á íslandi hefur verið starfrækt um tíu ára skeið. Það var fyrir tíu árum að Hrafnkell Tryggvason auglýsti í dagblöðum eftir fólki sem byggi eitt og vildi koma saman og ræða lífsins gagn og lystisemdir en þó aðallega einsemdina. Sex manns mættu á fyrsta fundinn. Tíu árum síðar hefur félagið margfaldast. Að sögn Sólveigar Jó- hannsdóttur, sem situr í stjórn fé- lagsins, fer fram blómleg starfsemi á vegum þess þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Sólveig nefnir helstu viðburði, svo sem leikhús- ferðir, bíóferðir, Júróvisjón-kvöld og síðast en ekki síst skemmtigöng- umar um Elliðaárdal og Heiðmörk sem eru farnar tvisvar í viku allan ársins hring. „Á vetuma höfum við haft fyrir venju að ganga um Elliðaárdalinn og enda á Pizza Hut þar sem við spjöllum yflr kaffibolla. Á sumrin höfum við hins vegar gengið um Heiðmörk. Hvoru tveggja hefur heppnast einstaklega vel,“ segir Sól- veig og nefnir sérstaklega í þessu sambandi að göngumar séu með því vinsælasta sem hópurinn geri sér til skemmtunar. Einn úr hópnum, sem býr á Selfossi, keyri meira að segja í bæinn til að taka þátt í göngunum. Samtökin hafa um árabil verið með aðsetur í Risinu á Hverfisgötu og þar fara fram fundir hálfsmánað- arlega. Á fundum er dagskrá næsta mánaðar skipulögð og svo er bara hist til að spjalla yfir kafflbolla. Sól- veig tekur líka fram að aðal samtak- anna sé einmitt að þau séu ekki að rembast við að vera fomileg að neinu leyti eða hagsmunasamtök eins eða neins. Fólkið úr hópnum sé einfaldlega góðir vinir og ef eithvað bjátar á sé gott að geta hringt í ein- hvem úr hópnum og hittast utan fundartíma. Dýrara að vera einn En þótt samtökin séu ekki að neinu leyti hagsmunasamtök er augljóst að það er dýrara aö búa einn en með maka og fjölskyldu. Tökum til dæmis matarinnkaupin. Það er ótækt að kaupa mikið fyrir lítið. Brauðið myglar bara fyrir vik- ið, mjólkin súmar og í mörgum til- fellum líta einstæðir svo á að það taki því ekki að elda fyrir sig einan. Þetta kallar á aukin útgjöld, bæði i skyndibitakaup og eins í rétti fyrir sjálfstæða sem hægt er að skella inn í örbylgjuofn. Það er dýrara að leigja, kynda, reka bíl o.s.frv. á haus. Það er dýrara að gera nánast allt sem lýtur að heimilisrekstrin- um og vafalaust lítið við því að gera. Hins vegar er ánægjulegt frá því að segja að ferðaskrifstofur era margar hverjar famar að bjóða gist- ingu í ákveðnum ferðum á ákveðn- um tímum til einstæðra á sama verði og fyrir þann sem ferðast með maka. Ekki svo að skilja að eitt- hvert sérstakt prógramm sé skipu- lagt þar sem einstæðir fá tvær grísa- veislur fyrir eina eða húkkaraball á spánska vísu. Það er þó mál manna að viðhorfsbreyting sé að eiga sér stað og að einhleypir séu ört vax- andi hópur í einhvers konar við- skiptasamhengi. -KGP Skokkhópur Félags fráskilinna og einhleypra aö lokinni síöustu göngunni í Elliöaárdalnum i vor áöur en skipt varyfir í Heiðmerkurgöngurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.