Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Blaðsíða 14
14
Helgarblað
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
DV
Innlent fréttaljós
Eiríkur Jónsson
blaöamaöur
Þama hætti Ólafur Ragnar að
hlaupa, aldrei þessu vant. Stóð á
Seltjarnamesinu miðju og vissi vart
í hvom fótinn hann átti að stíga.
Margt hafði hann heyrt í útvarpinu
á hlaupum sínum en fátt komið
honum meira á óvart en þetta.
Seinna sagði hann að þama hefði
hann ákveðið að láta slag standa og
fara í forsetaframboð. Síðan eru lið-
in rúm íjögur ár.
Inn og út um gluggann
Forsetlnn bregöur á leik meö innfæddum í Eystrasaltsheimsókn sinni.
Kveðjustund
Forsetinn og helstu stjórnmálaleiötogar þjóöarinnar viö útför Guörúnar Katrínar Þorbergsdóttur.
í útvarpinu heyrðl hann...
í útvarpinu eru tveir menn að
ræða væntanlegar forsetakosning-
ar. Upp úr þurru ákveða þeir að
efna til skoðanakönnunar meðal
hlustenda um nýjan forseta og síma-
línumar verða samstundis rauðgló-
andi. Ólafur Ragnar hleypur áfram
á jöfnum hraða og hlustar sem fyrr.
Eftir að tveir hlustendur höfðu
Guðbergur Bergsson
rithöfundur:
Drappaður
„Hann hefur farió til Hollywood
en ég veit ekki hvort árangurinn þar
var jafn mikill og í ástinni. Hann
Ólafur er ósköp líkur þessari þjóö
því hann er drappaöur og fellur
ákaflega vel í kramiö. En ég held aö
hann vinni engin stór afrek þó þaö sé
náttúrlega löngun hans, eins og
allra íslendinga, aó vinna afrek án
þess aö leggja mikiö á sig. “
Melra en hjón
Á þriðjudaginn sver Ólafur
Ragnar Grímsson forsetaeið sinn í
annað sinn í Alþingishúsinu að
viðstöddu fjölmenni. Margt er
breytt frá því fyrir fjórum árum og
sá veruleiki sem blasir viö forset-
anum nú er ailt annar en var við
upphaf kjörtímabils hans. Þar
skiptir mestu að eiginkona hans,
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, er
látin og ný kona mun að öllum lík-
indum standa við hlið hans á svöl-
um Alþingishússins á þriðjudag-
inn og veifa til mannfjöldans. Guð-
rún Katrín gegndi lykilhlutverki í
framboði Ólafs Ragnars fyrir fjór-
um árum og margir eru þeirrar
skoðunar að hún hafi í raun ekki
átt minni hlut í kosningasigri
Ólafs Ragnars sumarið 1996 en for-
setinn sjálfur. Enda lagði Ólafur
Ragnar ríka áherslu á það í kosn-
ingabaráttu sinni það ár að þau
hjónin væru saman í framboði og
undirstrikaði það í sífellu með orð-
unum: „Við Guðrún Katrín...“.
„Ólafur Ragnar og Guðrún
Katrin voru meira en hjón. Þau
voru vinir, félagar og ekki síst
pólitískir samherjar. Ég held að
Olafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff opinberuöu trúlofun sína á Bessastöóum
í vor í leifturljósi fjölmiölanna.
pólitísk áhrif Guðrúnar Katrínar
verði seint metin til fulls. Án henn-
ar hefði Ólafur Ragnar ekki verið
svipur hjá sjón og öruggleg aldrei
orðið forseti," sagði gamall vinur
þeirra beggja aðspurður. „Eftir
andlát hennar var forsetinn mjög
niðurdreginn, svo mjög að starfs-
fólk hans á forsetaskrifstofunni fór
að þétta dagskrá hans til muna svo
hann hefði nóg fyrir stafni. Hann
átti það til að bresta í grát á skrif-
stofu sinni þegar hann ræddi and-
lát eiginkonu sinnar."
Vertu áfram, Vigdís!
í raun var það röð tilviljana sem
olli því að Ólafur Ragnar Grimsson
varð forseti íslands. Þar skipti þó
ekki minnstu það lið manna sem
Ólafur Ragnar hafði komið upp í
Forseti í f jögur ár
Nýr heimur og nýtt líf blasir við Ólafi Ragnari Grímssyni þegar hann hefur annað kjörtímabil sitt
sem forseti íslands á þriðjudaginn
Ólafur Ragnar Grímsson,
fyrrverandi jfjármálaráð-
herra, var aó skokka í
námunda viö heimili sitt á
Seltjarnarnesi eins og hann
geröi jafnan snemma árs
1996. Að venju var hann
tengdur litlu útvarpstœki
sem hann bar jafnan í
vinstri brjóstvasa jafnt á
hlaupum sem í erli hins dag-
lega lífs. Útvarpið tengdi
hann við umrœöu líðandi
stundar og Ólafur Ragnar
vildi ekki missa af neinu.
Jafnvel á hlaupum safnaði
hann upplýsingum sem
hann nýtti sér síðar. Skipti
engu hversu léttvœgar þær
voru.
nefnt nöfn tveggja kvenna sem þeg-
ar höfðu lýst yfir framboði sínu til
forseta er nafn Ólafs Ragnars
Grímssonar nefnt. Fjármálaráðherr-
ann fyrrverandi brosir í kampinn
og heldur áfram að hlaupa. Hlust-
endur halda áfram að hringja og nú
gerist hið ótrúlega: Nafn Ólafs
Ragnars er nefnt ótt og títt og aðrir
komast ekki að. Engu er líkara en
æði hafi runnið á hlustendur. Allir
vilja Ólaf fyrir forseta. Honum er
hrósað í hástert og mærður sem
aldrei fyrr. Fortíðin er gleymd og
framtíðin ein blasir við. Hlustendur
eru á einu máli um að Ólafur Ragn-
ar hafi allt til að bera til að gegna
forsetaembættinu: Vel menntað
glæsimenni sem víða hafi farið. Og
svo sé hann vel kvæntur.