Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Qupperneq 49
57 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000 DV Tilvera Matgæöingur Eg sýni tilfinningar mínar oft í gegnum matargerð - og sem betur fer heppnaðist mér vel í þetta sinn Matargerö er ekki bara matargerð ef þú ert aö elda fyrir manneskjuna sem þú elskar. Þegar ég elda þá eru tilfinningar mínar líka innifaldar í matar- geröinni, þess vegna er maturinn sem ég elda fyrir unnustuna alltaf bestur. Sumarið er að verða búið og ef- laust hafa margir einstaklingar orð- ið ástfangnir og fundið hinn eina rétta förunaut á þessu sumri. Það er mismunandi hvað við gerum til þess að reyna að vinna hug og hjörtu tilvonandi tengdaforeldra okkar en það eru eflaust ekki marg- ir strákar sem myndu leggja á sig það erfiði að elda glæsilega máltíð fyrir verðandi tengdaforeldra í ann- að skiptið sem þeir hitta þá. Okkur til mikillar gleði er Enzo Rinaldi Perez matgæðingur vikunnar að þessu sinni og ætlar hann að segja okkur frá því hvemig hann vann tengdaforeldra sína á sitt band. Enzo er einmitt yíirkokkur á Madonnu en þeir sem hafa þangað farið efast örugglega ekki um hæfhi hans við matargerð. „Ég var aðeins búinn að vera með Helgu unnustunni minni í eina viku þegar ég ákvað að elda fyrir for- eldra hennar og hana kvöldverð. Þar sem ég var yfir mig ástfanginn og ákveðinn i þvi að Helga yrði kon- an min þá gerði ég þetta eins glæsi- lega og ég hugsanlega gat því ég vissi að til þess að ég myndi vinna hjarta hennar algerlega yrði ég að koma vel fyrir hjá foreldrum henn- ar. Ég ákvað að bjóðast til að elda fyrir þau kvöldmat svo við gætum öll kynnst betur,“ sagði Enzo með bros á vör. Uppskriftir Erfiður dagur, notaleg kvöldstund „Þar sem ég er kokkur að atvinnu og hef elskað að elda frá því að ég man eftir mér þá vissi ég að þetta væri rétta leiðin. Ég fór heim til foreldra hennar (því þar ætluðum við öll að borða sam- an) og var skilinn einn eftir í eldhús- inu og það tók á taugamar þar sem ég vissi ekki hvar neitt var geymt. Ég var líka kominn í ffekai' mikla timaþröng þar sem ég þurfti að þrífa 50 humra og elda nautasteik. Þar sem ég varð að leita að öllum hjálpartólum tók það mig ekki langan tíma að koma öllu í óreglu í eldhúsinu. Allt í einu fannst mér eins og ég væri kominn í grín- mynd þar sem ég var staddur i ókunn- ugu eldhúsi og það leit út eins og hvirf- ilbylur hefði farið í gegnum það. Ég fékk létt taugaáfall þegar mér heyrðist ég heyra í bíl renna í hlaðið, ég sá fyr- ir mér að móðir hennar væri að koma heim og myndi fá taugaáfall þegar hún sæi allt draslið. Ég fann hvemig kald- ur svitinn spratt fram af enni mínu og mér varð hálfílökurt þar sem ég sá fram á það að konan sem ég hafði ósk- að mér sem verðandi tengdamóður myndi missa allt álit á mér þegar í stað ef hún kæmi heim. Ég hef aldrei verið mjög góður við tiltekt en ég get svarið það að allt adrenalínið sem þaut um líkamann varð til þess að ég hreinsaði eldhúsið á engum tima. Þetta var kvöldið sem ég var tekinn inn í fjölskyldu tilvonandi konu minn- ar,“ sagði Enzo með bros á vör þegar hann rifjar upp þessa „notalegu" kvöldstund. Vann hjörtu allrar fjölskyld- unnar Við náðum tali af unnustu Enzo, henni Helgu, og sagði hún okkur frá því að hann hefði unnið hjarta sitt og allrar fjölskyldu sinnar þetta kvöld, að hennar sögn var þetta fullkomið og maturinn eins glæsilegur og hægt var. Diskamir voru allir skreyttir og bæði humarinn og nautalundimar vora það besta sem nokkur í hennar fjölskyldu hafði smakkað. Enzo tókst svo vel til að í dag era þau einmitt að fara að gifta sig og foreldrar hennar eru yflr sig ánægðir með hann sem tengdason. Eftirfarandi uppskriftir era þær sem að Enzo einmitt eldaði fyrir Helgu og fjölskyldu hennar umrætt kvöld. Við vonum að þið njótið vel. Humarhalar fyrir 4 50 humrar 100 g rasp 200 hvítlaukssmjör salt og hvítur pipar (magn fer eftir smekk) 1/2 bolli hvítvín Skerið humarinn, hreinsið og takið kjötið út. Stráið saltinu og hvíta pip- amum yfir humarinn. Stráið raspi yflr hvítlaukssmjörið og hrærið létt saman og penslið svo humarinn með hvít- laukssmjörinu eftir smekk. Sprautið hvítvininu yfir humrana. Látið vera í 150" C heitum ofni í 15 mínútur. Asado a la Argenttna fyrir 4 800 g nautalundir svartur pipar og salt (magn fer eftir smekk) Skerið nautalundimar niður í 200 g bita og grillið í eina mínútu og stráið svo salti yfir þá hliö sem búið er að grilla. Grillið eftir smekk. Síðasta skiptið sem þið snúið nautalundsbit- unum við skuluð þið strá svörtum pip- ar yfir þær. Ensalada a la Enzo fyrir 4 1 iceberg 3 tómatar 1 laukur salt og pipar (eftir smekk) sítrónusafi (eftir smekk) 3 msk. ólífúolía Skerið niður og bætið svo saltinu, pipamum, sítrónusafanum og ólífuolí- unni við. Verði ykkur að góðu. Mömmusteiktur lambahryggur með Rösti kart- öflum Fyrir 6 1 stór lambahryggur salt og nýmalaður svartur pipar Hafið 1,51 af vatni í ofnskúfíú undir hryggnum, setjið í vatnið gróft, skorið grænmeti og krydd 1 gulrót 1/2 laukur 1 selleristilkur 6 piparkom 1 lárviðarlauf Sósa sigtað soð úr ofnskúfiúnni 3 súputeningar 50 g hveiti 1/2-1 dl vatn salt, sósulitur 2-3 tsk. rifsbeijahlaup Rösti kartöflur 5 bökunarkartöflur 100 g smjör (bráðið) salt og pipar Rabarbaramauk (compote) 200 g rabarbari 1 dl vatn 50gsykur 2 vanilludropar safi úr 1/2 sítrónu Setjið hrygginn á ofiigrind og skerið mjóar rákið með 1 cm bili í fituna á hryggnum. Kryddið með salti og ný- möluðum pipar. Steikið í 1 klukkutíma við 180" C á blæstri eða 190" C án blást- urs. Látið hrygginn standa undir þurru stykki í 10 mínútur áður en kjöt- ið er skorið. Berið fram með sósu, Rösti kartöflum, grænmetinu úr ofn- skúfíúnni og rabarbaramaukinu. Sósan Sigtið soðið í pott og fleytið fituna ofan af. Hristið saman hveiti og vatn í sósuhristara og þykkið sósuna. Bragðbætið með salti, súputen- ingum og rifs- beijahlaupi, litið með sósulit. Rösti kartöfl- ur Afhýðið og rif- ið kartöflumar með grófu rifjárni, þerrið vel og blandið bræddu smjörinu saman við. Kryddið með salti og pipar. Smyijið bökunarplötu og setjiö rifiiar kartöflumar í 6 sátur á plötuna, þrýst- ið aðeins ofan á hveija sátu og bakið með hryggnum. Rabarbaramauk Afhýðið rabarbarann og skerið í ca 4 cm bita og setjið í pott ásamt sykri, vatni, sítrónusafa og vanilludropum og látið sjóða við vægan hita í 6 mínútur. Látið kólna í pottinum. Súkkulaðimús Einfóld og frekar létt - hentar vel sem eftirréttur. 2 dl ijómi 300 g suðusúkkulaði 100 g sykur 4 egg 2 dl ijómi Hitið rjómann að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið. Þeytið egg og sykur á meðan. Þeytið 2 dl af ijóma, blandið eggjunum saman við ijómarin og svo súkkulaðinu. Hrærið mjög varlega með sleikju, setjið í glös eða skál. Kælið í ca. 3 tíma. Nykaup Þarsemferskleikimibýr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Skelfisksúpa ilmandi af karríi og kókos Fyrir 6 11 vatn 1 dl hvítvín (mysa) 1/3 lítill blaðlaukur (græni hlutinn) 1 gulrót 1 msk. tómatmauk 1 sellerístilkur 1 hvítlauksgeiri 11/2 Madras-karríduft 2 fiskteningar (Knorr) 4 súputeningar (Maggi) 2 dl rjómi 1 dós kókosmjólk (4 dl) salt og pipar Smjörbolla 50 g smjörlíki - 50 g hveiti Fiskur 100 g skelflettur humar 100 g rækjur 100 g hörpuskel Grænmetíð í súpu 1/2 rauð paprika í teningum 1/2 búnt söxuð steinselja Meðlætí snittubrauð með hvítlaukssmjöri Hvítlaukssmjör 200 g smjör 1 msk. hvítlaukur, fint saxaður 1 msk. pesto 1 tsk. dijon sinnep 1 msk. söxuð steinselja salt og pipar Grófsaxið grænmetið og steikið í olíu ásamt karríinu og tómatmauki. Bætiö í vatni og hvítvíni (eða mysu) ásamt tening- um og hvít- lauk. Látið sjóða í 15 mín. Sigtið og bak- ið upp með smjörlíki og hveiti. Bætið kókosmjólk- inni í og bragðbætið með salti og pip- ar. Setjið rjómann í ásamt skelfiskin- um, paprikunni og steinseljunni. Látið sjóða í 2-3 mín. Berið fram strax þannig að skelfiskurinn ofsjóði ekki í súpunni. Hvítlaukssmjör Mýkið smjörið og blandið kryddinu saman við. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Skerið I brauðið með u.þ.b. 5 sentímetra bili, smyrjið það, vefjið í álpappír og hitið í ofni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.