Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Side 2
2 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 Fréttir Olíufélögin ákvarða nýtt bensínverð eftir helgi: Bensínlækkun á fjórðu krónu - er krafa Félags íslenskra bifreiðaeigenda - samkeppnisyfirvöld óvirk 100 Verð á 95 oktana bensíni 1 b\+æ —janúar til júlí 2000 »8,30 Q£ : z 92 90 91,90 / jP 89’9° " ^ Æ 87,511 8750 C* QC 1 1 1 L 1 I 1 jan. feb. mars apríl maí júní júlí Bensínverö ætti að lækka nokkuö á fjórðu krónu hér á landi eftir helgi, miðað við þá verðlagsþróun sem hefur orðið á Rotterdammark- aði undanfamar vikur og mánuði, að mati talsmanna Félags íslenskra bifreiðaeigenda. „Meðalverðið í júlí er ekki ósvip- aö þvi sem var í maí,“ sagði Runólf- ur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, við DV. „í ljósi þess erum við að tala um útsöluverð á bensíni í ágústmánuði á svipuðum nótum og það var í júní. Þá kostaöi lítrinn 94,50. Ég sé fyrir mér að nýtt bens- ínverð verði á þeim nótum. Dollar- inn er að vísu óhagkvæmari um ríf- lega tvö prósent en lækkunin ætti þó að verða á fjórðu krónu.“ Runólfur sagði að skattar á bens- íni á íslandi væru þekkt stærð. Flutningar yfir hafið hefðu einnig kostnað í för með sér. Hins vegar væri vægi birgða í útreiknuöu út- söluverði „löngu afskrifað". Að óreyndu væri ósennilegt að tal um birgðir væri með vitund og vilja for- ráöamanna olíufyrirtækjanna. Þeir vissu betur um verðmyndanir á ol- íumarkaði en svo. „Séu menn að stýra innkaupum þannig að þeir séu að kaupa inn í miklu magni á dýrasta tíma þá er það vísbending um að þeir hafi ekki hagsmuni viðskiptavinarins að leið- arljósi. Það eru óskrifuð lög að á hverju ári gengur bensínverö upp fyrri hluta sumars vegna mikillar eftirspumar. Ef menn eru að kaupa mikið elds- neyti á þessum tíma þá er það mjög óeðlileg innkaupastýring sem sýnir skort á samkeppni. Þá virðast menn vilja viðhalda háu útsöluverði til að hafa meiri veltu. Eina eðlilega við- miðunin varðandi verðmyndun á þessum markaði er meðalgengi heimsmarkaðar.“ Runólfur sagði að hér ættum við að sjá verðhækkanir og verðlækk- anir seinna heldur en gerist í ná- grannalöndunum vegna fjarlægðar við markaði. En miðað við 12 mán- aða tímabil ætti íslenski neytand- inn í grunninn að keyra á sama bensínverði og aðrar þjóöir. Óvirk samkeppnisyfirvöld Hann sagði enn fremur að sænska samkeppnisstofnunin hefði tekið þarlend olíufélög til bæna eft- ir að hafa fengið ádrátt um samráð milli þeirra. Þau hefðu verið sektuð um háar fjárhæðir í kjölfarið. Hluti af því hve verðbreytingar séu fljótar að skila sér í Svíþjóð sé tilkominn vegna þess að þau séu að reyna að bæta ímynd sína „Hér liggja aftur á móti nokkurra ára gamlar athugasemdir inni hjá samkeppnisyfirvöldum sem eru enn til skoðunar. Þama sést hver áhrif- in eru þegar eftirlitsstofnanir hins opinbera af þessu tagi eru virkar og vinna vel. Þegar yfirvöld bregðast er það neytandinn sem borgar brús- ann.“ „Við keyrum á meðaltalinu til að reyna að tryggja okkur fyrir þeim stóru sveiflum sem eru á heims- markaðinum," sagði Magnús Ás- geirsson, vörustjóri eldsneytis hjá Essó, aðspurður um hvort ekki væri hægt að kaupa farma hingað til lands þegar verðið væri lágt á heimsmarkaði. „Með því fyrirkomu- lagi á innkaupum kæmi vaxtakostn- aður og geymslukostnaður ofan á verðið. Við reynum að halda uppi eðlilegum veltuhraða og reynum að tryggja okkur með meðaltalsverði gagnvart markaðinum." -JSS DV-MYND ÓG Knörrinn Hvítserkur Ferð hans hingaö er í tengslum viö gjöf Norömanna til íslendinga á stafkirkjunni sem vígö veröur á sunnudaginn. Sigling knarrarins frá Noregi: Hvítserkur í Eyjum Olafur Ólafsson bæjartækni- fræöingur. DV, VESTMANNAEYJUM: Knörrinn Hvít- serkur kom til Vest- mannaeyja í vikunni eftir um níu daga siglingu frá Noregi, með viðkomu i Fær- eyjum. AUs voru átta í áhöfn og þar af var einn íslendingur, Ólafur Ólafsson, bæj- artæknifræðingiu- í Vestmannaeyj- um, sem ekki sagðist hafa staðist freistinguna þegar honum bauðst tækifæri til að sigla með víkinga- skipinu. „Ferðin gekk mjög vel og við fengum að kynnast bæði góðu og slæmu veðri. Skipið stóð sig frá- bærlega og náði allt að 13 mílna ferð í brælu,“ sagði Ólafur. Koma skipsins til Eyja tengist afhendingu stafkirkjunnar sem risin er í Vest- mannaeyjum og er þjóðargjöf Norð- manna. Skipið kom með altarið í kirkjuna og hellu sem á aö þjóna hlutverki tröppu í kirkjunni. -ÓG DVWYND EINAR J. Norsku konungshjónin komin Norsku konungshjónin ientu á Keflavíkurflugvelli kl. rúmlega þrjú í gær. Haraldur V Noregskonungur og Sonja drottn- ing koma hingaö til lands í boöi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands. Munu þau m.a. taka þátt í Reykholtshátíð og vígslu stafkirkju í Vestmannaeyjum. Mosfellsbær: Miklar framkvæmdir í vændum DV, MOSFELLSBÆ: Fyrirhugaðar eru í Mosfellsbæ stórfelldar gatna- og lóðafram- kvæmdir. Á fundi tækninefndar þann 25. júlí voru opnuð tilboð í fimmta áfanga gatnagerðar í Höfða- hverfi. Tækninefnd lagði til við bæj- arstjóm að gengið yrði að tilboði lægstbjóöanda, Verkframa og Ála- fossverktaka. Tilboð þessara aðila hljóðaði upp á 42.493.670 krónur. Þá hafa einnig verið opnuð tilboð í stígagerð í Mosfellsdal. Tækni- nefnd lagði til við bæjarstjóm að gengið yrði að tilboði Guðjóns Har- aldssonar, að upphæð 4.499.300 krón- ur, í göngu- og reiðstígagerð í daln- um. Enn fremur verði legu stígsins breytt frá Dalsgarðsgatnamótum út fyrir landamörk Lundar þannig að hann verði á svæði Vegagerðarinn- Eir en ekki á einkalandi. Þar af leið- ir að stígurinn mjókkar á þessu svæði frá áður hönnuðum stíg. Útboðsgögn um stígagerð til Reykjavíkur voru einnig kynnt. Gert er ráð fyrir hjóla- og göngustíg frá golfvellinum við Úlfarsá og enn fremur færslu á reiðstíg úr íjörunni samsíða golfvelli. Samþykkt var með 4 samhljóða atkvæöum að und- irbúningi verði haldið áfram og til- boð fengin i verkið. Að lokum voru útboðsgögn um lóðaframkvæmd við grunnskólann kynnt og leggur tækninefnd það til við bæjarstjóm aö gengið verði til samninga við Mottó ehf. á grund- velli tilboðs þess um framkvæmdir i ár, að upphæð 4.000.000 krónur, en á fjárhagsáætlun ársins er áætlað að leggja 4.000.000 króna í lóðina. Áætl- að er að heildarkostnaður við allt verkið verði 7.600.000 krónur sam- kvæmt útboðsgögnum. -DVÓ mmmmi Konungshjón á landinu Norsku konungs- hjónin komu til landsins um fjögur- leytið i gær. Harald- ur V Noregskon- ungur og Sonja drottning koma hingað til lands í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands. Visir.is greindi frá. Sýningin Samskipti opnuð Hvemig hljómar stafrófið á ólík- um tungumálum Evrópubúa og hvemig breytist mælt mál í stafræn merki? Þetta er meðal þess sem gestir farandsýningarinnar Sam- skipti geta kynnt sér. Sýningin verður opin almenningi í Fjar- skiptasafni Símans í gömlu loft- skeytastöðinni við Suöurgötu frá sunnudeginum 30. júli til loka októ- ber nk. Visir.is greindi frá. Eignast 2/3 hlutafjár Gengið hefur verið frá kaupum Svínabúsins Brautarholti ehf. á 2/3 hlutafjár í Síld og fiski ehf. og á öll- um fasteignum félagsins aö Dals- hrauni og á Minni-Vatnsleysu. Var afsal vegna kaupanna undirritað í gær. Visir.is greindi frá. Vörubíll valt DVA1YND INGÓ VörubiU valt á mótum Sæbrautar og Kambsvegar um tvöleytið í gær og tók með sér vatnshana og einn ljósastaur. ökumaður vörubílsins slapp ómeiddur. Ekki er vitað um or- sök óhappsins. Bylgjan greindi frá. Bílvelta á Hellisheiði Maður á niræðisaldri slasaðist al- varlega þegar jeppi hans valt marg- ar veltur Héraðsmegin á Hellisheiði eystri í fyrradag. Að sögn læknis í Neskaupstað er maðurinn úr lífs- hættu. Billinn er ónýtur eftir velt- umar en lögregla telur að bUlinn hafl farið 20 til 30 metra niður bratta hlíðina. RÚV greindi frá. Tap ÚA 203 milljónir króna Útgerðarfélag Akureyringa hf. var rekið með 203 mUljóna króna tapi fyrstu sex mánuði yfirstand- andi árs. Veltufé frá rekstri var 353 milljónir króna. Þetta er umtalsvert lakari afkoma en á sama tímabili í fyrra en þá var félagið rekið með um 180 mihjóna króna hagnaði. Vis- ir.is greindi frá. Fékk á sig grjót Fjallgöngumaður fékk á sig grjót þar sem hann var á göngu rétt inn- an við Súðavík. Atvikið var tilkynnt um hálfeitt I gær en björgunarsveit- armenn úr Súðavík em nú að bera hann í sjúkrabíl. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl mannsins eru en hann er með fulla meðvit- imd. Visir.is greindi frá. Geir vinsælastur Geir H. Haarde fjármálaráðherra nýtur mestra vin- sælda ráðherra í ríkisstjóminni sam- kvæmt skoðana- könnun Gallups sem birt er í dag. Rétt tæp 70% að- spurðra segjast ánægö með störf hans. RÚV greindi frá. -KEE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.