Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 9
9 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 DV Fréttir Tónlist Lokabrenna Úr Baldri eftir Jón Leifs „Bálför Baldurs í lokin kallaði fram andköf frá sýningargestum og eldgosið var svo ógurlegt að mann langaði mest til að flýja burt æpandi, “ segir Jónas Sen sem skemmti sér konunglega á Baldri. Baldur eftir Jón Leifs var svið- settur i fyrsta sinn í Laugardalshöll- inni í gær. Verkið var samið árið 1947 og fjallar um hinn fagra ás Baldur og dauða hans sem hinn grimmi Loki er valdur að. Þetta er svokallað músíkdrama og hugsaði tónskáldið sér það fyrir hljómsveit, dansara, einsöngvara og kór. Má því segja að Jón hafi verið töluvert á undan sinni samtíð því þegar Baldur var saminn var ekki til sin- fóníuhljómsveit á íslandi, hvað þá dansflokkur. Nútímadans var sömu- leiðis eitthvert furðufyrirbæri sem fæstir könnuðust nokkuð við. Þegar tónskáld sækja innblástur í Eddukvæðin er óhjákvæmilegt að bera verk þeirra saman við hina fjórföldu óperu Wagners, Niflunga- hringinn. Baldur er þó eins ólíkur tónlist Wagners og hugsast getur. Niflungahringurinn ber öll ein- kenni síðrómantikurinnar en tón- smíð Jóns er hvöss og meitluð, hrynjandin frumstæð, hljómarnir ómstríðir og laglínurnar kuldaleg- ar. Þetta er ekki beinlínis falleg tón- list í hefðbundnum eða rómantísk- um skilningi en hún fangar hið forneskjulega andrúmsloft Eddu- kvæðanna að sumu leyti betur en óperur Wagners. í þokkabót nær Jón fram tilskildum áhrifum á meira en tíu sinnum skemmri tíma! Stormur og hávaði Ýmsir atburöir áttu sinn þátt í að móta verkið. Er Jón var að ljúka við tónsmíðina gaus Hekla og hafði það töluverð áhrif á tónskáldið. Einnig réðu atburðir seinni heimsstyrjald- arinnar nokkru um anda tónlistar- innar. Eldur og eimyrja er vissulega til staðar og mynda náttúrukraft- amir allan tímann umgjörð um tón- smíðina. Á einum stað blæs gífur- legur stormur og eldgosið í lokin, þar sem slagverkið er hvergi spar- að, hlýtur að vera einhver mesti há- vaði sem færður hefur verið í nótur. Sinfóniuhljómsveit Islands stóð, undir stjórn Leifs Segerstams, að flutningnum í gær en Jorma Uotinen samdi dansana og hannaði búningana. Kristin Bredal sá um leikmyndina og lýsinguna og er greinilega innblásinn snillingur því leikmyndin er ein sú viöamesta og magnaðasta sem hér hefur sést i langan tíma. Hún samanstóð af risa- stórum ísklumpum sem stóðu á víð og dreif um sviðið og náðust ótrúleg áhrif með hugvitssamlegri notkun ljóskastaranna. Bálfór Baldurs í lok- in kallaði fram andköf.frá sýningar- gestum og eldgosið var svo ógurlegt að mann langaði mest til að flýja burt æpandi. Einfaldleikinn áhrifamestur Sinfóníuhljómsveit íslands stóð sig með mikilli prýði - og vonar maður að öll fóstur hafi gert það líka. Leif Segerstam stjórnaði hljóm- sveitinni af ákefð en þó aldrei á kostnað nákvæmninnar. Var hljóð- færaleikurinn bæði kraftmikill og glæsilegur, stormurinn var sérlega vel fluttur og hljóðlátustu kaflar tónlistarinnar, þar sem Baldur hinn fagri skín í allri sinni dýrð, voru einstaklega fallega útfærðir. Áhrifa- mesti kafli tónlistarinnar var samt sá einfaldasti, þegar aðeins einn langur, lágvær kontrabassatónn var spilaður til dýrðar Baldri og konu hans, Nönnu. Söngvararnir spöruðu sig hvergi og Schola Cantorum, þjálfaður af Herði Áskelssyni, söng nánast ósyngjandi kórpartinn afar vel. Má segja hið sama um einsöng Lofts Er- lingssonar sem var í hlutverki Óð- ins. Dansaramir, sem sérstaklega verður fjallað um i gagnrýni hér á mánudaginn, voru sömuleiðis í góð- um tengslum við fjölbreytileg blæ- brigði og hljóðfall tónlistarinnar. Er því óhætt að segja að þetta hafl ver- ið einstaklega áhrifamikil og glæsi- leg sýning sem lengi verður í minn- um höfð. Jónas Sen Verð frá Kr.2B.995,- 240 Ktrakr. 23.995,- 36^00. 320 Ktra kr. 28.995,- 39r90a 370 Ktrakr. 31.995,- 43^90. 460 Ktra kr. 35.995,- 49^901 Skráðu þig § / vefklúbbinn www.husa.is HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.