Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 29 I>V Tilvera ------------------—--g>—-------------------------- Mission: Impossible 2 frumsýnd á morgun: Hasar og rómantík Kvikmyndin Mission: Impossible 2 er vin- sælasta myndin í Bandaríkjunum það sem af er árinu en um síðustu helgi fór hún yfir 200 millj- ón dollara markið. Hún hefur þar með slegið út fyrri myndina sem endaði með um 180 milljónir árið 1996. Þótt það þyki nú dágott stóð aldrei til að hafa hana að leiðarljósi er kom að gerð nýju myndarinnar sem John Woo leikstýrir. Stjarnan Tom Cruise er aðalsprautan á bak við myndim- ar og vill hafa þær hverja með sínum hætti - ólíkt James Bond myndunum þar sem engu skipt- ir hver leikstýrir. John Woo segist reyndar hafa verið lítið hrif- inn af fyrri myndinni sem Brian De Palma leik- stýrði: „Mér fannst hún allt of flókin. Ég náði ekki sögunni og mér stóð á sama um persónum- ar. Ég samþykkti að leikstýra nr. 2 eftir að Tom Cruise lofaði mér aö þetta yrði ekki hátækni- mynd - hressileg hasaratriðin yrðu af gamla skól- anum,“ sagði Woo í viðtali við Steven Goldman. Það sem kemur kannski enn meira á óvart er að Woo segir myndina vera ástarsögu, sem gerir hana frábrugðna flestum öðrum hasarmyn’dum. Þetta skipti miklu máli þegar kom að þvi að skipa í önnur hlutverk. M:I-2 á þrátt fyrir hasaratriðin að vera í anda sígildra njósnamynda og því vildi Woo fá leikkonu í anda Ingrid Bergman eða Audrey Hep- bum. Thandie Newton, sem stóð sig frábærlega sem Beloved í samnefndri mynd, var svarið við þeirri leit. Woo segir samvinnu hennar og Cmise hafa verið stórgóða og neist- ar gengið á milli. Líkt og frægt er krafðist Craise þess einnig að fá að framkvæma öll áhættuatriðin sjálfur og hafði sitt fram oftast nær. Meðal annarra leikara sem koma við sögu má nefna Ving Rhames, Dougray Scott og Anthony Hopkins. Það er síðan gamla brýnið Robert Towne sem skrifaði hand- ritið en ferill hans reis hæst á áttunda áratugn- um með Chinatown og Shampoo. Mission: Impossible 2 verður frumsýnd á morgun í Háskóla- bíói, Laugarásbíói, Bíóhöllinni og Borgarbiói, Ak- ureyri. -BÆN ' ■; m A bláþræði Tom Cruise kraföist þess aö leika í öllum áhættuatriöum sjálfum. k tímum tölvutækninnar er þó vart lengur lífshættulegt að hanga fram af fjallsbrún. Krúsi er nú hetja engu aö síöur. ___________ Kínverjinn Yusen Wu Snillingur - öðru nafni John Woo: hasarmyndanna Hasarleikstjórinn John Woo hefur vaxið með hverri mynd eftir nokkra byrjunarörðugleika í Hollywood. Yu- sen Wu var hann skírður en piltur fæddist á meginlandi Kína árið 1946. Fjögurra ára gamail fluttist hann til Hong Kong þar sem fjölskyldan bjó við mikla fátækt. Kristin Qölskylda kostaði hann til náms í lúterskum skóla og eru margir kvikmynda- Hasarséníiö John Woo ásamt Tom Cruise viö upptökur á M:l-2 Woo á einstakan feril aö baki og bjó svo aö segja til kvikmyndagreinina „Hong Kong hasarinn". spekúlantar á því að mynd- ir hans endurspegli þau kristnu gildi er mótuðu æsku hans. Woo fékk áhuga á kvikmyndagerð eftir að hann reyndi fyrir sér i leik og leikstjórn með öðru námi. Frumraun John Woo er myndin Ungu drekamir frá 1975 og vakti hún athygli stúd- íósins Golden Harvest sem réð leikstjórann unga til starfa. Á næstu tíu áram leikstýrði Woo allavega myndum fyrir stúdíóið - bardagamyndum, grínmyndum og meira að segja kínverskri óperu. Það var þó fyrst árið 1986 sem hann vakti alþjóðlega athygli og þá fyrir glæpona- myndina A Better Tomorrow. Hún varð jafnframt vinsælasta mynd allra tíma í Hong Kong og upphafið að sam- vinnu Woo og leikarans Yun-Fat Chow, sem fylgdi í kjölfar hans til Hollywood. Hámark samvinnu þeirra var síðan Hard-Boiled (1992), síðasta mynd Woo í Hong Kong. Óhætt er að segja að hann hafi skilið við kvik- myndagerðina eystra með stæl því Hong Kong hasarmyndin er orðin að sjáifstæðri kvikmyndagrein þar sem myndir hans skipa lykilstöðu - en auk þeirra sem þegar hafa verið nefndar má bæta við The Killer (1989) og Bul- let in the Head (1990). Fyrsta mynd Woo í Bandaríkjun- um, Hard Target (1993) með Jean- Claude Van Damme, olli miklum von- brigðum. En honum hefur vegnað bet- ur í Hollywood með hverri mynd. Bro- ken Arrow var skárri en Hard Target, en það sem mestu skipti var kunn- ingsskapurinn sem myndaðist á milli Woo og aðalleikarans Travolta. Hann samþykkti nefnilega að leika á móti Nicolas Cage í myndinni Face/Off - einni bestu hasarmynd allra tíma. Hvort að Mission: Impossible 2 sé eitt- hvað í líkingu við þá mynd kemur í Ijós í bíóhúsum um helgina. -BÆN Committed í Stjörnubíói: I leit að eiginmanninum Stjömubíó frumsýnir í dag nýja bandaríska kvikmynd, Committed. í aðalhlutverki er Heather Graham, sem hefur átt mikilli velgengni að fagna að undanfórnu, og leikur hún eiginkonuna Jolie, sem hefur mikla trú á hjónabandi og fjölskyldulífi. Þeg- ar eiginmaðurinn Carl yfirgefur hana verður trú hennar fyrir miklu áfalli, en þó ekki meira en svo að hún áset- ur sér að reyna að bjarga hjónaband- inu með því að hafa uppi á bónda sin- um. Til þess að svo geti orðið þarf hún að ferðast rúmlega þrjú þúsund kíló- metra. Jolie hefur uppi á eiginmann- inum í E1 Paso í Texas þar sem eigin- maðurinn er að hefja nýtt líf. Þetta nýja líf eiginmannsins er ekki sam- kvæmt bókum Jolie. Vinir og fjöl- skylda Jolie, þau sem næst henni standa reyna hvað þau geta til að koma henni í skilning um að best sé fyrir hana að gera kenna á því að vera trúfastasta eigin- konan í Bandaríkjunum. Auk Heather Gra- ham leika í Committed Luke Wilson, Casey Af- fleck, Goran Visnji, Patricia Vela- squez og kvikmyndaleikstjórinn Alfonso Arau. Leikstjóri er Lisa Kru- eger og skrifar hún einnig handritið. Krueger hafði leikstýrt einni kvik- mynd áður, Manny & Lo, og fékk hún verðlaun bæði sem handritshöfundur og leikstjóri fyrir þá mynd auk þess sem myndin var sérstaklega tekin út á Independent Spirit verð- launahátíðinni sem besta verk byrj- anda. isa íru- eins og eiginmað- urinn, byrja nýtt lif, en Jolie þrjóskast við. Hún fær þó um síðir að Heather Graham Leikur eiginkonu sem neitar aö trúa því aö hjónaband hennar sé hluti af fortíöinni. eger ólst I leit aö eiginmanninum Jolie leggur land undir fót og feröast rúmlega þrjú þúsund kílómetra til aö hafa uppi á eiginmanni sínum. upp í San Francisco. Eftir að hafa ver- ið um tíma í París hóf hún störf í New York við Nútímalistasafnið, sem fólst meðal annars í því að kynna franskar kvikmyndir. Hún hóf síðan störf sem handritshöfundur við ýmsar kvik- myndir og vann meðal annars með Jim Jarmusch, James Ivory og Abel Ferrara áður en hún hóf sjálfstæðan feril. Fyrsta verk hennar var stutt- myndin Best Offer sem fékk verðlaun á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Bræður hennar Tom og Matthew unnu báðir við þessa kvikmynd og má geta þess að Tom Kreuger kvikmynd- aði Committed. -HK Sweet and Lowdown ★★★Á 1 síðustu kvikmyndum sínum hefur Woody Allen verið mislagðar hend- ur og stundum hefur maður haft það á tilfinningunni að snilligáfan væri horfm. Lævís og lipur sannar þó eftirminnilega að svo er ekki og er hér um að ræða bestu kvikmynd Allens i langan tíma. Mynd um djassgítarleikara sem er snillingur í starfi en ekki merkileg persóna utan þess. Gerir hana að nokkru leyti i heimiidamyndaformi sem gengur vel upp. Snilldarleikur hjá Sean Penn og Samönthu Morton. Woody Allen á skilið stóra rós í hnappagatið fyrir þessa bráð- skemmtilegu mynd sina. -HK Gladiator irkici. Ridley Scott hefur ávallt verið maður myndmálsins og hvergi kemur þessi kostur hans sem leikstjóra betur fram en í Gladiator, mikilli og vel gerðri epískri kvikmynd sem hefur nánast allt sem góð spennumynd þarf að hafa þó sagan sé sjálf ekki ýkja merkileg. Russell Crowe leikur titil- hlutverkið af miklu öryggi og krafti. Hann hefur það til að bera að maður trúir þvi að hann sé mestur allra skylmingaþræla auk þess sem mikill þungi er í túlkun hans. -HK East is East ★** Hér er alvarlegt viðfangsefni tekið gamansömum tökum og gengur það að flestu leyti upp. Myndin er á köflum bráðfyndin og persónugalleríið vel út- fært. Um miðbik myndarinnar koma þó í ljós veilur í uppbyggingu sem gera atburðarásina ósannfærandi og tvær aðalpersónanna þversagnakenndar. Það breytir þó ekki því að myndin er ansi hreint skemmtileg og býr yfír úthugs- uðu og heillandi útliti. -BÆN 101 Reykjavík ★★★Hilmir Snær leikur auðnuleys- ingjann Hlyn sem lifír og hrærist i hverfi 101 i Reykjavík. Lif hans er í fostum skorðum þar til vinkona móður hans kemur i heimsókn og úr verður einhver sérkennilegasti ástarþrihyrn- ingur íslenskrar kvikmyndasögu. Fjörug mynd sem býr þó yfir þungri og alvarlegri undiröldu. -BÆN Toy Story 2 ★★★Þetta framhald fyrstu Leikfanga- sögunnar er, likt og fyrri myndin, full af fjöri fyrir bæði börn og fullorðna. Tölvutæknin sem notuð er í Toy Story er undraverö, jafnraunveruleg og hún er gervileg, en um leið fyrirheit um ein- stakar sýnir sem eiga eftir að birtast okkur á næstu árum. Hinum fullorðnu er því alveg óhætt að fylgja ungviðinu á þessa mynd og næra barnshjartað með ærlegri skemmtun. -ÁS Frequency irki. Fyrir fram hefði mátt halda aö kvikmynd sem fjallaði í stórum dráttum um talsamband milli foðurs sem er að tala í talstöð áriö 1969 og sonar hans sem talar í sömu talstöð þrjátíu árum síðar, væri eitthvað sem ómögulegt væri að koma höndum yfir, en svo er ekki í þessu tilfelli. Stundum er eins og gleymist hversu sagan er ótrúveröug vegna þess hversu mikil alúð er lögð í persónurnar. Þar fyrir utan eru mörg atriði sem tengjast tímaskekkjunni í atburöarásinni ákaflega vel leyst. -HK Boiler Room irki Mynd um unga menn, alla vel undir þrítugu sem hugsa aðeins um eitt, peninga og hvemig græða megi milljón dollara á sem stystum tíma. Hvar skyldu þeir geta gert það á „heiöarlegan hátt“, nema sem verðbréfasalar. Boiler Room hefur kannski þann helsta galla að hana skortir dýpt. Hún er snjöll á yfirborðinu og leikarar eru jafngóðir, en hinum unga leikstjóra vantar reynslu til að kafa í sál- arlíf persóna sinna. Strákarnir eru nánast eins og símalandi brúður. -HK Three to Tango kki. Sem betur fer leggja menn enn metnað sinn í að gera vandaðar afþrey- ingarmyndir. Three to Tango er dæmi um slíka mynd þótt hún gangi nú ekki fúllkomlega upp. Á köflum er hún eng- um öörum lík en svo koma aðtriöi þar sem hún reiðir sig á ógurlega væmni og ofnotaða brandara. -BÆN 4 ■* * V-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.