Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 Skoðun nv Fylgistu með Formúlunni? Helga Eyjólfsdóttir afgreiðsludama: Já, og Hákkinen er minn maöur. Ólafur Lárusson sölustjóri: Já, og þar er Schumacher einfaid- lega bestur. Gylfi Dýrmundsson lögreglumaður: Nei, það geri ég ekki, ég kann betur aö meta aörar íþróttir. Jónas Þór Guðmundsson: Já, ég fyigist meö henni og ég myndi segja aö þar vseri Hákkinen bestur. Magnús Þór Ágústsson nemi: Nei, ég hef ekki áhuga á Formúl- unni. Fræknir íslenskir íþróttamenn Guðrún Arnardóttir, Örn Arnarson og Vala Flosadóttir. Þrjú frækin í fjarlægu landi Guðmundur Gíslason skrifar: Okkur íslendingum Mýnaði um hjartarætur þegar við fórum að sjá ár- angur okkar fólks á ÓlympMeikun- um í fjarlægum heimsMuta. Ástralía hefur komið við sögu áður í afreka- sögu okkar þegar Vilhjálmi Einars- syni tóks að næla í silfrið fyrir ein- stæðan árangur í sinni íþróttagrein. Og nú er sagan endurtekin í Ástralíu. Þarna hlýtur að vera um að ræða mikinn undirbúning, stöðuga þjálfun og aga sem er ekki beint af sauðahúsi okkar íslendinga. Ekki það að einstak- lingar hér séu frábrugðnir öðrum ein- staMingum vitt og breitt um heiminn. Og alla sem eiga góðri heilsu að fagna má þjálfa til afreka í likamsíþróttum. Það verður hins vegar aldrei gert nema undir miklum aga og sjálfsaf- neitun á mörgum sviðum. Og það er þetta tvennt sem okkur Islendinga skortir svo sárlega. „Eftirtektarvert er að sérhvert hinna framsæknu íþróttamanna okkar á Ólympíuleikunum hefur hlotið þjálfun af erlendum toga að mestu leyti, ýmist hér eða erlendis. “ En þegar einstaklingar héðan kom- ast í stranga þjáifun, ýmist hér heima eða erlendis, erum við engir eftirbát- ar. Fjármagn og aðstaða þarf líka að vera til staðar. Þegar þetta femt: agi, sjálfsafneitun, flármagn og aðstaða, leggst á eitt lætur árangurinn ekki á sér standa. Og þetta hefur hinum þremur afreksmönnum sérstaklega hlotnast. Eftirtektarvert er að hver og einn hinna ungu íslendinga í afrekshópn- um i Ástralíu hefur Motið þjálfun af erlendum toga að mestu leyti, ýmist hér heima eða erlendis - Hafnfirðing- urinn Örn hjá bandarískum þjálfara, Vala Flosadóttir hjá þjálfara í Svíþjóð og Guðrún Amardóttir sem þjálfaði í skólaliði í Bandaríkjunum og þjálfar enn þar vestra. Ég er ekki að segja að þessi afrek hefðu aldrei náðst nema undir þess- um kringumstæðum. Hitt er stað- reynd að sá agi og það aðhald sem hér skortir í íslensku þjóðlífi er dragbítur á stöðug eða mikil einstaklingsafrek í íþróttum. Ég tek fyllilega undir þá skoðun sem sett er fram í lesendabréfi í DV alveg nýlega, undir yfirskriftinni íþróttir, heilsa og herskylda, að hvert þessara atriða eða öll saman skapa mikilvæga undirstöðu fyrir góðan ár- angur hjá þeim sem stefna að miMum árangri I íþróttum fram eftir öllum aldri. Laxeldisstöð í Berufjörð sem fyrst Rósa Guömundsdóttir skrifar frá Djúpavogi: Ég get ekki lengur þagað yfir því sem verið hefur á döfinni varðandi fiskeldisstöðina sem koma á hér í Berufirði. Menn spyrja einfaldlega: Hvað er í veginum? Og menn vilja fá svör. Það sem verið hefur að gerast er til háborinnar skammar. Ef skrautdúkk- an og ráðherrann, hún Siv Friðleifs- dóttir, sem umhverfisráðherra, hefur úrskurðað að stöðin ætti að fara i um- hverfismat og að lögin séu afturvirk, þá spyr ég bara Siv blessaða að því hve mörg refa- og minkabú voru um- hverfismetin áður en þau voru sett upp á sínum tíma. Nú eru þessi bú orðin að rusli út um allt land og öll „Ég held að við megum þakka fyrir ef erlendir fjár- festar yfirleitt tala við okk- ur og skaffa vinnu í leið- inni við laxeldi. Þeir hafa mestu reynsluna. “ dýrin dauð. Og ég beini orðum mínum aftur til Sivjar, að séu lögin afturvirk, þá setji hún þetta í skoðun og láti hreinsa þetta rusl burt af landinu okkar fal- lega. Ég var á kolmunnaskipi (sem kokk- ur) í ágúst sl. Við þurftum að fara með bilun inn til Þórshafnar í Færeyjum. Síðan var siglt til Fuglafjarðar og landað. Alls staðar á leiðinni voru laxagildrur og stöðvar sem voru ekki á nokkurn hátt fyrir einu eða neinu, hvorki tO sjós eða lands. Og þarna fóru um alls konar skip, stór skemmtiferðaskip og smáskekktur til handfæraveiða. Ég held að við megum þakka fyrir ef erlendir fjárfestar yfirleitt tala við okkur og skaffa vinnu í leiðinni við laxeldi. Þeir hafa mestu reynsluna. Laxeldisstöð í Berufjörð, og það strax og þar með atvinnu á Austurland. Ég fullyrði að af svona starfsemi stafar engin sjónmengun. Minkur og refur er ekki framtíðin í þessum lands- Muta. Dagfari Harmar hlutinn sinn, hásetiiinnn Á Islandi hefur verið við lýði um ára- tugi arfavitlaust launakerfi hjá sjómönn- um. I einföldu máli er það þannig upp- byggt að útgerö veiðiskips fær hálfan þorsk en áhöfnin hinn helminginn. Vegna þvermóðsku sjómannasamtak- anna hefur ekki tekist að breyta kerfinu þannig að menn séu einfaldlega með milljón á mánuði eins og eðlilegast væri. Það sem er verra með Mutaskiptakerfið er að það hefur nú teygt anga sína inn í bankana. Þau tiðindi hafa orðið að í ein- um bankanum hefur verið tekið upp sams konar kerfi varðandi bankastjór- ana. Þeir fá hlut þegar vel aflast en ann- ars bara milljón á mánuði. Þjóðhags- stofnun vakti athygli á ruglinu hjá út- gerðinni þegar úttekt var gerð á fáránleikanum sem viðgengst á sjónum. Auðvitað á að leggja niður hásetahlutinn og taka upp fastlaunakerfi. Milljón á mánuði og ekkert aukakjaftæði. Hvað avitleysingi dettur í hug að það eigi að hafa sama fyrirkomulag á nýtísku togurum og áttæringum til foma sem veiddu óheft áður en kvótinn var tekinn upp? Dagfari hefur langa reynslu af sjómennsku og sjómönnum og hefur þegið sjómannaafslátt fyrir óeigingjarnt starf sitt í þágu þjóðarinnar allrar. Aðförin fyrir dómstólum er auðvitað byggð á misskilningi þeirra illa upp- lýstu einstaklinga sem ekki skilja að ef ekki kemur kvóti þá fá þeir ekki að fara á sjó og þá fá þeir engan sjó- mannaafslátt. Þá hefur hann tekið þátt í að fjármagna kvóta- kaup með útgerð sinni í þeim tilgangi einum að geta farið á sjó til að veiða fisk. Það hef- ur truflandi áM’if á sjómennsku og út- gerð þegar sumir sjómenn af illgimi einni hafa draga útgerðir sínar fyrir dóm og heimtað að fá endurgreitt fram- lag sitt til kvótakaupanna. Aðförin fyrir dómstólum er auðvitað byggð á mis- skiliíingi þeirra illa upplýstu emstaM- inga sem ekki skilja að ef ekki kemur kvóti þá fá þeir ekki að fara á sjó og þá fá þeir engan sjómannaafslátt. Örfáir em svo heppnir að vinna á skrifstofu Reykjavíkurhafnar og fá sjómannaaf- slátt fyrir göfugt starf sitt í þág hafn- sögubátsins Haka en það er undantekn- ing. Ef allir heimta fullan Mut þá verður engin sjósókn á íslandsmið; svo einfalt er það. Þjóðhagsforstjórinn sér þetta og vélstjór- arnir sjá þetta en aðrir virðast blindir á veru- leikann. Einhverjir hásetar eru að röfla og þeir harma hlutinn sinn en það er allt á misskilningi byggt. Nú ríður á að allir taki höndum saman og verji atvinnugreinina, sjómannaafsláttinn og kvótann. Sjómenn verða að fara á stimpilklukku og fóst laun áður en útgerðin sporðreisist og fisk- veiðar leggjast af. Sjómenn, takið sönsum áður en það er of seint! Borgin sinni biðlistunum Steindór Einarsson skrifar: Mér finnst það mikil fásinna af Reykjavíkurborg að vera að kaupa upp sumarbústaði í bæjarlandinu eða nágrenni þess fyrir milljónir króna. Þeir ijármunir gætu allt eins farið í að standsetja auðar íbúðir eða kaupa þær. Það eru mörg hund- ruð manns á biðlista, að sagt er, og eru meira og minna á götunni. En það virðast mikil blankheit hjá borgarsjóði. En fróðlegt væri að vita hvers vegna borgin er að eyða svona háum fjárhæðum til kaupa á sumarbústöðum á meðan svo marg- ir bíða eftir húsnæði á hennar veg- um. Tónlistarguðsþjón- usta í Hafnarfirði Sr. Þórhallur Heimisson skrifar: Sigrún Hjálmtýsdóttir Syngur við tón- listarguðsþjón- ustur. TóMistarguðs- þjónusta í Hafnar- fjarðarkirkju eru sænsk að uppruna en hefur verið þýdd á íslensku. Eins og nafnið gef- ur til kynna, þá er tónlistarguðsþjón- ustan helguð íhug- uninni og tóMist- mni. Stutt hugleið- ing og bænir tengj- ast þeirri tónlist sem flutt er hverju sinni. Einn listamaður eða einn hópur listamanna tekur þátt í hverri tóMistarguðsþjónustu og set- ur þannig svip sinn og sérkenni á athöfnina. Margir listamenn hafa tekið þátt frá árinu 1996. Sunnudag- inn 1. október fer fram fyrsta tón- listarguðsþjónusta þessa vetrar í Hafnarfjarðarkirkju. Þá mun Sig- rún Hjálmtýsdóttir syngja sálma og lög sem hún hefur valið af þessu til- efni. Tónlistarguðsþjónustan hefst M. 20.30 og allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Dásamlegur Dreitill Hugrún hringdi: Ég var í inn- kaupaferð í einum stórmarkaðnum nýlega og rakst á nýja tegund mjólk- urumbúða sem ég a.m.k. hef ekki séð hér fyrr frá MS: Þetta er léttmjólkin Dreitill sem er D- vítamínbætt og í þessum líka hent- ugu umbúðum, eit- lítið lægri en venjulegu fernurn- ar og lítið eitt þykkari, sem gerir það að verkum, að feman er stöðug og fellur ekki saman líkt og venjulegu femumar með nýmjólkinni hér í Reykjavík. Takk fyrir þessar nýju fernur. Von- andi reynir MS að taka þær í notk- un fyrir alla mjólk. Nýjar mjókur- umbúðir Hentugar um- búðir með vítamínbættri mjólk. Nýju netmiðlarnir Bjarni Gunnareson skrifar: Nýir netmiðlar eru að fæðast á Internetinu hver á eftir öðrum. Sumir eru betri en aðrir ems og gengur, og nokkrir þeirra eldri standa sig enn með prýði eins og t.d. Vef-Þjóðviljinn sem hefur komið út daglega frá upphafi. Nýju netmiðl- arnir sumir hverjir eru í stíl Pressunnar sálugu, Helgarpóstsins eða hvað þau hétu nú blöðin sém flokkuð voru undir „gula pressu". En þetta eru fjörugir miðlar á Net- inu og flytja manni fréttir úr innviðum fyrirtækja og flölmiðla. Efni sem við myndum ekki sjá að öðrum kosti. Áfram með nýja og flölbreytta flölmiðla, á Netinu sem annars staðar. E^Bi: Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í stma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, ÞverhoKi 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.