Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Side 19
19 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 PV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Glaður Liam situr ekki heima og skæliryfir skilnaðinum við Patsy Kensit heldur er strax kominn með nýja konu. Liam Gallagher í Oasis: Strax kominn með aðra konu Ekki er langt síðan fréttir bárust að því að Liam Gallagher, söngvari í Oasis, og kona hans Patsy Kensit væru skilin að skiptum en saman eiga þau eitt barn. Ekki er mikilli sorg fyrir að fara hjá Liam því dreng- urinn var ekki lengi að ná sér í nýja gellu og fregnir herma að hann hangi nú öllum stundum með All Saints-pí- unni Nicole Appleton. Patsy og Liam voru par í þrjú ár og Patsy er ekkert að spara Liam orðin. „Ég gerði mitt besta en fékk ekk- ert á móti frá honum,“ segir Patsy við dagblaðið Daily Star. „Þetta er búið hjá okkur og eiginlega er það sannkallaður léttir." Fleiri eru ánægðir með skilnað- inn og þeirra á meðal er Nicole en hún sagði eftirfarandi við The Star: „Ég er mjög spennt þvi hann er mjög sérstakur strákur og sam- band okkar er því mjög sérstakt. Það er of snemmt að segja hvað verður en ég játa að mér hefur ekki liðið svona lengi.“ Huggun Nicole Appieton hefur tekið að sér að hugga Liam eftir skilnaðinn og er sögð mjög ánægð með það hlutverk. Liam er ekki fyrsti popparinn sem Nicole leggur lag sitt við því hún var áður trúlofuð Robbie Williams. Robert Pat- rick í X-Files Leikarinn Robert Patrick verður nýi aðalleikarinn í hinni vinsælu sjónvarpsþáttaröð „X-Files“ en Dav- id Duchovny hefur hingað til verið í því hlutverki. Margir leikarar voru heitir fyrir plássinu og þeirra á meðal voru Bruce Campbell, Lou Diamond Phillips og Hart Bochner. Robert Patrick fékk hins vegar eins og áður sagði hlutverkið og mun hann leika FBI-lögguna John Dog- gett sem kemur inn til þess að leita að Fox Mulder (leikinn af David Duchovny) sem var numinn á brott af geimverum. Þar með fær Dana Scully (leikin af GUlian Anderson) nýjan félaga. Duchovny, sem hefur í 7 ár leikið Mulder, hættir ekki alveg í „X- Files“ heldur mun hann dúkka upp í einhverjum af komandi þáttum. Patrick hefur áður m.a. leikið í Robert Patrick verður nýr félagi Scully í staöinn fyrir Mulder. Terminator 2: Judgment Day, Cop Land og All the Pretty Horses. Mamma Meg Ryan um skilnað dótturinnar: Dópið eyðilagði hjónabandið Skilnaður Meg Ryan og eiginmanns hennar, Dennis Quaid, kom mörgum á óvart. Mamma Meg, Susan Jordan, varð alls ekki undrandi. „Dóttir mín var með fíkniefnaneytanda og hún treysti sér ekki til að vera verndarengill lengur,“ segir Susan í viðtali við New York Post. Hjónaband Meg og Dennis var talið með þeim hamingjusamari í Hollywood. Mamma Meg þekkti aðra hlið á hjónabandinu. „Dennis hefur hegðað sér mjög undarlega. Hann var eins og taugahrúga einu sinni þegar ég var í heimsókn hjá þeim. Hann var rauður í andlitinu og hljóp inn og út af snyrtingunni. Eftir svolitla stund kom hann fram og var eins og annar maður. Ég velti því fyrir mér hvað væri að honum. í annað skipti ætlaði hann að fara að slást við manninn minn,“ segir Susan. Hún bætir því við að hún hefði hringt í dóttur sína og spurt hvort Dennis ætti við kókaínvanda að stríða. „Hún fór að gráta og sagðist ekki vilja tala um það. Ég var mjög óróleg en hvað átti ég að gera? Hún er jú fullorðin manneskja." Stuttu eftir samtal mæðgnanna lagðist Dennis inn á meðferðarstofnun. Þegar hann kom út hringdi hann í tengdamömmu sína og sagði að hún fengi aldrei að hitta bamabam sitt, Jack litla, sem er 8 ára. Meg og Dennis deila nú um forræðið yflr syninum. Meg er byrjuð að vera með leikaranum Russel Crowe sem leikur meðal annars í Gladiator og Insider. Jarðvegsþjöppur fyrstu Tívolífaramir eru kompir heim eftir meiriháttar vel heppnaða ferð, með Lottóipu til Köben. Verður þín fjölskylda ein af fjórum sem skella sér í fjörið næst? Ef þú kaupir 10 raðir áttu mikla möguleika á stórkostlegri skemmtiferð. >. ............. Draumarntr mtUi terða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.