Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Síða 21
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
DV
Helgarblað
21
Menn hafa áhyggjur af verðmæti
fyrirtæksins og markaðsaðstæð-
um.
Ég get því ímyndað mér að Kári
sé þreyttur þessa dagana. Þeir fé-
lagar eiga mikið hrós skilið enda
er þetta hreystiverk."
Mikiö kapphlaup fram
undan
Bernhard segist telja að menn
eigi ekki vera með samkeppni
innanlands á þessu sviði heldur
eigi þjóðin öll að einblína á það að
samstilla krafta sína í þágu vís-
indanna. „Það vitlausasta sem
hægt væri að gera væri að setja
upp líftæknifyrirtæki með sam-
keppni innanlands, samkeppnin
er alþjóðleg. Island er með tæki-
færi sem þarf að vinna úr og það
hratt. Keppni við erlenda aðila er
það sem máli skiptir. Það má líkja
þessu við kapphlaup þar sem gull-
verðlaunin ein skipta máli. Núna
snýst kapphlaupið um að finna
þessa hluti i erfðamengi manns-
ins sem eru mikilvæg. Mín ágisk-
un er sú að ef íslendingar halda
vel á spöðunum þá gætum við
uppgötvað 10-15% af því.“
Hvað eiga íslendingar að gera?
„Kapphlaupið er mikið og það á
ekki að setja óþarfa steina í göt-
una, heldur á að leitast við að
greiða hana. Kerfið hérna er hæg-
virkt og það vantar að samstilla
kraftana. Allir sem málin varða
verða að vera samstilltir þannig
að ferlið verði skilvirkt og fljót-
virkt. Þetta er UVS að reyna að
gera með krabbameinsrannsóknir
og krabbameinsmeðferö."
Hvers vegna valdi UVS krabba-
mein?
„Meðferð á krabbameinum hef-
ur ekki farið jafnmikið fram á
undanförnum 20-30 árum og á
öðrum sjúkdómum. Krabbamein
er mjög erfiður sjúkdómur þrátt
fyrir að vera best þekkti sjúkdóm-
urinn sameindalíffræðlega. Við
bindum miklar vonir við að ná
góðum árangri næstu 10-15 árin.
Á íslandi eru til mjög góð gögn
um krabbamein og krabbameins-
skrá hefur verið gerð af Krabba-
meinsfélaginu siðan 1955. Þessi
skrá er sjálfsagt ein sú besta í
heiminum."
Hermilíkön af frumum
Hvað ertu að gera á rannsókn-
arstofu þinni núna?
„Ég er að fást við tvennt. Við
erum að smíða tölvulíkön af
frumustarfsemi, það er að segja
við tökum frumu og gerum hermi-
líkan af henni sem sýnir hvernig
hún bregst við breyttum súrefnis-
eða sykurstyrk og svo framvegis.
Ég er að komast í þá stöðu að
vera fremstur í röð þarna því mín
doktorsritgerð fjallaði um þetta
og hún var skrifuð fyrir 16 árum.
Þetta þykir nýtt í dag en fyrir 16
árum þótti tímasóun að ætla að
smíða hermilíkan af frumu. Mín
rannsóknarstofa er höfundur að
fyrsta líkaninu af frumu, hún var
birt 1988 og var af rauðu blóð-
frumunni."
Hver er ávinningurinn af því að
geta gert þetta?
„Hann er sá að hægt er að sjá í
tölvunni hvernig fruma er líkleg
til þess að bregðast við hinu og
þessu. Til dæmis ef þú bætir geni
inn í genamengið, þá sést hvernig
heildin bregst við. Þetta er að
verða lykillinn í þróun líffræðinn-
ar.
Á Islandi verður ábyggilega
hægt að búa til þessi hermilíkön
af starfsemi líkamans betur en
annars staðar. Þetta er eitt af því
sem við erum að spá í að gera
hérna.
Svo erum við að rannsaka svo-
kallaðar stofnfrumur, sem eru í
öllum okkar líffærum. Stofnfrum-
ur eru þær frumur sem eru ábyrg-
ar fyrir því að endurskapa vefi.
Að geta einangrað þær og rann-
sakað er mjög mikóvægt, þvi ef
hægt er stjórna þeim á einhvern
hátt eða temja þær þá er kannski
hægt að láta vef vaxa fyrir utan
líkamann til lækninga," segir
Bernhard.
Framtíðarsýnin
Hver er framtið líftækninnar
hérlendis?
„Líffræðin er komin á það stig
að við erum farin að geta skil-
greint samsetninguna á erfða-
mengjum. Við komum í framtíð-
inni til með að fá æ betri lýsingar
á frumustarfsemi úr tölvum.
Hermilíkön eru byrjuð að þróast
fyrir einföldustu frumur en við
eigum eftir að gera þetta fyrir
æðri frumur. Það kemur að því að
við förum að hanna einfaldar
frumur," segir Bernhard.
Hvað með siðferðilegar spurn-
ingar í því sambandi?
„Að hanna bakteríu til þess að
framleiða vítamín er bara gott
mál, ég held að enginn komi til
með að mótmæla því. Mótmæli í
Evrópu gegn erfðabreyttum land-
búnaðarafurðum munu hverfa
þegar fólk áttar sig á því að megn-
ið af því sem það borðar er erfða-
breytt hvort sem er.
Það sem verður erfiðast í þessu
og alltaf umdeilt og hugsanlega
aldrei snert eru breytingar á
mannsfrumum og mannseigin-
leikum. Þá komum við inn á þessi
erfiðu siðferðilegu mál sem alla
trufla.
Þó er öruggt að gefin verða
erfðaráðgjöf, þannig að fó.lk getur
valið sér barn sem ekki er þroska-
heft. Með erfðaráðgjöfinni verður
komið í veg fyrir ákveðna líkam-
lega galla.
Deilan mun sérstaklega lúta að
genunum sem ákvarða hegðun
fólks. Þar held ég að verði stöðv-
að.“
Þekking alltaf til góðs
Er hægt að stöðva þekkingar-
leitina?
„Ég veit það ekki. Menn hafa
alla tíð verið hræddir við nýja
þekkingu, tækni og vísindi. Þegar
til lengri tíma er litið nýtist þekk-
ingin alltaf til góðs. Eðli manns-
ins virðist vera að nota þekkingu
til góðs, manninum til framdrátt-
ar og framfara."
Með því að samþykkja erfðaráð-
gjöf erum við þá ekki að færa okk-
ur nær því að skipta okkur af
minniháttar atriðum eins og því
að velja lit augna ófæddra barna?
„Það getur vel verið. En fyrir
50-60 árum fór mikil umræða í
gang um kjarnorkuna. Kjarnorku-
sprengjur voru gerðar og tvær
kjarnorkusprengjur voru
sprengdar. Þetta mikla kjarnorku-
strið sem spáð var hefur ekki orð-
ið. Menn eru alltaf hræddir við
nýja tækni.“
Þú hræðist þróunina ekki?
„Almennt séð myndi ég segja
nei. Ég get þó nefnt eitt sem ég
hræðist og sú hræðsla er raun-
veruleg. Hægt er hanna vírusa,
taka vírusa og breyta þeim. Marg-
ir óttast að þetta verði grundvöll-
ur að því sem menn kalla liffræði-
hernað. Ég veit ekki hvort þetta
virkar eða ekki. Möguleikinn er
til en maður veit ekki hvort og
hversu alvarleg hættan er.“
Bernhard fór út til Bandaríkj-
anna tvítugur að aldri og hefur
búið þar síðan. Finnst þér þú sjá
miklar breytingar á íslandi frá
því að þú fluttist út?
„Mér finnst frábært að vera
hérna. Fallegt veður á Islandi er
það fallegasta í heimi, fólkið er
yndislegt og hér býr fólk ekki við
neinar utanaðkomandi ógnir. Ég
sé Island núna kannski með aug-
um gestsins og margt hefur kom-
ið mér á óvart. Skattalöggjöfin
hér er vanþróuð sem er slæmt fyr-
ir nýsköpun í hátækniiðnaði,
meðferð trúnaðarmála er ein-
kennileg og landinn virðist oft
ekki skilja hvað felst í trúnaði,
hröð þróun fjárfestingarheimsins
og hversu mikið er af efnuðu fólki
kom mér á óvart. Þaö kom mér
líka á óvart hversu þetta efnaða
fólk hefur jákvæð áhrif á atvinnu-
þróunina. íslendingar hafa það
gott, meðaljóninn virðist vera
ágætlega staddur fjárhagslega,
fólk býr hér í fallegum húsum og
keyrir um á nýjum bílum. íslend-
ingar virðast vera rík og ham-
ingjusöm þjóð.“
-þor
Vid' höf ufn sent inn á öH
heimilisérstakt afmceliskort
100 heppnir vidskiptavinir fá
10.000 króna vöruúttekt ef
peir versla í IKEA dagana
27.júlítil I3.ágú5t.
Framvísadu kortinupegar
pú verslar og 5j áð u hvort
heppnin er med pér!
Afmœlid stendur yfir dagana
27.j úlí til 13. ágúst og allan pann
tí ma bjódum vid upp á pylsur
og kók á adeins 99 krónur.
Þannig ad pad verdur sann-
köllud afmœlis5temmning
ogmikid fjör.
Afmcefepylsur