Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Qupperneq 26
26
Helgarblað
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
I
Yfirbókarinn blekkti alla í kringum sig:
Stórsvindlari
bókari hjá
Scotland Yard
Anthony Williams hafði
dreymt um framtíð hjá
Scotland Yard alveg frá því
að hann var drengur. Hann
var þó nógu raunsær til að
gera sér grein fyrir þvi að
hann hefði varla mikla
möguleika á að komast að
hjá hinnu frægu lögreglu
því hann var mjög grann-
vaxinn, nærsýnn og með
krónískan asma. Hann við-
urkenndi fyrir sjálfum sér
að hann yrði að fara inn
bakdyramegin. Og það
tókst. Árið 1967 fékk hann
vinnu í reikningshaldi
Scotlands Yards. Anthony
var þá 27 ára.
Hinn hægláti, talnaglöggi
maður var ánægður í vinn-
unni og hann stóð sig vel.
Hann hækkaði smátt og
smátt í tign þar til hann
var gerður að yfirmanni
hjálparsjóðs lögreglunnar
sem velti um 10 milljónum
punda á ári. Það var árið
1980. Næsti áfangi á ferlin-
um yrði starf fjármálastjóra
lögreglunnar.
Arfur eftir ríkan
frænda
En samtímis gerðust
hlutir sem gjörbreyttu lífi
bókarans. Hann hafði feng-
ið arf eftir óhemjuríkan
frænda sinn í Noregi. Ant-
hony fullvissaði þó æðsta yfirmann
Scotlands Yards, sir Paul Condon,
að hann hefði ekki í hyggju að segja
upp starfi sínu. Hann væri þvert á
móti afar ánægður í vinnunni.
Hann væri samt glaður yfir því að
hann og fjölskylda hans gætu veitt
sér svolítið meira.
Það er óhætt að segja að það hafi
hann gert. Á nokkrum vikum
keypti Anthony og eiginkona hans,
Kay, lúxusvillu í Surrey og tvær
ibúðir í Mayfair-hverfmu í London.
Þau keyptu sér einnig sumarhús á
Costa del Sol.
En það var í Skotlandi sem Ant-
hony Williams spreðaði fyrir alvöru
fénu sem hann hafði erft eftir
norska frændann sinn. Og þó að get-
Konungurskoska
hálandanna
Bæjarbúar litu á hann
sem frelsara sem útvegaði
þeim fjölda atvinnutæki-
færa. Hann var jafnframt
styrktaraðili Skosku
hálandaleikanna á svæð-
inu. Árið 1986 keypti hann
sér titilinn Laird of Tomin-
toul.
„Ég lifi stórkostlegu
lífi,“ sagði hann í viðtali
við skoska sjónvarpsstöð.
„Peningarnir mínir hafa
skapað nýtt líf og glatt
mikið og gert íbúana
stolta. Þó svo að ég gegni
enn ábyrgðarfullu starfi
mínu er hjarta mitt hér í
hálöndunum. Líf mitt hef-
ur breyst í dásamlegan
draum.“
Draumurinn breyttist
í martröð
Því miður breyttist
draumurinn í martröð. En
þótt ótrúlegt megi virðast
liðu 13 ár þar til einhverjir
fóru að efast um að til
hefði verið norskur frændi
og þar til bankamenn í
London fóru að velta fyrir
að því er virtist ótakmörk-
uðu fjárstreymi inn á
reikning bókara lögregl-
unnar.
Sumarið 1993 sprakk
sprengjan þegar fulltrúar þriggja
banka í London fóru til Scotland
Yard með þær fréttir að einn af yf-
irmönnum lögreglunnar væri sam-
viskulaus kassaþjófur sem um ára-
bil hefði stolið yfir 5 milljónum
punda og eytt öllu fénu nema um
200 þúsundum punda.
Eitt mesta fjársvikamál
aldarinnar
Sir Paul Condon var nær fallinn í
yfirlið. Hann bar ábyrgð á einu
mesta fjársvikamáli aldarinnar.
Hann baðst afsökunar í fjölmiölum
og hét því aö slíkur glæpur yrði
aldrei framinn aftur.
Ári seinna kom það fram við rétt-
arhöldin hvemig Ánthony Williams
Eiginkonan
Kay Williams naut einnig góös af arfi eiginmannsins. Hún
tilkynnti að hún ætlaöi aö bíöa eftir eiginmanninum.
ið væri um lifnaðarhætti Anthonys
í fjölmiðlum velti enginn því fyrir
sér hjá Scotland Yard að hinn til-
tölulega lágt launaði bókari gæti lif-
að eins og hann væri auðjöfur.
Bókarinn hafði fallið fyrir litla
bænum Tomintoul í skosku hálönd-
unum. Þangað fór hann nokkrum
sinnum i fri áður en hann ákvað að
kaupa stóran hluta paradísar sinn-
ar. Fyrst keypti hann sér orlofshús
og gerði það upp fyrir 100 þúsund
pund. Því næst tók hann við hótel-
inu í bænum. Endurnýjun þess
kostaði allt að eina milljón punda.
Anthony varði 250 þúsundum
punda í tvær aðrar eignir. Alls
eyddi bókarinn yfir 3 milljónum
punda í uppbyggingu í litla bænum.
WCT" ' ^
I
m c r: j , 18 i "j. i' j|ag£*f - *! ■’ i [ÍV-:1 1 il’ j 3J n - teSáiill m
n i ‘jW 9
Lúxusíbúðirnar
Anthony Williams veitti sér ýmis lífsins gæði fyrir féö sem hann stal úr sjóöi lögreglumanna. Hann keypti meöal
annars tvær íbúöir í þessu húsi í Mayfairhverfinu í London.
Bókarinn
Anthony Williams vissi aö hann yröi aö fara inn bakdyramegin hjá Scotland
Yard. Honum tókst þaö.
hafði lifað herramannslífi og skapað
sér orð sem velgjörðarmaður á
kostnað lögreglunnar.
Þetta hafði allt byrjað 1981 þegar
lögreglumaður hafði fengið vilyrði
fyrir láni upp á 200 pund vegna
orlofs veikrar eiginkonu sinnar.
Peningarnir voru hins vegar ekki
sóttir og bókarinn stakk þeim í
eigin vasa. Þegar hann uppgötvaði
hversu auðvelt þetta var hélt hann
svindlinu áfram beint fyrir framan
nefið á duglegustu
rannsóknarlögreglumönnum heims.
Féð, sem átti að fara til þurfandi
lögreglumanna, fór í að greiða
lifnaðarhætti sem bókarinn hafði
ekki einu sinni látið sig dreyma um.
Hann var um skeið
umsjónarmaður sjóðs upp á 7
„Sumarið 1993 sprakk
sprengjan þegar
fulltrúar þriggja banka
í London fóru til
Scotland Yard með
þær fréttir að einn af
yfirmönnum
lögreglunnar væri
samviskulaus
kassaþjófur..."
milljónir punda. Fénu átti að verja
til hertrar baráttu gegn glæpum. Af
sjóðsfénu hafa aðeins fundist 5
milljónir punda. Afganginum eyddi
Anthöny Williams. Á samsvarandi
hátt hvarf 1 milljón af fé sem átti að
fara til baráttu gegn hryðjuverkum.
Bókarinn viðurkenndi þjófnað og
svik í 17 tilfellum upp á yfir 5
milljónir punda. 600 atriði eru enn
óupplýst.
Verjandinn, James Sturman,
sagði að skjólstæðingur sinn
iðraðist sáran gerða sinna. „Hann
varð að ljúga að fjölskyldu sinni og
vinum. Hann hefur lifað á lygi. Og
hann hefur lifað tvöföldu lífi, bæði
sem skyldurækinn embættismaður
og sem aðalsmaður og
næstu viku
Myrt með öxi
Heike vildi ekki giftast
velgjörðarmaður hinum megin við
skosku landamærin.
Anthony Williams vildi ekki láta
vitni tala fyrir hans hönd. „Ég vil
ekki þvinga vini mína til að fullyrða
að ég sé heiðarlegur. Það er augljóst
að það hef ég ekki verið.“
Konungsríki bókarans lokað
Bókarinn var dæmdur í sjö ára
fangelsi. Þingið áleit dóminn allt of
mildan. Anthony Williams yfirgaf
réttarsalinn fallega brúnn eftir
velheppnað frí í Karíbahafi. Með sér
úr salnum hafði hann plastpoka
með aleigunni í. Konan hans, Kay,
fullvissaði hann um að hún myndi
bíða eftir honum þar til hann hefði
afplánað fangelsisdóminn.
í Tomintoul í Skotlandi sleikja
íbúarnir sárin eftir draumana sem
urðu að engu. Hald var lagt á allar
eigur Anthonys Williams. Búið er
að loka kránni, hótelinu og
veitingastaðnum. Næstum
helmingur bæjarbúa er nú
atvinnulaus. En enginn álasar
Anthony Williams. Það er mat
manna að hann hafi alls ekki verið
svo slæmur. „Hann var góður vinur
okkar og við munum sakna hans
mikið," segir þegnarnir í
konungsríki bókarans í Skotlandi.
sínum.