Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.2000, Blaðsíða 10
10 Hagsýni FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 2000 I>V Það er ódýrt að gista á farfuglaheimilum: Farfuglar á ferð um landið - nóttin kostar aðeins 1200-1500 krónur Bandalag íslenskra farfugla er að- ili að alþjóðasamtökum farfugla- heimila sem þýðir að sá sem er að- ili hér á landi getur ferðast á hag- kvæman og ódýran hátt erlendis líka. í lögum samtakanna segir m.a. að hlutverk þeirra sé að stuðla að ferðalögum sem auka þekkingu fólks á umhverflnu, umhyggju fyrir náttúrunni og virðingu fyrir menn- ingarlegu gildi borga og bæja í öll- um heimshlutum. Hvað er farfuglaheimili? í stuttu máli sagt er farfuglaheim- ili gististaður sem er öllum opinn og býður gistingu í hreinlegu og vist- legu umhverfi á lágu verði. Hér á landi eru starfandi 29 farfuglaheim- ili víðs vegar um landið og er auð- velt að nálgast upplýsingar um það hvar þau eru með því að skoöa síð- una http://www.hostel.is/Is- lenska/index.htm eða hringja í 553 8110 en BÍF er á Sundlaugavegi 34 í Reykjavík. Á farfuglaheimilum er gert ráð fyrir því að fólk þjóni sér að mestu sjálft svo hægt sé að halda kostnaði í lágmarki. Það er gist ýmist í rúm- um eða kojum og leggja heimilin gestum sínum til sæng og kodda og nægir þeim því að koma með rúm- fatnað eða fá hann leigðan á staðn- um ef þeir ekki vilja koma með hann. Gestir geta einnig notað svefnpoka ef þeir kjósa það. Góð hreinlætisaðstaða er á heimilunum og gestaeldhús, sem gestir geta not- að án endurgjalds, er á þeim öllum nema á Þingvöllum. Flest heimil- anna selja morgunmat og sum þeirra einnig matarpakka, hádegis- og/eða kvöldverð. Mat þarf oftast að panta með fyrirvara. Það er ekki nauðsynlegt að panta gistingu á farfuglaheimilum en þó er ugga Fjöl- skyldum sem vilja fá aðgang að fjöl- skylduherbergjum er ráðlagt að bóka fyrir fram og rétt er að benda á það að þó allir fái gistingu á far- fuglaheimilum, njóta þeir sem skír- teini hafa allaf bestu kjara. Það kostar 1200 krónur að gerast farfugl en íjölskylduskírteini kostar 2000 krónur. Hópur, allt að 12 manns, greiðir 4200 krónur fyrir skírteinið en sé hópurinn stærri, kostar skírteinið 350 kr. pr. einstakling. Almennt kostar morgunverður á farfuglaheimilum 6-800 krónur og leiga á rúmfotum alla dvölina 400 krónur. Álag vegna eins manns her- bergis er 600 krónur en álag vegna tveggja manna herbergis er 300 krónur. Börn 0-4 ára gista frítt, 5-12 ára greiða hálft gjald en frá 13 ára aldri fullt gjald. Upplýsingar um verð á einstökum farfuglaheimilum er að fá hjá viðkomandi heimili en algengt er að félagar greiði 12-1500 krónur fyrir nóttina. -vs Farfuglaheimili er að finna víða um landið - líka í Reykjavík. Kjötiðnaðarstöð KEA og Kjötiðjan sameinast Norðlenska mathorðið heitir nýtt fyrirtæki sem varð til við samein- ingu Kjötiðnaðarstöðvar KEA og Kjötiðjunnar á Húsavík. Áætluð ársvelta fyrirtækisins verður um 1700 milljónir og búist er við því að störfum muni fjölga í kjölfar sam- einingarinnar. Nú starfa 35 manns hjá fyrirtækinu á Húsavík en 90 á Akureyri. Þar að auki eru sex manns á söluskrifstofu þess í Reykjavík og í sláturtíðinni bætast við um það bil 80 manns tímabund- ið. Norðlenska mun framleiða vörur undir þremur merkjum: KEA, Naggalínan og Húsavíkur kjöt. KEA er aðalmerki fyrirtækisins á öllum almennum kjötvörum og undir þvi merki verða framleiddar pylsur, álegg, hangikjöt, niðursuðuvörur og ýmislegt fleira. Naggalínan er nýtt vörumerki fyrir forsteiktar og mót- aðar vörur, seldar kældar í bökkum og frosnar í pökkum. Húsavíkur kjöt er merki sem aðeins verður boðið á heimamarkaði á Húsavík og í ákveðnum verslunum. Framkvæmdastjóri verður Helgi Jóhannesson sem hefur áralanga reynslu af kjötiönaði. -vs Borgar sig að kaupa dísilbíl? Bílar eru mál dagsins enda stöðugar hækk- anir í gangi og æ stærri hluti heimilispening- anna fer í rekstur þeirra. Fjöldi dísilbíla hefur farið vaxandi hér á landi hin síðari ár, bæði vegna þess að dísilolían er ódýrari en bensín- ið og svo eru þeir umhverfisvænni þar sem þeir eyða um það bil 20-30% minna eldsneyti og láta þar af leiðandi minna af eiturefnum út í andrúmsloftið. En hversu hagstætt er að vera á dísilbíl? Það hlýtur að fara eftir stærð bílsins og vél- araíli, en sem þumalputtareglu má nota að sé ekið meira en 25.000 km á ári, fer að borga sig að nota dísii. Hins vegar er meðalakstur bUa á íslandi um 15-18.000 km. Á dísUbUa er lagður þungaskattur sem nemur um 140 þúsund krón- um á ári ef bíllinn er undir 5 tonnum og það eykur kostnaðinn við hann fyrir utan það að dísilbUar eru að jafnaði dýrari í innkaupum en bensínbUar. Ef bíllinn er hins vegar með mæli, er kostnaðurinn 7.11 kr. á hvem ekinn km. Rætt hefur verið um að setja vegagjald á dísUolíu líkt og á bensínið og myndi hún þá hækka um 30 krónur eða þar um bU en olían kostar nú 40.70 kr. pr. lítra. Það hefur hins vegar þótt óhagstætt vegna olíu tU húshitunar og þyrfti mun flóknara afgreiðslukerfi en nú er tU að standa í því. Vegagjaldið á bensínið nemur nú 28.60 krónum og einnig er á því vörugjald, 10.50 krónur. Auðvitað væri hagstæðast fyrir umhverflð og mengunina að nota litla dísUbUa, um og undir 1 tonni að þyngd. Þeir nota sáralitla olíu, um 4 lítra á 100 km og menga þar af leið- andi lítið. Reksturinn væri ódýr ef ekki væri þungaskatturinn og þar með þjóðhagslega hag- kvæmur líka. -vs Jepparnir heilla menn, en borgar sig aö nota þá? Þeir nota mikiö bensín og menga þar af leiöandi mikiö. Dísiljeppar menga minna og nota minna af eldsneyti. Tilboð verslana Júlí tilboö 0 Prlnce Póló, 3stk. 109 kr. 0 Chocolate cookies, 235g 199 kr. 0 Slllcone m. dælu, 1/21 495 kr. 0 Kolagrill/kol/grillsett 1790 kr. 0 Úöabyssa Kent 990 kr. 0; Filmur, 3x24 mynda 495 kr. 0 Olll og Ásta gelsladiskur 690 kr. o o 0 Samkaup Tilboöln gilda tll 19. júlíl 0 Bradwurst pylsur 599 kr. kg 0 Frosnar grlllsnelöar 498 kr. kg 0 Léttreyktur hunangsgrís 759 kr. kg 0 Fersk egg, bakkaverö 150 kr. 0 Mónu sumarpakki 398 kr. 0 Frón matarkex 125 kr. 0 Bökunarkartöfíur 129 kr. kg o o © Tllboöin gilda tll 31.JÚIÍ 0 Homeblest blátt, 200g 110 kr. 0 Göteborg Reml, 12Sg 119 kr. 0 Doritos Nochocheese, 200g 219 kr. 0 Dorltos Coolamerican, 200g 219 kr. 0 7upl/2l 89 kr. 0 Plngvln hlauppoki, 225g 169 kr. 0 Mónu krembrauö, 40g 0* Polér Tork 0 Grlll 423, kringlótt 0 Feröagasgrill Fiesta 59 kr. 298 kr. 2990 kr. 3990 kr. Tllboöln gllda tll 19. júlí 0 Þurrkr. lærissneiöar 1099 kr. kg 0 Þurrkr. kótllettur 1099 kr. kg 0 Þurrkr. læri 798 kr. kg 0 Epll rauö 129 kr. kg 0 Kjörís bananasplit 11 298 kr. 0 BKI kaffl extra, 400g 239 kr. 0 Coke kippa, 190 ml. 398 kr. 0 Mc vlties milk/plaln, 300g 139 kr. 0 Mc vltles súkk/vanlll, 500g 198 kr. 0 Mc vitles caramels, 300g 169 kr. Nóatún Tilboöin gilda á meöan birgöir endast. j 0 Maískorn, 3x340g 125 kr. 0 Sveppir 4x1/4 dós 125 kr. 0 Balsen snakk salt, lOOg 125 kr. 0 Keebler kökubotn 125 kr. 0 Keebler kökubotn súkk o o o o © 125 kr. Tilboöln gfída til 19. júlí 0 Ks lærisneiöar 1298 kr. kg 0 Ks kótilettur 998 kr. kg 0 Fetaostur í kruddolíu 249 kr. 0 Garöasalat, 300g 198 kr. 0 Ceasar salat, 250 g 198 kr. 0 Evrópskt salat, 250g 239 kr. 0 ítalskt salat, 250g 198 kr. 0 Uon bar *4 179 kr. o © Þín verslun Tilboöin gilda tll 19. Júlí. 0 Skinka 14 sneiöar 25% afsl. 0 Jaröab./ávaxtagrautur, 21 299 kr. 0 Reyktur og grafínn lax 20% afsl. 0 Grafíaxsósa, 250 ml. 129 kr. 0 SumarsUd, 580 ml. 279 kr. 0 Boxari 3 teg., 1/21 99 kr. 0 Klt Kat 2 stk, saman 147 g 139 kr. 0 Súkk./vanillukex, 500g 198 kr. 0 Pagens Kanilsnúöar 139 kr. © Tilboöin gllda tll 19. Júlí. 0 Svínakótilettur reyktar 951 kr. kg 0 /hunangsmarineraöar 944 kr. Kg 0 Appelsínur 99 kr. kg 0 Vatnsmelónur 149 kr. Kg 0 Zuccinl 298 kr. Kg 0 SJörnupopp, 90 g 69 kr. 0 Stjörnu ostapopp, lOOg 79 kr. 0 Stjörnu paprikustjörnur 139 kr. 0 Stjörnu partý mix papriku 199 kr. 0 Kvikk lunsj *2 99 kr. Fjaröarkaup Tilboöin gilda til 15.júlí\ 0 Goöa snitsel, 220 g 226 kr. 0 Grísahnakkl 998 kr. kg 0 Hnetutoppur *4 259 kr. 0 Daim ístoppur *4 259 kr. 0 Gulrætur 129 kr. kg 0 Orkumjólk, 330 ml. 112 kr. 0 Bláberja súrmjólk, 11 180 kr. 0 Stóri Demon, 250 g 348 kr. 0 Kuchen Meister kökur 198 kr. © Smáauglýsingar DV visir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.