Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Side 23
23 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Sumarmyndir DV Sumarmyndakeppni DV stendur nú sem hæst og Ijósmyndarar blaðsins sitja sveittir frammi fyrir því erfiða verkefni að velja sýn- ishom úr öllum þeim fjölda fallegra mynda sem flæðir inn á ritstjórn blaðsins. Sumarið hefur greinilega verið gott fyrir skarp- skyggna lesendur sem sjá falleg og áhugaverð myndefni í amstri hins daglega lífs og sínu nánasta umhverfi við leik og störf. Haldið áfram að horfa á líf- ið gegnum linsuna og smella af og senda okkur árangurinn. Það er sagt að snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill. Þessi einbeitti sóknarmaður er kom- inn í KR-búninginn og er albúinn í slaginn þó hann virðist ekki alveg viss um hvað á að gera við skóna. Þessi brosmildi unglingur er Baldur Búi, 3 ára, á ferð á Hellnum á Snæ- fellsnesi með foreldrum sínum. Þessi íslendingur hefur slakað svo rosalega á í sumarfríinu í Portúgal að höfuðiö hefur sýnilega losnað frá bolnum. Hann hefur sennilega snúiö því heldur mikiö við að horfa á fáklædda samferða- menn sína eða konur. En þetta fer allt vel því eig- andinn hefur hönd á sínu höfði. »( '• 7 Það þarf ekki alltaf aö leita langt út fyrir borgarmörkin eftir náttúrufegurð- inni. Þessi fagra sólarlagsmynd er tekin á Skúlagötuströnd yfir himinbláu sundin. Golfdagur Æskulínunnar og GSÍ í samstarfi við Útilíf Laugardaginn 26. ágúst verður haldinn golfdagur á „Ljúflingnum,“ æfingavelli Golfklúbbs Oddfellowa í Urriðavatnsdölum í Heiðmörk. Golfmót fyrir hádegi. Fyrir krakka 9-12 ára (fædd 1988-1991) sem eru vanir golfi. Leiknar verða 9 holur og fyrstu keppendur eru ræstir út kl. 9. Skilyrði fyrir þátttöku er að vera skráður í golfklúbb. Keppendur þurfa að koma með eigin kylfur. Golfþrautir og golfæfingar frá kl. 13 eftir hádegi. Fyrir alla krakka 12 ára og yngri, byrjendur sem lengra komna. Þátttakendur geta fengið lánaðar kylfur og boðið verður upp á tilsögn í golfi. Ekkert þátttökugjald • Allir þátttakendur fá glaðning frá Æskulínunni • Verðlaunaafhending kl. 15 • Verðlaun frá Útilífi Nokkrir íbúar Latabæjar koma í heimsókn Ball með hljómsveitinni Þotuliðinu kl. 15-16 Allir fá íspinna frá Kjörís Skorkortahappdrætti. Öll skorkort úr golfmóti og golfþrautum fara í pott, sem dregið verður úr Þetta er tilvalið tækifæri til að kynnast skemmtilegri íþrótt. Hafið hraðann á og skráið ykkur sem fyrst því fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Skráning er á Netinu, www.bi.is,www.krakkabanki.is eða í síma 525-6342 í markaðsdeild Búnaðarbankans Skráningin hefst mánudaginn 21. ágúst kl. 9. @ BÚNAÐARBANKINN Traustur banki n m i-í-n-a-n UTILIF Gíœsíbœ • Simi 581 2922

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.