Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Page 32
32
41
Helgarblað
+
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
I>V
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
DV
Helgarblað
Jón Ragnarsson veitingamaður:
Skúrkurinn í Valhöll
- mín eign án kvaða og má selja hana hverjum sem er
Þaö er óhætt að fullyrða að
þjóðarsálin hafi tekið bak-
föll af undrun og hneykslun
þegar það varð heyrinkunnugt fyrir
rúmri viku að breskur milljarða-
mæringur, Howard Krúger, byðist
til þess að kaupa Hótel ValhöO á
Þingvöllum fyrir 3,8 mUljónir sterl-
ingspunda. Það iætur nærri að vera
um 460 milljónir íslenskra króna og
þótti mörgum ríflegt, ekki síst í ljósi
þess að brunabótamat Valhallar er
154 milljónir.
Þingvallanefnd tók andköf af æs-
ingi vegna þessa máls og nefndar-
menn kepptust við að lýsa andstöðu
sinni við fyrirhuguð viðskipti og
ijölmörgum meinbugum sem menn
töldu sig sjá á því að þessi rúmlega
100 ára gamla bygging í hjarta helg-
asta staðar þjóðarinnar kæmist í
hendurnar á erlendum auðkýfing-
um. Þingvallanefnd hafði auk þess
ekki verið látin vita neitt um fyrir-
huguð kaup og las fyrst um þau í
DV eins og afgangurinn af þjóðinni.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í fjölmiðlum að hann tryði
varla þessum málatilbúnaði, hótel-
rekstur á Þingvöllum heföi verið
með óviðunandi hætti árum saman
og þetta mál væri allt með miklum
ólíkindum. Bjöm Bjamason,
menntamálaráðherra og formaður
Þingvallanefndar, segir í grein um
málið á vefsíðu sinni að málið verði
alls ekki leitt til lykta án afskipta
opinberra yfirvalda. Hann telur
málið þurfa sérstaka meðferð þar
sem erlendur maður vilji kaupa, all-
ar ráðstafanir séu undir forsjá Þing-
vallanefndar og eignarhaldi á Val-
höll fylgi skylda á að sinna þjón-
ustuhlutverki innan þjóðgarösins.
Það hlýtur að vera slæmt fyrir
veitingamann að fá hálfgerða van-
traustsyfirlýsingu frá forsætisráð-
herra og menntamálaráðherra.
Heföi átt aö hringja í
nefndina
DV hitti Jón Ragnarsson, veit-
ingamann og aðaleiganda Valhallar,
að máli í sólskini á Þingvöllum. Það
er fallegt á þessum sögufræga stað
þegar tær haustbirtan vakir yfir og
heimurinn stendur á haus 1 Þing-
vallavatni. Jón tekur á móti okkur
úti á tröppum á Valhöll en við fáum
ekki kaffi því rafmagnið er farið.
Jón er gráhærður meðalmaður,
stimamjúkur og rólegur og minnir á
yfirþjón eða bryta í breskri sápuóp-
eru eða miðaldra bandarískan ijár-
hættuspilara í myndbandi eftir
Kenny Rogers. Það liggur beinast
við aö spyrja Jón hvort hann hafi
móðgað Þingvallanefnd með því að
segja henni ekki frá því hvað til
stæði:
„Svona eftir á að hyggja hefði ég
átt að gera það og sé eftir því,“ seg-
ir Jón og glottir.
„Ég var hins vegar sannfærður
um að á þessum eignum hvíldu eng-
ar þær kvaðir sem hindruðu mig í
að selja þær. Ég fékk tilboð frá rík-
issjóði fyrir fáum árum í eignina
sem var að mínu mati hlægilega
lágt og taldi því að Þingvallanefnd
Jón Ragnarsson, eigandi Valhallar á
Þingvöllum, er alinn upp í
veitingabransanum og lærði
hótelrekstur í Sviss.
„Frá mínum bæjardyrum séð er
þetta mál afar slétt og fellt. Valhöll
er mín eign, án sérstakra kvaöa, og
ég má selja hana þeim sem vill
kaupa og þaö skiptir engu máli
hverrar þjóöar hann er. “
Jón er ekki sáttur viö allt sem hefur veriö sagt um þetta mál.
„Ég verö aö sætta mig viö þaö aö vegna þess hvernig Valhöll er staösett þá
er allur rekstur hér undir smásjá almennings. Hvert einasta smáatriöi sem
úrskeiðis fer ratar á síöur blaöanna og í sjálfu sér er ekkert athugavert viö
þaö en þaö er ekki mjög gott fyrir ímynd staöarins. “
hefði engan áhuga á þessu máli. Frá
mínum bæjardyrum séð er þetta
mál afar slétt og fellt. Valhöll er mín
eign, án sérstakra kvaða, og ég má
selja hana þeim sem vill kaupa og
það skiptir engu máli hverrar þjóð-
ar hann er.
Hvað nýr kaupandi gerir svo við
eignina er ekki mitt mál. Það segir
sig sjálft aö ef hann ætlar að setja
hér upp einhvern annan rekstur þá
þarf til þess viðeigandi leyfi. Það er
ekkert flókið. Ég þyrfti líka ný leyfi
ef ég ætlaði að setja hér upp nætur-
klúbb eða spilavíti eða hvað sem
er.“
í Mbl. 17. ágúst segja lögfræðing-
ar, sem sérfróðir eru á sviði eignar-
réttar, að ekkert standi í vegi fyrir
því að viðskiptin geti farið fram. Er
það ekki léttir að þessum vafa skuli
vera eytt?
„Þetta eru eng-
ar fréttir fyrir
mig,“ segir Jón.
Því hefur verið
haldið fram að
ríkið hafi viljað
greiða Jóni 100
milljónir fyrir
eignina fyrir
tveimur árum en
hann vill ekkert
staðfesta um það.
„Þetta voru að-
eins hugmyndir
sem fóru ekkert
lengra og engin
ástæða til að rifja
það upp.“
Tilboö sem
ekki var hægt
aö hafna
Jón segist ekkert þekkja væntan-
legan kaupanda og lítið um hann
vita. Honum hafi einfaldlega borist
tilboð í eignina gegnum Magnús
Leópoldsson fasteignasala og orðið
undrandi í fyrstu en ákveðið að
svara.
„Fyrsta tilboðið var miklu lægra
og ég hafnaði því. Síðan var verðið
hækkað þar til ég sá mér ekki ann-
að fært en að ganga að því.
Ég hef verið hér viðloðandi síðan
1963 og hef miklar taugar til staðar-
ins. Faðir minn hóf hér hótelrekstur
árið 1963. En þetta eru einfaldlega
viðskipti og þá koma tilfinningar
ekkert þar við sögu. Með þessu lýk-
ur afskiptum minnar fjölskyldu af
þessum stað.“
Komið hefur fram að Howard
Krúger er fertugur breskur miflj-
ónamæringur af gyðingaættum sem
hefur oft komið til íslands og flutt
hingað fjölda skemmtikrafta. Hann
gerði tilboð í hótelið Holiday Inn í
Reykjavík fyrir nokkrum árum með
það fyrir augum að breyta því í
spilavíti. Heyrst hefur að hann ætli
að gera Valhöll að sumarhúsi sínu.
„Ég veit ekkert hvað hann hyggst
fyrir,“ segir Jón. „Þetta eru aðeins
getgátur í fjölmiðlum sem ekkert er
á að byggja.“
Hver einasti veitingamaður
myndi vilja kaupa
En er þetta verð ekki alltof hátt
fyrir hús eins og Valhöll?
„Ekki fmnst mér það,“ segir Jón.
„Það er ljóst að hér skiptir stað-
setningin miklu máli. Ef þetta hús
stæði einhvers staðar annars staöar
væri annað uppi á teningnum. En
ég var ekki að hugsa um að selja
þegar þetta tilboð barst. Ég er viss
um að ef ég hefði auglýst Valhöll til
sölu hefði ég fengið tilboð frá hverj-
um einasta veitingamanni í land-
inu. Ég vildi gjarnan eiga staðinn
áfram en tilboðið er of gott til aö
hægt sé að hafha því. Þetta eru bara
viðskipti."
Jón lagði fyrir tveimur árum
fram tiflögur um stækkun og endur-
bætur á hótelinu fyrir Þingvalla-
nefnd.
Davíö veit ekkert um
ástandið í Valhöll
Nefndin neitaði honum um heim-
ild til að stækka hótelið og gerði
ýmsar athugasemdir við aðbúnað
og frágang, sér.staklega á frárennsli.
Var þetta allt í ólestri?
„Mér fannst afgreiðsla nefndar-
innar á sínum tíma ekkert sérstak-
lega málefnaleg. Ég kippti auðvitað
í lag því sem þurfti en það hefði orð-
ið mun ódýrara ef það hefði verið
hluti af endur-
hönnun og end-
urbyggingu stað-
arins í heild. Ég
hef átt mjög lítið
samstarf við
Þingvallanefnd
en ágætt það litla
sem það er.
Hvað varðar
aðflnnslur
manna, eins og
t.d. forsætisráð-
herra um rekst-
urinn hér, þá get
ég fullyrt að hér
er allt samkvæmt
ströngustu kröf-
um eins og fjöldi
ánægðra gesta
vitnar um. Ég get
hins vegar fullyrt
að Davíð Oddsson forsætisráðherra
hefur ekki komið hér árum saman
og hefur því haft slæma ráðgjöf um
það hvemig ástandið væri hér í Val-
höfl.
Ég verð að sætta mig við það að
vegna þess hvernig Valhöll er stað-
sett þá er allur rekstur hér undir
smásjá almennings. Hvert einasta
smáatriði sem úrskeiðis fer ratar á
síður blaðanna og í sjálfu sér ekkert
athugavert við það en það er ekki
mjög gott fyrir ímynd staðarins.
Þetta er gamalt hús og margt hér
innan dyra er ekki eins nýtiskulegt
og í Perlunni en það er 1 anda stað-
arins og hefur sinn sjarma."
Þetta er engin refskák
Valhöll er í eigu hlutafélags sem
Jón og systkini hans eiga. Þar á Jón
stærstan eignarhlut, eða 65% á móti
35% hinna. Því hefur verið haldið
fram að allur þessi málatilbúnaður
sé leiktjöld sem Jón hefur reist og
tefli í þessu máli refskák við íslensk
stjómvöld þar sem megintilgangur-
inn sé að fá ríkiö til að kaupa af sér
eignirnar á mun hærra verði en það
hefur áður fengist til að bjóöa. Er
þetta satt?
„Allt tal um að þetta sé einhver
refskák af minni hálfu er bara bull.
Ég vildi lítið ræða við stjórnvöld á
sínum tíma því mér fannst tilboð
þeirra í húsið hálfgerð móðgun.
Þetta eru aðeins eðlileg viðskipti
sem mun ljúka á næstunni og.síðan
afhendi ég nýjum eiganda hótelið
fyrir lok september.“
Datt ekki í hug að selja
bréfin
Bent hefur verið á að þú hefðir
getað selt nýjum eiganda Iflutabréf-
in í hlutafélaginu sem á Valhöll og
það að þú skulir ekki hafa gert það
staðfesti að um einmitt svona ref-
skák sé að ræða.
„Ég hugsaði satt að segja ekkert
út í þann möguleika. Auk þess á
hlutafélagið að starfa áfram og setja
söluverð Valhallar í nýjar fjárfest-
ingar. Þessi möguleiki hvarflaði
ekki að mér.“
I umræðum um málið í heild
sinni hefur Jón Ragnarsson verið
dreginn upp sem hálfgerður skúrk-
ur. Er það rétt ímynd?
„Það getur vel verið að einhverjir
vilji að ég líti út eins og skúrkur en
ég er það ekki. Það hafa margir sagt
sína skoðun á þessu máli og hún
hefur ekki alltaf verið byggð á
traustum heimildum. Ég áttaði mig
á því strax að þetta gæti orðið hita-
mál og ákvað að segja sem minnst
en það sem ég segi er satt. Það er
best að hafa það svoleiðis."
Alinn upp í Þórskaffi
Jón Ó. Ragnarsson, eða Jón Óð-
inn eins og hann heitir fullu nafni,
er alinn upp í veitingabransanum.
Hann er sonur Ragnars Vals Jóns-
sonar sem árum saman rak
skemmtistaðinn Þórscafé og var
kenndur við hann. Ragnar í
Þórscafé fæddist austur í Gaulverja-
bæ en kom blásnauöur sveitadreng-
ur til borgarinnar á árunum milli
stríðanna. Hann lærði til veitinga-
manns, var kokkur til sjós, rak veit-
ingastaðinn Kuðunginn í Vest-
mannaeyjum, fékkst við búskap hér
og þar en hóf eigin rekstur í Reykja-
vík í gamla Golfskálanum á Öskju-
hlíð, ekki langt frá þar sem menn
setjast enn prúðbúnir að snæðingi í
Perlunni. Þetta var á stríðsárunum
og Ragnar kom vel undir sig fótun-
um og hóf rekstur Þórskaffis eftir
stríðið en staðurinn var þá til húsa
á Hverfisgötu 116, beint á móti nú-
verandi lögreglustöð. Ragnar byggði
stórhýsi við Brautarholt, þangað
sem Þórscafé var flutt 1957 og naut
mikilla vinsælda í áratugi. Þarna
ólst Jón Óðinn upp og lærði til
þjóns en fór síðan á hótelskóla í
Sviss.
„Mín fyrstu skref á þessari braut,
þegar ég kom heim 1962, voru við
veitingarekstur í Oddfellowhúsinu
sem ég hafði á leigu í nokkur ár.“
Byrjaði í bíórekstri
Jón ílentist ekki í veitingarekstri
því hann keypti Hafnarbíó við
Skúlagötu 1968 og rak í nokkur ár.
Þetta var þegar sjónvarpið var ný-,
komið og bíóbændur reru lifróður í
samkeppninni.
„Ég haíöi spumir af því að er-
lendis hefði bíórekstur náð sér á
strik aftur svo ég þraukaði," segir
Jón og sú varð raunin því Jón segir
að gestir í Hafnarbíói hafi verið 37
þúsund á ári þegar hann tók við en
hafi losað 200 þúsund þegar afskipt-
um hans lauk.
Síðan setti Jón á laggirnar kvik-
myndahúsið Regnbogann við Hverf-
isgötu og rak árum saman en það
blundaði alltaf í honum löngun til
að fást við hótelrekstur í meira
mæli. Ragnar faðir hans keypti Val-
höll 1963 ásamt Sigursæli Magnús-
syni, kenndum við Sælakaffl, og
Þorvaldi Guðmundssyni í Síld og
fisk.
Jón hellti sér síðan út í hótel-
bransann fyrir alvöru árið 1989 þeg-
ar hann skipti við Framkvæmda-
sjóð ríkisins á húseignunum sem
hýstu Regnbogann við Hverfisgötu
og Hótel Örk í Hveragerði sem sjóð-
urinn hafði nýlega eignast eftir
gjaldþrot. Á síðustu árum hefur Jón
margfaldað umsvif sín á þessu sviði
meö kaupum á Hótel Norðurlandi á
Akureyri og kaupum á gömlu skóla-
húsi á Skútustöðum í Mývatnssveit
sem var breytt í hótel. Auk þess
leigir Jón húsnæði í Borgartúni þar
sem Cabin Hótel er rekið. Þetta eru
samtals fimm hótel og Jón segist
geta hýst 700 manns samtals á
nóttu. En er þetta góður tími til að
reka hótel á íslandi?
„Það er uppsveifla í þessum iðn-
aði en mörg vandamál, s.s. stuttur
ferðamannatími sem er þó að lengj-
ast. En þetta gengur alveg prýði-
lega.“
Verður að vaka yfir þessu
Jón segist vera í þann veginn að
fara í eina af mörgum ferðum sín-
um norður í land en það aö reka
fimm hótel í jafnmörgum sveitarfé-
lögum útheimtir mikið eftirlit.
„Það er gömul saga að þessi rekst-
ur gengur ekki nema menn séu
sjálfir vakandi og sofandi yfir
þessu. Ég reyni að velja mér gott
starfsfólk til að vinna með. Margt af
því hefur unnið hér lengi og veit að
ég er kröfuharður og smámunasam-
ur og tekur mér eins og ég er.“
Benz eða Cadiliac
Jón er kvæntur Hrafnhildi Valde-
marsdóttur og þau eiga tvö börn,
Valdimar, f. 1965, og Júlíönu, f. 1968.
Jón segist ekki eiga nein áhugamál
utan við vinnu og ekki vera í nein-
um félögum, fyrir utan að hafa ver-
ið um hríð í lionsklúbbi en leiddist
hálfpartinn allan tímann. Hann við-
urkennir þó að hafa gaman af góð-
um bílum og sumir myndu reyndar
segja að hann væri með væga bíla-
dellu. Um það er til skemmtisaga á
þá leið að Jón keypti sér Cadillac
Fleetwood-bifreið fyrir um 2Q árum
en hann hafði þá átt glæsilegar
Benz-bifreiðar árum saman. Hann
var spurður hverju þetta sætti og
mun hafa svarað að bragði:
„Það er ekkert gaman að vera á
Benz þegar annar hver sendisveinn
i bænum er kominn á Benz.“
Jón sýnir okkur kádiljákinn sem
enn malar eins og köttur, enda að-
eins ekinn 200 þúsund kílómetra, að
sögn eigandans sem segist hlífa hon-
um við malarakstri og eiginlega að-
eins aka honum á sumrin, en viöur-
kennir að nú um stimdir eigi hann
Benz líka, rétt eins og hinir sendi-
sveinamir.
-PÁÁ
„Það getur vel verið að
einhverjir vilji að ég líti
út eins og skúrkur en ég er
það ekki. Margir hafa sagt
sína skoðun á þessu máli
og hún hefur ekki alltaf
verið byggð á traustum
heimildum. Ég áttaði mig
á því strax að þetta gceti
orðið hitamál og ákvað að
segja sem minnst en það
sem ég segi er satt. “
4-