Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 22
22 Helgarblað LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 r>v Edda kannast ekki við það að hafa þurft að nota kara- te til þess að ganga á milli bols og höfuðs á einhverj- um. Hún neitar því hins vegar ekki að einstaka sinn- um hafi drukknir strákar gengið að henni niðri í bæ og reynt að fá hana til þess að kýla sig í magann. „Það er eins og sumum strákum finnist að þeim stafi ein- hver ógn af stúlku sem gœti hugsanlega haft þá undir. Þeir reyna að fá mann til þess að koma í sjómann og hvetja mig til þess að kýla sig í magann af öllu afli. Ég hef hins vegar ekki enn þá séð neina sérstaka ástœðu til þess að sanna mig á þeim vettvangi, “ segir Edda sem augljóslega er ekkert mjög hrifin af þessum pœl- ingum sveinanna. Ásamt því að hrifsa til sín tslands- meistaratitil í karate er Edda einnig að læra sjúkra- þjálfun í Háskóla íslands. Skordýr og apar „Það leikur enginn vafi á þvi að þaö er þetta sem ég vil gera. Ég er ákaflega áhugasöm um námið þó ég hafi stundum látið það sitja á hak- anum sökum karatesins. Það dálítið erfitt að samhæfa keppnisíþrótt með fullu námi,“ segir karatesnill- ingurinn brosandi og augljóst er að hún veit upp á sig sökina. Hún er að hefja annað árið sitt i haust í fjög- urra ára löngu BS-námi. Edda keppir ekki bara á innlend- um vettvangi heldur einnig víðs vegar utan landsteinanna. Að henn- ar sögn er það í raun og veru utan íslands sem hún fær einhverja keppni í kvennaflokki - íslenskar stúlkur eru efnilegar en skammt á veg komnar í íþróttinni. En karate og sjúkraþjálfun er ekki það eina sem Édda hefur feng- ist við um ævina. Hún vann einnig viö eina vinsælustu þáttarröð Þr.itt fyrir «iö vera iðin keppniskona i knrate a sjukrnþjálfun huf* hennar allan. Edda viöurkennir þó fuslefía aö namiö hafi stund- um þurft aö sitja a hakanum sökum karatesins. ar hlutverk var að sjá til þess að fólkið sem tæki þátt í leiknum færi sér ekki að voða. Fólkið er alls- laust - þaö fær nægt vatn á hverj- um degi en að öðru leyti þarf það að reyna að redda sér sjálft. Þegar fólk er orðið svona hungrað og að- framkomið gerir það hvað sem er til þess að fá sér mat. Við þurftum því að fela nestið okkar sem við tókum með okkur út í eyjuna. Fólkinu sem dvelur á eyjunni er til að byrja með skipt í tvo átta manna hópa og eru þeir sinn hvor- um megin á eyjunni. Eftir þvi sem á líður leikinn fækkar I hópunum og þeir eru loks sameinaðir. í lok- in stendur einn eftir sem sigurveg- ari. Á nóttunni gekk ég í gegnum frumskóginn til þess að athuga hvort ekki væri í lagi með alla í hverjum hóp og ég var með læknis- tösku og talstöð sem hægt var að nota ef ástæða þótti til.“ í siömenningunni En aðbúnaðurinn var ekki bein- línis góður fyrir Eddu og hina næt- urverðina. Þeirra munaður fólst I þvi að þau máttu fá moskítónet og smámottu til þess að hvílast á. „Þetta var ekki beint beisið til þess að byrja með. Við þurftum einnig að hengja upp matinn okkar til þess að rottur kæmust ekki í hann. Eftir að hafa verið þarna í smátíma gerði storm eina nóttina og það hellirigndi. Allir voru aö sjálfsögðu hundvotir og ekki beint ánægðir eftir að hafa þurft að húka í einhverju moskítóneti yfir nóttina. Við létum þvi stjómendur þáttanna heyra í okkur og sögðum þeim að við myndum ekki láta bjóða okkur upp á þetta - ofan á kaupleysið! Þeir ákváðu því að láta það eftir okkur að fá tjald sem við gátum dvalið í yfir nóttina. Eftir það lagaðist þetta mikiö. Þama gat maður lesið aðeins um nóttina en það er samt dálítið erfitt að vera staddur á eyðieyju al- einn um miðja nótt og hafa engan til þess að tala við,“ segir Edda og bæt- ir því við að öll samskipti við þátt- takendur leiksins hafi verið bönn- uð. Einn daginn fékk Edda þó frí með kærastanum I þrjá daga og það var notað til þess aö koma sér vel fyrir á hótelherbergi, panta mat í rúmið, horfa á sjónvarpið og sofa í alvöru- rúmi. „Þetta var enginn smámunaður Eftir að hafa æft karate í sjö ár hefur Edda Lúvísa Blöndal náð þeim áfanga að verða íslandsmeistari í íþróttinni. Þrátt fyrir að vera mikil keppnismanneskja hefur hún engu að síður gefið sér tíma til þess að taka þátt í ýmsum ævintýrum víðs vegar um heiminn og tekist á við háskólanám í sjúkraþjálfun: Róbinson Krúsó og karate þeirra Svía - Expedition Robinson - sem gengur út á það að senda nokk- ur borgarböm á eyðieyju og láta þau spjara sig ein og yfirgefin. Þátt- urinn er tekinn upp á eyju suður af Malasíu þar sem skordýr og apar ráða ríkjum. „Mér bauðst að fara suður til Malasíu fyrst 1997 og þá var ég i því að starfa sem bamapía á einni eyj- unni og hafði í raun og veru ekkert samneyti við þá sem voru að taka þátt í leiknum sjálfum. Ég dvaldi ekki þarna nema í sex vikur og ferð- aðist afar lítið um Malasíu. Eftir á að hyggja sá ég sá ég mjög eftir því að hafa ekki gert mér far um að skoða mig meira um.“ Næturvöröur á eyftieyju Það stóð því ekki á Eddu þegar henni bauöst að fara aftur til Ein á ey&ieyju Edda starfaöi ásamt kærastanum sínum viö sænsku þættina Expedition Robinson fyrr í sumar. Þættirnir eru teknir upp á eyöieyju suöur af Malasíu og var hún í hlutverki næturvaröar. ■ u-' Malasíu að vinna við þættina. I þetta skiptið átti hún ekki að sinna bömum heldur þátttak- endum í leiknum sjálfum. „Nú fyrr í sumar var mér boðið að fara aftur að sinna hlutverki næturvarðar á eyj- imni. Mér þótti þetta fremur skemmtileg tilhugsun að vera næturvörður á eyju í S-Kína- hafi og geta notað tímann á dag- inn til þess að skoða land og þjóö. Þar sem þættirnir eru ákaflega vinsælir er fólkið sem vinnur við næturvörslu látið vinna launalaust fyrstu tvo mánuöina. Ég hugsaði með mér sem svo að með þessu móti gæti ég skoðað mig um í Malasíu og bætt um betur frá því síðast þegar ég fór til landsins. Ég fór því með kærastanum mínum í byijun júní til Malasíu og okk- eftir að hafa dvaliö fjarri siðmenn- ingunni svo lengi. Þetta var þó ekki eina fríið sem við fengum. Þegar lengra var liðið á dvölina gafst okk- ur einnig tækifæri til þess að fara til Kuala Lumpur og Singapúr þar sem innfæddir vinir úr karatenu sýndu okkur borgimar.“ Á sama tíma og Edda rifjaði dreymin upp minningamar um að komast aftur í siðmenninguna, eftir að hafa dvalið í óbyggðum dögum saman, tekur hún síðustu skeiðina af súpunni sinni. Hún útilokar ekki að fara aftur til óbyggða Malasíu en segir að það yrði þó ekki til þess aö vinna við fjölmiðla. „Ég hef lítinn áhuga á því að vinna við fjölmiðla - sjúkraþjálfun- in á hug minn allan," segir Edda að lokum og brosir sínu breiðasta. -ÓRV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.