Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2000, Síða 51
59
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000
JÖV
Tilvera
Hópurinn sem stendur aö iistviöburöinum á Hlemmi.
Listabrölt:
Bezti Hlemm-
ur í heimi
- 750 fermetrar af álpappír
í gær var hópur níu listamanna
aö setja upp sýningu í og við skipti-
stöðina á Hlemmi. Magnús Sigurð-
arson, einn listamannanna, sagði að
sýningin héti einfaldlega „Bezti
Hlemmur í heimi“ þar sem hún
væri sett upp á besta hlemmi í
heimi.
Á sýningunni eru níu verk eftir
jafnmarga listamenn og þar má m.a.
sjá stóran broskall sem búið er að
setja á klukkuskífuna sem stendur
utan við biðstöðina og textahringi
sem skrifaðir eru á gangstéttina, en
textinn er unninn upp úr viðtölum
við fólk á Hlemmi. Þá er fólki boðin
upplyfting í verki sem nefnist Nýjar
hæðir, ný tækifæri. Einn listamað-
urinn kemur með sjö hundruð og
fimmtíu fermetra af álpappír og ætl-
ar að búa til risastóra kúlu. Þórodd-
ur Bjarnason sýningarstjóri segir
að verkin séu hugsuð þannig að þau
verði fyrir hjaski og að fólk megi
koma við þau. Það er mikil umferð
á Hlemmi og reikna má með að sum
verkLi bögglist eitthvað.
Sýningin stendur í mánuð og
henni fylgir vegleg sýningarskrá
sem Jón Proppé gagnrýnandi er að
skrifa en í henni verða myndir af
verkunum og saga Hlemms. -Kip
Heppinn áskrifandi DV í Búðardal:
Fær veglega
vöruúttekt
PV. BUDARDAL:
Svavar Magnús-
son í Búðardal var
svo heppinn að
vera dreginn út í
áskrifendaleik DV
og hlaut hann
30.000 kr. vöruút-
tekt í versluninni
Spar-sporti. Svavar
var að vonum
ánægður þegar fréttaritari hitti
hann á heimili hans. „Það er auðvit-
að alltaf möguleiki að fá vinning
þegar maður er með í pottinum og
ég varð bæði ánægður og hissa þeg-
ar mér var tilkynnt að ég hefði ver-
ið dreginn út. Ég man ekki til þess
að hafa fengið happdrættisvinning
áður, enda hef ég lítið gert að því að
spila í happdrætti." Svavar er búinn
að vera áskrifandi að DV síðan 1988
og líkar blaðið vel. Að hans mati
hefur það farið batnandi með árun-
um og fyrir utan fréttimar eru
alltaf í því góðar greinar og
skemmtileg og fróðleg viðtöl.
Svavar bjó að Skörðum i Miðdöl-
um ásamt konu sinni, Pálínu Gunn-
arsdóttur, frá 1954 til 1995 og eiga
þau 5 börn. Þegar þau hættu að búa
byggðu þau sér hús í Búðardal og
líkar vel þar. Þau eru í miðju þorp-
inu og stutt er í alla þjónustu og
margir líta inn til þeirra um leið og
þeir reka erindi sín í kaupstaðnum.
Aðspurður segist Svavar sjaldan
fara til Reykjavíkur en býst þó við
að skreppa þegar komi að því að
leysa út vinninginn. -MelB
Hamingjusöm álftahjón DVMYND Rl
Fleiri álftir hafa verpt i Nesjum i Hornafiröi i vor en áöur og telur Björn
Arnarson fuglaáhugamaöur aö um þrjátíu hreiöur hafi veriö þar í vor.
Sömu áiftahjónin hafa verþt rétt viö þjóöveginn skammt frá Krossbæ og
er þetta fimmta sumariö sem þau koma uþp ungum sínum sem aö
þessu sinni voru þrir. Björn segir pariö merkt og því auövelt aö fylgjast
meö þvi. Ungar þeirra hafa ekki veriö merktir svo ekki er vitaö hvort þeir
leita aftur á æskustöövarnar.
í liakkupotti áskrifexida.
eru vinningar
að verðmæti 700.000 1».
Ert þú áskrifandi?
I aðalvinning er fullkomið heimabíó
frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúla 8-9.
Loewe Xelos 32" Videoscreen 100Hz
Dolby Digital sjónvarp
útvarp, geislaspilari
og DVD, 5x30RMS W hátalarar.
Þetta eru græjurnar sem hafa hlotið verðlaun
hjá virtum tæknitímaritum um heim allan og alla langar í.
DREGID 31. ÁGÚST
Vikulega. í allt sumar
Vikulega er heppinn
áskrifandi dreginn út
og hlýtur hann vöruúttekt
að verðmæti 30.000 krónur,
frá versluninni
Sparsport, Nóatúni 17.
láskrift
u - borgar sig
550 5000
jm
SPAR k SPORTJ
^TOPPMERKI A LÁGMARKSVERÐlJ
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is