Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 DV 5 Fréttir Konu siglt til Grænlands: Sómamaður vill selja kvæmdastjóri Bátasmiðju Guð- mundar hf. í Hafnarfirði. Óskar er á ferö í Narsaq á Suð- ur-Grænlandi að þreifa fyrir sér um sölu báta sem hann framleiðir undir hinu þekkta merki Sóma. Hann hefur reyndar komið áður til Grænlands í þeim erindum að af- henda og selja báta því hann sigldi bátnum Amaq, sem þýðir kona, frá íslandi fyrir nokkrum árum til að afhenda bátinn nýjum eigend- um. Nú eru 20 ár síðan fyrsti Sómabáturinn var sjósettin- en sið- an hefur fyrirtækið framleitt 350 slíka hraöfiskibáta sem flestir eru á íslandi. „Við höfum selt til 8 þjóðlanda og þar af eru um 30 bátar á Græn- landi. Aðalsmerki okkar er að smíða báta sem fara hratt en það skiptir auðvitað veiðimenn mestu máli að vera sem fljótastir á milli staða. Við höfum náð þeim árangri að láta báta okkar plana þrátt fyr- ir mikla lestun. Það er vandalaust að smíða báta sem ná 30 sjómílna hraða tómir en kúnstin er sú að fá þá till að detta ekki niður þegar þeir eru lestaðir. I þessu liggur styrkur Sómabátanna," segir Ósk- ar. Hann segir Grænlendinga mjög áhugasama um bátana og þar sé varla sá veiðimaður sem ekki þekki deili á þeim. „Það er sama hvaða Grænlend- ing maður hittir; hvort sem er frá nyrstu byggðum eða suðurhluta landsins. Það þekkja allir Sómabát- ana. Hér eru gífurlegar fjarlægðir og því áríðandi fyrir menn að fara hratt yfir. Þetta skilja Grænlend- ingar og þess vegna eigum við samleið," segir Óskar. -rt pv, narsaq: vel. Hraðinn er aðalatriði og þar „Við erum að framleiða báta erum við með forystuna," segir sem henta Grænlendingum mjög Óskar Guðmundsson, fram- Sómi hvarvetna Óskar Guömundsson viö höfnina í Narsaq þar sem Sómabátar eru siöur en svo fáséöir. Hér er hann viö tvo báta sem fyrirtæki hans smíöaöi. Öörum þeirra sigldi hann reyndar frá íslandi til Nuuk fyrir 12 árum síðan. Sá heitirArnaq sem þýöir kona. Mosfellsbæingar um sameiningu heilsugæslu: Vilja ekki sameina DV, MOSFELLSBÆ:__________________ A fundi hæjarráðs Mosfellsbæj- ar nú nýlega var tekið fyrir bréf heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, dagsett 21. júni sl. um sameiningu cillrar heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu undir eina stjórn. Bæjarráð telur ekki tilefni til annars en að ítreka afstöðu bæjarstjórnar Mosfellsbæjar frá fundi 8. desember í fyrra þar sem bæjarstjóm lýsti sig andvíga sam- einingu Heilsugæslustöðvarinnar í Mosfellsbæ við Heilsugæsluna í Reykjavík og á Seltjarnamesi. í tillögunni frá þeim fundi taldi bæjarstjóm Mosfellsbæjar að ein- göngu með óbreyttu fyrirkomu- lagi væri hægt að tryggja viðun- andi heilsugæsluþjónustu í bæjar- félaginu til framtíðar. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar lýsir jafnframt yfir stuðningi sínum við störf stjóm- arformanns og fulltrúa Mosfells- bæjar í stjórn Heilsugæslunnar. Bæjarstjóm fer fram á það við ráðherra heilbrigðismála að séð verði til þess að stjómin verði gerð starfhæf að nýju, en eins og ráðuneytinu er kunnugt hefur stjórnin verið óstarfhæf siðan i byrjun maí á þessu ári sem er óá- sættanlegt." -DVÓ DV-MYND JJ Flotgiröingin á Seyöisfiröi Flakiö af El Grillo er nú í umsjá Landhelgisgæslunnar og Hollustuverndar ríkisins. Nýja flotgirðingin þarfnast endurbóta DV, SEYDISFIRDI:____________________ Nú nýverið kom varðskip með botnfestingar fyrir nýja flotgirð- ingu við flakið af olíuskipinu E1 Grillo. Nýja girðingin var siðan strax lögð út. Hallgrímur Jónsson vélstjóri, sem er með iðnrekstur á hafnarsvæðinu, hefur tekið að sér að líta eftir ástandinu þarna úti við flakið á næstunni. Hann segir nýju girðinguna ófullnægj- andi. Olían sem kemur upp frá skipsflakinu berst fljótlega út úr girðingunni og síðan út yfir hafn- arsvæðið. Eigi girðingin að gegna hlut- verki sínu stöðvast olían i henni og þá er hægt að hreinsa hana upp og fjarlægja svo hún valdi sem minnstum skaða og mengun. Ný flotgirðing mun vera væntan- leg og vonast menn til að hún verði gagnlegri en sú fyrri. -JJ Frá Mývatni / Skútustaöahrepþi eru menn himinlifandi meö ákvöröun skipulagsstjóra ríkisins. Skipulagsstjóri gefur grænt ljós á frekari kísilgúrtöku úr Mývatni: Stórkostleg- ur sigur - segir oddvitinn í Skútustaðahreppi DV, AKUREYRI:_______________________ „Við erum auðvitað himinlifandi hér um slóðir. Þetta er stórkostleg- ur sigur en ég vil reyndar minna á að hér er einungis um áfangasigur að ræða,“ segir Leifur Hallgríms- son, oddviti i Skútustaðahreppi í Mývatnssveit, um þá ákvörðun skipulagsstjóra ríkisins að heimila kísilgúrtöku á svokölLuðu náma- svæði 2 í Mývatni. Að óbreyttu hefði Kísiliðjan í Mý- vatnssveit orðið að hætta starfsemi eftir tvö ár þar sem hráefni í Ytri- Flóa verður þá uppurið. Miklar deil- ur hafa staðið um hvort veita ætti frekara vinnsluleyfi og þá í Syðri- Flóa en þar eru svæði sem geta dug- að til kísilgúrnáms í a.m.k. hálfa öld. Talið er að vinnsla á því svæði sem skipulagsstjóri hefur nú gefið grænt ljós á geti varað í allt að 30 ár. Úrskurður skipulagsstjóra er þó ekki endanlegur, hann setur skil- yrði fyrir leyfinu og þá á eftir að reyna á hvort úrskurðurinn verður kærður til umhverfisyfirvalda, sem telja verður mjög líklegt, og hvaða meðferð kæra eða kærur myndu fá þar. „Sveitarfélagið hér hefði verið lagt gjörsamlega í rúst ef okkur hefði verið neitað um áframhald- andi vinnsluleyfi og rekstur Kísil- iðjunnar hefði lagst af. Þar starfa 50-60 manns allt árið og mun fleiri á sumrin," segir Leifur Hallgríms- son. Um skilyrði þau sem skipulags- stjóri setur í afgreiðslu sinni segir Leifur að hann sjái ekki betur en þau séu að öllu leyti eðlileg. „Mý- vatn er mjög sérstakt og það þarf auðvitað að fylgjast vel með þvi að þar sé ekki verið að gera neitt sem stefnir lifríkinu í hættu. Skilyrði skipulagsstjóra snúast fyrst og fremst að því mér sýnist um fyrir- byggjandi aðgerðir eins og að kort- leggja botn vatnsins nákvæmlega og vakta lífríkið. Það er ekkert óeðli- legt við slíkt,“ segir Leifur. -gk Skuldir Borgarbyggðar í árslok: 190 þúsund á mann DV, BORGARBYGGD:__________________ Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2000 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar fyrir skömmu að sögn Stefáns Kalmanssonar bæjar- stjóra. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að skatttekjur nemi 460 miUj- ónum króna á árinu sem er um 7% hækkun milli ára. Auk þess eru þjónustutekjur áætlaðar um 120 milljónir króna. Rekstrarkostnaður bæjarsjóðs, að frádregnum þjón- ustutekjum, nema 414 milljónum króna samkvæmt áætluninni. Þar af eru 204 milljónir króna ætlaðar til skóla- og fræðslumála en það er stærsti málaflokkurinn í starfsemi sveitarfélagsins. Til reksturs félags- þjónustu eru áætlaðar 66 milljónir króna og til íþrótta-, æskulýðs- og tómstimdamála eru áætlaðar um 40 milljónir króna. Þrír stærstu mála- flokkamir í rekstri bæjarsjóðs eru því með 75% rekstrarútgjalda. Fjárfestingum og framkvæmdum bæjarsjóðs eru áætlaðar um 100 milljónir króna á árinu 2000 og tæp- lega helmingur fer til gatnagerðar. Gert er ráð fyrir að verja um 25 milljónum króna til framkvæmda og hönnunar við gmnnskólann í Borgamesi en áformað er að ein- setja skólann fyrir haustið 2001. Áætlunin endurspeglar umtalsverð- ar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Þessum fjárfestingum fylgja nýjar lántökur á árinu 2000 sem nema um 85 milljónum króna skv. áætluninni en afborganir eldri lána nema um 35 milljónum króna. Skuldaaukning bæjarsjóðs verður því um 50 millj- ónir króna á árinu auk þess sem áætlað er að framkvæmdasjóður Borgarbyggðar taki um 15 milljóna króna lán. Skuldir bæjarsjóðs á íbúa verða um 190 þúsund í árslok miðað við þessar forsendur. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.