Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2000, Blaðsíða 64
almeka NY NISSAN ALMERA FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Lögreglan á Blönduósi: Spjöldum dreift viö » vegaeftirlit Lögreglan á Blönduósi og Rauði kross íslands hafa látið útbúa spjald í sambandi við sérstakt umferðarátak lögreglunnar í sumar. Á spjaldinu er fólk hvatt til þess að komast hjá því að þurfa að eiga samskipti við lögreglu og sjúkralið og gera sitt besta til þess að komast heilt heim. Fimm þúsund spjöld voru prentuð og verður þeim dreift við venjulegt vegaeftirlit lögregl- unnar í sumar. Lögreglan á Blönduósi er með umferðarátak í gangi í sumar sem mun að stórum hluta til felast í auknum hraðamælingum. -SMK Bíll valt á Vopna- ^ fjarðarheiði Bíll valt á Vopnaijarðarheiði á fimmtudagskvöldið. Konan sem ók bílnum missti stjóm á honum er sprakk á framhjóli. Hún var í örygg- isbelti og slapp ómeidd en bíllinn er mikið skemmdur. -SMK Smáauglýsingadeild DV er lokuð laugardaginn 10. júní og hvítasunnu- dag. Opið verður mánudaginn annan í hvítasunnu frá kl. 16-22. Blaðaafgreiösla DV er opin frá kl. 06-14 í dag. Lokað verður hvítasunnu- dag og annan í hvítasunnu. Opið verð- ur þriðjudaginn 13. apríl frá kl. 06-20. Lokað er á ritstjóm í dag og hvíta- sunnudag. Vakt verður á ritstjóm DV frá kl. 16-24 á annan í hvítasunnu. Sími fréttaskots er 550 5555. Dv-MYND ORV Söngvari The Kinks á Islandl Ray Davies, fyrrum sðngvari The Kinks, var glaðbeittur við komuna til íslands í gær. Hann mun nota tímann á íslandi til þess að kynna sér íslenska tónlist og íslenskar hljómsveitir með mögulegt samstarf í huga. Sjá viðtal á bls. 2. Ungmenni drápu og stálu óvenjuverðmætum klakfiskum hjá Hafró: 5 lúður á 14 milljónir Sælurum m/ uuddi 90 - 97 un Veró I2G.M.0 Gæði og glæsileiki smort Csólbaðsto f~að Grensásvegi 7, sími 533 3350. Fyrsta blað eftir hvítasunnu kemur út eldsnemma að morgni þriðjudags- ins 13. júní. Gleðilega húiið! - öll okkar starfsemi byggist á þessu, segir talsmaður Fiskeldis Eyjafjarðar Fiskeldi Eyjatjarðar hefur lagt fram rúmlega 14 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur flmm ung- mennum í Grindavík, öllum innan við tvítugt, fyrir að hafa stolið, drepið eða sært 5-6 óvenjuverðmæt- ar eldislúður í kví Hafrannsóknar- stofnunar á Stað í Grindavík á síð- asta ári. Samkvæmt heimildum DV er málið komið á ákærustig. Mál þetta á sér vart nokkra hlið- stæðu. Samkvæmt upplýsingum DV fóru ungmennin á bíl að kvöldlagi að aðsetri Hafró að Stað skammt vestan Grindavíkur. Hugmyndin var að verða sér úti um vænan eld- isfisk til að selja á veitingastöðum. Unga fólkið fór að kvi hjá Hafró þar sem Fiskeldi Eyjafjarðar leigir aðstöðu fyrir afar verðmætar klaklúður sem höfðu verið í eldi um árabil. Áður en yfír lauk voru 4-5 lúður komnar út í bíl unga fólksins sem var ekið af stað áleiðis til Grindavíkur. Vaktmaður hjá Is- landslaxi varð var við grunsamleg- ar ferðir unga fólksis og lét hann lögreglu vita sem kom og handtók fólkið. 12 ára starf að baki þessum fiski „Þetta var fiskur sem búið var að taka fjölda mörg ár að venja til að við gætum stjómað hrygningu á. Öll okkar starfsemi byggist á að við höfum þennan fisk,“ sagði Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjatjarðar. „Þessi fiskur sem við áttum í Grindavík var varafiskur ef eitthvað gerðist fyrir norðan - til að hafa ekki öll eggin i sömu körfu. Öll okkar seiðafram- leiðsla og rannsókna- og þróunar- starf undanfarin 12 ár hefur byggt á að þessi fiskur væri til staðar. Ef við missum okkar klakfisk þá tekur það 3-5 ár að byggja upp slíka stofna. Á meðan yrði engin starf- semi i fyrirtækinu." - Er hver fiskur metin á um 3 millj- ónir króna? DV-MYND TEITUR Klakfiskar Lúðan í Grindavík er talin afar verðmæt. „Hver fiskur er mjög dýrmætur. Samtals 14 milljónir í þessu sam- bandi segja ekkert upp í það tjón ef við missum klakfiskinn. Þetta er mjög verðmætur fiskur og ómögu- legt að meta tjónið. Það er hægt að reikna sig upp í milljarða króna verðmæti ef menn vilja. Ég held að þetta sé afskaplega lítil bótakrafa í þessu máli. Þama voru líka særðir fiskar þó þeir hefðu ekki drepist. Þetta var verðmætur klakfiskur sem var búið að vinna og halda í mörg mörg ár, fiskur sem starfsemi Fiskeldis Eyjafjarðar byggist á. Þetta var okkar varafiskur sem við ætluðum að geta nýtt ef eitthvað kæmi upp á en getum nú ekki,“ sagði Ólafur Halldórsson. Hafró hefur einnig farið fram á skaðabætur frá unga fólkinu vegna skemmda á kvíum. Hafró hefur einnig haldið því fram að ungmenn- in hafi skrúfað fyrir vatn að þorsk- kví með þeim afleiðingum að fiskar þar drápust úr súrefnisskorti. -Ótt Teitur Jónasson hf. fékk samþykkt lögbann á verkfallsaðgerðir Sleipnis: Oréttlatt og olyðræðislegt - segir Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, og spáir löngu verkfalli „Þetta kemur mér algerlega á óvart og mér þykir þetta afar óréttlátt," seg- ir Óskar Stefánsson, formaður Bif- reiðastjórafélagsins Sleipnis, um lög- bannsúrskurð sýslumanns á verkfalls- aðgerðum félagsins gegn Teiti Jónassyni hf. og Austurleið-SBS. Óskar segir lögbannið ólýðræðislegt þar sem honum hafi ekki verið gefmn nógur timi til að kynna sér gögn. „Okkur var ekki gefinn neinn kostur á að halda uppi vömum í þessu máli og málsmeðferðin var vægast sagt óeðli- leg,“ segir hann. Að sögn Óskars munu þeir virða lögbannsúrskurðinn en að öðm leyti hafi þetta ekki áhrif á verkfall Sleipn- is. „Við erum í löglega boðuðu verk- falli og munum halda því áfram fílefldir og þetta mun ekki koma til með að stytta verkfallið, nema síður sé, og ég spái verkfalli fram á mitt sumar," segir hann. í samtali við DV sagði Teitur Jónas- son úrskurðinn eðlilegan þar sem Sleipnismenn hafi verið að brjóta lög. „Þetta var að vissu leyti kómísk staða þar sem Sleipnismenn vom að þvinga bílstjóra í öðrum félögum, sem ekki vora í verkfalli, til að hætta að vinna,“ segir Teitur Jónasson, nýkominn frá Selfossi að sækja bifreið fyrirtækisins sem verkfallsmenn höfðu stöðvað. Minna var um meint verkfallsbrot í gær en á fimmtudag. Klukkan níu í gærmorgun var rúta Austurleiðar-SBS stöðvuð á Miklubraut þar sem Sleipn- ismenn töldu bílstjórann gegna starfi félagsmanns bifreiðastjórafélagsins. Einnig vora rútur kyrrsettar af verk- fallsvörðum við Víkurskála í Vík í Mýrdal í gær. Fjölmiðlum var í gær send fréttatil- kynning frá Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði, þess efnis að það styddi aðgerðir Sleipnis í baráttunni fyrir bættum kjörum. -HHAjtr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.