Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2000 Viðskipti DV Umsjön: Viöskiptabiaðid Olgerðin til solu - verðmætið nálægt þremur milljörðum króna Aðaleigendur Ölgerðarinnar Eg- ils Skallagrímssonar ehf. hafa ákveðið að selja öll hlutabréf sín í fyrirtækinu, eða tæp 98% af skráðu hlutafé. Fyrirkomulag sölunnar verður með þeim hætti að einungis er leitað til fjögurra fjármálafyrir- tækja eftir tilboði en þau eru: Landsbanki íslands hf., Búnaðar- banki íslands hf., Íslandsbanki-FBA hf. og Kaupþing. Að sögn Jóns Snorra Snorrasonar, framkvæmda- stjóra Ölgerðarinnar, eru viðræður við fjármálafyrirtækin þegar hafnar við hvert þeirra um sig. Þeim er gef- inn kostur á að senda inn kauptil- boð í allan hlutinn sem í boði er. Stofnuð 1913 Ölgerðin var stofnuð árið 1913 af Tómasi Tómassyni og er eitt stærsta fjölskyldufyrirtæki lands- ins, með um 140 starfsmenn. Núver- andi eigendur eru afkomendur Tómasar, bræðumir Jóhannes og Tómas Agnar og fjölskyldur þeirra, og er Jóhannes stjórnarformaður. Afkoma fyrirtækisins hefur á und- anfomum árum verið með ágætum. Nam ársveltan árið 1999 rúmum 2,4 milljörðum króna og jókst um 10% frá árinu á undan. Hagnaður fyrir- tækisins var 150 milljónir króna og jókst um tæpar 30 milljónir. Bókfært eig- ið fé fyrirtækisins nam í árslok síðasta árs 887 milljónum króna og eigin- fjárhlutfallið var 39%. í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær segir að miðað við þær rekstrar- upplýsingar sem blaðið hefur undir höndum, þann jafna vöxt sem fyrir- tækið býr við og ekki síst þá staðreynd að fyrirtæk- ið er til sölu í heilu lagi megi ætla að verðmæti þess sé í námunda við þrjá milljarða króna. Jón Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Olgeröar Egils Skallagrímssonar. Fjárhagslega sterkt fyrirtæki Að sögn Jóns Snorra hefur fjár- hagur fyrirtækisins verið traustur um árabil og hann býst við að ölf umrædd fjármálafyrirtæki hafi áhuga á að eignast hlut í fyrirtæk- inu. Fastlega má búast við því að í kjölfar sölunnar verði hlutabréf Ölgerðarinnar skráð á hlutabréfa- markað. Jón Snorri leggur þó áherslu á að engin skilyrði um skráningu félagsins fylgi sölu hlutabréfanna. „Þegar fyrirtækið hefur verið selt verður félagið í eigu kaupendanna sem ráðstafa því með þeim hætti sem þeir kjósa.“ Utanríkisráðherra fundar með stjórnendum Alþjóðabankans Halldór Ásgrimsson utanríkisráð- herra situr nú ársfúnd Alþjóðabank- ans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Prag. Samhliða ársfúndinum hefur utanríkisráðherra átt fundi með sendinefndum annarra þátttökulanda og stjómendum Alþjóðabankans. tilboð Gólfíiís Genova kr. 1.695 nT stærð 33,3x33,3 HÚSASMIOJAN Sími 525-3000 • www.husa.ls Fram kemur i frétt frá ut- anríkisráðuneytinu að Hall- dór átti fund með Jose Ramos-Horta um þátttöku íslands í uppbyggingar- starfinu á Austur-Tímor. Fundinn sat einnig Marie Alcatiri, sem fer með yfir- stjóm efnahagsuppbygging- ar í landinu fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna. í fjár- hagsáætlun Þróunarsam- vinnustofnunar íslands (ÞSSÍ) fyrir árið 2001 verður gert ráð fyrir fjár- framlagi til að heíja samstarf við Austur-Tímor. Utanríkisráðherra og Gerald M. Ssendaula, fjármálaráðherra Úg- anda, skrifuðu undir samstarfs- samning um þróunarsamvinnu landanna. Með þessum samningi bætist nýtt land í hóp samstarfs- landa ÞSSÍ. Á næstu mánuðum verða lögð drög að verkefnum á sviði fiskveiða, menntunar og heilsugæslu. Auk þess ræddu ráð- herramir um möguleika á sviði nýt- ingar jarðvarma og vatnsorku. Gert er ráð fyrir að verkefnisstjóri ÞSSÍ muni hefja störf í Kampala, höfuð- borg Úganda, síðar á þessu ári. 160 milljóna framlag Islands Þá skrifuðu utanríkisráð- herra og Motoo Kusakabe, varaforseti Alþjóðabank- ans, undir samning um tveggja milljóna Banda- rikjadala framlag íslands til alþjóðlegs átaks sem miðar Halldór aö niðurfellingu skulda fá- Ásgrímsson. tækustu rikja heims. Þegar hefur verið gengið frá lækk- un skulda tíu þróunarríkja og búist er við að tíu ríki til viðbótar fái skuldalækkun fyrir lok þessa árs. Utanríkisráðherra fundaði einnig með Ian Johnson, varaforseta Al- þjóðabankans, sem fer með verkefni á sviði fiskveiða. íslendingar hafa tekið þátt í samstarfsverkefni Al- þjóðabankans, Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sþ. (FAO) og nokkurra fleiri ríkja um ábyrga fískveiðistjóm þróunarlanda. Ráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja áttu fund með James D. Wolfensohn, forseta Al- þjóðabankans, þar sem ræddar vom lánveitingar bankans til Eystra- saltsríkjanna og framtíðarhorfur og áherslur í verkefnavali bankans. Draumurinn um hátækni- væddan tilraunamarkað - úttekt Financial Times á íslenska upplýsingatækniðnaðinum Sendlar óskast Sendlar óskast á blaðadreifingu DV eftir hádegi. Æskilegur aldur 13-15 ára. Upplýsingar í síma 550 5746. Ör vöxtur íslensks upplýsingatækni- iðnaðar og góður árangur fyrirtækja innan hans gegnir mikilvægu hlut- verki í að auka fjölbreytni í atvinnulíf- inu og minnka vægi sjávarútvegs. Þannig sér breska stórblaðið The Fin- ancial Times (FT) upplýsingatækniiðn- aðinn hér á landi fýrir sér í grein sem birtist í blaðinu í síðustu viku. Bent er á að hér á landi sé farsíma- eign mest í heiminum og jafhframt sé engin þjóð jafii netvædd og íslending- ar. Með þá staðreynd að leiðarljósi sjá landsmenn íslenska markaðinn sem tilvalinn tilraunamarkað fyrir margs konar nýjar vörur og þjónustu. Sú grein sem vex hraðast Bent er einnig á að tæknivæðing og mikill áhugi íbúa sé sameiginlegt ein- kenni flestra Norðurlandanna og vikið að Svium og Finnum í þvi sambandi. í FT kemur fram að sem stendur eigi um 5% þjóðartekna íslendinga rætur sínar aö rekja til upplýsingatækniðn- aðarins og aðallega tU þjónustu- og hugbúnaðarfyrirtækja. FT segir grein- ina á hinn bóginn vera þá sem vex hraðast hér á landi og vísar í því sam- bandi til sérfræðinga Kaupþings hf. og eftir þeim er haft að 10% útflutnings- tekna íslendinga muni tengjast upplýs- ingatækni innan fárra ára. FT rekur að mörg öflugustu upplýs- ingatæknifyrirtækja landsins komi fyrst og fremst úr þjónustugeiranum og þar er bent á Tæknival, Opin kerfi hf., Nýherja hf„ Skýrr hf. og EJS hf. Sum þessara fýrirtækja segir FT rétti- lega beina sjónum sínum fýrst og fremst að íslenska markaðnum. FT segir það samt ekki leiða af sér að fýrirtækin þrói ekki athyglisverðar lausnir sem erindi geta átt út fýrir landsteinana þegar fram líða stundir. Aftur er vikið að Tæknivali, sem FT segir að sé að vinna að verkefni sem felist í því að færa Intemetsamskipti út á ólgusjó til sjómanna á Norður-Atl- antshafi. Útflutningur í formi hugbúnaðar FT segir á hinn bóginn upplýsinga- tækni sem útflutningsiðnað snúa fýrst og fremst að hugbúnaðarfýrirtækjum. Fram kemur að útflutningur á hug- búnaði hafi vaxið úr nánast engu árið 1990 í 25 milljónir dollara (tvo millj- arða króna) árið 1998. Þessi fjárhæð muni aukast, enda sé heimamarkaður fýrirtækjanna of lítill, og því horfa hugbúnaðarfyrirtæki til útílutnings. Haft er eftir Kaupþingi að smæð mark aðarins hafi krafist þess af hugbúnað arfýrirtækjunum að þau heijuðu á er lenda markaði mun fýrr en samkeppn isaðilar þeirra á meginlandinu. { HEILDARVIÐSKIPTI 222 mkr. i - Hlutabréf 81 mkr. ; - Ríkisbréf 142 mkr. j MEST VIÐSKIPTI © Össur 27 mkr. I © Baugur 22 mkr. | © Íslandsbanki-FBA 12 mkr. 1 MESTA HÆKKUN ; © Össur 1,5% ; © Pharmaco 1,4% 1 : © Húsasmiðjan 1,2% ; MESTA LÆKKUN 1 ©Tryggingamiðstöðin 2,1% . © Delta 1,9% ;©ÚA 1,7% ÚRVALSVÍSITALAN 1514,9 stig - Breyting O -0,279% 8% hagvöxtur í Suður-Kóreu Landsframleiðsla í Suður-Kóreu ætti að aukast um 8% á þessu ári en neysluverðsvisitalan ætti að hækka um 2,5%, samkvæmt fjármálaráð- herra Suður-Kóreu, Jin Nyum. Þess- ari miklu hækkun er spáð vegna þess að það hafa orðið miklar efna- hagslegar umbætur á síðustu tveim- ur árum. Neysluverðsvisitalan jókst aðeins um 0,8% í fyrra, sem var einnig talið eiga þátt í þessum mikla vexti. í fyrra var hagvöxtur í landinu 10,7%. TU VIOSKIPTI j © Islandsbanki-FBA 874.727 Össur 485.836 Q Eimskip 301.042 : : Baugur 285.337 ísl. hugb.sjóðurinn 275.547 Jsröastliöna 30 daga ; © íslenskir aöalverktakar 25 % ; © Vaxtarsjóðurinn 16% ; ; © Jarðboranir 15 % : © ísl. járnblendifélagiö 13 % j © SR-Mjöl 8% 1 MESTA LÆKKUN ▼ W',7T’I—T ©SÍF -18 % j © Fiskiðjus. Húsavíkur -17 % ©ísl. hugb.sjóöurinn -17 % j © Haraldur Böðvarsson -16 % QKEA iw -12 % Fjármálastjóri T-online segir af sér Christian Hoening, fiármálastjóri T-online, sem er stærsta netfýrirtæki í Evrópu á sviði þjónustu, hefur sagt af sér. Deutsche Telekom, móðurfyr- irtæki T-online, tilkynnti ákvörðun- ina og tekur Rainer Beaujean við sem fiármálastjóri. Hoening er þriðji stjómarmaðurinn í mánuðinum sem yflrgefur fýrirtækið. HELSTU HLUTA8REFAV!SfT01.U» DOW JONES Enikkei S&P NASDAQ FTSE DAX 10628,36 15626,96 1426,57 3656.30 6257.30 6768,27 6308,93 o o o o o o o 0,03% | 0,08% I 0,04% 0,89% 0,19% 0,67% 0,17% KAUP SALA j !K§f Dollar 82,460 82,880 jgSPuHd 120,890 121,510 1*1 Kan. dollar 55,050 55,400 figlDönskkr. 9,7710 9,8250 |-j”lNorsk kr 9,0690 9,1190 í tSSænsk kr. 8,5580 8,6050 !(4HR- mark 12,2621 12,3358 IjFra. franki 11,1146 11,1814 IjsjBolg. franki 1,8073 1,8182 j Q Sviss. franki 47,7800 48,0400 E3hoH. gyliini 33,0838 33,2826 ^Þýskt mark 37,2768 37,5008 Í I*L lira 0,037650 0,037880 j pT^Aust. sch. 5,2984 5,3302 j 7~l Port. escudo 0,3637 0,3658 II 4 ISná. peseti 0,4382 0,4408 jprjjap.yen 0,765900 0,770500 ; j iírskt pund 92,572 93,129 SDR 107,160000 107,800000 j JgECU 72,9070 73,3451

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.