Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Page 43
51
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
DV Tilvera
Hockenheim:
Reynir mikið á bílana
Ellefta keppni ársins í mótaröð For-
múlu 1 kappakstursins verður háð um
þessa helgi á þýskri grundu á hinni
sögufrægu Hockenheim sem hefur
verið notuð undir þýska kappakstur-
inn síðan 1977. Brautin er ein lengsta
braut sem ekin verður á þessu tima-
bili og spannar 6823 metra og er lítið
styttri en sú lengsta sem er SPA.
Brautin einkennist af löngum hröðum
köflum þar sem bilarnir ná háum
endahraða rétt áður en þeir enda í
snörpum beygjum (hraðahindrunum)
og stórri S beygju rétt fyrir siðasta
kafla brautarinnar.
Alltaf erfið
Hockenheim hefur hingað til verið
mótorum erfið. Löngu beinu kaflarnir
krefjast þess að vélarnar séu hvergi
eins mikið undir fullri gjöf og þar með
á hæsta snúningi og hafa þær margar
sprungið á limminu í skóglendinu
sem umlykur brautina. Einnig er
áraunin á bremsukerfið mikil þar
sem bremsað er úr 300 km hraða nið-
ur í 90 og helst á sem stystum kafla
því þeir sem síðastir bremsa fyrir
beygjumar snörpu græða mestan tím-
ann. Einnig er uppsetning bílanna
mjög erfið þar sem ökumenn verða að
finna rétta bilið miili hraðans á beinu
köflunum og grips í „Stadium" hlut-
anum þar sem griplausir bílar tapa
miklum tíma.
Heimsmeistarakeppnin gæti ekki
verði meira spennandi en hún er um
þessar mundir. Eftir ótrúlega góða
endurkomu McLaren undanfarnar
tvær keppnir þar sem David Coult-
hard og Mika Hakkinen tóku fyrsta og
annað sætið í Frakklandi og Austur-
ríki er staðan orðin mjög jöfn og 22
stiga forskot Michaels Schumachers
sem hann hafði eftir keppnina í
Kanada hefur minnkað niður í 6. Eft-
ir að McLaren missti keppnisstigin
frá Austurríki vegna innsiglisins á
tölvukassa Hakkinens er Ferrari enn
með forustuna í sigakeppninni, 92 stig
á móti 88.
Það er ekki víst að það standi lengi
þar sem Hockenheim er braut sem
mikið afl Mercedes vélanna og frábær
hönnun Adrians Newies á loftflæði
McLaren bílanna er fullkomin sam-
stæða fyrir árangur. Ekki spillir að
sjálfstraust Coulthards og Hakkinens
hefur sjaldan verið meira en um þess-
ar mundir.
Hondan að koma sterk Inn
Undanfarið hafa Honda-vélamar,
sem drífa BAR-bílana, getað veitt
Ferrari og Mercedes harða keppni á
beinum köflum, t.d. í Kanada, og verð-
ur því athyglisvert að fylgjast með
Villeneuve á Hockenheim á morgun.
Eins verður athyglisvert að fylgjast
með Jagúar en vélar þeirra eru með
þeim aflmestu i Formúlu 1. BMW fær
tækifæri til að sýna sig á heimavelli
og verður Hockenheim þeim góð þol-
raun og spennandi að sjá hvort
Benetton komist aftur upp fyrir Willi-
ams í keppninni „bestir af rest“.
-ÓSG
Irvine undir stýri á bíl sínum.
0362*3'
Benetton
FonnulaJ.
ORG: f(/SUSPENSlON WlSHBONE/2.1
VPU3JÍ.
FOWGE/DC CA.7UNG
Þreifað ofan í vasa formúluliðanna
Það er ekkert leyndarmál að Formúla eitt er dýr íþrótt og kostnaðar-söm
fyrir þátttakendur. Sífellt þarf að halda áfram að þróa vélar og annan
dýran búnað og auk framleiðslukostnaðar gerir þetta nánast ómögulegt
að setja einhvern verðmiða á bílana í Formúlunni. Hægt er þó að slá á
kostnað hvers bfls með því að skoða hvað einstakir hlutir kosta.
21.450.000 kr.
Pústkerfi 715.000 kr.
Eitt stykki á keppni
Afturvængur 950.000 Kr. Bensíntankur 950.000 kr.
J *J
Gírkassi 7.750.000 kr.
Gírhlutföll 1.200.000 kr.
Sex stykki duga eina keppni.
Grind 8.345.000 kr.
Í Sæti 300.000 kr.
Sérsmiðað fyrír hvern ökumann
Stýris- 360.000 kr.
maskína_____________
Stýri 1.79.000 kr.
meö búnaöi
Bremsudiskar 300.000 kr.i
Endast eina keppni
Bremsu- 415.000 kr.
klossar Endast eina keppni
Stimpildælur 2.400.000 kr.
i bremsur____________
Þetta gerir...
Bættu reyndar við
nokkrum milljónum fyrir
vatnskassa og önnur
kælikerfi, öörum
íhlutum sem endast
bara eina keppni og þá
byrjar þú fyrst að skilja
hvers vegna þú þarft
yfir 60.000.000 kr. til að
fá að leika með stórj
strákunum.
Yfirbygging
Vélarhlíf um hálfa
mi"ión 600.000
Töivukerfi 9.535.000 kr.
Öll kerfi
Rafkerfi 600.00 kr.
Felgur 360.000 kr
duga fimm keppnir
Dekk 180.000 kr
Átta sett fyrir hveria keppni
Llmmiöar
á allan bílinn
120.000 kr
Hjólamerkingar
35.000 kr.
120.000 kr.
Altsettið
Fjöörunarkerfi 475.000 kr.
Endist þrjár keppnir
Demparar 300.000 kr.
Undir- 60.000 kr.
plata Með öllum
festingum
Framvængur 240.000 kr.
Viðkvæmasti hlutibílsins.
Vængur með nefi kostar
hátfa milljón íslenskra króna.
Slökkvibúnaður
Aðskilin kerfi i ökumanns- og
vélarrými 475.OOO kr.
Tuy7o357“
ka meö stóru
DAIt: 15/01/97
SCAii: 1:3
cvr*.
Grafík © Russell Lewis
Stóru peningarnir
Þróun, vindgöng og prófanir í
tölvulíkönum munu svo kosta
þig margfalt meira en einn bfll.
COMPAd yfirburdir Tæknival
Myndbönd
The Man With a Golden Gun
Britt Ekland og Roger Moore i hlutverki James Bond.
The Man with the Golden Gun
Sjentilmaðurinn sem
sjarmerar stúlkurnar
Það er náttúrlega enginn eins sval-
ur og James Bond. Hann er kvenna-
maður kvikmyndanna. Bond óttast
ekkert og engan. Fjöhnargir hafa
heyrt um þennan leyniþjónustumann
bresku krúnunnar hvort sem er á
hvíta tjaldinu eða utan þess. Auk þess
úreldist hann ekki né eldist. Það er
einfaldlega eitthvað við að sjá James
Bond myndinnar sem enginn fær tek-
ið.
James Bond, hér leikin af Roger
Moore, er neyddur í leyfi frá störfum
þar sem frést hefur að Scaramanga,
leigumorðingi nokkur, sé á eftir hon-
um. Taliö er að gerist það aö Bond sé
myrtur hætti það sérstaklega mikil-
vægu verkefni sem hann er byrjaður
á og því þurfl strax að setja annan í
það í hans stað. Viö sögu koma síðan
fjölmargar persónur; Christopher Lee,
sem leikur skúrkinn Scaramanga, og
dyggan þjón hans, Nick Nack, sér-
kennilegan dverg, sem leikin er af
Hervé Villechaize. Einnig er skondin
amerísk flgúra dregin fram, J.W.
Pepper, fógeti nokkur í Louisiana,
sem er sérlega ýktur Ameríkani. í
þessari mynd, sem og öðrum myndum
um James Bond, leika fagrar stúlkur
náttúrlega stór hlutverk. Og sem fyrr
heillast þær allar af vini okkar Bond.
Það er ekki svo að maður sé að far-
ast yfir spenningi lengur þegar horft
er á enn eina myndina gerða eftir
sögu Ian Flemings. I dag eru fram-
leiddar margfalt meira spennandi
myndir og sækist maður virkilega eft-
ir spennumynd þá fer maður ekki og
leigir eina James Bond mynd. Hins
vegar er þetta að
öllum líkindum
enn spennandi
fyrir börn nær
unglingsaldrin-
um.
Nokkuð er um
orðaleik i mynd-
inni og er gaman
að fylgjast með
honum. T.d. er
nakin stúlka í
sundlaug að nafni
Chew Mee sem
gæti skilist á
ensku hljóðfræðilega sem „tyggöu
mig“.
Fjölmargir hafa myndað sér skoðun
um hver sé besti Bondinn. Sumir telja
Sean Connery aðalsjarmörinn og hafa
hæft Bond-hlutverkinu best. Aðrir
telja að Roger Moore túlki einna best
það skop er birtist í persónu Bonds. í
huga margra eru þetta einu virkilega
góðu Bond-leikararnir. Pierce Brosn-
an, sá nýjasti, er þegar talinn of mik-
ill Bond í hlutverkum utan Bond-
myndanna en þó ekki nærri eins góð-
ur og fyrirrennarar hans sem hér eru
nefndir. Aðrir hafa eitthvað komið
við sögu hlutverksins en ekki náð að
leika í það mörgum myndum að
þeirra sé sérstaklega minnst sem
James Bond persónunnar.
Guðrún Guðmundsdóttir
Leikstjóri: Guy Hamilton. Aðalhlutverk:
Roger Moore, Christopher Lee, Britt
Ekland, Hervé Villechaize og Clifton
James. Bresk, 1974. Lengd: 120 mín.
Leyfö fyrir alla aldurshópa.
Murder on the Orient Express
Gömul kynni gleymast ei
Agatha Christie er sennilega sá
sakamálasagnahöfundur sem hvað
oftast hefur orðið efni í kvikmynd.
Gamla rikissjónvarpið var á sínum
tíma duglegt við að sýna þessar
myndir þannig að hún ætti að vera
flestum yfir tvítugu að góðu kunn.
Belgíski spæjarinn Hercule Poirot
er hennar frægasta sögupersóna og
ég man eftir fleiri en einni þar sem
Peter Ustinov lék hann og geislaði
af stóískri ró og kurteisi. Albert
Finney túlkar hann aðeins öðruvísi
í Murder on the Orient Express.
Hann er kaldhæðnari og ófyrirleitn-
ari, beinskeyttur spæjari sem af-
vopnar viðmælendur sína með
stingandi augnaráði og ágengu fasi.
Myndin fer jafn þunglamalega af
stað og Austurlandahraðlestin en
rennur síðan hratt og örugglega
áfram þegar hún er komin af stað.
Ef þetta væri ný mynd myndi ég
sjálfsagt fjargviðrast út í ólíkinda-
lega sögufléttu, absúrd persónu-
sköpun og ævintýralegan ofleik.
Maður verður
hins vegar að
gera ráð fyrir tíð-
arandanum og þá
getur maður vel
skemmt sér yfir
myndinni þótt
varla teljist hún
mjög spennandi.
Þetta var sann-
kölluð stórmynd +++
á sínum tíma og
skartar aragrúa
af stjörnum í stórum og smáum
hlutverkum. Það er margt vitlaus-
ara hægt að gera en að rifja upp
kynnin af Agöthu Christie.
-PJ
Útgefandi: Myndform. Leikstjórl: Sidney
Lumet. Aðalhlutverk: Albert Finney, John
Gielgud, Lauren Bacall, Wendy Hiller,
Martin Balsam, Anthony Perkins, Ingrid
Bergman, Vanessa Redgrave, Jaqueline
Bisset og Sean Connery. Bresk, 1974.
Lengd: 128 mín. Bönnuð innan 12 ára.