Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 Frettir Bilað rússneski kjarnorkukafbáturinn 300 km Svalbarð BARENTSHAF Kafbáturinn Kúrsk af gerðnni Oscar II , sekkur til botns NOREGUR X t ® Múrmansk • \ s Oscar II - Kúrsk í notkun: Þyngd: Vélar: Áhöfn: Hrað: Vopn: Novaja Kara- SLAND Kafbátar Rússlands Kafbátar með langdrægar flaugar (kjarnorkuknúnir) 'sNa 21 3 Typhoon 332 18 Delta Árásarkafbátar (kjarnorkuknúnir) CNx 28 9 Oscar II Xj 8 Aku/a 3 Sierra 1 Yankee 7 Victor III Eftirlitskafbátar (dísilknúnir) X’6 12 Kilo 3 Tango 1 Foxtrot 1995 13.900 tonn 2 kjarnorkuhverflar 107 28 hnútar (í kafi) 24 flugskeyti 28 tundurskeyti 32 skipasprengjur Aíkto&rkafbátar 5 3 Uniform (kjarnorka) Xj 1 Yankee (kjarnorka) 1 X-Ray (dísil) SS-N-19 langdrægt flugskeytí meðkjarnaodd/ e& hefðrundnum Sjómenn rússneska Norðurflot- ans höfðu lengið beðið eftir þessum degi. Þeir áttu loksins að fá að fara á sjóinn og taka þátt í heræfingum í Barentshafi. En gleði þeirra breytt- ist skyndilega í harmleik. Á öðrum degi æfinganna, fyrir nákvæmlega einni viku, þurfti Gennadí Ljatsjín, skipstjóri á kjarnorkukafbátnum Kúrsk, að slökkva á kjarnokuhverfl- um báts síns og láta hann sökkva til botns. Þar liggur kafbáturinn enn og er allsendis óvíst hvort tekst að bjarga lifandi nokkrum sjóliðanna 118 sem eru um borð. Minnir á Apoilo 13 „Þetta er versta martröð kafbáta- sjómannsins," segir embættismaður í Pentagon, landvarnaráðuneyti Bandarikjanna. „Þetta minnir mig á Apollo 13 en á hafsbotni." Apollo 13 geimfarið bandaríska laskaðist af völdum sprengingar þegar það var á leið til tunglsins á árinu 1970. En öfugt við rússnesku sjóliðana tókst áhöfn geimfarsins að stýra flauginni fram hjá tunglinu og komast aftur til jarðar með aðstoð stjómstöðvarinnar í Houston. Viktor Statosov veit nákvæmlega hvernig mönnunum um borð í Kúrsk líður. Hann var kafbátasjó- maður í átján ár og i einni ferðinni kom upp eldur í bátnum hans þegar hann var í kafi. Sjóliðarnir þurftu að hírast fjóra klukkutíma í kolniðamyrkri. „Fyrsta tilfinningin er ótti. Fót- leggirnir og handieggirnir á manni fara að skjálfa, það er kalt. Deildin fylltist af reyk á tveimur til þremur sekúndum. Það var myrkur," segir Statosov. Hann segir að fyrir mestu sé að láta ofsahræðsluna ekki ná yfir- höndinni. „Hræðilegur ótti greip um sig, eins og maður hefði haft hryllilega martröð og vaknað upp af Erlent fréttaljós henni,“ segir Statosov sem var á kafbátum sovéska hersins á timum kalda stríðsins. Stolt siglir fleyið Enn er ekki vitað með vissu hvað varð til þess að Kúrsk sökk til botns á Barentshafi. Starfsmenn á banda- riskum hlustunarskipum, sem fylgdust með heræfingunum, sögðu að tvær sprengingar hefðu orðið um borð í kafbátnum á laugardag. Einnig hefur verið talið hugsanlegt að Kúrsk hafi lent í árekstri við annað skip. „Ekkert kjamorkuknúið skip fer til botns nema í algjörri neyð,“ seg- ir Valerí Daniljan, sérfræðingur í öryggismálum, sem starfaði í níu ár um borð í rússneskum kafbátum. Kúrsk var stolt Norðurflotans sem hefur yfir að ráða sjö sams kon- ar kafbátum. Að sögn heimildar- manna breska blaðsins The Guardi- an var Kúrsk síðast tekinn til við- gerða í þurrkví árið 1998. Kúrsk er ekki fyrsti kafbáturinn sem Rússar missa með voveiflegum hætti í norðurhöfum. Umtalaðastur þeirra, til þessa að minnsta kosti, var Komsomólets sem sökk við Bjarnarey árið 1989 og liggur enn á hafsbotni, mikið áhyggjuefni öllum sem láta sér annt um lífríki og Rússneski kjarnorkukafbáturinn Kúrsk bjargarlaus á botni Barentshafsins: Versta martröð hvers kafbátasjómanns segir Huchthausen í viðtali við bandaríska blaðið New York Times. Þótt rússneskir kafbátar hafi haldið sig nærri heimahögum frá endalokum kalda stríðsins hafa vandamálin haldið áfram að gera þeim lífið leitt, oft vegna lélegs við- halds og þjálfunar. Heim eftir vel heppnaöa ferð 1999 Þessi mynd var tekin af hluta áhafnar kjarnorkukafbátsins Kúrsk eftir aö báturinn kom til hafnar aö loknum heræfingum í október 1999. sinum af atburðum sem áður var farið með sem algjört ríkisleyndar- mál. Peter Huchthausen, fyrrum starfsmaður leyniþjónustu banda- ríska sjóhersins, segist ekki vera undrandi á slysinu um borð í Kúrsk. „Ég er undrandi á að þetta skuli ekki hafa gerst fyrr. Sjóherinn er allur þannig að það er bara tíma- spursmal hvenær slysin gerast," Beöiö fyrir áhöfninni á Kúrsk Viö guösþjónustu í Svjató-Níkolskí-dómkirkjunni í Múrmansk í vikunni var beöiö fyrir mönnunum 118 sem eru um borö í rússneska kjarnorkukafbátnum Kúrsk á botni Barentshafsins. Tilraunir til aö bjarga þeim hafa ekki boriö árangur. REUTERS# hreinleika sjávar á þessum slóöum. Óttast endurtekningu Komsomólets var sjósettur undir lok níunda áratugarins. Honum var ætlað að skjóta bandaríska sjóhern- um skelk í bringu en áður en hon- um varð eitthvað ágengt kom eldur upp í honum þar sem hann var í kafi, í aprílmánuði 1989. Áhöfninni tókst með harðfylgi að koma bátn- um upp á yfirborðið þar sem nokkrum mönnum tókst að komast frá borði. Alls létust 42 af 69 manna áhöfn Komsomólets í slysinu. „Það voru gerð svo mörg mistök við björgunaraðgerðirnar þá að maður getur aðeins óttast að það endurtaki sig,“ segir Galína Holova, leiðtogi stærstu umhverfisverndar- samtakanna á Kólaskaga þar sem Norðurflotinn rússneski hefur að- setur sitt, við danska blaðið Politi- ken. Slysin í Komsomólets og Kúrsk og fleiri kafbátum síðustu áratugina þykja til marks um vandamálin sem hafa þjakað rússneska sjóherinn. Hann hefur aldrei orðið jafnvoldug- ur og hann virtist kannski vera, jafnvel á mektardögum sínum í kalda stríðinu, vegna ófullkominnar tækni, slælegrar vinnubragða og óheppni sem hefur elt hann á rönd- um. Og þótt reynslan hafi sýnt að Rússar þurfi meira á björgunarbún- aði af ýmsu tagi að halda en aðrar kafbátaþjóðir hefur búnaður þeirra sjaldan virkað sem skyldi. Hundruð hafa farist Mörgum vestrænum manninum hefur þótt sem þetta endurspeglaði fremur kaldranalega afstöðu til ör- yggis áhafnanna. Rússneska dag- blaðíð Ísvestía greindi nýlega frá því að frá þvi að Rússar tóku kjarn- orkuknúna kafbáta i notkun fyrir 40 árum hefðu 507 menn úr áhöfnum þeirra týnt lífi. Raunverulegt umfang slysanna í rússneska kjarnorkuflotanum hefur ekki komið í ljós fyrr en á síðustu árum. Rússneskir fjölmiðlar hafa verið miklu aðgangsharðari en nokkru sinni áður í fréttaflutningi Ekkert skánaö „Öryggismál í kafbátum þeirra hafa ekkert batnað þrátt fyrir margra ára reynslu af rekstri þeirra," segir Joshua Handler, fyrr- um rannsóknarmaður fyrir um- hverfisverndarsamtökin Green- peace. Hann vinnur nú að doktors- ritgerð um kjarnorkuvána í Rúss- landi. Síðustu daga hefur allt lif í Múrmansk og nágrannabæjum, heimasloðum Norðurflotans, snúist um mennina um borð í Kúrsk. Um- hverfisverndarsinnar hafa hins veg- ar miklar áhyggjur af hugsanlegri geislamengun frá kafbátnum. Andrei Zolotkov, forstöðumaður Múrmanskdeildar norsku umhverf- isvemdarsamtakanna Bellona, segir að enn sé of snemmt að útiloka hættuna á bráðnun kjarnakleyfs efnis í kjarnaofni kafbátsins. „Ef marka má opinberar yfirlýs- ingar er engin hætta en allt veltur það á ástandi kjarnaofnsins," segir Andrei Zolotkov við Politiken. Múrmansk er höfuðstaður Kóla- skagans þar sem talið er að séu saman komin fleiri kjarnorkuvopn en annars staðar í heiminum. í flotastöðvunum fimm, sem þar eru, má sjá mikinn fjölda ryðgaðra kaf- bátaskrokka og óforsvaranlega geymslu á geislavirkum úrgangi, meðal annars í gömlum dalli, Lepse, sem liggur við bryggju í Múrmansk. Byggt á The Guardian, Reuter, The Washington Post, The New York Times og Politiken Rússneskur kjarnorkukafbátur sökk til botns f Barentshafi á laugardag eftir að sprengingar urðú um borð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.