Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 26
26
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
Helgarblað________________________________________________________________________________________________py
Einlægasti knattspyrnumaður landsins er án efa Hermann Hreiðarsson. Hann er alinn upp í þriggja systk-
ina hópi í Vestmannaeyjum þar sem hann sprangaði í klettum Heimaeyjar og æfði fótbolta frá blautu
barnsbeini. Hann er einnig dýrasti knattspyrnumaður íslands:
Þyngdar sinn-
ar virði í gulli
Ær og kýr
Hermann hefur æft knattspyrnu frá fimm ára aldri og lék handknattleik frá því hann var 11 ára og til 18 ára aldurs.
Hann gaf handboltann þó upp á bátinn til þess aö geta einbeitt sér aö knattspyrnunni.
ekki langt aö bíöa að ekki þurfti
að minna mann á aö fara - þetta
var það eina sem komst að. Þetta
hafa verið mínar ær og kýr síð-
an.“
Sameiginlegt áhugamál
Hermann var samt ekki einung-
is í knattspymu. Strax 11 ára gam-
ali var hann farinn að taka þátt í
handknattleik líka og þótti efni-
legur. Hann var þó alltaf viss um
að hann myndi láta fótboltann
ganga fyrir. „Ég spilaði handbolta
frá því ég var 11 ára þar til ég
varð 18 ára með öðrum flokki. Þá
hætti ég að spila handknattleik og
ákvað að einbeita mér meira að
fótboltanum. Ég hafði alltaf ætlað
að velja hann í raun og veru. Ég
hafði ákaílega gaman af handbolt-
anum - þar var góður félagsskap-
ur og það var ákaflega gaman að
vera alltaf að keppa á mótum en
fótboltinn átti hug minn allan. Ég
hef þó enn mjög gaman af því að
spila handbolta og geri það ef
tækifæri gefst.“
Hermann vill ekki kannast við
það að fátt annað en fótbolti kom-
ist að í hans lífi en neitar því þó
ekki að hann spili stóra rullu á
heimilinu. Hermann er giftur
Rögnu Lóu Stefánsdóttur, sem hef-
ur einnig verið viðriðin knatt-
spymu í gegnum tíðina, og eiga
þau saman eina dóttur, Telmu
Lóu, sem er 9 mánaða. Ragna á
tvö börn frá fyrra sambandi, Stef-
án Kára og Elsu Hrund, og segir
Hermann að Stefán sé strax farinn
að spUa knattspymu.
„Þetta er vissulega sameiginlegt
áhugamál fjölskyldunnar. Ég spila
leiki á laugardögum og Stefán
Kári spUar leiki á sunnudögum
sem við fylgjumst að sjálfsögðu
með. Síðan er æft stíft aUa daga.
Við reynum vissulega að gera
hluti saman sem ekki tengjast
knattspyrnunni. Þar sem við
búum rétt suður af London er
aUtaf nóg að gera. Við fáum mikið
af gestrnn sem við reynum að
sinna eftir bestu getu.“
Krefjandi að búa erlendis
Þrátt fyrir að kunna vel við að
búa í heimsborginni London segir
Hermann að hann kunni aUtaf
best við sig á íslandi og að fyrstu
árin utan landsteinanna hafi ver-
ið krefjandi.
„Eftir aö hafa verið í Bretlandi
veit maður að aUt er „tipp-topp“ á
íslandi. Héma er aUt 100%, hrein-
legast, Uottast, besti maturinn og
svo framvegis. Þegar maður flytur
af landi brott þá tekur maður bara
með sér það jákvæða um eigið
land. Síðan eru kannski aðrir
hlutir erlendis sem eru betri þar
en héma heima - þar með talið
veðrið! Helsti kosturinn við það
að búa erlendis er að maður fær
almennUegt sumar og ekki slæma
vetur þar sem aUt er á kafi í snjó.
Eitt af því besta er aö losna við
þetta eUífa rok sem hér er, að geta
spUað fótbolta í logni er alveg nýtt
fyrir rnanni," segir Hermann og
glottir út í annað.
„Þegar ég fór utan var ég ást-
fanginn og rosalega ánægður með
það að vera kominn út í atvinnu-
mennsku - nokkuð sem manni
fannst einu sinni bara vera fjar-
lægur draumur. Hlutimir gerðust
líka ákaUega hratt og það hefur
líklega haft jákvæö áhrif á mann.
Ég var ákaUega upptekinn strax
frá byrjun og hafði því lítinn tíma
til þess að eignast vini. Við félag-
amir i liðinu æfðum að sjáifsögðu
á hverjum degi og það var bara
eins á hverjúm öðrum vinnustað.
Einu sinni í mánuði eða svo var
kannski kíkt aðeins út. Mér leið
samt mjög vel að vera einn en ef
mig vantaði að tala við einhvem
hringdi ég bara heim. Mér leiddist
aldrei. Ragna Lóa kom síðan til
mín á kannski mánaðarfresti og
dvaldi hjá mér nokkra daga í
hvert skipti.“
Gengur kaupum og sölum
„Ég fæddist í Reykjavík en hef
alltaf búið í Eyjum. Sökum eld-
gossins 1973 í Vestmannaeyjum
þurfti fjölskyldan að Uytjast um
hríð til Reykjavíkur og því fædd-
ist ég þar. Við Uuttum þó aftur til
Eyja um leið og hægt var."
Hermann er ótrúlega jarðbund-
inn ungur maður og þegar talað er
við hann sést strax aö uppgangur
hans í lífmu hefur ekki stigið hon-
um til höfuös. Hann viðurkennir
það fúslega að honum þykja það
forréttindi að fá að spila fótbolta
allan ársins hring - hvað þá aö fá
laun fyrir það lika?
„Mig langaði aUtaf til þess að
spUa knattspymu sem atvinnu-
maður en það hefur aUa tíð verið
fremur fjarlægur draumur. Nú
þegar ég hugsa um það stöku sinn-
um hristi ég bara hausinn og á
erfitt með að átta mig á því að það
skuli vera satt,“ segir Hermann
inni á herberginu sínu á Hótel
Loftleiðum þar sem hann hvílist
fyrir landsliðsæfingu dagsins.
Fimm ára í fótbolta
„Eins og áður sagði þá ólst ég
upp í Vestmannaeyjum og kunni
ákaflega vel við það. Ég held að
það sé paradis fyrir krakka að al-
ast upp í Eyjum. Maður er ótrú-
lega frjáls og öryggið er mikið - ég
Feriíl Hermanns gy*
t .......
Ár FJöldi lelkja UO
1993 2 ÍBV
1994 18 ÍBV
1995 18 ÍBV
1996 19 ÍBV
1997 11 ÍBV
SddurH Cfysta) Palace fyrir 60 nbiíáir' j
1997- 98 26 Ciyital Pateca
Seldurtt Bredtonl fyrir 90 miQóair
1998- 99 33 Bredterd
Seidur tt WimbeitM fyrk 290 iifljóali
1999- 00 25 Wlmbeftea
>..J..-wggsgp«g|saggi.»...-
jcKiur m ipwwiiy^LWW —
2000- 7 7 Ipmridi
gæti ekki hugsað mér nokkum
annan betri stað til þess að alast
upp á. Það er eitthvað svo heil-
brigt að alast þar upp. Þama
sprangaði maður bara í klettun-
um og lék sér úti fram eftir hverju
kvöldi."
Foreldrar Hermanns skildu um
1980 og í kjölfarið fluttist hann, þá
sex ára gamall, til Selfoss. Þau
stoppuðu ekki lengi á Selfossi og
að sex mánuðum liðnum var Her-
mann aftur kominn til Eyja í fylgd
móður sinnar og eldri systur. Um
svipað leyti hóf Hermann að æfa
fótbolta.
„Systir hennar mömmu og mað-
urinn hennar voru bæði tengd
íþróttum. Hann þjálfaði yngri
flokkana hjá Þór og hún kenndi
íþróttir. Það varð því svo að mað-
ur flæktist stundum með þeim og
fannst það óneitanlega skemmti-
legt að vera í kringum bolta. Áður
en maður vissi af var farið að
senda mann á æfingar og þess var