Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 29
29 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 Helgarblað ast. Skólaganga hans er óskrifað blað. Nemendum með einhverfu, sem eru á framhaldsskólastigi, stendur til boða 2-3 ára nám þegar ófatlaðir geta verið 4-5 ár að ljúka þessu skólastigi. Kerfíð virðist því ekki gera ráð fyrir háskólanámi og starfsúrræði eru fá- breytt.“ Margir foreldrar eiga erfítt Ástrós ítrekaði að öflug meðferð strax eftir greiningu væri mjög mik- ilvæg og þótt slík þjálfun væri dýr þá skilaði hún einstaklingum sem marg- ir hverjir þyrftu minni umönnum á fullorðinsárum og því væri það í raun þjóðhagslega hagkvæmt að verja fé til aukinnar fræðslu og þjálf- unar. „Það er mörgum foreldrum gríðar- lega erfitt hlutskipti að eiga einhverft bam. Foreldramir þurfa líka mikinn stuðning til að takast á við það að ala upp bam með einhverfu. Umönnun- arþörf þessara einstaklinga getur ver- ið æði misjöfn þar sem fótlunin kem- ur mismikið fram hjá þeim. Ég veit dæmi þess að fólk hefur þurft að láta 12 ára gömul böm sín frá sér á með- ferðarheimili. Slík úrræði era alltaf mjög erflð foreldrum þótt þau séu ef- laust það besta fyrir bamið." Umskiptingar Menn hafa getiö sér þess til aö þjóðsögur um umskiptinga, þar sem huldufólk eða álfar hafa skipti á mannabörnum og sínum eigin, greini í raun frá einhverfu en sum börn meö einhverfu sýna einkenni henn- ar fyrst um 2-3 ára aldur og viröast alveg eölileg fram aö því. Því má með sanni segja að sú mynd sem var þá og sú mynd sem viö höfum í dag af einhverfu hafi sem betur fer tekiö stakkaskiptum. í dag eru t.d. til ótal sjálfsævisögur fólks meö einhverfu sem gefa okkur hinum innsýn í þann heim sem þaó upplifir. Ekki þýðir að fela hverjum sem er umönnum einhverfra heldur krefst starfið sérþekkingar á eðli einhverfu og hvemig eigi að vinna með þessum einstaklingum. Ástrós og Sigfús eiga einnig átta ára gamla dóttur og saman hefur fjöl- skyldan tekist á við það verkefni að ala upp einhverft barn. Bjami gerir sér vel grein fyrir því að hann er ein- hverfur og skilur að hluta til hvað það þýðir. Vildi að systir sín yrði einhverf „Hann er ekki ósáttur við hlut- skipti sitt og það lýsir honum best að frændsystkinin stóðu nokkur saman eitt sinn og fylgdust með stjömu- hrapi. Þau töldu að maður gæti ósk- að sér einhvers við þessar aðstæður og eitthvert þeirra óskaði þess að Bjami hætti að vera einhverfur. Hann aftur á móti óskaði þess að systir sín, Heiða Vigdís, yrði einhverf svo þau gætu verið saman í skólan- um.“ Ástrós sagði að starfið með Um- sjónarfélaginu hefði verið sér mjög gefandi og hún teldi það forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast mörgum foreldrum ein- hverfra og sérfróðu fólki um þessa fótlun og fá að deila reynslu þeirra og sérþekkingu. Engin leið að hætta „Mikill áhugi er á einhverfu um þessar mundir og það er stundum sagt um ákveðið fagfólk að það fái einhverfubakteríuna og þá vill það helga sig umönnun einhverfra og kynnir sér hana til hlítar. Við, for- eldrar og fagfólk, vinnum náið saman og á jafnréttisgrundvelli. Munurinn á fagfólki og foreldri í þessari stöðu er að fagfólkið velur sér að vinna með einhverfum og það getur hætt í þess- um geira þegar það hefur fengið nóg. Foreldrar aftur á móti velja sér þetta aldrei og þeir geta ekki hætt í ein- hverfugeiranum þegar þeir hafa feng- ið nóg.“ -PÁÁ Einhverf börn: Fjöldinn tvöfaldast a 20 arum - fangar í eigin hugarheimi Páll Magnússon sálfræöingur „Viö vitum aö í einstaka tilvikum má rekja þetta til líkamlegra áfalla, s.s. eitrunar á fósturskeiöi, en viö vitum ekki nákvæmlega hvaö þaö er í miötaugakerfinu sem ekki þroskast eölilega og veldur þessari röskun.“ Einhverfa er dularfullur sjúkdómur eða ástand. Það munu vera um 60 ár síðan einhverfa var fyrst skilgreind en skilningur manna á eðli sjúkdómsins og orsökum er enn talsvert takmarkað- ur. Einhverfir einstaklingar era fang- ar í eigin hugarheimi, þeir era ófærir um tilfinningalegan skiining og mann- leg samskipti að flestu leyti. Hvað or- sakar einhverfu og hvemig heilastarf- semi einhverfra er ffábragðin því sem gerist hjá venjulegu fólki en ekki vitað nákvæmlega en rannsóknum fleygir fram. Sérgáfur fátíðar Þegar Dustin Hoffman lék Regn- manninn einhverfa í samnefndri kvik- mynd sýndi hann persónu sem bjó yfir nær yfimáttúrlegum hæfileikum á takmörkuðum sviðum. Regnmaðurinn gat talið 246 tannstöngla í sjónhending á gólfinu, talið spil gjafara í spilavitum með ofúmákvæmni og kunni ótrúleg- ustu tölur og tölfræði utanbókar. Einhverfa á sér mörg birtingarform og nokkur ólík stig. Mildari útgáfúr einhverfu hafa sérstök nöfn, eins og Asperger-heilkenni, en síðustu ár hafa stöðugt fleiri böm greinst með slikt heilkenni. Sumir einstaklingar grein- ast með ýmis einkenni einhverfu en era heilbrigðir að öðra leyti. Tölur sýna að 80% einhverfra era einnig vangefin að meira eða minna leyti. Aðeins einn af hveijum tíu er gæddur einhverjum sérstökum af- brigðilegum hæfileikum en því miður er það aðeins i undantekningartilfell- um sem þeir hæfileikar nýtast viðkom- andi einstaklingi til betra lífs umfram | það að vera dægrastytting. I Gríöarleg fjölgun einhverfra Víða um hinn vestræna heim hafa menn vaxandi áhyggjur áf auknu al- gengi einhverfu. Bömum sem greinast einhverf virðist hafa fjölgað hlutfalls- lega síðustu 20-30 ár. 1 sumum ríkjum Bandaríkjanna er talið að einhverfa hafi aukist um allt að 500% á fáum árum. Fræðimönnum ber ekki saman um það hvort tölur af þessu tagi endur- spegli raunverulega aukningu ein- I hverfu eða staðfesti miklar framfarir og aukna nákvæmni í sjúkdómsgrein- | ingu. Flestir þeir sem greinast einhverfir era greindir við 20-24 mánaða aldur og flestir verða þeir mjög erfiðir og þarfn- ast sérhæfðra búsetuúrræða og mikils stuðnings í daglegu lífi eftir að komið er fram á fúllorðinsár. Langflestir einhverfir einstaklingar era karlkyns, eða 3 af hveijum 4. Þetta era áþekk hlutfoll milh kynja og kom- ið hafa fram við rannsóknir á ofvirkni. Sé horft á hópa með vægari einhverfú- einkenni er hlutfall karla enn hærra, eða 6-10 á móti hverri konu. Ríflega tvöföldun á íslandi Páll Magnússon, sálfræðingur á bama- og unglingageðdeild Landspítal- ans við Dalbraut, hefúr ásamt Evald Sæmundsen sálfraeðingi rannsakað al- gengi einhverfu á íslandi. „Okkar rannsókn tók til tveggja hópa, annars vegar bama, fæddra á ár- unum 1974 til 1983, og hins vegar til bama, fæddra 1984 til 1993. Þetta vora um það bil 40 þúsund einstaklingar í allt í báðum hópunum samanlagt. Niðurstöður okkar vora þær að í fyrmefnda hópnum fúndust 16 einstak- lingar með einhverfn á háu stigi, eða 3,8 á hveija 10 þúsund, en í seinni hópnum fundust 37 einstaklingar með einhverfú á háu stigi, eða 8,6 á hverja 10 þúsund," sagði Páll í samtali við DV. Eldri rannsókn eftir Guðmund Tómas Magnússon bamageðlækni, sem nær til fæðingaráranna 1964 til 1973, sýnir 3,5 einstaklinga af hveijum 10 þúsund. En sýna þessar tölur ekki ótvírætt að einhverfa sé að aukast? Lítur út eins og sprenging „Þetta lítur út eins og heilmikil sprenging en þrátt fyrir að þetta sé ríf- lega tvöfóldun greindra tilvika tel ég að það þýði ekki endilega að einhverfa sé að aukast. Ég bendi á að aukin þekking leiðir tO þess að fleiri er vísað til greiningar en áður og þekking á greiningu röskunarinnar hefur aukist svo að greiningin verður öraggari." Páll bendir á að tölur þessar taka einungis til þeirra sem era greindir með einhverfti á háu stigi en algengi þeirra sem hafa einhverfúröskun af einhverju tagi sem hamlar aðlögun að daglegu lífi gæti verið á bilinu 20 til 50 einstaklingar á hveija 10 þúsund. „Mörg þessara vægari tilvika eru erfið í greiningu og væri fúll ástæða til rannsaka önnur birtingarform ein- hverfú betur en gert er.“ Páll bendir á að þessar tölur og sú aukning sem þær fela í sér séu mjög líkar tölum sem sams konar rannsókn- ir í öðrum löndum hafa leitt í ljós en í sumum rannsóknum hafi fundist allt að 10 einstaklingar eða fleiri af hverj- um 10 þúsund með einhverfú á háu stigi. Englnn veit hvað veldur í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa undanfarin ár verið talsverðar umræð- ur um orsakir einhverfu og þær radd- ir hafa heyrst að eitrunaráhrif frá mik- illi mengun geti leyst slík einkenni úr læðingi en einnig vakti rannsókn sem tengdi einhverfú við ákveðna tegund bólusetninga hjá ungbömum mikla at- hygli í Bretlandi. Hvert er álit Páls á þessum kenningum? „Ég kannast vel við þessa umræðu. Þessi rannsókn sem tengdi bólusetn- ingar og einhverfu tók til mjög fárra bama og stærri rannsókn sem gerð var í kjölfarið sýndi alls ekki nein tengsl þama á milli. Hér er um að ræða svokallaða MMR-bólusetningu sem er gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Mér finnst líklegra að hér sé um tilviljun að ræða þar sem bólusetningin fer fram við 18 mánaða aldur, eða um líkt leyti og einkenni einhverfú verða oft greinileg." Páll telur að erfðir séu stór þáttur í útbreiðslu einhverfu en bendir á að raunverulegt eðli sjúkdómsins sé mönnum enn ráðgáta. „Við vitum að í einstaka tilvikum má rekja þetta til líkamlegra áfalla, s.s. eitranar á fósturskeiði, en við vitum ekki nákvæmlega hvað það er í mið- taugakerfmu sem ekki þroskast eðli- lega og veldur þessari röskun." Páll sagði að þjónustukerfið fyrir einhverfa hefði eiginlega sprangið utan af auknum Ijölda einhverfra fyrir nokkrum árum og enn hefðu nauðsyn- legar bragarbætur á því ekki farið fram. „Það vantar fagfólk í greiningu og eftirfylgni. Það vantar ráðgjöf og stuðning við foreldra og það vantar til- finnanlega búsetuúrræði fyrir full- orðna einhverfa, svo og námsleg og fé- lagsleg úrræði." -PÁÁ I kvikmyndinni um Regnmanninn lék Dustln Hoffman einhverfan mann með snilligáfu. Mjög fáir, eða um 10% einhverfra, hafa sérgáfur af einhverju tagi og þær nýtast þeim sjaldan til betra lífs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.