Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Page 41
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 49 DV Tilvera Gestir sem slæðast inn þurfa að gæta sín vel - enda hefur ekki öllum gengið jafn vel að fóta sig innan um s veppabreiðurnar Við hjónin byrjuöum aö fikra okkur áfram vlö sveppatínslu fyrir rúmum tíu árum og sveppatíminn er oröinn hápunktur ársins hjá okkur. Það er Dögg Hringsdóttir sem ætlar að fræða okkur um matar- gerð sína að þessu sinni en Einar Ólafsson skoraði á hana. Það ættu margir að taka Dögg sér til fyrir- myndar og skella sér í göngutúr og tína sér í matinn, það er bæði hollt og ódýrt. Einnig getur það verið skemmtileg samverustund með öðrum í fjölskyldunni, svo ég tali nú ekki um að fjölskyldan komi saman til að þurrka sveppina. „Það sem helst hefur verið áberandi i matargerðinni hjá mér undanfarin ár eru sveppir. Við hjónin byijuðum að fikra okkur áfram við sveppatinslu fyrir rúmum tíu árum og sveppatím- inn er orðinn hápunktur ársins hjá okkur. I ágúst og september má þvi sjá okkur á sveimi í Öskjuhlíð og Heið- mörk þar sem við tínum furusveppi og kúalubba. Skorradalur er draumastað- urinn og þar vaxa sjaldgæfustu og bestu sveppimir, eins og t.d. kóngs- sveppir, gulbroddi og kantarellur. All- ir þessir sveppir eru hreinasta sælgæti ferskir en samt njóta pípusveppimir sín fyrst til fúlls þegar búið er að þurrka þá. Þá magnast sveppabragðið margfalt og verður ólýsanlega gott. Ég legg mikla vinnu í að þurrka sveppina, ég hreinsa þá mjög vandlega, sneiði þá þunnt og breiði á bökunarpappír og sný þeim tvisvar á dag í nokkra daga. Meðan á þessu stendur er öli íbúðin undirlögð og gestir sem slæðast inn þurfa að gæta sín vel. Ekki hefúr öll- um vinum mínum gengið jafn vel að fóta sig innan um sveppabreiðumar og til dæmis hefúr einum þeirra tvisvar sinnum tekist að stíga ofan á uppsker- una. Loks set ég sveppina inn í opinn bakaraofh á 40-50'C í ca klukkutíma þar til þeir em skraufþurrir og hægt að mylja þá. Best er að geyma þurrk- uðu sveppina í glerkrukku með þéttu loki. Úr sveppunum elda síðan ég hina dásamlegustu jafninga, sósur og súpur og bragðbæti með þeim ýmsa rétti. Það er dálítið eríitt að gefa upp nákvæmt magn af sveppum því ég vigta þá aldrei heldur nota nokkrar hnefafyllir, eftir því hve margir era í mat, en þessi uppskrift ætti að duga í forrétt fýrir 6 manns,“ sagði Dögg með bros á vör. Uppskríftír Lambafilet með ólífum og blönduðum sveppum Handa fjórum 800 g lambafilet í 200 g steikum 3 msk. matarolía salt og pipar Meðlæti og sósa 400 g blandaðir sveppir, ferskir 200 g ólífur, svartar 1 laukur 6 hvítlauksrif 2 tsk. viilijurtakrydd (frá Potta- göldrum) 5 di rjómi 1/2 di soja, sæt 2-3 msk matarolía salt og pipar Annað meðlæti 4 bökunarkartöflur Snöggsteikið lambafilet-ið á vel heitri pönnu, bragðbætið með salti og pipar. Stingið í 200" C heitan ofn í 6 minútur, takið úr ofninum og hvílið steikumar í 3 mín. Setjið aftur í ofn- inn i aðrar 3 mínútur. Skerið til helminga, berið fram með meðlæti og Uppskriftir og froðleiksmolar Jólasveppasúpa Handa 6 Ca 1 V2 bolli þurrkaðir sveppir, gjaman blanda af furu- og kóngs- sveppum 1,25 lítrar volgt vatn 3 msk. smjör nýmalaður pipar 3 msk. hveiti 3 msk. gráðaostur safl úr ‘/2 sitrónu 2 V2 dl rjómi 1-2 tsk púðursykur villibráðarkraftur Myljið þurrkuðu sveppina og leggið þá í bleyti í volgt vatn i 1-2 tíma. Þeir eru siðan síaðir vand- lega (ekki henda vökvanum!) steiktir í smjöri í þykkbotna potti i 5-10 mín. Þá eru þeir kryddaðir með nýmöluðum pipar, hveitinu stráð yfir og bakað upp með vökv- anum af sveppunum. Gráðaostur- inn settur út i og soðið varlega í 10 mín. Bragðbætt með sítrónusafa og rjómanum bætt í. Soðið upp og bragðbætt með púðursykri og villi- bráðarkrafti frá Oscar. Súpan verður jafnvel enn betri ef hún er elduð fyrirfram og hituð upp rétt áður en hún er borin á borð. Matur frá framandi löndum „Þótt það fari lítið fyrir mat frá framandi löndum í eldhúsinu hjá mér þá er þar á ein undantekning og það er grískur matur. Honum kynntist ég fyrst í ferðalagi á Krít fyrir tíu árum og kynnin voru end- umýjuð nú í vor þegar við hjónin dvöldumst í tvær vikur á eynni Samos, austur undir Tyrklands- strönd. Þar prófuðum við ýmsa óvenjulega rétti, eins og t.d. heil- steikta litla smokkfiska, kol- krabbasalat, grillað geitakjöt og steiktan ost. Hráefnin gera það að verkum að erfitt er að elda slíka rétti hér á ísa köldu landi, en einn af uppáhaldsréttunum minum frá Grikklandi þolir þó þetta langa sósu og bökuð- um kartöflum. Meðlæti og sósa Sneiðið lauk- inn, saxið hvít- laukinn. Létt- brúnið í heitri olíu, bætið ólífúm og heilum sveppum á pönnuna. Steikið í 1-2 mín., bætið þá kryddi, rjóma og sojasósu saman við. Sjóðið í 3-4 mínútur. Annað meðlæti Bakið kartöflumar við 180"-200” C í 45-60 mínútur (eftir stærð). Kaffi og karamelluís Einfaldur í vinnslu en er mjög sérstakur á bragðið, sterkur. Nykaup Þarsem ferskleikinn býr Uppskriftimar eru féngnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. ferðalag. Þetta er ofnréttur sem til er í ýmsum útgáfum og sú sem ég er hrifnust af inniheldur eggaldin og paprikur og er krydduð með kanel,“ sagði Dögg sem greinilega er mjög nýstárlegur og góður kokkur. 100 g sykur 1,25 dl kaffi 90 g möndlur 5 dl ijómi Sykur er brún- aður ljós á pönnu, kaffinu er hellt út á sykurinn, möndlur era því næst settar út á og blandað sam- an. Takið af hit- anum og kælið lítillega og bland- ið svo saman við þeyttan ijómann og frystið. Berið fram með vanillusósu og púðursykur- skexskálum. Kúskús með kræklingi og rækjum Handa 4 250 g kúskús V2 1 kjúklrngasoð (1 Knorrten- ingur og vatn) 6 hvítlauksrif 6 msk. steinselja salt og pipar úr kvörn Moussaka Handa 6 2 eggaldin 2 msk. salt Kjötsósa 600 g lambahakk 2 stórir laukar 1 græn paprika 900 g kræklingur (frosinn) 30-40 risarækjur ‘/2-1 dl óllfúolia til steikingar salt og pipar úr kvöm Hellið heitu kjúklingasoði yfir kúskús í skál, bætið söxuðum hvít- lauk og steinselju saman við. Hrærið í annað slagið í 10-12 mín. Snöggsteikið rækjurnar i olíu. Hitið þið- inn krækling á pönnu undir loki (eða í ör- bylgjuofni). Skiptið á disk- ana. Hellið safanum yfir og raðið snöggsteiktu rækjunum í kring. Hvítvínssoðnar apríkósur Handa sex til átta 6-8 apríkósur, ferskar V2 dl sólbeijasaft 7,5 dl (1 flaska) hvítvín, óáfengt 50 g sykur 2-3 hvítlauksrif 150 g tómatmauk (úr dós) 2 dl vatn 2 tsk. salt nýmalaður pipar 2 tsk. oregano 2 tsk. kanell Ostasósa 4 dl mjólk 3 msk. smjör 3 msk. hveiti 200 g rifinn hvítur ostur V2 tsk. múskat 2egg Skerið eggaldin í þunnar sneiðar og stráið á þær salti. Brúnið hakkið á stórri pönnu eða í jámpotti, bætið fin- söxuðum lauk og hvítlauk út í og síð- an saxaðri papriku, tómatþykkni, vatni og kryddinu. Látið malla um stund og bragðbætið með kjötkrafti og smávegis púðursykri og e.t.v. meira tómatþykkni. Sósan á að vera nokkuð þykk. Bræðið smjörið, stráið hveitinu út í og bakið upp sósu með mjólkinni. Látið sósuna sjóða í 1-2 mínútur, kælið hana aðeins, kryddið með múskati og bætið ostinum út í. Þeytið loks saman eggin og hrærið þeim út í volga sósuna. Skolið saltið af eggaldin- sneiðunum og þerrið þær. Steikið þær létt í ólífúoliu og þerrið með eldhús- pappir. Penslið stórt eldfast fat með ólífúolíu og raðið eggaldinsneiðum í botninn. Setjið síðan til skiptis kjöt- sósu og eggaldin, hafið eggaldin efst. Ostasósan er loks sett ofan á og bakað neðst í ofni við 180"C í ca 40 mín. Lát- ið síðan fatið standa á borðinu og jafna sig í 10-15 min. svo að gestimir skað- brenni sig ekki á tungunni. Með þessu þarf ekki mikið meðlæti, en grískt salat úr tómötum, gúrku, papriku, rauðlauk og fetaosti á vel við. Svo mæli ég með brauði frá Mosfells- bakaríi eða Jóa Fel, þar fást einstak- lega ljúffeng „Miðjarðarhafsbrauð" sem smellpassa með svona mat. Auð- vitað má brauðið vera heimabakað ef menn era duglegir við slíkt. Griskt rauðvín er tilvalið með þessum rétti og hjá ÁTVR fæst einmitt eitt slíkt sem heitir Kouros Nemea og er ódýrt og bragðgott. Verði ykkur að góðu. 2 vanillustangir Vr-1 askja fersk jarðarber 1 askja blæjuber 1 askja rifsber 1 askja hindber Hellið hvítvíni, sykri og sólberjasafti í pott. Skerið vanillustangir eftir endilöngu, skafið úr þeim kjamann og setj- ið í pottinn með stöngunum. Skerið lítinn kross í apríkósuhýðið, bætið þeim í pottinn og látið suðuna koma upp. Sjóðið við vægan hita í 30 mínút- ur. Takið þá apríkósumar upp úr og afhýðið þær á meðan þær era heitar, setjið þær aftur út í og kælið. Skerið jarðarberin i tvennt og blandið þeim ásamt hinum berjunum saman við apríkósumar og soðið áður en salatið er borið fram, annaðhvort í stórri skál eða á eftirréttardiskum. Hollráð Einnig er hægt að skera apríkós- urnar til helminga eftir að hýðið er fjarlægt og fjarlægja steininn úr þeim áður en boriö er fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.