Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 9 DV Útlönd Allt að 65 manns hafa fundist látnir eftir ferjuslysið í Grikklandi Skipstjórinn var meðal fyrstu í björgunarbáta Jacques Chirac Forsetinn er sakaöur um aö hafa veriö viöstaddur er flokki hans var veitt fé ólöglega. Leit hófst aftur í morgun að þeim sem enn er saknað eftir að grísk ferja sökk við innsiglinguna í höfn eyjarinnar Paros í Eyjahafi á þriðju- dagskvöldið. Allt að 65 lík hafa fundist og telja yflrvöld í Grikk- landi að allt að 80 manns hafi látist í slysinu. Óljóst er hve margir farþegar voru með ferjunni en grísk yfirvöld telja að á milli 525 og 530 manns hafl verið um borð. 448 mönnum var bjargað úr sjónum og höfðu sumir þeirra komist upp á sker nálægt slystaðnum. Grísk yflrvöld vinna nú að því að fmna orsök slysins. Hvorki almenningur né yfirvöld i Grikklandi skilja hvernig feijan gat sokkið þar sem hún var aðeins eina og hálf mílu frá landi. Skerið sem ferjan rakst á er vel merkt á sjókortum og allir skipstjórar sem sigla á svæðinu áttu að vita um það. Dómsmálaráðherra Grikklands, Michalis Stathopoulos, hefur skipað að fram fari rannsókn á því hvort um glæpsamlega vanrækslu hafi verið að ræða. Ef það kemur í ljós geta þeir sem bera ábyrgð á slysinu átt yfir höfði sér að verða ákærðir fyrir manndráp. Farþegar á ferj- unni hafa haldið því fram að skip- stjórinn hafl verið að horfa á knatt- spyrnuleik þegar slysið varð. Hann hefur verið handtekinn ásamt fyrsta stýrimanni ferjunnar og þremur öðrum úr áhöfninni. Skip- stjórinn hefur einnig verið sakaður um að hafa verið meðal þeirra fyrstu sem komust í björgunarbáta. Sumir farþegar segja að ferjan hafi sokkið á aðeins nokkrum mín- útum og margir farþegar þvi ekki haft tíma til að fara í björgunar- vesti. Líklegt er talið að ferjan hafi sokkið á rúmlega hálftíma. Meðal þeirra sem létust í slysinu voru nokkur börn sem ekki fengu neina hjálp við að komast í björgunar- vesti. Ferjan var 34 ára gömul og átti að hætta siglingum á næsta ári. For- maður sambands grískra siglinga- fræðinga sagði í grískum fjölmiðl- um að sambandið hefði bent á að skipið væri ekki haffært og því sent kvörtun til yfirvalda. Hlúð að farþegunum Breskir hermenn um borö í HMS Invincible hlúa aö einum farþega grísku ferjunnar sem fórst í Eyjahafi en hann var einn þeirra 448 sem bjargaö var úr sjónum eftir slysiö. Þrjú bresk herskip tóku þátt í björguninni ásamt fiskibátum. Að minnsta kosti 70 útlendingar voru um borð í ferjunni og sam- kvæmt upplýsingum frá farþegum sem komust lífs af voru þeir meðal annars frá Ástraliu, Kanada, Bret- landi, Frakklandi, Þýskalandi og og Ítalíu. Slysið er það mannskæðasta á Grikklandi frá því 1965 en þá fórust 217 manns í ferjuslysi. 100 ferjur sigla um grísku eyjurnar daglega og eru þær oft yfirfullar á sumrin. Bandamenn heimta játningu Leiðtogar gaullistaílokks Jacques Chiracs Frakklandsforseta hvöttu hann í gær til að viðurkenna opin- berlega ólöglega fjármögnun flokks- ins til að binda enda á hneykslið sem eitrað hefur stjórnmálalífið í Frakklandi undanfama daga. Sósíalistar vilja ekki hætta við rannsókn vegna málsins. MÆLINGAVÖRUR I .allt til mælinga! Málbönd ÞRÍFÆTUR STIKUR MÆLIHIÚL Armúli 17, WB Reykjavík Bimi: 533 1234 fax: 5EB 0499 ..það sem fagmaðurinn nntar! W W W . I S Opnum á memun Thai Express Laugavegi 126 105 Reykjavfk Sími 561 -29-29 Fax 561 -11 -10 e-mail: tomasb@simnet.is Vegna mikillar eftirspurnar á Banthai (fær góða dóma; besti taílenski matsölustaðurinn) um heimsendingu opnum við annan stað með meira úrvali af skemmtilegum réttum. i Exþfess Opnunartilboð föstudaginn 29. sept. Frá kl. 9.00-11.00: Frá kl. 11.00-16.30: 1 réttur á 199,- -4500;- 3 réttir fyrir tvo á 999,- Laugavegi 126, ofan við Hlemm (gamli Kínamúrinn). Opið 11.00-22.00 alla daga. Pantanir, matseðill eða tilboð dagsins á e-mail: tomasb@simnet.is Sími 561-29-29 Fax 561-11-10 ISFUGL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.