Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Side 8
8
Útlönd
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
x>v
Á flótta eftir sprengingu
Viöskiptavinir verslanamiöstöðvar í
Ríga yfirgefa húsiö eftir aö tvær
sprengjur sprungu þar á fimmtudag.
Fólk flutt burt
vegna hótunar
Lögreglan í Lettlandi rýmdi versl-
anamiðstöð og aðra staði i höfuö-
borginni Ríga i gær eftir að
sprengjuhótanir höfðu borist henni.
Á fimmtudag sprungu tvær sprengj-
ur í verslanamiðstöðinni og særðu
35 manns.
Fréttamenn fengu að sjá teikn-
ingu af karlmanni um fertugt sem
lögreglan leitar vegna tilræöisins.
Maðurinn sást í námunda við versl-
anirnar fyrir sprengingarnar.
Lögreglan sagði hins vegar að
sprengjutilræðiö væri ekki verk
eins manns. Talið er aö ástæðan
kunni að vera vonbrigði vegna mis-
heppnaðra viðskipta eða þá að um
hryðjuverk hafi verið að ræða.
Efnahagsástand
gott á Grænlandi
Ráðgefandi nefnd danska forsæt-
isráðherrans um grænlenskt efna-
hagslíf er ánægð og leist vel á þaö
sem hún sá á ferð sinni til Græn-
lands á dögunum, að sögn Christens
Sorensens prófessors.
Uppgangur er í efnahagslífi
granna okkar, atvinnuleysið er á
undanhaldi og tekjur launþega hafa
hækkað.
Prófessorinn hrósar grænlensk-
um stjórnmálamönnum fyrir að
skapa skilyrði fyrir vexti efnahags-
lífsins. Hann telur að miklir mögu-
leikar séu í útflutningi krabba sem
Grænlendingar eru famir að veiða í
vaxandi mæli.
Sprengt í Pristlna
Albanskur maöur viröir fyrir sér
skemmdirnar sem uröu í sprengjutil-
ræði í Kosovo í gær.
Öfgamenn sakaö-
ir um sprengingu
Bernard Kouchner, yfirmaður
stjórnar Sameinuðu þjóðanna í
Kosovo, kenndi öfgamönnum um
sprengjutilræði í Pristina, höfuð-
borg héraðsins, í gærmorgun.
Sprengja sprakk í húsi þar sem
stjórnmálaflokkar og serbnesk yflr-
völd hafa aðsetur sitt. Tveir menn
særðust lítillega.
Kouchner sagði að tilræðið hefði
verið verk öfgamanna sem vildu
valda ólgu í héraðinu fyrir kosning-
amar þar í október. „Við erum
sannfærðir um að allir öfgamenn,
hvort heldur frá Belgrad eða héðan,
séu staðráðnir í að spilfa fyrir kosn-
ingunum," sagði Kouchner eftir að
hafa kannað verksummerki.
Sprengingin heyrðist um alla
borgina.
Flotaforingjar hræddir viö loftþrýstinginn í Kúrsk:
Pútín segir litlar
líkur á björgun
Vladímír Pútín Rússlandsforseti
sagði í gær að þegar í upphafi hefðu
verið litlar líkur á að tækist að
bjarga áhöfn rússneska kjarn-
orkukafbátsins Kúrsk á lffi. Kafbát-
urinn sökk í Barentshafi fyrir viku
eftir að tvær sprengingar urðu um
borð. Háttsettur foringi innan rúss-
neska sjóhersins sagðist þó gera sér
vonir um að hægt yrði að bjarga
einhverjum mannanna 118 sem eru
í kafbátnum.
Pútín sagðist hafa rætt við vam-
armálaráöherrann um leiö og hann
hefði fengið fréttimar af kafbátnum
og ráðherrann hefði upplýst sig um
að likurnar væru litlar á að hægt
yrði að bjarga áhöfninni.
Pútín heim til Moskvu
Forsetinn sneri heim til Moskvu í
gær úr sumarleyfi. Hann haföi þá
sætt harðri gagnrýni fyrir að hraða
sér ekki til Moskvu þegar í stað.
Pútín sagði að hann hefði ákveðið
að vera áfram í fríi þar sem hann
óttaöist að nærvera hans myndi
hamla björgunaraðgerðunum. Þá
upplýsti Pútín að hann þekkti skip-
stjórann á Kúrsk.
„Hegðun forseta okkar er ósið-
leg,“ sagði Borís Nemtsov, leiðtogi
umbótasinna á rússneska þinginu.
Nemtsov studdi Pútín þegar hann
var kjörinn forseti.
Vjatsjeslav Popov, yfirmaður
Norðurflotans, sagðist enn lifa í
voninni um að hægt yrði aö bjarga
áhöfninni en menn hefðu áhyggjur
af þrýstingnum í kafbátnum.
„Ég hef miklar áhyggjur af því að
samkvæmt útreikningum okkar er
þrýstingurinn í kafbátnum hærri en
eðlilegur loftþrýstingur. Mat okkar
á því hversu lengi mennirnir gætu
lifað af hafa byggst á því að loft-
þrýstingurinn væri eðlilegur.
Ástandið er mjög alvarlegt," sagði
Popov. Hann viðurkenndi að tvær
sprengingar hefðu orðið um borð í
Kúrsk á laugardag. Mælar norskrar
jarðskjálftastofnunar skráðu tvær
sprengingar í kafbátnum og var sú
siðari á við tvö tonn af sprengiefn-
inu TNT.
Hjálp á leiðinni
ígor Babenkó, talsmaður Norður-
flotans, sagði að fjórum sinnum í
gær hefði tekist að koma köfunar-
kúlu að neyðarhlerum kafbátsins en
ekki tókst aö tengja hana vegna um-
fangsmikilla skemmda á skrokki
kafbátsins.
Tuttugu skip eru við björgunar-
aðgerðirnar yfir kafbátnum og njóta
aðstoðar þyrlna og flugvéla.
Breskar og norskar björgunar-
sveitir eru á leið á slysstað og vænt-
anlegar þangað einhvem tíma í dag,
laugardag. Bretarnir hafa með sér
dvergkafbát sem miklar vonir eru
bundnar við. Bandaríkjamenn hafa
boðið fram aöstoð sína en hún hefur
ekki enn veriö þegin.
Ættingjar koma til Múrmansk
Eiginkona og dóttir sjómanns um borö í kjarnorkukafbátnum Kúrsk, sem liggur á botni Barentshafsins, í fyigd meö
liösforingja úr rússneska sjóhernum viö komuna til Múrmansk í gær. Allar tilraunir til aö bjarga áhöfn Kúrsk úr
stórskemmdum kafbátnum hafa mistekist til þessa. Efasemdir eru um aö nokkrum veröi bjargaö á lífi úr þessu.
A1 Gore eykur fylgi sitt eftir landsfundinn:
Fjögurra daga sigling nið-
ur Mississippi fram undan
A1 Gore og Joseph Lieberman,
forseta- og varaforsetaefni demó-
krata, fengu gott veganesti þegar
þeir lögðu upp í fjögurra daga sigl-
ingu niður hið mikla Mississ-
ippifljót í gær.
í skoðanakönnun, sem gerð var
að loknu flokksþingi demókrata í
Los Angeles á fimmtudagskvöld,
var Gore kominn fram úr mótfram-
bjóðanda sínum, George W. Bush,
rikisstjóra í Texas, forsetaefni
repúblikana. Gore fékk stuðning 46
prósenta aðspurðra í könnun NBC
sjónvarpsstöðvarinnar en Bush 43
prósenta stuðning. Munurinn er
ekki marktækur þar sem skekkju-
mörkin eru 4,4 prósent.
Niðurstöðumar sýna að lokaræða
Haldiö í siglingu
Al Gore, Joseþh Lieberman og eigin-
konur þeirra ganga um borö í fljóta-
bát á Mississippiánni.
Gores á landsfundinum hefur farið
vel í kjósendur. Hvort þetta þýðir
einhverja stefnubreytingu hjá kjós-
endum á aftur á móti eftir að koma
í ljós þegar frá líður.
Gore og Lieberman ætla að sigla
640 kílómetra niður Mississippi í
fljótabát, frá Wisconsin til bæjarins
Cairo í Missouri, fæðingarstaðar
rithöfundarins Marks Twains, og
reyna að fá kjósendur til að slást í
for með sér til betri framtíðar.
George W. Bush sagði frétta-
mönnum á leið til Tennessee,
heimaríkis Gores, að keppinautur
hans kynni að hafa hleypt kappi í
kinn stuðningsmanna sinna en að
kjósa hann jafngilti því að kjósa Bill
Clinton þriðja sinni.
Sterkari evrunnar vegna
Poul Nyrup
Rasmussen, forsæt-
isráðherra Dan-
merkur, segir í við-
tali við Aktuelt að
evran, sameiginleg-
ur gjaldmiðill Evr-
ópusambandsins,
geri það að verkum
að rödd Evrópu verði sterkari í
efnahagslegum og pólitískum samn-
ingaviðræðum.
Norðmenn iítt hrifnir
Norskir ferðamenn eru margir
hverjir lítt hrifnir af því að eyða frí-
inu í Danmörku þar sem þar gerist
allt of lítið. Kaupmannahöfn er þó
undantekning.
Hreint ekki útdauðir
Indíánaþjóðflokkur einn í Brasil-
íu, sem allir héldu að hefði dáið út
fyrir um 100 árum, skaut nýlega
upp kollinum þegar hann mótmælti
áformum um þjóðgarð á landi sínu
langt inni í Amasonfrumskóginum.
Minni umferð á brú
Umferö um Eyrarsundsbrúna
nýju milli Danmerkur og Sviþjóðar
er nú orðin minni en spár rekstrar-
fyrirtækisins gerðu ráð fyrir.
Einnig eru færri farþegar í Eyrar-
sundslestunum.
Vilja stöðva aftöku
Mannréttindasamtökin Amnesty
Intemational hafa hvatt bandarísk
stjómvöld til að fresta aftöku geð-
sjúks afbrotamanns sem var aðeins
17 ára þegar hann framdi morð.
Schröder brýnir klærnar
Gerhard Schröder
Þýskalandskanslari
hét því i gær að lát- t
ið yrði til skarar
skríða gegn ofbeldis-
verkum nýnasista
sem hann sagði að
væru á góðri leið
með að skaða ímynd
Þýskalands erlendis. Þá sagði hann
að ofbeldið gæti valdið efnahagslegu
tjóni.
Milljarðar fyrir gíslana
Líbisk stjórnvöld hafa fallist á að
greiða sem svarar um tveimur millj-
örðum íslenskra króna í lausnar- ;
gjald fyrir gíslana sem íslamskir
uppreisnarmenn hafa í haldi á Fil-
ippseyjum. Byrja átti að sleppa gísl-
unum 28 í nótt.
Barak aftur fyrir Bibi
Ehud Barak, for-
sætisráðherra ísra-
els, nýtur nú minni
vinsælda meðal
kjósenda en Benja-
min Netanyahu, 1
forveri hans, að því
er kom fram í nýrri
skoðanakönnun
sem birtist i gær.
Leki í kjarnorkuveri
Lítillega geislavirkt vatn lak úr
finnsku kjamorkuveri í gærmorg-
un, í annað sinn á tveimur dögum.
Grænfriðungar teknir
Tyrkneska strandgæslan hafði af-
skipti af liðsmönnum Greenpeace
sem reyndu að mótmæla mengun
frá olíuefnaverksmiðju vestan við
borgina Izmir í gær. Tveir menn á
skipi Grænfriðunga voru teknir.