Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2000, Síða 26
FTMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2000
'!4
Tilvera DV
Lærði að velja og
hafna
Flestir leikarar sem
hafa orðið frægir i
sjónvarpinu hafa
ekki átt erindi sem
erfiði í kvikmynda-
heiminum og fljótt
gleymst, en ekki
George Clooney, sem
styrkir stöðu sína með hverri mynd.
Clooney segir að Batman í Batman
and Robin (1997) hafi kennt honum
lexíu og eftir þá reynslu hafi hann
ákveðið að leika aðeins í kvikmynd-
um sem gerð eru eftir handriti sem
honum líkar: „Þegar ég var á ferðalagi
að kynna Batman og Robin, leit ég í
eigin barm og viðurkenndi að hand-
ritið var slæmt og ég var ekki góður í
myndinni. Og þar sem ég er ekki pen-
inga þurfl ákvað ég að leika aðeins í
kvikmyndum sem höfða til mín. Ef ég
nú leik í slæmum myndum þá get ég
aðeins sakast við sjálfan mig og
heimsku mína. Þess má geta að
nýjasta kvikmynd Clooneys, 0
Brother, Where Art Thou?, sem Coen-
bræður gera, hefur fengið frábæra
dóma og þykir ein besta kvikmynd
þeirra bræðra.
Englar Charleys
Ein af stóru myndunum í vetur er
Charlie’s Angels, sem gerð er eftir
vinsælli sjónvarpsseríu, sem meðal
annars gerði Farah Fawcett og
Jacquline Smith frægar á sínum tíma.
í hlutverkum englanna þriggja eru
Cameron Diaz, Drew
Barrymore og Lucy
Liu og þurftu þær
víst að taka sig held-
ur betur á í líkams-
ræktinni fyrir hlut-
verkin. Upphaflega
átti Thandie
Newton (Mission
Impossible 2) að vera þriðja hjólið
en hún hætti við á síðustu stundu og
Lucy Liu, sem hingað til hefur verið
þekktust fyrir leik sinni í Ally
McBeal, fékk hlutverkið. Eina karl-
hlutverkið í myndinni sem eitthvað
kveður að er i höndum Bill Murray og
leikur hann tengilið stúlknanna við
yfirmann þeirra.
Týndar sálir
Yfirleitt þurfum við hér á klakan-
um ekki að bíða lengi eftir nýjum
bandarískum kvikmyndum og stund-
um kemur það fyrir að myndir eru
frumsýndar hér á landi um sama leyti
og í Bandaríkjunum. Þannig verður
það með Lost Soul,
nýja hryllingsmynd
með Winonu Ryder,
Ben Chaplin og John
Hurt í aðalhlutverk-
um. Hún verður
frumsýnd vestan-
hafs 13. október og
sama dag verur
hún tekin til sýningar i Laugar-
ásbíói. Um er að ræða mynd sem er í
anda The Exorcist og The Omen og
tjallar um konu sem reynir að hindra
Satan í að komast til valda á jörðinni.
Leikstjóri er Janusz Kaminski, þekkt-
ur kvikmyndatökumaður (Saving Pri-
vate Ryan, Lost World, Jerry Mas-
guire) sem hér er að leikstýra sinni
fyrstu kvikmynd.
Snatch
Beðið hefur verið með óþreyju eftir
nýrri kvikmynd frá Guy Ritchie, sem
sló svo eftirminnilega í gegn með
Lock, Stock and Two Smoking
Barrels. Nú er sú bið á enda, Snatch,
hefur verið frumsýnd i
Bretlandi og sýnist
sitt hverjum. Allir
eru þó sammála um
að hún nái ekki
gæðum Lock... en
hafi samt margt
sér til ágætis, með-
al annars stórleik
Brad Pitts í hlutverki hnefaleika-
kappa. Pitt bauð Ritchie eftir að hafa
séð Stock... að hann mætti leita til
hans hvenær sem er og Ritchie, sem
þessa dagana er þekktastur fyrir að
vera bamsfaðir Madonnu, greip gæs-
ina meðan hún var heit og fékk Brad
Pitt til að leika eitt hlutverk, en í
Snatch. Snatch verður frumsýnd hér á
landi 3. nóvember.
John Standing í hlutverki sínu í nýjustu kvikmynd Peter Greenaways sem sýnd veröur á hátíöinni.
Kvikmyndahátíð í Reykjavík fram undan:
Fjölbreytt úrval frá
mörgum löndum
Með haustinu blása ferskir vind-
ar í kvikmyndahúsum höfuðborgar-
innar þegar árleg Kvikmyndahátíð í
Reykjavík hefst. í stað þess að þurfa
að horfa upp.á hverja amerísku
kvikmyndina af annarri, sjást á
hvíta tjaldinu kvikmyndir frá öðr-
um menningarþjóðum og borgin
verður allt í einu iðandi í alþjóð-
legri kvikmyndalist þar sem list-
rænn metnaður ræður ríkjum.
Kvikmyndhátíð Reykjavíkur hefst
29. september og er eins gott fyrir
alla kvikmyndaáhugamenn að fara
að setja sig í startholurnar því ekki
vantar forvitnilegar úrvalskvik-
myndir frekar en á fyrri hátíðum.
Þegar skoðaður er listi yfir leik-
stjóra sem eiga myndir á hátíðinni
þá eru þar á meðal þekktir kappar á
borð við Wim Wenders, Ang Lee,
Giuseppe Tornatore, Mike Figgis,
David Lynch, Atom Egoyan, Peter
Greeaway og sérstakur gestur hátíð-
arinnar, Dusan Makavejev, en
nokkrar mynda hans verða sýndar.
Á móti kemur að meðal leikstjór-
anna eru nöfn sem ekki eru eins
þekkt, menn á borð við Takeshi
Kitano, Veit Helmer, Kaige Chen,
Roy Anderson, Gianni Amelio og
Vestur-íslendinginn Sturlu Gunn-
arsson, sem mun heimsækja okkur
meðan á hátiðin stendur yfir.
Á hátíðinni eru myndir sem hafa
verið að vekja athygli á kvikmynda-
hátíðum erlendis og er skemmst að
minnast að um síðustu helgi fékk
kvikmynd Ang Lees, Crouching Ti-
ger, Hidden Dragon, People’s Choice
verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í
Toronto, en það er mesta viður-
kenningin á þessari hátíð og má
geta þess aö í fyrra fékk American
Beauty þessi verðlaun og er óþarfi
að rekja framhaldið með þá mynd.
Aðrar verðlaunamyndir eru The
Buena Vista Social Club (Wim
Wenders), Cosi Ridevano (Gianni
Amelio), The Straight Story (David
Lynch, Kikujiro (Takeshi Kitano),
Gohatto (Nagisa Oshima) Sozhou
River (Lou Ye).
í heildina verða eitthvað á fjórða
tug kvikmynda sýndar á hátíðinni
og verða flest kvikmyndahús borg-
armnar
stendur.
nýtt meðan á hátiðinni
-HK
Toronto
Það voru ekki aðeins íslensku
kvikmyndirnar 101 Reykjavík og
Englar alheimsins sem vöktu at-
hygli á nýafstaðinni kvikmyndahá-
tíð i Toronto. Sigurjón Sighvatsson
var mættur á hátíðina með splunku-
nýja kvikmynd, Weight of Water,
sem ekki er farið að sýna enn þá.
Var hann ásamt félögum sínum að
kynna hana fyrir dreifmgaraðilum.
Myndin vakti mikla athygli, sem
þykir lofa góðu um framhaldið,
enda fór svo að bandaríska dreifmg-
arfyrirtækið Lions Gate borgaði
eina milljón dollara fyrir að fá að
dreifa henni í Bandaríkjunum og er
ætlunin að hún fari á markaðinn á
næsta ári.
Weight of Water er byggð á skáld-
sögu eftir Anitu Shreve sem fengið
hefur afbragðs dóma. Fjallar mynd-
in um blaðaljósmyndara, Jean, sem
fer á söguslóðir þar sem tvær konur
voru myrtar árið 1873 og ætlar hún
að tengja það við tvöfalt morð í nú-
tímanum. Hún uppgötvar skjöl sem
skráð eru af manneskju sem varð
vitni að morðunum. í myndinni er
síðan skipt á milli nútímans og frá-
sagnar vitnisins, auk þess sem inn í
söguna blandast hjónabandserfið-
leikar Jean.
Spennumyndaleikstjórinn
Kathryn Bigelow (Strange Days,
Point Break) leikstýrir Weight of
Water og í aðalhlutverkum eru
Catherine McCormack, Sean Penn,
Sarah Polley, Elizabeth Hurley og
Josh Lucas.
Bíógagnrýní
Fráhrindandi og heimsk
Weight of Water
Sean Penn og Joss Lucas í hlutverkum sínum
h
Háskólabió/Stjörnubíó - Battlefield Earth: i
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Sigurjón í
góðum mál-
um í
John Travolta hefur mikið á sam-
viskunni þessa dagana. Hann er
ábyrgur fyrir því að eytt var hundrað
miUjónum dollara í að gera Battlefield
Earth, sem er ekki aðeins vond kvik-
mynd, hún er heimsk og einstakléga
fráhrindandi. Myndin sem byggð er á
miklum doðranti eftir L. Ron Hubb-
ard, sem er víst nokkurs konar goð í
augum þeirra sem fylgja vísindakirkj-
unni bandarísku (Þar er Travolta i
fremstur í flokki) hefur verið hugar-
fóstur Travolta í mörg ár. Upphaflega
ætlaði hann að leika hetjuna Jonnie,
en eftir því sem töfrn var meiri á gerð
myndarinnar kom að því að Travolta
var orðinn of gamall fyrir hlutverkið
og tók þá að sér að leika illmennið
Terl, auk þess sem hann er framleið-
andi.
Battlefield Earth á að gerast á
fjórða árþúsundinu. Langt er síðan
geimverur af ættflokki Sæklóa, nán-
ast gjöreyddu öllu lífi á jörðinni. Þær
fáu hræður sem enn eru við líði eru
komnar á steinaldarstigið (ekki það
að Sæklóamir séu ekki langt frá því
heldur). Svo einkennilega vill til að
þótt þúsund ár séu frá því að jörðin
var nánast sprengd í tætlur má enn þá
sjá borgarskilti, hálfhrunda skýja-
kljúfa og bílhræ, auk þess sem not-
hæfar orrustuflugvélar eru enn í flug-
skýlum sínum. Þessi upptalning er að-
eins lítill hluti þeirra mótsagna sem
er að finna í þessari kvikmynd, sem
er með slíkum endemum að maðm
hlýtm að spyrja sjálfan sig hvort
nokkm hafi vitað hvað hver var að
gera við gerð hennar.
Aðalpersónmnar em tvær, Jonnie
(Barry Pepper), ungur maður sem
spyr sjálfan sig hvort llfið bjóði aðeins
upp á eymd og örbirgð og Terl (John
Travolta), stöðvarstjóri Sæklóa á jörð-
inni, sem er ekki ómennskari en það
að græðgi ræður gerðum hans.
Gullæði rennm á hann og til að koma
áformum sínum í framkvæmd kemm
hann „vitinu" fyrir Jonnie, sem að
sjálfsögðu notar það í eigin þágu og er
ekki lengi að gera úr félögum sinum
striðsmenn sem fara létt með að
stjórna fullkomnustu orrustuþorum
nútímans.
Ekki hjálpa leikarar mikið upp á
ósköpin. John Travolta, sem er að
vísu óþekkjanlegm í myndinni, er
ekki sannfærandi illmenni og þótt út-
litið blekki.þá er röddin auðþekkjan-
leg og er hún á skjön við útlitið. For-
est Whitaker, sem leikur hans hægri
hönd, vill sjálfsagt gleyma þáttöku
sinni sem fyrst, enda er samleikm
þeirra eins og í misheppnuðum farsa.
Nýliðin Barry Pebber fer troðnar slóð-
ir, ljóshærður og vel útlítandi en með
takamarkaða leikhæfileika.
Leikstjóri: Roger Christian. Handrit: Cor-
ey Mandell. Kvikmyndataka: Giles Nuttg-
ens. Tónlist: Elia Cmiral. Aðalhlutverk:
John Travolta. Barry Pebber, Forest
Whitaker, Kim Coates og Richard Tyson.