Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Page 16
16
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
Helgarblað
x>v
Cher
veldur
fjaðra-
foki
Söng- og leikkonan Cher er ekki
öll þar sem hún er séö. Þessa dag-
ana er iðnaðarmaður, Salvatore
Sampino, sem hún réð til sín að
fara í mál við hana. Cher var að
breyta og betrumbæta heimili sitt
á Malibu-ströndinni í Kaliforníu
og ætlaðist til þess að Sampino
framkvæmdi verkefni sem sum
hver brutu í bága við byggingar-
samþykktir og önnur lög í Kali-
fomíuríki. Sampino er löghlýðinn
maður og vildi fyrir alla muni
ekki brjóta lögin og sagði Cher
það. Cher var ekkert að tvínóna
við hlutina og rak Sampino á
staðnum. Sampino segir að Cher
þjáist af stórmennskubrjálæði og
að hún haldi að hún geti gert það
sem hún vill og sé yfir lögin hafln
sökum frægðar sinnar. Hann er
staöráðinn i því að mergsjúga
Cher sökum þessarar ólögmætu
uppsagnar og stefnir henni nú fyr-
ir rétt. Enn hefur ekkert verið
ákveðið í málinu en Sampino bíð-
ur þess nú að hann fái sinn dag
fyrir rétti.
Rokkarinn hægir á sér:
Kominn í smóking
- gallabuxurnar bíða í skápnum
Helgi Bjömsson er ísfirðingur í húð
og hár. Hann náði eyrum þjóðarinnar
vorið 1984 þegar hann söng um húsið
sem er að gráta alveg eins og ég með
hinu eftirminnilega viðlagi: Mér finnst
rigningin góð.
Textinn hafði allt aðra þýðingu fyr-
ir Isfirðinga en aðra landsmenn því
allir þekktu „Græna húsið“ sem text-
inn fjailaði um. Húsið er löngu horfið
af yfirborði jarðar og orðið fúaspýtur
og rusl en Helgi syngur enn og hefúr
reyndar ekki þagnað síðan.
Síðastliðin 16 ár hefúr Helgi Bjöms-
son staðið hvíldarlítið í framlínu
hljómsveitarinnar Siðan skein sól, eða
Sólarinnar eins og hún er jafnan köll-
uð. Hann hefur sungið sínar eigin tón-
smíðar og sveitarinnar og tryllt ung-
dóminn á óteljandi sveitaböllum og
tónleikum hringinn kringum landið.
„Sólin“ er í fríi þetta árið en Helgi seg-
ir að það sé aðeins tímabundið.
Lengst af ferlinum hefur Helgi jafn-
framt leikið bæði á sviði og í kvik-
myndum allt frá árinu 1983 en það var
árið sem Helgi útskrifaðist úr Leiklist-
arskólanum og lék elsta son Árland-
hjónanna í kvikmyndinni um Atóm-
stöðina. Sá piltur kunni vel að
skemmta sér og unni hinu ljúfa lífi rétt
eins og Helgi hefur alltaf gert.
Strákamir á Borginni
Þegar Menningamótt Reykjavíkur
sígur yfir að kvöldi laugardagsins
munu Helgi Bjömsson og Bergþór
Pálsson frumsýna söngskemmtun sína
í Gyllta salnum á Hótel Borg. Þetta er
prógramm sem heitir Strákamir á
Borginni, eftir ofúrvinsælu og sam-
nefhdu lagi Bubba Morthens sem söng
þetta um Hótel Borg og lífið þar á miðj-
um níunda áratugnum þegar Borgin
var helsti samkomustaður samkyn-
hneigðra.
Undirleikarar Helga og Bergþórs
em Þórður Högnason á bassa, Kjartan
Valdimarsson á píanó og Pétur Grét-
arsson á trommur. Lögin sem mynda
uppistöðuna í efnisskránni eiga það
flest sameiginlegt að vera ættuð fiá
Ameríku og hafa orðið vinsæl í flutn-
ingi þekktra söngvara, eins og Frank
Sinatra, Dean Martin á sjötta áratugn-
um. Á þeim tima vora þeir félagar afar
vinsælir. Þeir kölluðu sig „The Rat
Pack“, eða Rottugengið, og stóðu fyrir
rómuðum söngskemmtunum í Las
Helgi Björns
Helgi hefur sungið rokk og ról í tæp 20 ár en bregður sér nú í smókinginn og raular hálfklassík með
Bergþóri Pálsssyni. Hann segist samt ekki vera búinn að leggja gallabuxunum.
Vegas ásamt Sammy Davis. Innan um
og saman við fljóta síðan nokkrar
klassískar ítalskar perlur og íslensk
dægurlög.
„Þetta er svona sambland af óska-
lögum okkar beggja," segir Helgi þegar
hann drekkur kaffi með blaðamanni
DV á Hótel Borg sem var reist 1930 og
þjóðin fagnaði því hjartanlega að fá
loksins almennilegt veitingahús. Eitt-
hvað hefúr Borginni forlast því rokk-
arinn fær óumbeðið kanilduft ofan á
cappuccinokaffið og er ekki alveg
ánægður með það. Gengilbeinan talar
ekki íslensku svo þetta er örlítið flókið
en fer vel að lokum.
Rokkog raul
Þeir Helgi og Bergþór era báðir bar-
ítonar samkvæmt klassískri radd-
flokkun en að áliti margra er baríton
hið náttúrulega birtingarform karl-
mannsraddarinnar. Annað era frávik.
Þetta vita allir. En er ekki stórt stökk
frá því að arga rokktónlist fyrir ung-
linga yfir í raula ballöður og ljúfa ást-
arsöngva að hætti amerískra
hjartaknúsara?
„Ég held að við Bergþór náum vel
saman. Ég kem með þetta hráa úr
rokkinu en hann með sína klassísku
skólun. Mér finnst þetta mikO áskorun
og heilmikið verkefni fýrir mig sem
söngvara. Þetta reynir mikið á hljóð-
færið, röddina, og mér finnst þetta
stórskemmtilegt. Ég hef áður verið að
laumast til að syngja tónlist af þessu
tagi, bæði í veislum og brúðkaupum
og með Astral-sextettinum sem ég
stofnaði fýrir nokkrum árum. Það hef-
ur verið draumur minn að fást meira
við að syngja svona tónlist.“
Er þetta aðferð rokkarans til þess að
sættast við að vera miðaldra að raula
ljúfa tónlist á kaffihúsum?
„Ég er nú ekki búinn að henda
gallabuxunum
þótt ég bregði
mér í smóking-
inn við þetta
tækifæri. Rokk-
ið lifir áfram.
Það er meiri
„sjóbisness"
ljós, hávaði,
læti og stemn-
ing. Þetta er
miklu fágaðra
og agaðra.
Annars veit
ég ekki hvað þú
ert að tala um
miðjan aldur.
Ég skil ekki
hugtakið mið-
aldra. Miðaldra
er sennilega
hugarástand og
ég þekki það
ekki.“
Frá 9 til 5
Undanfarið
ár hefur Helgi
starfað sem
markaðsstjóri
sölusviðs fýrir
SkjáEinn og
segir að það hafi
verið skemmti-
leg tilbreyting
að fara að mæta
i vinnuna frá níu til fimm og starfa á
öðra sviði en hann hefur gert áður þó
það sé vissulega tengt skemmtanaiðn-
aðinum.
„Það má segja að ég sé að syngja í
hjáverkum núna. Þetta hefur hrist
ágætlega upp í mér. Ég var sennilega
orðinn svolítið latur eftir að hafa ver-
ið eigin herra í nærri 20 ár og þurft að
skapa mér mín verkefni sjálfúr.
Það er auðvelt að benda á erlendar
rokkstjömur, eins og Mick Jagger og
Tom Jones, sem era enn að syngja eins
og þeir hafa alltaf gert þótt þeir séu
komnir langt á sextugsaldurinn. Helgi
er vissulega ekki nema 42 ára enn þá
en finnst honum það erfitt verkefni að
eldast sem listamaður?
„Ég velti því ekki sérstaklega fýrir
mér. Meðan listamenn era enn skap-
andi og hafa gaman af því sem þeir era
að gera þá geta þeir skemmt ffam i
andlátið."
-PÁÁ
Hinsegin dagar
Ungum var mér kennt að mannfólk
væri í kynferðislegum skilningi annað-
hvort „svoleiðis" eða „hinsegin". Flagarar
og vergjarnar konur höfðu jafnan orð á
sér fyrir að vera dáldið mikið „svoleiðis"
en afturámóti „hinsegin" þeir og þær sem
ekki litu við öðru en eigin kyni.
Einhvern tímann spurði ég ömmu mina
að því hvað það þýddi að vera „hinsegin"
og þá svaraði gamla konan:
- Æ, það eru einhverjir kallar sem vita
ekkert skemmtiiegra en að toga i typpið
hver á öðrum - og ég held þeim sé ekki of
gott að njóta þess - ef þetta eru bara al-
mennilegar manneskjur.
Ég hef borið gæfu til þess að fá talsvert
af lífspeki ömmu minnar í veganesti gegn-
um lífið og þessvegna er ég nú svona ein-
staklega víðsýnn og næs náungi.
Þó mér hafi alla tíð fundist ég ögn
meira „svoleiðis“ en „hinsegin" get ég
ekki neitað því að það er fátt sem hlýjar
mér jafn rækilega um hjartaræturnar
einsog ást sem fær að blómstra hömlu-
laust og má þá einu gilda hvort elskend-
urnir eru samkynhneigðir, gagnkyn-
hneigðir, fjölkynhneigðir, fákynhneigðir
eða jafnvel einkynhneigðir. Bara ef ástin
blómstrar óhindrað.
Hitt er svo annað mál að það kann
aldrei góðri lukku að stýra ef fjölkyn-
hneigðir fara að abbast uppá fákynhneigða
og vei þeim sem raska ró einkynhneigðra
á ögurstund viðkvæms ástarbríma.
Ég veit satt að segja ekki hvort gagn-
kynhneigðir gera mikið af því að stíga í
vænginn við samkynhneigða en veit hins-
vegar að slíkt er ekki vænlegt til árangurs
nema sá samkynhneigði sé „latent“
hommi og er kallað að vera „í skápnum".
Sannleikurinn er sá að sjaldnast dregur
til nokkurra tíðinda þegar samkynhneigð-
ur tekur uppá því að stíga í vænginn við
gagnkynhneigðan, nema þegar svo illa vill
til að sá gagnkynhneigði er í raun og veru
samkynhneigður án þess að vita það eða
vilja viðurkenna það fyrir sjálfum sér og
öðrum.
Þetta er semsagt kallað að „vera í
skápnum" og er talin ömurleg vist.
Þegar semsagt samkynhneigður leitar á
gagnkynhneigðan - sem er í raun og veru
samkynhneigður inní skápnum - kemst
hinn síðarnefndi í ofboðslegt uppnám -
inní skápnum — af því hann veit ekki
sjálfur að hann er samkynhneigður, þó
hann haldi að hann sé gagnkynhneigður.
Allt í einu vaknar hann til samkynhneigð-
arinnar inní skápnum og fær taugaáfall í
leiðinni og brýst útúr skápnum í gegnum
hurðina og með karmana og allt draslið á
herðunum. Það hefur stundum verið kall-
að hormónasjokk.
En víkjum nú að „Hinsegin dögum“ í
Reykjavík.
Ég er að verða pínulítið leiður á þessu
brauki og bramli í samkynhneigðum. Þó
piltarnir hafi svolítið verið að kíkja á
kúlurassana hver á öðrum og telpurnar
trítli saman á klóið undir yfirskyni ástar-
innar - sem er að mínu mati allt í lagi -
þá finnst mér svolítið hallærislegt að efna
til kjötkveðjuhátíðar til að auglýsa afstað-
in og væntanleg kynmök.
Ég hef kynnst fjölda samkynhneigðra og
hef af þeim ósköp svipaða reynslu og öðru
fólki sem ég hef átt samleið með. Og ekki
veröur framhjá því horft að sumir af
mestu afbragðsmönnum samtíðarinnar
hafa svosem verið „hinsegin" og nægir í
því sambandi að nefna Gunnar og Njál og
Gög og Gokke.
Sannleikurinn er sá að ég hef alltaf átt
frekar auðvelt með að umgangast sam-
ferðafólk mitt í lífinu, hvort sem það nú
kann að hafa verið „svoleiðis“ eða
„hinsegin“, sem helgast ef til vill af því að
maður hefur ekki þurft að eiga kynmök
við alla sem orðið hafa á vegi manns.
Sem betur fer.
Ég er semsagt búinn að fá nóg af auglýs-
ingaskrumi um eðlilegt og afbrigðilegt
einkalíf fólks.
Þessvegna finnst mér að hommar og
lespur eigi bara að.gleðjast prívat í sínum
eðlilega eða afbrigðilega ástarbríma.
Leika bara þann ástarleik sem náttúran
býður þeim. Því þegar öllu er á botninn
hvolft, þá skiptir það svo ósköp litlu máli
hver togar í typpið á hverjum, ef þátttak-
endur eru bara almennilegar manneskjur.
Flosi