Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.2000, Síða 54
62
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2000
DV
Ættfræði
Umsjón: Helga D. Sigurðardóttir
90 ára
Jonína S. Jónsdóttir,
Kleppsvegi 62, Reykjavík.
85 ára_____________________
Gunnar Guöjónsson bðndi,
Hofsstöðum, Helgafellssveit,
Snæfellsnesi. Eiginkona hans
er Laufey Guðmundsdóttir. I
tilefni afmælisins taka þau
hjónin á móti gestum í fé-
lagsheimilinu Skildi í Helga-
fellssveit laugardaginn 19.8.
kl. 15.00.
80 ára__________________________
Björn E. Kristjánsson,
Hrafnistu við Kleppsveg, Reykjavík.
Sextug
75 ára
Guömundur H. Kristjánsson,
Skólastíg 15, Bolungarvík.
Gústaf A. Guömundsson,
Fiskakvísl 1, Reykjavík.
Lúðvík Magnússon,
Hringbraut 92, Reykjavík.
Ólafur Guöbjörnsson,
Hringbraut 80, Hafnarfirði.
Rakel Guöbjörg Magnúsdóttir,
Kötlufelli 1, Reykjavík.
Rósa Ólafsdóttir,
Vesturgötu 14a, Keflavík.
70 ára___________________________
Pétur Pálmason,
Reykjavöllum, Lýtingsstaðahreppi.
Steinþór Þorleifsson,
Gullsmára 9, Kópavogi.
60 ára
Elma Kristín Steingrímsdóttir,
Hafralæk, Aðaldælahreppi.
ísak Valdemarsson,
VTöimýri 11, Neskaupsstað.
Jón Rafnkelsson,
Árnanesi 2, Höfn.
Sigurður S. Helgason,
Torfholti 6, Laugarvatni.
Jórmundur Ingi allsherjargoði
varð sextugur þann 14.8.
Hann tekur á móti gestum í
félagsheimili ásatrúarmanna
að Grandagarði 8 Reykjavík I
dag frá kl. 15 til 22. Gjafir og
blóm afþökkuð en eigi verður
amast við því þótt menn taki með sér nesti.
50 ára______________________________________
Anna Kristjánsdóttir,
Birkigrund 30, Kópavogi.
Bjarni Ingólfsson,
Hraunbæ 70, Reykjavtk.
Ingvar Már Pálsson,
Miðstræti 4, Reykjavik.
Oddur Borgar Björnsson,
Hellubraut 6, Hafnarfirði.
Valdimar Jónsson,
Reykjabraut 7, Króksfjarðarnesi.
Valgeir Þóröarson,
Stifluseli 4, Reykjavík.
40 ára
Agnar Helgason,
Garðhúsum 4, Reykjavík.
Baldvin Breiöfjörö,
Vesturbergi 120, Reykjavík.
Birgir Símonarson,
Blómvallagötu 11, Reykjavík.
Bryndís Theódórsdóttir,
Grundargötu 42, Grundarfirði.
Eiríkur Helgason,
Lágholti 6, Stykkishólmi.
Hildur Sandholt,
Hverafold 22, Reykjavík.
Jóhannes Kristjánsson,
Dofrabergi 11, Hafnarfirði.
Katrín Kristín Ellertsdóttir,
Bólstaðarhlíð 44, Reykjavík.
Katrín Þórisdóttir,
Grænumýri 11, Seltjarnarnesi.
Kristín Blrgisdóttir,
Týsvöllum 7, Keflavik.
Kristný Vilmundardóttir,
Kambshóli 2, Akranesi.
Margrét Einarsdóttir,
Sólheimum 32, Reykjavik.
Steinn Bragi Magnason,
Miötúni 32, Reykjavík.
Þorgrímur P. Þorgrímsson,
Unnarbraut 8, Seltjarnarnesi.
Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir,
Álfhólsvegi 101, Kópavogi.
Gullbrúðkaup
Hjónin Elke I. Gunnarsson og Guttormur
Ármann Gunnarsson, ábúendur að
Marteinstungu, Holta- og Landsveit,
Rangárvalla-sýslu, eiga gullbrúðkaup i dag.
Þau eiga sex börn, þrettán barnabörn og tvö
barnabarnabörn.
Maggý Helga Jóhannsdóttir og
Tómas Jónsson eiga gullbrúðkaup í dag.
Þau giftu sig í Reykjavík þann 19.8. 1950. Á
brúökaupsafmælisdaginn verða þau stödd i
brúðkaupi dótturdóttur sinnar, Hörpu
Eggertsdóttur og Hákonar Björns
Marteinssonar.
Hulda Guðmundsdóttir
leiðbeinandi
Hulda Guðmundsdóttir leiðbein-
andi, Lindarbyggð 11, Mosfellsbæ,
verður sextug mánudaginn 21.
ágúst.
Starfsferill
Hulda fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hún lauk unglingaprófí frá
Gagnfræðaskólanum við Hring-
braut árið 1954, var við nám í Hús-
mæðraskólanum að Laugarvatni
veturinn 1958-1959. Hún lauk einka-
ritaraprófi Pitman’s frá Málaskólan-
um Mimi árið 1977, tók þátt í starfl
ITC-deildarinnar Korpu í Mosfells-
bæ árin 1994-1997. Auk þess hefur
Hulda sótt fjölda námskeiða, meðal
annars í glerlist og ýmiss konar
handmennt.
Árin 1954 til 1960 starfaði Hulda í
verksmiðjunni Vifilfelli við Hofs-
vallagötu. Hún var um tíma bað-
vörður hjá Jóni Þorsteinssyni að
Lindargötu 7. Hún hefur einnig
unnið sem starfsstúlka á heimavist-
arskólanum Jaðri, við símavörslu
hjá Borgarbílastöðinni, verið þerna
á Hamrafellinu, bifreiðarstjóri hjá
Ritsímanum og unnið skrifstofu-
störf á Kirkjusandi og hjá Húsa-
smiðnum ehf. og verið aðstoðar-
stúlka hjá mötuneyti Rannsókna-
stofnana í Keldnaholti. Síðustu fjög-
ur árin hefur Hulda starfað sem
leiðbeinandi 1 almennri handa-
vinnu og glerlist fyrir aldraða hjá
Félagsþjónustu Reykjavikur.
Fjölskylda
Hulda trúlofaðist þann 21.8. 1982
Emi Guðmundssyni, f. 4.7. 1939,
húsasmíðameistara í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Guðrún Odds-
Attræð
dóttir, f. 19.6. 1909, d. 9.7. 1999, hús-
móðir frá Lækjarbug, Brimilsvöll-
um í Fróðárhreppi og Guðmundur
H. Helgason, f. 14.8. 1907, d. 6.9.1996,
sjómaður frá Ólafsvík. Þau bjuggu
lengst af í Reykjavík.
Synir Huldu eru Páll Melsteð Rík-
harðsson, f. 6.7. 1966, doktor í við-
skiptafræði, lektor við Verslunarhá-
skólann i Árósum í Danmörku, eig-
inkona hans er Lone Rebsdorf, f.
23.10. 1968, sálfræðingur hjá starfs-
þjálfunarmiðstöðinni Reva-Nord í
Árósum, dætur þeirra eru Jóhanna,
f. 28.7. 1995, og Emma, f. 2.8. 1997;
Þór Melsteð Steindórsson, f. 12.5.
1972, við nám í kvikmyndagerð í
Hollywood í Bandaríkjunum.
Hálfbróðir Huldu, sammæðra, er
Svavar Guðni Svavarsson múrara-
meistari, búsettur í Reykjavík, börn
hans eru Svavar Valur, Sigríður og
Ásta Kristín.
Móðir Huldu var Sigriður Ólafs-
dóttir, f. 27.4. 1912 að Garðstöðum í
Ögurhreppi, d. 25.3. 1978, húsmóðir.
Faðir Huldu var Guðmundur
Pálsson, f. 8.6. 1910 á ísafirði, 1. vél-
stjóri á bv. Sviða frá Hafnarfirði er
fórst með allri áhöfn 2.12. 1941 við
Snæfellsnes.
Seinni maður Sigríðar og fóstur-
faðir Huldu var Páll Melsteð Ólafs-
son, f. 28.6.1907, d. 5.2.1992, múrara-
meistari í Reykjavík. Hann var son-
ur Ingibjargar Sveinbjamardóttur
frá Vogalæk á Mýrum og Ólafs Jens
Sigurðssonar sjómanns.
Ætt
Móðir Sigríðar var Sólveig Guð-
mundsdóttir, Egilssonar, bónda í
Efstadal í Ögursókn, Guðmundsson-
ar á Laugabóli í Laugardal og Þor-
bjargar Jónsdóttur Egilssonar,
bónda að Laugalandi í Skjaldfannar-
dal, og Rebekku Hallsdóttur. Móðir
Sólveigar og kona Guðmundar Eg-
ilssonar var Margrét Jónsdóttir
Jónssonar og Margrétar Ólafsdóttur
i Lágadal.
Faðir Sigríðar var Ólafur Kr. Óla-
son trésmiður, Ólafssonar, vinnu-
manns á Hjöllum í Skötufirði, Jóns-
sonar á Breiðabólstað í Dölum.
Móðir Ólafs var Guðríður Bjarna-
dóttir, f. að Eiríksstöðum í Laugar-
dal i Ögurhreppi.
Móðir Guðmundar var Pálína
Jónsdóttir, f. á Minni-Vatnsleysu í
Kálfatjamarsókn, Gíslasonar og
Guðbjargar Eiríksdóttur, ættaðrar
úr Njarðvík. Móðir Pálínu var Ingi-
björg Einarsdóttir Guðmundssonar
og Steinunnar Sigurðardóttur í
Vesturkoti í Ólafsvallasókn á Skeið-
um.
Foreldrar Guðmundar voru Páll
Einarsson í Hvassahrauni í
Kálfatjarnasókn, Þorlákssonar frá
Neðradal í Biskupstungum og
Ingibjörg Pálsdóttir í Hvassahrauni.
Hulda og Örn taka á móti
ættingjum og vinum á heimili sínu
sunnudaginn 20.8. á milli kl. 15.00
og 19.00.
Jóhanna Álfheiður
Steingrímsdóttir
rithöfundur
Jóhanna Álfheiður Steingrims-
dóttir rithöfundur, Árnesi í Aðal-
dal, verður áttræð á morgun.
Starfsferill
Jóhanna fæddist að Nesi í Aðal-
dal og ólst þar upp. Hún lauk prófi
frá Héraðsskólanum á Laugum árið
1937 og frá Húsmæðraskólanum á
Laugum árið 1938 og stundaði
enskunám í Reykjavík veturinn þar
á eftir. Árið 1940 hóf hún búskap í
Nesi ásamt Hermóði eiginmanni
sínum.
Þau stofnuðu nýbýlið Ámes á
hálfu Nesi árið 1945 og árið 1962
hófu þau rekstur veiðiheimilis í
tengslum við útleigu Laxár og
reistu fljótlega veiðihús á landar-
eigninni. Jóhanna stóð fyrir rekstri
þess eftir að Hermóður féll frá árið
1977, allt þar til á síðasta ári að böm
hennar og tengdaböm tóku við.
Jóhanna hefur gegnt fjölmörgum
trúnaðarstörfum. Hún var til að
mynda til fjölda ára formaður
Kirkjukórs Nessóknar, formaður
Kvenfélags Nessóknar i nokkur ár
og formaður Kvenfélagasambands
Suður-Þingeyinga þar sem hún stóð
fyrir stofnun Kvennakórsins Lissýj-
ar og var formaður hans um skeið.
Hún var einnig um árabil í stjóm
MENOR, Menningarsamtaka Norð-
urlands, og var einn af stofnendum
vísnafélags Þingeyinga, Kveðanda
og hefur verið formaður þess frá
upphafi.
Jóhanna tók mjög virkan þátt i
baráttunni fyrir verndun Laxár á
sínum tíma og var heimili Ámes-
hjóna aðalvettvangur þeirrar tíma-
mótabaráttu í náttúruvernd.
Jóhanna hefur alla tíð fengist við
ritstörf og útgáfumál og hefur á
seinni árum sent frá sér eftirtaldar
bækur: Veröldin er alltaf ný, 1980,
Dagur í lífi drengs, 1984, Á bökkum
Laxár, 1987, Maríuhænan - gestur í
garðinum, 1989, Bamagælur, 1990,
Þytur, 1991, FjaUa-Bensi, 1993, Allt í
sómanum, 1994, Hvar endar veru-
leikinn, 1996, Bitakisa, 1997, og Blá-
kápa (endursögn), 1999.
Hún á einnig ljóð og sögur í ýms-
um tímaritum og safnritum.
Jóhanna skrifaði um skeið pistl-
ana Líf á landsbyggðinni í Morgun-
blaðið og flutti vikulega morgunorð
í Ríkisútvarpinu. Hún sá þar einnig
um margvíslega frásagnarþætti, svo
sem Á bökkum Laxár, I Aðaldals-
hrauni, Veiðisögur, Skammdegis-
skuggar o.fl.
Árið 1993 var Jóhanna sæmd
fálkaorðunni fyrir störf að félags-
málum. Hún hlaut einnig verðlaun
fyrir barnabókina Þyt og viður-
kenningu Barnabókaráðsins fyrir
Bamagælur.
Fjölskylda
Jóhanna giftist 4.5. 1940 Hermóði
Guðmundssyni, f. 3.5. 1915, d. 8.3.
1977, frá Sandi í Aðaldal. Hann var
sonur Guðmundar Friðjónssonar, f.
24.10. 1869, skálds og bónda á Sandi,
og konu hans, Guðrúnar Lilju, f.
14.1. 1875, d. 24.9. 1966, Oddsdóttur,
bónda í Hrappsstaðaseli í Bárðar-
dal, Sigurðssonar.
Friðjón var sonur Jóns, bónda á
Sílalæk og síðar á Sandi, og Sigur-
bjargar Guðmundsdóttur á Sílalæk.
Jóhanna og Hermóður eignuðust
fjögur börn. Þau eru Völundur Þor-
steinn, f. 8.11. 1940, verktaki, hann
er kvæntur Höllu Lovísu Loftsdótt-
ur kennara, f. 31.5.1943, þau eru bú-
sett á Álftanesi í Aðaldal og eiga
þrjú börn; Sigríður Ragnhildur, f.
10.12. 1942, sjúkraliði á sjúkrahúsi
Þingeyinga, Húsavfk, gift Stefáni
Skaftasyni, f. 7.6. 1940, héraðsráðu-
naut, búsett í Straumnesi í Aðaldal
og eiga þau þrjú börn; Hildur, bók-
menntafræðingur, f. 25.7. 1950, gift
Jafet Ólafssyni framkvæmdastjóra,
búsett í Reykjavík, þau eiga þrjú
börn; Hilmar, f. 30.8. 1953, d. 1.6.
1999, bóndi í Árnesi, ekkja hans er
Áslaug Anna Jónsdóttir, bóndi í Ár-
nesi, þau eignuðust fjögur böm en
elsti sonur þeirra er látinn.
Foreldrar Jóhönnu voru Stein-
grímur Baldvinsson, f. 29.10. 1893, d.
4.7. 1968, skáld, bóndi og kennari í
Nesi, Aðaldal, og kona hans, Sigríð-
ur Pétursdóttir, f. 13.3. 1899, d. 1.2.
1983.
Ætt
Foreldrar Steingríms voru Jó-
hanna Álfheiður Þorsteinsdóttir frá
Jarlsstaðaseli í Bárðardal og Bald-
vin Þorgrímsson í Nesi.
Foreldrar Sigriðar voru Pétur
Stefánsson, bóndi á Sýreksstööum i
Vopnafirði, og kona hans, Krist-
björg Guömundsdóttir.
95 ára
Guðrún Sigurjónsdóttir,
Ægisíöu 107, Reykjavík.
85 ára
Ásta Sigríöur Þorkelsdóttir,
Noröurbrún 1, Reykjavík.
80 ára_____________________________
Clara J. Siguröardóttir,
Langholtsvegi 178, Reykjavík.
Sigrún Runólfsdóttir,
Engihjalla 25, Kópavogi.
75 ára_____________________________
Elín Benjamínsdóttir,
Suðurgötu 17, Sandgeröi.
Gunnlaugur Þórarinsson,
Smáragrund 12, Sauöárkróki.
Ingibjörg Eyþórsdóttir,
Skipholti 47, Reykjavík.
Siguröur Jóhannesson,
Snekkjuvogi 12, Reykjavík.
70 ára_____________________________
Ally Aldís Lárusdóttir,
Munkaþverárstræti 35, Akureyri.
Guöbjörg Eyjólfsdóttir,
Garöi 1, Reykjahlíö.
Guömundur Jónsson,
Þorvaldsstöðum, Breiðdalsvík.
Jón Adolf Pálsson,
Hrauntungu 105, Kópavogi.
Marta Kristjánsdóttir,
Sóltúni 14, Kefiavík.
Pétur Árnason,
Kirkjubraut 16, Seltjarnarnesi.
Sigrún Viktorsdóttir,
Laugalæk 58, Reykjavík.
Sveinn Ingvarsson,
Blikahöföa 7, Mosfellsbæ.
60 ára_____________________________
Guöbjört Þóra Ólafsdóttir,
Heiðarhorni 17, Keflavík.
Ólöf Ragna Pétursdóttir,
Grundargötu 64, Grundarfirði.
50 ára_____________________________
Bára Jensdóttir,
Heiöarseli 17, Reykjavík.
Frímann Ingólfsson,
Bylgjubyggö 11, Ólafsfiröi.
Gertrud Hildur Bæringsdóttir,
Miötúni 35, ísafiröi.
Guölaug S. Kristjánsdóttir,
Suðurgötu 80, Hafnarfiröi.
Helga Gréta Ingimundardóttir,
Álfholti 2b, Hafnarfirði.
Hörður Hafsteinn Bjarnason,
Lyngheiöi 10, Hveragerði.
Jón Marteinsson,
Vallarbaröi 3, Hafnarfirði.
Magnús Gunnlaugur Friögeirsson,
Hesthömrum 5, Reykjavík.
Pétur Ingibergsson,
Dofrabergi 13, Hafnarfirði.
Valgerður Magnúsdóttir,
Kvíabala 1, Drangsnesi.
Þorgeir Gunnlaugsson
vélfræðingur,
Hjallabrekku 31, Kópa-
vogi. í tilefni afmælisins
taka hann og eiginkona
hans, Þórunn Eiríksdóttir,
á móti gestum í vélsmiðju
sinni aö Miöhrauni 22, Garðabæ, föstu-
daginn 1.9. á milli kl. 18.30 og 21.00.
Þorvaldur Aðaisteinsson,
Stekkjarbrekku 18, Reyðarfirði.
Þór Jóhannsson,
Álfhólsvegi 114, Kópavogi.
40 ára__________________________________
Adam Guömundsson,
Laufhaga 18, Selfossi.
Anna Sigríöur Ingimarsdóttir,
Vestmannabraut 54, Vestmannaeyjum.
Ármey Óskarsdóttir,
Hásteinsvegi 60, Vestmannaeyjum.
Ámi Rafn Jónsson,
Akurholti 18, Mosfellsbæ.
Bjarni Kristinsson,
Nökkvavogi 46, Reykjavík.
Erna Jónsdóttir,
Tunguseli 6, Reykjavík.
Gestur Ingimar Valgeirsson,
Heiöarbæ 10, Reykjavík.
Guömundur Daníel Magnússon,
Bakkahjalla 15, Kópavogi.
Guöni Kristinsson,
Kirkjustíg 3, Eskifiröi.
Gunnfríöur Ingimundardóttir,
Njálsgötu 49, Reykjavík.
Jóna Mekkín Jónsdóttir,
Fögruhlíö 11, Eskifiröi.
Konráö Gíslason,
Skarphéöinsgötu 18, Reykjavík.
Ragnheiöur Ása Ingvarsdóttir,
Traðarstíg 1, Bolungarvík.
Þorsteinn M. Gunnsteinsson,
Furulundi 4i, Akureyri.
Smáauglýsingar
vantar þig félagsskap? DV
550 5000