Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2000, Síða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 2000
Fréttir I>V
Hitaveita Rangæinga stórskemmdist í skjálftanum en var fljótlega komin í gagnið:
Hitaveitustarfsmenn
unnu þrekvirki
- segir Ingvar Baldursson hitaveitustjóri
Ingvar Baldursson, hitaveitu-
stjóri á Hellu, segir starfsmenn sína
í Hitaveitu Rangæinga hafa unniö
þrekvirki í uppbyggingu á hita-
veitukerfinu eftir þjóðhátíöar-
skjálftann fyrir rúmri viku.
„Þeir unnu nánast sleitulaust
dag og nótt í þrjá sólarhringa við að
koma heita vatninu á aftur og þeir
voru einstaklega ósérhlífnir og fórn-
fúsir,“ segir Ingvar.
10 manns unnu að viðgerðum á
hitaveitukerfinu eftir skjálftann og
segir hann hitaveitustarfsmennina
hafa þurft aö yfirgefa íjölskyldur
sínar á erflðum tíma strax eftir
jarðskjáltann.
„Þeir þurftu að byrja að vinna að
því að lagfæra
hitaveitukerfið
strax eftir að
skjálftinn reið
yfir en þá voru
fjölskyldurnar
auðvitað mjög
hræddar og urðu
að vera eftir í
húsum sínum
sem voru mis-
skemmd," segir
Ingvar.
Að sögn Ingv-
ars hefur enn
ekki tekist að
koma í veg fyrir einhverjar bilanir í
hitaveitukerfinu.
„Það eru enn þá smábilanir hjá
einkaaðilum og í dreifikerfi og svo
er dæluhúsið á Laugalandi enn
skemmt auk þess sem vatnsmagn
hefur snarminnkað í ákveðnum
borholum," segir hann.
Þegar DV hafði samband við
Ingvar vildi hann ekki gefa út nein-
ar staðfestingar á fjárhagslegu tjóni
hitaveitunnar áður en álit starfs-
manna viðlagasjóðs væri fengið.
„Mitt persónulega mat er að við
getum verið að tala um tugi millj-
óna en það veltur mikið á því hvort
borholurnar jafni sig,“ segir hann.
Á dögunum var gefin út viðvör-
un um að kalt vatn væri mögulega
mengað á skjálftasvæðunum. Að
sögn Guðmundar Inga Gunnlaugs-
sonar, sveitastjóra á Hellu, er um að
ræða lítil vatnsból og vatnslagnir en
að hans viti sluppu stórar vatnsveit-
ur á Suðurlandi við áíoll.
„Það er fyrst og fremst í einka-
veitum, þar sem vatnsból gruggast
upp eða losnar í leiðslum sem fólk
þarf að vara sig og á það því við um
sumarbústaðarfólk," segir hann.
- Hvemig er hljóðiö í fólki á
Hellu?
„Við lítum björtum augum fram
á veginn og vonum að það séu að
minnsta kosti 100 ár í næsta stóra
skjálfta en annars hristum við þetta
af okkur með timanum," segir Guð-
mundur. -jtr
Ingvar
Baldursson
„Þeir unnu nán-
ast sleitulaust
dag og nótt í þrjá
sóiarhringa. “
íslendingur heldur til Vesturheims eftir 3 til 4 daga:
í kjölfar Eiríks rauða
og Leifs heppna
- ís á siglingaleið tefur brottför
Víkingaskipiö íslendingur og
áhöfn þess er nú statt í Ólafsvík og
biður þess að sigla til Vesturheims
eftir að hafa lagt formlega úr höfn á
laugardag frá Búðardal, heimahöfn
Eiríks rauða, en þar höfðu Dala-
menn undirbúið viðamikla dagskrá
í tilefni brottfarar íslendings.
ís á siglingaleiðinni tO Græn-
lands hindrar það að skipið geti lát-
ið úr höfn frá Ólafsvík sem verður
þó líklega innan örfárra daga og þá
verður haldið til Brattahlíðar. Áætl-
aður siglingatími er 2 vikur og þar
á íslendingur að vera 15. júlí nk. is
við Grænland ku vera meiri en í
meðalári og því notar áhöfnin tím-
ann til að búa skipið undir förina.
Þegar DV hafði samband við einn
skipverja, Ellen Ingvadóttur, í
blíðuveðri í Ólafsvík, var áhöfnin
um borð að strekkja á köðlum og
búa skipið undir forina og siglingu
á opnu hafi.
Hugur var í víkingunum og hljóð-
ið gott: „Við erum öll við hesta-
heilsu, mórallinn um borð er stór-
kostlegur og samheldnin er mikil,“
sagði Ellen. „Það var okkur mikil
hvatning aö heyra hlýjar kveðjur og
góðar óskir í Búöardal þegar við
lögðum úr höfn. Dalamenn höfðu
lagt mikla vinnu í að gera brottför
skipsins sem veglegasta."
I áhöfn íslendings eru 9 manns og
staðnar eru 6 klst. vaktir. „Fram
undan er lengsti leggurinn, lengsta
siglingin sem mun reyna mjög á og
því erum við undir það búin að við
vissar aðstæður þurfi öll áhöfnin að
standa vaktina.“ Ellen sagði að ekki
væsti um skipverja. „Vistin er mjög
góð en það er þröngt, víkingaskip
getur aldrei verið neinn lúxus-dval-
arstaður. En við erum samheldinn
hópur.“
Engin vandamál hafa komið upp
og skipið reynst eins og við var að
búast: „Þetta er hið besta fley og
veðurguðirnir eru okkur hliðhollir.
Hvað varðar ísinn þá er það nú eðli
sjómennsku að aöstæður geta
breyst frá degi til dags. Veðurspáin
er ekki slæm og við vonumst til að
geta lagt í hann innan örfárra
daga.“
Með í fór á heiðursstað í stefni
víkingaskipsins voru tveir ungir
DVWNDIR Óll
Lagt í hann frá Eiríksstöðum, fæðingarstað Leifs heppna
/ vöggu landafunda Grænlands og N-Ameríku aö Eiríksstööum í Haukadal var
áhöfninni boöiö í víkingaveislu ásamt samgönguráöherra, feröamálaráöherra
Nýfundnalands, fulltrúum Dalabyggöar og Eiríksstaöanefndar. Áhöfnin kom
ríöandi aö höfninni í Búöardal eins og lög gera ráö fyrir.
íslendingur kvaddur
Mikiö fjölmenni var saman komiö í
nýrri höfn í Búðardal til aö sjá ís-
lending láta úr höfn á laugardag.
Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri
fór meö sjóferöabæn áöur en lagt
var úr höfn og þaö var Sturla
Böövarsson sem leysti landfestar.
hrafnar en að sögn Ellenar var hlut-
verk þeirra að vera eins konar
vemdargripir. Þeim var þó ekki
ætlað lengra ferðalag en til síðasta
viðkomustaðar á íslandi og hafa nú
verið sendir Húsdýragarð’inum í
Laugardal í Reykjavík sem gjöf til
íslenskra barna frá áhöfninini.
Hrísey er fylgdarskip íslendings
og er með í for af öryggisástæðum.
Þar um borð er 5 manna áhöfn og
vistir íslendings geymdar. Þar er
einnig í áhöfn ein kona, Elsa Harð-
ardóttir. íslendingur verður í New
York 5. október og von er á áhöfn-
inni til landsins flugleiðis í kring-
um 20. október. Spurð um örlög ís-
lendings að aflokinni ferðinni segir
Ellen ekki hægt að segja neitt á
þessu stigi, það eigi eftir að koma í
ljós. -HH
Sandkorn
11 Urnsjón:
HÖrður Kristjánsson
netfang: sandkorn@ff.is
Hlægileg hugmynd
Útvarpshlustend-
ur þekkja fóðurbíl-
stjórann og hlátur-
vélina Jóhannes
Gunnarsson sem á
mörgum liðnum
árum hefur verið
vinæll viðmælandi
þáttastjórnenda í
útvarpi. Á laugar-
dagsmorguninn var fékk Jóhann-
es upphringingu frá öðrum síhlæj-
andi manni, honum Hemma
Gunn, sem þá var í beinni út-
sendingu úr útvarpsþætti sinum á
Bylgjunni. Ræddu þeir Jóhannes
og Hemmi um ýmislegt sem á
daga Jóhannesar hafði drifið og
reyndist það allt vera öldungis
sprenghlægOegt svo undir tók í
viðtækjum landsmanna. Þegar far-
ið var að sneiðast um umræðuefni
undir lok samtals þeirra félaga
flaug Hemma í hug að spyrja fóð-
urbílstjórannn hvort hann hygðist
láta sjá sig á Kristnitökuhátíðinni
á Þingvöllum. Kom þá stutt hlé í
samræðuna þar til báðir virtust
átta sig samtímis á fáránleika
hugmyndarinnar og hláturinn
gusaðist hjartanlegur og miskunn-
arlaus eins og sprenging yfir rétt-
láta jafnt sem rangláta...
Óvarlegt
Gífurlegum
flölda tjóna-
tilkynninga hefur
rignt yfir Geir
Zoéga, fram-
kvæmdastjóra
Viðlagatrygginga,
að imdanfomu.
Er þar um að
ræða tjón vegna
jarðskjálfta á Suðurlandi. Þykir
Geir sem Davíð Oddsson hafi tal-
að óvarlega þegar hann var með
yfirlýsingar um að allir fengju
tjón sitt bætt. 1 þessu sambandi
hafa margir spurt sig hvort það sé
þá ekki alveg óþarfi að vera með
tryggingar yfirleitt. Minnast menn
náttúruhamfara á Vestfjörðum
þegar téður Davíð var líka með yf-
irlýsingar. Á þeim forsendum var
byggt upp heilt þorp frá gmnni í
Súðavík. Ýmsir velta því nú fyrir
sér hvort svipað sé í uppsiglingu
á Suðurlandi...
Skítur á ströndinni
Nauthólsvík
komst í sviðsljósið
um helgina er hald-
ið var strandpartí
af tilefni Fókusaf-
mælis. Var fjöl-
menni mikið og
skemmtu menn sér
hið besta. Búið ar
að gera þama fal-
lega strönd með ljósum sandi, rétt
eins og á suðurhafseyju. Glöggir
sandkornslesendur hafa þó bent á
að í öllum finheitunum leynist
ýmislegt misjafnt. Hundar fái til
dæmis að ganga óáreittir skítandi
og mígandi um fjöruna. Þykir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri þvi hafa sýnt mikið
hugrekki að svamla þar göróttan
sjóinn á dögunum...
Kjalarnesið dugir
Kári Stefáns-
son hefur verið
orðaður við að
sækja um lóð í
Skerjafirði við
hlið Davíðs
Oddssonar. Nýj-
ustu fréttir af
slöku gengi
deCODE og
miklum halla-
rekstri þykja þó draga nokkuð
niður frægðarsól Kára. Gárungar
velta því fyrir sér hvort hann
verði bara ekki að láta sér Kjalar-
nesið nægja ef ekki fer að rætast
úr stöðunni...