Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Qupperneq 2
2
Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
I>V
Patreksfjörður:
Sjúkraflug í uppnámi
þyrla gæslunnar þarf að sinna útköllum vegna vandræðagangs ráðuneytis
Þyrla Landhelgisgæslunnar
Þarf að sinna sjúkraflugi þar sem nota mætti ódýrari kosti.
"'"pÍ Jónsson, yfirlækn-
V stofnuninni á Pat-
^ reksfirði, að grípa
jflj til þess ráðs að
/ill kalla út þyrlu
---------ák—J Landhelgisgæsl-
Jón B.G. unnar til að flytja
Jónsson sjúkling til Reykja-
Egendaöiþvi víkurj þar sem
meö aö biöja enginn virðist
gæsluþyrluna iengur sinna hefð-
að flytja sjuk- bundnu sjúkra-
Ulll.
flytja meö íslandsflug var
venjulegri með
samning við
sjúkraflugvel. heilbrigðisráðu-
neytið um að sinna
sjúkraflugi vestra. Var félagið með
vél staðsetta á ísafirði til þeirra
hluta. Þegar félagið hætti farþega-
flugi til og frá ísafirði var í kjölfar-
ið ákveðið að eftirláta Mýflugi
samninginn um sjúkraflugið sem
gilti fram i maí á þessu ári. Síðan
hafa sjúkraflugsmál á Vestfjörðum
verið í algjörri óvissu.
„Ég þurfti að senda sjúkling suð-
ur og fékk enga flugvél til þess.
Mér er ekki kunnugt um að neinn
flugrekstraraðili hafi samning um
þetta flug. Þetta hefur komið upp í
tvigang áður síöasta mánuðinn. Þá
höfum við hringt í flugfélagið Jór-
vík sem er með áætlunarflug til
Patreksfjaröar. Þeir hafa brugðist
mjög skjótt við. í þetta skipti var
flugvél þeirra í klössun og því gátu
þeir ekki sinnt málinu. Þá hringdi
ég í íslandsflug og Mýflug. Hjá
Mýflugi var bara símsvari. Þá
prófaði ég Leiguflug ísleifs Ólafs-
sonar en þar svaraði enginn. Ég
var búinn að eyða miklum tíma í
þetta og ég endaði þvi með að biðja
gæsluþyrluna að flytja sjúkling
sem hefði verið hægt að flytja með
venjulegri sjúkraflugvél.
Þetta er ferlegt óöryggi, bæði
fyrir fólkið sem hér býr og starfs-
menn heilbrigðisstofnana. Ég er
búinn að vera hér lengi og þekki
því til hvað hægt er að gera. Óvant
fólk veit hins vegar ekkert hvern-
ig á að bregðast við og ekkert hef-
ur heyrst um það frá ráðuneytinu.
Sem kunnugt er af fréttum hafa
verið hugmyndir um að flytja mið-
stöð sjúkraflugs til Akureyrar. Jón
B.G. Jónsson sagði að það leysti
ekki sjúkraflugsmái á Vestfjörð-
um. Þar þyrfti fýrst og fremst flug-
samband við Reykjavík. -HKr.
Dragspll þanió í sólarblíóu
Vinkonurnar Ása og Ingunn voru aö spila á dragspil fyrir vegfarendur niöri viö Reykjavíkurhöfn í sólarblíöunni nú fyrir
helgina. Þær hafa veriö aö æfa harmoníkuleik í nokkur ár og talsvert komiö fram opinberlega, m.a. í Húsdýragarðin-
um og víöar. í þetta skiptiö voru þær aö spila aö beiöni Rauða kross íslands sem var þarna meö kynningu.
Engihjallamálið:
Krafist geðrannsóknar
Kostnaður við þyrlu:
380 þúsund
á klukku-
tímann
Magnús Gunnarsson, fjármála-
stjóri Landhelgisgæslunnar, segir
að allt kosti peninga þó Trygginga-
stofnun sé ekki rukkuð um sjúkra-
flug Gæslunnar. Þyrlurnar séu yf-
irleitt kallaðar út ef um slys er að
ræða og ef sérstaklega stendur á í
öðrum tilfellum.
„Það er mikil aðgerð að kalla út
í sjúkraflug. Þá eru kallaöir út
tveir flugmenn, stýrimaður, sig-
maður, spilmaður og flugvirkjar.
Flugtíminn á stærri þyrlunni TF-
Líf kostar 380 þúsund krónur en á
minni þyrlunni TF-Sif kostar tím-
inn 180 þúsund krónur.
Kristján Guðjónsson hjá Trygg-
ingastofnun segir að þeir fái alla
reikninga vegna hefðbundins
sjúkraflugs. Hann sagðist kannast
vel við að sjúkraflugsmálin hafl
verið í lausu lofti.
„Þetta er búiö að vera í lausu
lofti í gegnum árin en nú á hins
vegar að fara að taka þetta fostum
tökum með útboði í haust.“
Reikningar vegna sjúkraflugs
hafa samkvæmt samningi við
Mýflug numið 114.600 krónum á
hvert flug. Auk þess hefur félagið
að sögn Kristjáns fengið 500 þús-
und króna styrk á mánuöi. Þann
samning mun nú vera ætlunin að
framlengja til áramóta. Sjúkraflug
með stærri vélum eins og Metró er
þó dýrara og kostar t.d. frá Akur-
eyri um 160 þúsund krónur.
Varðandi sjúkraflug með gæslu-
þyrlu sagðist Kristján ekki efast
um að það væri dýrara. „Hins veg-
ar koma engir reikningar vegna
þess inn á borð hjá okkur. Land-
helgisgæslan er á fóstum fjárlögum
og er þetta tekið af því. Almennt á
þó að nota venjulegar sjúkraflug-
vélar þegar þvi verður við komið,
annað er bara tfl vara,“ sagði Krist-
ján.
-HKr.
Fulltrúi sýslumannsins í Kópa-
vogi krafðist þess í Héraðsdómi
Reykjaness í gærdag að 23 ára gam-
all maður, sem grunaður er um að
hafa átt þátt í dauöa 21 árs gamallar
konu i síðasta mánuði, sæti geð-
rannsókn. Ástæðan er sú að gloppur
eru í frásögn mannsins. Einnig vill
fulltrúi sýslumannsins láta kanna
hvort hugarástand mannsins á þeim
tíma er konan lést geri það að verk-
um að maðurinn sé ekki sakhæfur.
Erlendur Gislason hrl., settur
verjandi mannsins, mótmælti kröf-
unni á þeim forsendum að algengt
væri að gloppur séu í frásögn fólks
í sakamálum og að geðrannsókn
myndi ekki skýra þær gloppur sem
eru í frásögn mannsins. Hann var
ölvaður er konan lést og sagði verj-
andi að hvatir mannsins yröu ekki
rannsakaðar með geðrannsókn.
Guðmundur L. Jóhannesson hér-
aðsdómari mun kveða upp úrskurð
sinn varðandi geörannsókn í dag.
íbúi í húsinu að Engihjalla 9 í
Kópavogi fann konuna liggjandi fyr-
ir utan húsið að morgni hins 27.
maí sl. Hún hafði látist af af völdum
falis af svölum á 10. hæö hússins.
Fólkið hafði komið saman að hús-
inu, en hvorugt þeirra bjó í húsinu.
Maðurinn hefur aö hluta til gengist
við sakargiftum. -SMK
Kristnitökuhátíðin skarast á við Evrópukeppnina í knattspyrnu:
Komast ekki í bæinn í tæka tíð
Kristnir fótboltaáhugamenn ættu að
gera sér grein fyrir því að fari þeir
Kristnitökuhátíðina á Þingvöllum á
sunnudag eiga þeir á hættu að missa af
úrslitaleik Evrópukeppninnar í knatt-
spymu.
Lögreglan gerir ráð fyrir að fólk í
19.000 einkabílum muni heimsækja
Þingvelli hvom dag hátíðarinnar fyrir
sig - alls 50.000 til 75.000 manns á dag -
og má búast við talsverðum umferðar-
þunga. Lögreglan mun beina umferð að
hátíðarsvæðinu á Þingvöllum til klukk-
an 16 báða dagana og hátíðargestir
komast ekki af svæðinu í einkabílum
fyrr en klukkan 17, þegar einstefna
verður til Reykjavíkiu'. Úrslitaleikur-
inn hefst klukkan 17.45, svo hætt er við
að þeir sem koma í einkabílum missi af
hluta af leiknum, ef ekki honum öllum.
Athygli skal vakin á því að hópferða-
bílar munu geta yflrgehð svæðið fyrir
klukkan 17 á sunnudag en þar sem
Sleipnismenn neituðu Kristnitökuhá-
tíðinni um verkfallsundanþágu er óvíst
um það hversu margir hópferðabílar
verða í notkun. Nesjavallaleið er opin í
bæinn fyrir sjúkrabifreiðar og neyðar-
tilfelli en leikurinn telst ekki til neyð-
artilfella og fótboltaáhugamönnum
verður því ekki hleypt þar í gegn.
-SMK
Útsvarshækkun ekki útilokuð
Innan tiðar mun sameiginleg
nefnd ríkis og sveitarfélaga skila af
sér tillögum um endurskoðun á
tekjustofnum sveitarfélaga, eða jafn-
vel um miðjan næsta mánuð. Ekki
er útilokað að þessi endurskoðun
muni leiða til einhverjar hækkunar
á útsvari. Dagur sagði frá.
Vill selja ríkisjarðir
Guðni Ágústsson
landbúnaðarráð-
herra segist hlynnt-
ur því að ríkisjarð-
ir verði seldar, en
ríkið á nú 516 jarð-
ir. Guðni segir
betra að jarðirnar
séu í eigu einstak-
linga en rikisins, fyrir utan einstak-
ar náttúruperlur. Hann vill selja
hæstbjóðanda sé forkaupsréttur
ekki nýttur og vonast til þess að
fækka ríkisjörðum um helming á
næstu árum. Sjónvarpið sagði frá.
I lagi í rigningunni
Lögreglunni á Hvolsvelli hafa
ekki borist neinar tilkynningar um
erfiðleika fólks sem gistir í tjöldum
vegna jarðskjálftanna en mikil rign-
ing var í nótt á Suðurlandi. Ekki
hefur þó blásið neitt að ráði, að
sögn lögreglunnar. í dag verður
ekið um og ástandið kannað. Mbl.
sagði frá.
Trúlausir vonsviknir
Samfélag trúlausra lýsir furðu
sinni og vonbrigðum yfir þeirri
ákvörðun allra þingflokka að hálfur
milljarður af peningum skattgreið-
enda skuli lagður í svokallaða gjöf
til íslensku þjóðarinnar þegar því er
fagnað að eitt þúsund ár eru liöin
frá því trúfrelsi var afnumið á Þing-
völlum. Dagur sagði frá.
Jaröskjálftahnökrar
Á fundi útvarpsráðs í gær var
fjallað um viðbrögð Ríkisútvarpsins
og Sjónvarpsins við jarðskjálftanum
hinn 17. júní sl. Fundarmenn vöru
sagðir hafa verið sammála um að
hnökrar hefðu verið á útsendingum
og að gera hefði mátt betur. Mbl.
sagði frá.
Afsöluðu sér sætinu
„Með því að gefa
ekki kost á sér til
endurkjörs í stjórn
Linunets aðeins hálf-
tíma fyrir aðalfund
og lýsa því jafnframt
yfir að minnihluti
sjálfstæðismanna
myndi ekki tilnefna
borgarfulltrúa í stjórnina var Sjálf-
stæðisflokkurinn sjálfur að afsala sér
sæti í stjóminni," sagði Alfreð Þor-
steinsson, stjómarformaður Línunets,
um gagnrýni oddvita sjálfstæðis-
manna. Mbl. sagði frá.
Einkunnum skilaö seint í HÍ
Skil á einkunnum við Háskóla ís-
lands voru ekki sem skyldi á vormiss-
eri en einkunnum úr 32% prófa var
skilað eftir að þriggja vikna skilafrest-
ur kennara rann út. í lagadeild var
ástandið verst þar sem 55% prófa
lentu í vanskilum, en fast á hæla þeim
kom viðskiptadeild þar sem hlutfallið
var 53%. Mbl. sagði frá.
Tekjuafgangur 6,
Tekjuafgangur á
ríkissjóði fyrstu
fimm mánuði ársins
nemur rúmlega 6,5
milljörðum króna,
miðað við 4,3 millj-
arða króna á sama
tímabili í fyrra og 0,7
milljarða árið 1998.
Hreinn lánsfjárjöfnuður þetta tímabil
var jákvæður um 5,6 milljarða króna
sem er einnig talsvert hagstæðara en
árin 1998 og 1999. Mbl. sagði frá.
Langt í heildarmat
Margar vikur tekur að meta heild-
artjónið af völdum jarðskjálftanna á
Suðurlandi, að sögn Geirs Zoéga hjá
Viðlagatryggingu Islands. „Þetta er
svo óhemjumikið af tjónum. Það þarf
að heimsækja og tala við hvem ein-
asta aðila,“ sagði Geir við Mbl. -GAR
5 milljaröar