Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 Fréttir Missti frænda sinn og var sjálfur hætt kominn í umferðarslysi: Er enn þá bílhræddur - segir Björn Gústaf Hilmarsson sem vill æfingabraut fyrir unga ökumenn DV-MYND DVÓ Dýrkeypt reynsla Björn Gústaf Hilmarsson missti frænda sinn og slasaöist sjálfur alvarlega í umferöarslysi sem þeir lentu í fyrir 11 árum. Fyrir 11 árum var Hafþór Guðmundsson að aka frænda sínum og tveimur félögum, sem allir voru 16 og 17 ára, úr Húnaveri í átt að Blönduósi eftir verslunarmannagleði í Húnaveri þegar þeir lentu i gífurlega hörðum árekstri við annan fólksbú í einni blind- beygjunni. Hafþór lést við ár- kesturinn, einungis 17 ára að aldri. Hvorugur ökumaður var ölvaður og ekki var hraðakstri um að kenna. Frændi Hafþórs, Bjöm Gúst- af Hilmarsson, man ekkert eft- ir slysinu. „Ég man eftir því að við lögðum af stað og svo vaknaði ég á sjúkrahúsinu þrem dög- um seinna. Ég man ekkert eft- ir slysinu sjálfu," sagði Bjöm Gústaf. „Mér skilst að þeir hafi báð- ir ætlað að skera beygjuna og verið of innarlega, of nærri miðjunni. Þetta var blind- beygja." Bjöm Gústaf, sem sat í aft- ursætinu fyrir aftan frænda sinn, fékk mikið höfuðhögg við slysið og mörg bein brotn- uðu í andliti hans. Einnig handleggs- og fótbrotnaði hann og lá lengi á sjúkrahúsi vegna meiðsla sinna. Hinir tveir far- þegamir slösuðust talsvert, annar fékk bakmeiðsl en hinn mölbraut á sér hnéð. Strákamir í framsætum bílsins voru í beltum en Bjöm Gúst- af og félagi hans sem sat aftur i voru ekki spenntir í belti. í hinum bílnum voru eldri hjón. Bæði lifðu slysið af en Björn Gústaf vissi ekki hversu mikið þau slösuð- ust. Vantar staöi fyrir hraðakstur Þetta slys var skiljanlega mikið áfall fyrir fjölskyldu Björns Gústafs og frænda hans en tveir bræður Bjöms Gústafs höfðu lent í alvarlegu bif- hjólaslysi árinu áður. Þeir lifðu báðir slysið af en slösuðust mikið. Bjöm Gústaf, sem er 28 ára, er fjölskyldumaður í dag og starfar í álverinu á Grundar- tanga á milli þess sem hann er á sjó. Að öðra leyti en því að hann finnur stundum til í vinstra auganu, sem skemmdist eitt- hvað í slysinu, finnur Björn Gústaf lítið fyrir áverkunum sem hann hlaut fyrir 11 áram. Hann er hins vegar enn bíl- hræddur og vill helst keyra sjálfur. „Mér hður mikið betur ef ég keyri sjálfur, mér fmnst óþægi- legra að vera í bíl með öðrum. Fyrst eftir þetta fannst mér ómögulegt aö vera í bíl með öðr- um úti á vegi, en það er farið að minnka. Maður treystir náttúr- lega sjáifum sér best,“ sagði Bjöm Gústaf. Slysið var dýrkeypt reynsla fyrir Bjöm Gústaf eins og alla þá sem missa félaga eða ástvini í umferðarslysum. „Þetta var nú ekki hraðakstur en ég hef samt lært af þessu að þú ert ekk- ert töffari þótt þú keyrir hratt. Það er rosalega gaman að keyra hratt en maður verður að vita hvar maður er og vera á þar til gerðum brautum. Þær þyrftu aö vera að- gengilegri fyrir unga ökumenn. Kvartmílubrautin er sniðug út af fyrir sig en það þyrftu aö vera fleiri svona staöir," sagði Björn Gústaf. -SMK Hámarkshraði á þjóðvegum landsins hækkaður árið 1987: Banaslysum fækkað síðan hámarkshraði var hækkaður - fleiri bíða samt bana á þjóðvegum landsins en í þéttbýli Þaö sem af er árinu 2000 hafa 21 manns látist í umferöarsiysum á íslandi og þó er rúmur þriöjungur eftir af árinu. Þeir sem vinna að umferðarör- yggismálum á íslandi beita sér jafn- an gegn hraðakstri, ölvunarakstri og ónógri notkun bílbelta. Sumir hafa jafnvel lagt til að lækka leyfi- legan hámarkshraða á vegum lands- ins til þess að spoma við banaslys- um. En alþingismað- urinn Einar Krist- inn Guðfinnsson segir að rétt sé að hækka hámarks- hraða upp í 110 km/klst. á ákveðn- um stöðum á þjóð- vegum landsins. „Ég held að það geti vel átt rétt á sér við tilteknar að- stæður að hámarks- hraðinn sé 110 km/klst. sem er þá ekki langt frá því sem hann er í raun. Það er útúrsnúningur sem margir hafa verið með að 110 km hámarkshraði þýði 120 eða 130,“ sagði Einar Kristinn. Árið 1996 lagði Einar Kristinn, ásamt alþingismönnunum Vil- hjálmi Egilssyni, Gunnlaugi M. Sig- mundssyni, Siv Friöleifsdóttur, Áma Johnsen og Hjálmari Jóns- syni, fram tillögu á Alþingi þess efn- is að hámarkshraði yrði hækkaður í 110 km/klst. á ákveðnum þjóðveg- um landsins utan þéttbýlis, þar sem bestu aðstæður væra tii þessa hraða. Með þessari tillögu vildu al- þingismennimir viðurkenna þá staðreynd að umferðarhraðinn er oft meiri en hinn leyfilegi 90 km/klst. „Ég er síst af öllu að mæla því bót að menn keyri óvarlega eða ekki miðað við aðstæður og vil benda á að þau slys sem má rekja til ógæti- legs aksturs vegna of mikils hraða. Þá eru menn ekki að tala um 110 km/klst. heldur miklu meira en það,“ bætti Einar við. Yfirvöld andvíg tillögunni „Þetta er algjörlega fráleitt, það þarf ekki fleiri orð um þetta. Vegir á íslandi eru ekki hannaðir fyrir þennan hraða,“ vora orð Óla H. Þóröarsonar, framkvæmdastjóra Umferðarráðs, þegar hann var spuröur um álit Umferðarráðs á þessu. Á Alþingi var tiilagan felld með miklum meirihluta atkvæða og fékk ekki einu sinni stuðning allra þeirra alþingismanna sem lögðu hana fram. „Lögregluyfirvöld, sýslumenn og allir þeir sem að þessum málum starfa voru á móti þessu vegna þess að þeim myndi ekki takast að halda hraðanum við 110 km/klst. Þeir við- urkenndu að umferðin væri ekki 90 heldur 100 eða yfir það en fuliyrtu að ef 110 km hraði yrði leyfður þá færi umferðin upp í 120 eða 130 án þess aö þeir gætu nokkuð að því gert og það er of mikið. Mér fannst það of mikil ábyrgð að horfa upp á hraðann fara svo hátt og að vera með þessari tillögu að leggja slíkt til,“ sagði Hjálmar Jónsson alþingis- maður. Dauðaslysum fækkað Árið 1987 var hámarkshraði á bundnu slitiagi þjóðvega aukinn úr 80 km/klst. upp í 90 km/klst., án þess að löggæsla væri aukin í sam- ræmi við það. Á þessum 13 áram sem liðin eru síðan hefur dauðaslys- um í heild sinni fækkað heldur í kjölfar þessarar aukningar og hefur að meðaltali 21 maður látist í um- ferðinni á ári hverju. Meðaltalið yfir árin 13 á undan þessari hækk- un vora 25 látnir á ári. Óli H. útskýrði að þrátt fyrir þessa heildarfækkun hefði alvarleg- um slysum og dauðaslysum í dreif- býli farið fjölgandi síðastliðinn ára- tug, en alvarleg slys voru tiltölulega fleiri í þéttbýli áður. Núna verða fleiri alvarleg slys á þjóðvegum landsins en i þéttbýli. -SMK Einar Kristinn Guöftnnsson alþingismaöur -, Umsjón: Hörður Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls Landið og miðin Hinn griðar- vinsæli þáttur Egils Helga- sonar, Silfur Egils á Skjá einum, hefur legið í salti í sumar. Kapp- inn mun hafa verið á heims- hornaflakki, íslenskum sjónvarpsaðdáendum til mikillar mæðu. Nú mun allt horfa til betri vegar því Egill er kominn heim. Á Menningarvöku í tilefni af afmæli Reykjavíkurborgar, sem fram fer í kvöld, er sagt að kapp- inn muni endumýja kynni sín af hljómsveitarbransanum og troða upp með Mannakomum. Egill er því síður en svo aliur frekar en hinn dýri Hafliði. Þá er sjónvarps- stöðin Skjár einn á góðri leið með að leggja undir sig allt landið og miðin... Enginn messagutti Yfirlýsingar Alfreös Þor- steinssonar í yfirheyrslu í DV í gær hafa vakiö mikla at- hygli. Menn eru svo sem ekkert hissa yfir kulda í garð sjálfstæð- ismanna, allra nema Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Hitt þykja meiri tiðindi að svo hátt skrifaður fram- sóknarmaður úttali sig um að rík- isstjómarsamstarfið sé komið á heljarþröm. Gera ýmsir þvi skóna að Alfreð sé með þessu að ýta úr vör og hefja harðan róður inn í landsmálapólitíkina. Þar ætli hann sér stóra hluti og allt annað en stöðu messagutta á skútunni hjá Halldóri Ásgrímssyni... Steliþjófar Mikil harka er hlaupin í samskipti leik- félaga í Reykjavík. Hið nýja leik- j hús í Iðnó, Leikfélag ís- lands, undir stjóm Magn- úsar Geirs Þórðarsonar, hefur villt og galið „stolið" þekktum stórleikurum frá Þjóðleikhúsinu við litla hriftiingu Stefáns Baldurssonar leikhús- stjóra. Eftir að hafa lagst undir feld fann Stefián mótleik. Hann ein- faldlega stal sjálfum Oliver Twist fyrir framan nefið á Magnúsi og hans mönnum sem ætluðu að sýna leikritið í vetur. Og, það sem meira er, Stefán nuddar Iðnófólki upp úr þessu með því að salta verkið niðri í skúffu fram á næsta leikár... Bornir burt Fyrirætlanir Sigurðar Geir- dals og bæjar- stjómar Kópa- vogs um skipu- lagningu á nýju íbúðahverfi við Vatnsenda hafa vakið mikinn óróa íbúa á svæðinu. Fjöl- margir hafa nýverið keypt sér hús og byggt i þessari sveit á höfuð- borgarsvæðinu rétt við landamæri Reykjavíkur. Nú hefur lóðarleigu- samningum verið sagt upp og eiga menn að pilla sig burt með sín hús af svæðinu innan eins árs. Velta menn því fyrir sér hvort ekki hefði verið heppilegra að hanna hverfið utan um byggðina sem fyr- ir er heldur en að rifa allt til grunna. Þá er einnig spurt hvort Sigurður hyggist halda imdir hom- in á húskofunum þegar þeir verða bomir burt - og þá hvurt...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.