Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Síða 25
25
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Stundum vantar börn foreldra og foreldra börn:
Nýlega kom 100. barnið hingað frá Indlandi. Stoltir foreldrar ásamt börn-
un sínum við komuna til landsins. Þau komu tvö í einu og því ekki ákveð-
ið hvort barnið var hið hundraðasta - enda skiptir það minnstu
í stórmáli eins og því aö eignast barn.
Þessari auglýsingu
er ætlað að hitta á
markhópinn, ungt fólk
sem er að byrja að búa,
ungt fólk sem verður að
átta sig á því að það er ekkert
elsku mamma lengur þegar
kemur að því að fá þvegið af sér.
CD
Fieira töff frá
inDesu á frábæru verði:
Kæliskápar, frystiskápar, frystikistur,
uppþvottavélar, eldavélar, helluborð,
bakaraofnar.
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
Þvottavél og þurrkari
tvö tæki á aðeins \
.59.800 kr.'stgr
Ýmsir greiðslumöguleikar
Það vakti athygli í
dönsku pressunni, nánar
tiltekið Berlingske
tidende, að heldur hefði
minnkað áhugi í Dan-
mörku á œttleiðingum
erlendis frá og ástœðan
sögð sú að of dýrt væri að
œttleiða.
Á íslandi eru nú um og
yfir fjögur hundruð böm
sem komið hafa frá öðr-
um löndum og biðlisti
vœntanlegra foreldra
langur. Hjá félaginu ís-
lensk œttleiðing, sem eru
samtök þeirra sem hafa
þegar œttleitt bam eða
böm og hinna sem bíða
eftir ættleiðingu, varð
Lísa Karen Yoderfyrir
svörum.
„Við verðum ekki vör við það að
kostnaðurinn hafi fælt fólk frá,“ svar-
aði Lísa. „Heildarkostnaður er líklega
á bilinu 350.000-700.000 kr. fyrir utan
ferðalög en þegar fólk hefur tekið
ákvörðun um að ættleiða bam þá set-
ur það ekki peninga fyrir sig heldur
lítur á það sem óhjákvæmilegan fylgi-
fisk.
Reyndar má geta þess að í Svíþjóð
fá foreldrar greiddar 40.000 sænskar
krónur þegar þeir ættleiða bam og
kjörforeldrar í Danmörku og Noregi fá
einnig styrki, en hér greiðir fólk allan
kostnaðinn sjálft og fær ekkert til
baka. Sem kannski ætti að vera því
þær sem eignast bam á hefðbundinn
hátt fara í mæðraskoðun, fæða og fá
eftirlit án nokkurs kostnaðar. En það
er hins vegar ekki aðalmálið í okkar
augum, heldur það að eignast bam.
Það skiptir mestu.“
Nú era að ganga I gildi lög sem
kveða á um að við gerumst aðilar að
Haag-sáttmálanum sem setur ákveðn-
ar reglur um ættleiðingar á milli
landa og gerir að verkum að við getum
ættleitt böm frá fleiri löndum, m.a.
Kína, en margir hafa haft áhuga á því.
Flest bömin sem hér em hafa komið
frá
Indlandi og á dögunum kom 100.
bamið frá Indlandi, en það fyrsta kom
árið 1988. Þar á undan kom stór hópur
frá Sri Lanka. Einnig hefur íslensk
ættleiðing milligöngu um ættleiðingu
bama frá Rúmeníu og þaðan komu
funm böm til íslands á síðasta ári.
Félagið Islensk ættleiðing tekur,
ásamt sænskum og bandarískum aðil-
um, þátt í rekstri bamaheimilis í
Kalkútta í samvinnu við indverska að-
ila og segir Lísa að 10-15 böm komi
þaðan á hverju ári til íslands. „Þvi
miður minnkar þörfin ekkert fyrir
kjörforeldra. Mest em þetta böm ein-
stæðra mæðra sem engan veginn geta
séð um sig og bömin, en oft á tíðum
reynist okkur erfitt að fá einhveijar
upplýsingar um þau, ætt þeirra og upp-
runa. Við hvetjum alla sem taka að sér
barn að fara og sækja það svo þeir geti
að minnsta kosti frætt bamið um það
seinna úr hvers konar umhverfi það
kom og hverju landið þess er líkt.“
Lítill sólargeisli frá Indlandi
„Þetta er líkt og með meðgöngu,
maður bíður eftirvæntingarfullur eftir
baminu sínu,“ segja þau hjón Gerður
Guðmundsdóttir og Óskar Þorbergsson
sem í júlí í fyrra sóttu lítinn dreng til
Indlands.
Hann heitir Daníel og er fæddur 20.
janúar 1999 í Kalkútta þar sem hann
dvaldi fyrstu sex mánuðina á bama-
heimili því sem Islensk ættleiðing á
hlut í. Þar em að jafnaði um 50 böm en
heldur færra starfsfólk en hér á landi
þannig að þó vel sé hugsað um bömin
fá þau ekki sömu örvun og hér tíðkast.
„Ferðin til Indlands var okkur mikil-
væg og við heíðum ekki viljað sleppa
henni,“ segir Gerður. „Við vOdum
kynnast að einhverju leyti umhverfi
því sem Daníel kom úr til þess að geta
sagt honum frá því seinna og svo gát-
um við einnig nýtt ferðina að hluta tU
sem sumarleyfi því við skoðuðum okk-
ur talsvert um í Dehli.“
Það sem vakti athygli mína var að
þrátt fyrir kofahreysi, jafnvel búin tU
úr pappakössum og jámplötum á miðj-
um moldarhaug, var fólk að sópa mold-
ina og reyna að gera snyrtUegt í
kringum sig.“
Þau segja biðina eftir drengnum hafa
verið ótrúlega stutta en telja
skriffinnskuna erfiða við að eiga eins
og víða annars staðar.
„Það ríkir þama mikið skrifræði
sem ekki er undarlegt þar sem mikU
bresk áhrif eru í Indlandi. Hver emb-
ættismaður hefur sitt mál til meðferðar
og fari hann í frí eða komi ekki til
vinnu af einhverjum ástæðum bíður
einfaldlega bunkinn eftir honum á
borðinu. Engir afleysingamenn þar,“
segir Óskar. „Umsóknimar fara
ákveðna leið í kerfinu og foreldrar fara
ekki af stað tU Indlands fyrr en allt er
frágengið."
Löng leið heim
Ferðin frá Kalkútta og heim tU ís-
lands var löng. MUlUent var í Dehlí og
þá beðið í vélinni í um það bU eina
klukkustund og tveggja tíma stopp var
í HoUandi.
„Frá þvi að við yfirgáfum hótelið í
KaUcútta og þar tU við vomm komin
heim, liðu um það bU 22 tímar. Það er
ótrúlegur munur að fljúga með KLM,“
segja hjónin. „Við fengum aUa aðstoð
sem hægt var að hugsa sér. Það var
komið með burðarrúm sem hægt var
að festa á vegginn, með öryggisbelti og
tilheyrandi, við fengum rúmgóð sæti,
teppi og leikfóng fyrir barnið. Það er
greinUegt að HoUendingamir kunna
eitthvað fyrir sér í því að fljúga með
smáböm og fyrir vikið var ferðin hin
þægflegasta þó hún væri löng.“
Daníel litli var ekki stór við fæð-
ingu, aðeins 1750 g og 42 sm að lengd.
Þegar hann var sex mánaöa og tUbúinn
tU að fara heim tU Islands hafði hann
þyngst talsvert og var orðinn rúm fjög-
ur kg og þar með orðinn á stærð við
myndarlegt íslenskt bam við fæðingu.
Þegar heim var komið tók Gestur Páls-
son bamalæknir við honum og skoðaði
Gerður Guðmundsdðttir og Oskar Þorbergsson ásamt Daníel litla.
hann en Gestur hefur skoðað nær öU
börn af erlendum uppmna sem koma
hingað.
Nú, þegar hann er orðinn hálfs ann-
ars árs, er hann fmgerður og kannski
svolítið minni en íslensk börn á sama
aldri, en duglegur.
„Það verður gaman þegar hann
kemst í leikskólann i haust,“ segir
Gerður. „Hann hefur mjög gaman af
öðmm bömum og er ekkert feiminn
við þau heldur viU endUega leUia sér
við þau eins og krakkar á hans aldri
vUja gjarnan. Hann er nýfarinn að
ganga óstuddur og hefúr mUcið gaman
af.“
Framtíðin blasir við litlu fjölskyld-
unni i Kópavoginum og þau eru glöð
og ánægð með sitt og segjast hafa ver-
ið svolítið hissa á þvi hvað þetta var í
rauninni lítið mál - svona miðað við
það sem þau höfðu gert sér i hugar-
lund.
„Við emm alveg óskaplega ánægð
með aUa þjónustu hjá íslenskri ættleið-
ingu og ekki síst með litla drenginn
okkar, þennan sólargeisla sem við
fengum frá Indlandi," segja þau hjón
að lokum. -vs
Þrjár góðar ástæður fyrir
0inDesiT
1. Mamma er búin að fá nóg
2. Verð og kjör gera ungu fólki kleift að kýla
á ný tæki í stað þess að taka sénsinn á
þreyttum notuðum og hallærislegum
tækjum frá því á síðustu öld.
3. Indesit er töff hönnun, eins og annað sem
kemur frá ítalanum, og fellur því vel að
smekk ungs fólks.
Ættleiðing góður kostur